Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2002, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2002, Page 11
11 FTMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 PV_____________________________________ Útlönd Stefnubreyting hjá ísraelsstjórn í viðbrögðum við sjálfsmorðsárásum: Ótímabundið hernám sjálfstjórnarsvæða Snemma í morgun sóttu ísraelskar hersveitir inn á þrjú sjáifstjómar- svæöi Palestínumanna á Vesturbakk- anum, handtók þar eftirlýsta harölínu- menn og setti á útgöngubönn. Aðgerðimar koma í framhaldi af sjálfsmorðsárás Palestínumanns á strætisvagnabiðstöð í gær þar sem 6 ísraelar fórust og 35 slösuðust. Það var önnur árásin á tveimur dögum. Þær hafa kostað 25 ísraela lífið. Árásin í gær varð til þess að Bush Bandaríkjaforseti frestaði ræðu þar sem búist var við að hann markaði stefnu i átt að palestínsku ríki. Talsmaður hans, Ari Fleischer, sagði: „Forsetinn veit hvað hann vill segja. Hann mun deila því með ykkur þegar... það kemur að mestu gagni.“ Palestínska heimastjómin for- dæmdi árásina og Arafat gaf út yfiriýsingu þess efnis að árásum yrði þegar hætt gegn óbreyttum borgurum. Óbreyttir borgarar stráfelldir: ísraelskar öryggissveitir hreinsa til á strætisvagnastööinni þar sem palestínskur uppreisnarmaöur sprengdi sjálfan sig og sex israela í loft upp í gær. Tvö börn voru meðal fórnarlambanna. Sagði hann hag þjóðarinnar í veði. í yfirlýsingu hersins kom fram að hann muni ekki fara frá svæðunum þremur, Betlehem, Deheisheh-flótta- mannabúðunum og Betounia, þar til markmiðum hans hafi verið náð. Aðgerðir hersins eru í takt við nýja stefnu ísraelsstjómar um að bregðast við árásum á óbreytta borgara með því að hemema ótímabundið á ný svæði sem afhent hafa verið Palestínu- mönnum til sjálfstjómar samkvæmt friðarsamningum. „Hver hryðjuverkaárás til viðbótar mun leiða til enn frekari töku á land- svæðum," sagði stjórnin. Þetta er stefnubreyting frá hinum tímabundnu hemaðaraðgerðum sem hún hefur not- að hingað til til að bregðast við árás- um uppreisnarmanna. 1403 Palestínumenn og 539 ísraelar hafa fallið frá því Intifada-uppreisnin hófst í september árið 2000. José Maria Aznar Spánn logar í verkföllum þegar for- sætisráöherrann tekur á móti kolleg- um sínum úr Evróþusambandinu. Verkfall veldur vanda á Spáni Verkalýðsfélög á Spáni eru komin í sólarhrings allsherjarverkfall til að mótmæla nýlegum breytingum sem stjómvöld fyrirskipuðu að gerðar yrðu á atvinnuleysisbótum. Atvinnuleysi á Spáni er 11,3 pró- sent, hið mesta í ESB, og nýju regl- umar gera atvinnulausum erfiðara fyrir mn að fá bætur. Búist er við að athafnalíf lamist nánast alveg, á sama tíma og leið- togar ESB em að tínast til Sevilla til síðasta fundar í formennskutíð Spánar að þessu sinni. REUTERS-MVND Réttað vegna þjóðarmorös í Rúanda Konur í Kanombe-héraöi í Rúanda hlusta á þaö sem fram fer á fyrsta degi réttarhalda meö nýju sniöi þar sem venju- legt fólk fær aö dæma þá sem sakaöir eru um aö hafa drepiö fjölskyldur þess og vini í þjóöarmorðinu 1994. Öfga- menn af ættbálki húta drápu þá um átta hundruö þúsund tútsa og hófsama húta. REUTERS-MYND Karzai í góöra vina hópi Hamid Karzai, forseti Afganistans, umkringdur fulltrúum á ættbálkaráö- stefnunni sem lauk í gær. Afganskur ráð- herra ekki sáttur Yunis Qanuni, nýr menntamála- ráðherra Afganistans, er ekki sáttur við hlutskipti sitt í nýrri stjórn Hamids Karzais forseta og kann að fá nýtt ráðuneyti. Qanuni gegndi áð- ur embætti landvamaráðherra. Þreyttir fulltrúar á ættbálkaráð- stefnunni Loya Jirga héldu til síns heima í gær eftir að hafa lagt bless- un sína yfir tillögur um ráðherra- skipan stjómarinnar. Nýja stjórnin er litið breytt frá þeirri fyrri og hef- ur það vakið ótta um að henni muni ekki takast að friða öll þjóðarbrotin, þrátt fyrir mikinn stuðning á ráð- stefnunni. Karzai sór embættiseið i gær og verður hann forseti næstu átján mánuðina, þar til boðað verður til kosninga í landinu. Fórnarlömb ap- artheid-stefnunn- ar höfða mál á hendur bönkum Fjögur fómarlömb kynþáttaað- skilnaðarstefnu hvitu minnihluta- stjómarinnar í Suður-Afríku höfð- uðu í gær mál gegn þremur bönk- um, Citigroup, USB og Crédit Suis- se, fyrir að hafa lagt sitt af mörkum til að fjármagna stjórnina og fyrir að lána henni milljarða dollara svo hún gæti haldið áfram glæpum sín- um gegn mannkyninu. Málið var höfðað fyrir dómstóli á Manhattan i New York og var farið fram á það að fjórmenningarnir gætu sótt málið fyrir hönd annarra fómarlamba mannréttindabrota suður-afrísku stjómarinnar. Farið var fram á skaðabætur en engar upphæðir eru nefndar í stefnunni. Tveir stefnenda voru pyntaðir af lögreglu hvitu minnihlutastjómar- innar sem var við völd fram á síð- asta áratug og tveir eru foreldrar bama sem voru drepin. Talsmaður svissneska bankans UBS sagði í samtali við fréttamann Reuters að ásakanimar ættu ekki við nein rök að styðjast og að bank- inn myndi halda uppi vömum. r 7C > FIM. 20. JÚKl Geir Ölafs & Furstamir ....................Vídalífl u. Ingótfstorg FÖST. 21. 3Í3MÍ í SVÖRTUM FÖTUM Skuísusundi Vestmey. R0KKSLÆFAN..........Vídalín v. ingðifstorg PAPAR Players Kópavogi L LAUG. 22. J0MÍ í SVÖRUJM FÖTUM Breiðnni Akranesi SPÚTNIK.............Félagsheim. Gmndarf. BER.................C'est La Vie Sau&rkróki M00NB00TS..........Vídalín v. Ingólfstorg PAPAR...............Players Kópavogi www.promo.is FRAMUMDAK FIMT. 27. JÚKl Nánar augl. síðar Vídalín v. Ingólfstorg FÖS7. 28. JÚKl BUFF Vídalín V. Ingólfstorg ISVÖRTUM FÖTUM Players Kópavogi LAUG. 29. JÚKl Á MÖTISÖL Sjallanum Akureyri í SVÖRTUM FÖTUM EgilsbúðNeskaupstað BUFF Vídalin v. Ingólfstorg ÍSLANDS EINAV0N Players Kópavogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.