Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2002, Blaðsíða 9
9
FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002
DV
Fréttir
Svört skýrsla hjálparstofnunarinnar Oxfam um afskipti Vesturlanda af þróunarríkjum:
Ríkir verndaðir
gegn þeim fátæku
Ríkustu þjóðir heims sitja yfir
hlut þeirra fátækustu með við-
skiptaháttum sem samrýmast illa
frjálsum markaði og alþjóðavæð-
ingu. í nýbirtri skýrslu hjálpar-
stofnunarinnar Oxfam er lögð fram
hörð gagnrýni á efnuðustu iðnaðar-
þjóðimar sem setja alls kyns inn-
flutningshömlur á vörur frá þróun-
arríkjum jafnframt því sem þær
styðja útflutning á eigin fram-
leiðsluvörum með niðurgreiðslum
og styrkjum. Þá fá alþjóðabankamir
tveir á baukinn fyrir að setja fá-
tæku þjóðunum stólinn fyrir dymar
með þvi að setja þeim ófrávikjanleg
skilyrði fyrir lánum og styrkjum
sem virka letjandi á framleiðslu og
útflutningshæfni.
ESB, BNA og Kanada styrkja
landbúnað verulega og em búvömr
seldar á markaði fyrir sem svarar
tvo þriðju af framleiðslukostnaði.
Þá samkeppni stenst landbúnaður
fátæku þjóðanna ekki. Þá ofan í
kaupið felst þróunarhjálp hinna
ríku oft í því að gefa þeim af offram-
leiðslu sinni. Með því em ekki ein-
ungis eyðilagðir möguleikar á út-
flutningi landbúnaðarafurða heldur
er heimamarkaðurinn í sunnan-
verðri Afríku, Austur- og Suður-
Asíu og Rómönsku Ameriku lagður
í rúst. Þannig verða ríku bændum-
' Slæm áhrif
Landbúnaöur fátækustu þjóöanna er
í rúst vegna styrkja til ríkustu
bænda heims.
ir í auðugu löndunum enn rikari á
kostnað hinna fátækustu í aumustu
ríkjunum.
Fátæku löndin njóta lítils af al-
þjóðavæðingimni og kemur þar
margt til. Þau verða undir í sam-
keppni á nær öllum sviðum og hafa
enga möguleika á að setja á neins
konar viðskiptahömlur eins og iðn-
rikin gera til að vemda hagsmuni
sinna framleiðenda. Þau verða að
sætta sig við skilyrði Alþjóðabank-
ans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til
að fá lán og styrki og felast þau und-
antekningarlítið í því að búa við
galopið markaðskerfi og virða
frjálsa samkeppni, sem keppinaut-
amir í iðnríkjunum koma sér hjá
með ýmsu móti, svo sem styrkjum
við atvinnuvegi sína og útflutnings-
bótum sem kallaðar em eitthvað
allt annað.
Samkvæmt skýrslu Oxfam arð-
ræna ríku þjóðimar hinar fátækari
með grófum hætti og eru aðgerðir
þeirra i beinni mótsögn við allt talið
um að verið sé að styðja og styrkja
hina fátækustu til sjálfsbjargar.
Þegar fátækar þjóðir flytja út til
hinna ríku verða þær að horfast í
augu við viðskiptahömlur sem eru
flómm sinnum hærri en gilda með-
al viðskipta milli efnaðra ríkja.
Þessar hömlur kosta þróunarlöndin
um hundrað milljarða dollara á ári,
eða helmingi meira en þau þiggja í
þróunaraðstoð.
Evrópusambandið greiðir sínum
bændum sem svarar milljarði doll-
ara á dag í styrki. Ríkustu bænd-
umir fá hæstu bæturnar. Skatt-
greiðendur standa undir styrkja-
greiðslunum sem valda verulegri
lækkun heimsmarkaðsverðs bú-
vara og skaða landbúnað í þróunar-
rikjum mjög. Víða eiga bændur sér
engrar viðreisnar von.
Auk þess að fátæku löndin njóta
lítilla gæða af alþjóðavæðingunni
og stórauknun heimsviðskiptum
sitja þau eftir á íjölmörgum öðrum
sviðum. Þau hcifa ekki efni á mennt-
un og heilsuvemd sem sjálfsögð
þykir meðal rikra þjóða og dragast
því aftur úr á þeim sviðum sem öðr-
um.
Ef ekki koma til viðhorfsbreyting-
ar gagnvart þróunaraðstoð og i við-
skiptum ríkra þjóða og snauðra
mun bilið enn breikka og verða erf-
iðleikar þeirra fátæku óyfirstígan-
legir ef heldur sem horfir.
Skýrslu Oxfam er misjafnlega
tekið. Framkvæmdastjóri Alþjóða-
viðskiptastofnunarinnar segir gagn-
rýnina réttmæta og hvetur til að
iðnríkin fari að ráðum hjálparstofn-
unarinnar og taki upp nýja og betri
siði gagnvart fátækum meðbræðr-
um. Talsmenn Evrópusambandsins
viðurkenna að skýrslan geti gert
sitt gagn í baráttunni við fátæktina
en rök höfunda hennar séu umdeil-
anleg. En þeir draga ekki í efa rétt-
mæti gagnrýninnar á landbúnaðar-
stefnuna og telja fráleitt að mark-
aðsverð búvara skuli vera langt
undir framleiðslukostnaði. -OÓ
Bjöm Bjarnason.
Heimsókn Kínaforseta:
Lærdómsrik
en óskemmti-
leg reynsla
- segir Bjöm Bjarnason
„Við öndum létt-
ar, þegar ljóst er,
að Jiang Zemin,
forseti Kína, og
hið mikla fóru-
neyti hans hefur
komist heilu og
höldnu frá landi
okkar,“ segir
Bjöm Bjamason á
vefsíðu sinni eftir
að kínverski forsetinn fór af landinu.
Bjöm segir að athygli hafi vakið að
forsetanum var ekið niður Almanna-
gjá. Heimild til slíks heyri til undan-
tekninga. Skýringin á ökuferð niður
Almannagjá hafi verið sú að Jiang sé
aldraður, fótfúinn og óvanur að ganga
mikið. Bjöm segir að ástæða sé til að
fagna þvi að landamærin hafa verið
opnuð að nýju fyrir Falun Gong-fólki
eins og öðrum. Gripið hafi verið til
margvíslegra aðgerða til að sýna Falun
Gong-iðkendum stuðning sem og stað-
genglum allra þolenda mannréttinda-
brota í Kína.
50 milljónir teknar af lífi
„Ástæðulaust er að gleyma því að Ji-
ang er fulltrúi stjómar og stjómmála-
afls sem hefur svipt að minnsta kosti
50 milljónir manna lífi. Maó, forveri
Jiangs, hefur þann óskemmtOega sess í
heimsmetabók Guinness að vera talinn
mesti fjöldamorðingi mannkynssög-
unnar,“ segir Bjöm Bjamason. Hann
segir það hafa verið lærdómsríka en
óskemmtilega reynslu fyrir okkur ís-
lendinga að dragast inn í þessi átök
Falun Gong og kínverskra stjórn-
valdasem hófust formlega fyrir þremur
árum og hafa síðan teygt sig um víða
veröld. -NH
KLIKKAÐ TILBQÐ!!!
Efþú safnarfimm nýjum áskrífendum
færð þú gefins
i
Aiwa TVC-140014” sjónvarp
ísl. textavarp - A/V-tengi
Euro scart-tengi -fullkominfjarstýring.
wgr
/
550 5000