Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2002, Page 10
10
Útlönd
FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002
DV
REUTERS-MYND
í vanda staddur
Nú er svo komiö aö nærri helmingur
breskra kjósenda telur Tony Blair for-
sætisráðherra ekki heiöarlegan.
Breska þjóðin
vantreystir Blair
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, og Verkamannaílokkur
hans sem hafa verið við völd í fimm
ár, hafa á þeim tíma glatað trausti
kjósenda, að því er fram kemur í
nýrri skoðanakönnun fyrir blaðið
Daily Telegraph.
Aðeins 45 prósent aðspurðra
sögðu að Blair væri heiðarlegur og
nærri tveir þriðju sögðu að ríkis-
stjórn hans væri ekki treystandi.
Skoðanakönnunin birtist á sama
tima og stjómin á í vök að verjast
vegna uppljóstrana um vandræða-
legar uppákomur. Því hefur meðal
annars verið haldið fram að reynt
hafi verið að tryggja Blair aukið
vægi í undirbúningnum fyrir útför
drottningarmóðurinnar. Blair vísar
öllu sliku tali á bug en svo virðist
sem breska þjóðin trúi honum ekki.
UPPBOÐ
Eftirtaldar bifreiöir verða boðnar
upp að við lögregiustöðina Þjóð-
braut 13, Akranesi, föstudaginn
28. júní 2002 kl. 14:00:
AI-107 KV-127 VD-020 XT-989
Greiðsla við hamarshögg.
SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI.
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Ásvallagata 31, 0201, 2. hæð og 1/3
kjallari, Reykjavík, þingl. eig. Elín
Björk Bruun og Garðar Ólafsson, gerð-
arbeiðandi íbúðalánasjóður, mánu-
daginn 24. júní 2002, kl. 15.00.
Bugðulækur 1, 0201, 6 herb. íbúð á 2.
hæð og 2/3 bílskúr fjær lóðarmörkum,
Reykjavík, þingl. eig. Bragi Friðfinns-
son, gerðarbeiðandi Tollstjóraembætt-
ið, mánudaginn 24. júní 2002, kl.
13.30.
Hjarðarhagi 45, verslunar- og skrif-
stofuhús á S-hluta lóðar, Reykjavík,
þingl. eig. fsbúðin ehf., Reykjavík,
gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður versl-
unarmanna og Tollstjóraembættið,
mánudaginn 24. júní 2002, kl. 15.30.
Merkjateigur 4, 0101, aðalhæð, sól-
skýli og bílskúr, Mosfellsbæ, þingl.
eig. Bjarni Bærings Bjarnason, gerðar-
beiðandi Mosfellsbær, mánudaginn
24. júní 2002, kl. 10.30._______
Miðtún 10, 0001, 2ja herb. kjallaraí-
búð, Reykjavík, þingl. eig. Hjörtur
Markússon, gerðarbeiðandi Byggða-
stofnun, mánudaginn 24. júní 2002, kl.
14.30. _________________________
Rauðalækur 45, 0201, 2. hæð og bfl-
skúr fjær húsi, Reykjavík, þingl. eig.
Rósa Sigríður Gunnarsdóttir og Hann-
es Kristinsson, gerðarbeiðendur
íbúðalánasjóður og Tollstjóraembætt-
ið, mánudaginn 24. júní 2002, kl.
14.00.__________________________
Vesturgata 23, 0401, rishæð, Reykja-
vík, þingl. eig. Þór Örn Víkingsson,
gerðarbeiðendur Deloitte & Touche
hf., íbúðalánasjóður og Tollstjóraemb-
ættið, mánudaginn 24. júní 2002, kl.
16.00.__________________________
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
Aðdragandi hryðjuverkaárásanna 11. september:
Hleruöu boð dag-
inn fyrir aðgerðir
Starfsmenn bandarisku Þjóðarör-
yggisstofnunarinnar hleruðu tvenn
boð daginn fyrir hryðjuverkaárásirn-
ar 11. september á New York og Was-
hington um að eitthvaö myndi gerast
daginn eftir. Boðin voru hins vegar
ekki þýdd fyrr en 12. september, að
því er heimildarmenn innan banda-
ríska stjómkerfisins greindu frá í
gær.
Þjóðaröryggisstofnunin hefur það
hlutverk að hlera fjarskipti um heim
allan og er einhver leynilegasta stofn-
un Bandaríkjanna. 1 boðunum sem
stofnunin hleraði sagði: „úrslitashmd-
in er á morgun" og „leikurinn hefst á
morgun".
Boð þessi voru á arabísku og voru
þau ekki þýdd yfir á ensku fyrr en 12.
september, daginn eftir að hryðju-
verkamenn rændu flugvélum og flugu
þeim á World Trade Center í New
York og Pentagon í Washington með
þeim afleiðingum að um þrjú þúsund
Skilaboðln hleruð
Bandarískir leyniþjónustumenn hier-
uöu boö frá bandamönnum Osama
bin Ladens um aö stóra stundin
væri aö renna upp.
manns týndu lífi. Bandarísk stjóm-
völd kenna Osama bin Laden og al-Qa-
eda-hryðjuverkasamtökum hans um
árásimar.
í skilaboðunum sem starfsmenn
Þjóðaröryggisstofnunarinnar hleruðu
kom ekki fram hvenær, hvar né hvers
eðlis atburðimir væru sem um var
talað.
Stofnunin grípur inn í mikinn
fjölda boðskipta um heim allan á
hverjum degi og eru þau á fjölmörg-
um tungumálum.
Einn heimildarmaður innan banda-
rísku leyniþjónustunnar sagði að ekki
hefði verið hægt að gripa til neinna
aðgerða á grundvelli boða sem voru
jafh óljós og raun bar vitni. Ekki hefði
því verið hægt að koma í veg fyrir
árásimar, jafnvel þótt þau hefðu ver-
ið þýdd samdægurs.
Þjóðaröryggisstofnunin afhenti
leyniþjónustunefnd þingsins upplýs-
ingar um boðin fyrir mánuði.
REUTCRSMYND
Dauður kjúkllngur í bandl
Argentínskur sparifjáreigandi heldur á dauöum kjúklingi dingiandi í bandi yfir skilti sem á stendur „spilltur stjórnmáia-
maöur“. Efnt var til mótmæiaaögeröa viö seötabankann í Buenos Aires vegna frystra bankainnistæöna.
Bandaríkin hamast gegn alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum:
Hóta að draga hermenn
sína út úr aðgerðum SÞ
Bandarikin hafa hótað að draga sig
út úr friðargæsluaðgerðum Samein-
uðu þjóðanna verði bandarískir her-
menn ekki undanþegnir lögsögu nýja,
fasta alþjóðlega stríðsglæpadómstóls-
ins.
ígær lögðu þeir fram tillögu að
samþykkt í Öryggisráði SÞ sem und-
anskilur hermenn þeirra frá öllum að-
gerðum SÞ, jafnvel þeim sem NATO
leiðir, svo sem friðargæslunni i fyrr-
um Júgóslavíu.
Enginn annar af 15 fulltrúum ör-
yggisráðsins tók undir kröfur Banda-
ríkjamanna eða skoðun þeirra á dóm-
stólnum, sem er hinn fyrsti sinnar
tegundar og að margra mati mikil-
vægasta skref á sviði þjóðaréttar frá
því Numberg-réttarhöldin fóru fram.
Bush-stjórnin hefur frá upphafi
barist hatrammlega gegn stofnun,
Hugmyndafræöilegt jlhad?
Bandaríkin vilja friöhelgi fyrír
hermenn sína.
áhrifum og lögsögu dómstólsins, sem
hún telur að myndi skerða fullveldi
Bandaríkjanna, hefði hann lögsögu yf-
ir hermönnum þeirra.
Aðrir benda á að það sé til lítils að
stofna dómstólinn ef fordæmi sem
þetta um skilyrðislausar undanþágur
verði gefið strax í byrjun, ekki hvað
síst hjá voldugri þjóð eins og Banda-
ríkjamönnum. Dómstóllinn væri þá
andvana fæddur, vængstýfður.
Clinton-stjómin hafði skrifað undir
stofiisáttmála dómstólsins en Bush
ógilti undirritunina þegar hann
komst til valda. Alþjóðasamninga sem
þessa þarf fyrst að undirrita en síðan
að fullgilda samkvæmt stjómlögum
hvers lands til að þeir verði bindandi.
67 lönd hafa þegar fullgilt sáttmál-
ann, þar á meðal öll ESB-löndin. Inn-
an Öryggisráðsins leita menn nú
málamiðlana til að koma í veg fyrir
það sem mannréttindafrömuðir kalla
„hugmyndafræðilegt jihad“ Banda-
ríkjamanna.
Bush aldrei í hættu
George W. Bush
Bandaríkjaforseti
var aldrei i hættu
þegar rýma þurfti
Hvíta húsið í 15
mínútur í gær eftir
að lítil flugvél flaug
inn á flugbanns-
svæði við forseta-
bústaðinn. Svo virðist sem vélin
hafi villst af leið.
Sóknardögum fækkað
Færeyska hafrannsóknarstofnun-
in mælir með því við yfirvöld að
sóknardögum í þorsk og ýsu verði
fækkað um 35 prósent á næsta fisk-
veiðiári og að sóknardögum í ufsa
verði fækkað um fimmtán prósent,
að sögn færeyska útvarpsins.
Aukin hætta á krabba
Böm karla sem hafa unnið í
kjarnorkuendurvinnslustöðinni í
Sellafield eru í tvisvar sinnum
meiri hættu á að fá hvítblæði en
aðrir og kann það að skýrast af
geislun sem feðurnir urðu fyrir.
Fossett gengur vel
Bandaríski ævintýramaðurinn
Steve Fossett svífur nú á loftbelg
sinum yflr Ástralíu í sjöttu tilraun
sinni tfl hnattflugs. Ferðin hefur
gengið vel fram að þessu.
Allt snýst um Kanann
Svo virðist sem tveggja daga
fundur þjóðarleiðtoga G-8 hópsins
svokEillaða muni aðaUega snúast um
þarfir og áhyggjur Bandaríkja-
manna, öðrum tU líklegrar armæðu.
Baráttan heldur áfram
Franski baráttu-
bóndinn José Bové,
sem í gær hóf að af-
plána þriggja mán-
aða fangelsisdóm
fyrir að eyðUeggja
veitingastað
McDonalds í sunn-
anverðu Frakk-
landi, sagði mörg hundruð stuðn-
ingsmönnum sínum að baráttan
gegn hnattvæðingunni myndi halda
áfram á meðan hann sæti inni.
Malbikað í göngunum
Færeyingar eru byrjaðir að mal-
bika jarðgöngin sem tengja flugvöU-
inn í Vágum við Straumey þar sem
Þórshöfn er.
Del Ponte ómyrk í máli
Carla del Ponte,
aðalsaksóknari
stríðsglæpadóm-
stólsins fyrir
Júgóslavíu í Haag,
sakaöi stjómvöld í
Belgrad í gær um
að vera ekki nógu
samvinnuþýð við
að koma grunuðum mönnum í
hendur réttvísinnar.
Tanaka vikið úr flokknum
Ráðamenn stjómarflokksins i Jap-
an véku í morgun Makiko Tanaka,
fyrrum forsætisráðherra, úr flokkn-
um i tvö ár fyrir að neita að styðja
frambjóðanda flokksins.
Ákærð fyrir skógarelda
Ákærukviðdómur í Bandarikjun-
um hefur ákært Terry Lynn Barton,
starfsmann bandarísku skógarþjón-
ustunnar, fyrir að eiga sök á skógar-
eldunum sem hafa geisað suövestur
af Denver í Kólóradó.