Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2002, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2002, Page 23
43 MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 2002 DV Tilvera lí f iö V I N M L! • Bí ó ■Vartti 6088 Europc Filmundur heldur áfram aö sýna myndina Varöi Goes Europe. Myndin fjallar um Varöa og feröir hans sem götulistamanns um Evrópu þar sem hann kynnist alls kyns skemmtileg- um karakterum. Myndin er sýnd í kvöld kl. 22.30 •Sveitin ■Kammertónligt á Egílsstööum Kammerkór Austurlands er meö tón- leika í Egilsstaöakirkju kl. 20. Flutt veröur tslensk og erlend kórtónlist. •Sýningar ■ Sumarsvning Kiarvalsstaöa samanstend- ur aö þessu sinni af fígúratífum verkum í ýmsum miölum úr eigu safnsins þar sem viðfangsefniö er maöurinn í borginni og upp- lifun hans á borgarlandslaginu; götum og húsum og borgarlífinu; sambýlinu viö annað fólk, samkennd, einmanaleika, hópkennd og einstaklingshyggju. Sýningin stendur til 25. ágúst en hún nefnist Maöur og borg. ■ Heimir Biöri'úlfsson í Gallari Hlemmi Nýlega var opnuö fyrsta einkasýning Heimis Björg- úlfssonar í Galleri Hlemmi. Heimir er búsettur í Amsterdam þar sem hann er að Ijúka mastersnámi í myndlist. Hann er einnig þekktur fyrir að vera einn meðlima hljómsveitarinnar Stilluppsteypa sem gat sér gott orð í undirheimum tónlistarinnar á sínum tima. Á sýningunni eru skúlptúrar, teikningar og myndband. Sýningin stendur til 23. júni og er opin frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14-18. ■ Án ábvrgóar í Galleri Swvars Karls Listamaðurinn Olga Soffia Bergmann opnaði nýlega sýningu í Gallerii Sævars Karis. Olga lauk námi frá MHÍ1991 og MFAmámi frá The Califomia College og Arts and Crafts 1995. Olga Soffia hefur tekið þátt i samsýningum víða, heima og eriendis en þetta er 9. einkasýning hennar. Sýninguna nefnir listamaðurinn Án ábyrgðar - No garantee og er sýrv ingin sú þriðja i röð sem fjalla um doktor B. og þá starfsemi sem fer fram á ransóknarstofu hans. Doktor B. er eins konar Alter Ego og verkin sem tengjast þessari persónu eru sprottin af áhuga lista- mannsins á þeim ævintýralegu og undariegu mögu- leikum sem erfðafræði og klónun mun hafa upp á að bjóða í náinni framtið. Verkin eru unnin með blandaðri tækni, Ijósmyndir, tréskúlptúrar, saman- safn smáhluta og stutt kvikmynd. Verkin eru öll unn- in á þessu ári og fjalla þau um seinustu tilþrif Dokt- ors B. á vettvangi tækni og visinda. Opið er frá kl. 14 en sýningin stendur til 20. júní. ■ Samsýning tuttugy og þfiffija myndlistar- Sýningin Akureyri i myndlist II er nú í Listasafninu á Akureyri en á henni sýna tuttugu og þrir listamenn fra Akureyri. Myndlistarmennimir sem verk eiga á sýningunni eru: Ásmundur Ásmundsson, Birgir Snæbjöm Birgisson, Brynhíldur Kristinsdóttir, Guð- mundur Oddur Magnússon, Gunnar Kristinsson, Gústaf Geir Bollason, Haraldur Ingi Haraldsson, Hlynur Hallsson, Hólmfríöur Harðardóttir, Jónas Við- ar, Jóni Jónsdóttir, Kristinn Hrafnsson, Kristín Gunn- laugsdóttir, Kristján Steingrimur Jónsson, Páll Sól- nes, Pétur Örn Friðriksson, Sigtryggur Baldvinsson, Sigurbjörn Jónsson, Siguröur Árni Sigurðsson, Snorri Ásmundsson, Sólveig Baldursdóttir, Valborg Salóme Ingólfsdóttir og Þorvaldur Þorsteinsson. ■ Maria.SleinssonjJJjttniSÍnu i Lauggrdal Maria Kristin Steinsson opnaði fýrir skemmstu sýningu á verkum sínum í Listhúsinu í Laugardal, Engjateigi 17-19. Á sýningunni sýnir Maria Kristin olíumálverk, unnin á þessu ári og því síðasta. Allir eru velkomnir á sýninguna sem stendur til 29. júní. ■ Hutfnn Þóf í i8 Sýning á verkum Hugins Þórs Arasonar er undir stiganum i i8. Huginn Þór Arason er ungur listamaður, fæddur árið 1976, en hann útskrifaðist í vor frá Listaháskóla Islands. Hann var einn þeirra listnema sem skipulögðu Hringferðina í fyrra en hún var myndlistarsýning sem fór hringinn i kringum landið og vakti hvarvetna mikla og verðskuldaða athygli. Verk Hugins, Sjálfsmynd, vakti mikla athygli á útskriftarsýningu Listaháskólans nú í ár en verkið sem hann sýnir í Í8 ber heibð Njðsnari. Sýning Hugins stendur til 22. júní. Krossgáta Lárétt: 1 sker, 4 þróttur, 7 fjarstæða, 8 hróp, 10 æst, 12 svar, 13 hristi, 14 stunda, 15 hress, 16 þjöl, 18 nálægð, 21 ávöxturinn, 22 jafningi, 23 þykkildi. Lóðrétt: 1 hest, 2 megin, 3 dauðyfli, 4 oft, 5 heydreifar, 6 þukl, 9 grenja, 11 blaðið, 16 sterk, 17 bekkur, 19 hvíldi, 20 atorku. Lausn neðst á síöunni. Umsjón: Sævar Bjarnason Svartur á leik! Stigamót Hellis stendur yfir og eft- ir 3 umferðir voru þeir Þorflnnsbræð- ur, Bragi og Bjöm, efstir ásamt Sæv- ari nokkrum Bjamasyni með 2,5 v. af 3. Þeir bræður eru oft sérlega úr- ræðagóðir og gefast aldrei upp fyrr en í fulla hnefana. í þessari skák sýn- ir Bjöm sínar bestu hliðar gegn Guð- mundi Kjartanssyni, íslandsmeistara i skólaskák, eldra flokki. E-peðið neglir hvítu stöðuna algjörlega niöur. Og svarta frúin leikur lausum hala ásamt kóngi sínum og þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. Hvítt: Guðmundur Kjartansson Svart. Bjöm Þorfinnsson ftalski leikurinn Stigamót Hellis (1), 03.06. 2002 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. c3 Rf6 5. d4 exd4 6. e5 d5 7. Bb5 Re4 8. cxd4 Bb4+ 9. Bd2 Bd7 10. Bxc6 Bxd2+ 11. Rfxd2 Bxc6 12 Rxe4 dxe4 13. Rc3 Dg5 14. 0-0 0-0-0 15. a4 e3 16. Í3 Hhe8 17. b4 f6 18. b5 Bd5 19. Re4 Bxe4 20. fxe4 Hxe5 21. dxe5 Hxdl 22. Hfxdl (Stöðu- myndin) 22. - e2 23. Hel De3+ 24. Khl Df2 25. exf6 gxf6 26. h3 Kd7 27. Kh2 Ke6 28. Hebl Ke5 29. a5 Kxe4 30. a6 bxa6 31. Hxa6 f5 32. Ha4+ Ke5 33. Haal f4 34. Khl Dg3 35. Hel f3 36. gxf3 Dxh3+ 0-1 Lausn á krossgátu •3np 02 ‘IQB 61 ‘ias LX ‘iuoj 91 ‘mijjoil ‘ejyjso 6 ‘jpij 9 ‘>jBJ s ‘siumsujcj \ ‘iddayjejis g ‘po z ‘M?J 1 :w?JQ97 •23is ZZ ‘U?ui zi ‘Oflda 12 ‘pupu 81 ‘dsej 9i ‘uja si ‘B510I þl ‘ðjOðjs ei ‘SUE Zl ‘JQM? 01 ‘IIQM 8 ‘bjjtj L ‘Ma->d 1 ‘sojj i jjajej r * Dagfari Maður fyrir borð í farþegaskipum er allur við- búnaður og neyðarráðstafanir settar í gang þegar maður fer fyrir borð. Skipið er stöðvað og reynt aö fiska viðkomandi um borð aftur, rétt eins og tókst þegar albanskur flóttamaður fór fyrir borð á Norrænu á fimmtu- dag þegar skipið sigldi út Seyð- isfjörð. Það er einnig ljóst að enginn setur sig viljandi fyrir borð nema því aðeins að við- komandi sé í miklum sálar- háska. Aðstæðurnar í heima- landinu valda því að örvænting fyllir fólk við þá tilhugsun að þurfa að snúa aftur. íslenskri þjóð ber að fara var- lega í málefnum útlendinga, rétt eins og blessunarlega hefur verið gert. Stríðsátök á Balkanskaga og í nálægum löndum valda því hins vegar að upp er komin ný staða. Rétt eins og aðrar þjóðir verðum við að bregðast við neyð fólks í þessum löndum. Það hefur raunar verið gert - en betur má ef duga skal. Alþjóðasamfélagið verður að standa í stykkinu að þessu leyti - og hefur til þess margar leiðir. Albanarnir sem komu ólög- lega til Seyðisfjarðar fengu heldur óblíðar viðtökur. Þeir voru settir í járn og fengu ekki túlkaþjónustu af hálfu yfirvalda þar enda þótt þau neiti öllum ásökunum um að óeðlilega hafi verið staðið að málum. Þau hh voru ekki tilbúin að leggja þess- um mönnum lið og starfa 1 anda sjálfsagðra mannasiða. Það er ekki fyrr en einn úr hópnum hafði sett sig í sjóinn, væntan- lega sturlaður af örvæntingu vegna þess hlutskiptis sem bíð- ur hans í heimaranni. Aðstoð við að breyta því er það besta sem við getum gert í málinu, fyrir svo utan að yfirvöld eiga að kunna sig í mannlegum sam- skiptum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.