Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2002, Síða 21
21
FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002
DV Tilvera
Brian Wilson sextugur
Einn af mestu snilling-
um poppsögunnar, Brian
Wilson, á stórafmæli í
dag. Á sínum tíma stofh-
aði Wilson ásamt bræðr-
um sínum Beach Boys,
sem sendi frá sér hvern
smellinn á fætur öðrum. Wilson hætti
snemma að koma fram með Beach
Boys, sneri sér að tónlistarsköpun og
auk þess að semja ógleymanleg lög
vann hann að tilraunum í upptökum
sem áttu eftir að gera hann að einum
mesta áhrifavaldi í þeim efnum. Líf
Wilsons hefur ekki verið dans á rós-
um. Auk ofhotkunar á eiturlyiium
hefur hann átt við geðveiki að stríða.
i Yiuuiqimi
</ :
Gildir fyrir föstudaginn 21. Júní
Vatnsberinn I?0. ian.-1R. fehr.>:
, Þú átt skemmtilegan
' dag fram undan og
hver veit nema að
ástin leynist á næstu
grosum. Náinn vinur þinn
þarfnast þín.
Flskamir (19. febr.-20. marsl:
Þér gengur vel að
Iráða fram úr minni
háttar vanda og
hlýtur mikið lof fyrir.
Þú gengur í gegnum erfitt
tímabil í ástarmálum.
Hrúturinn rn . mars-19. anrilt
. Deilur í fjölskyldunni
^hafa mikil áhrif á þig.
Deilumar eru þó ekki
eins alvarlegar og
á horfðist og í kvöld verður allt
fallið í ljúfa löð.
Nautið (20. april-20. maii:
/ Ekki vera að reyna að
sýna fram á yfirburði
þina í tima og ótíma,
lítillæti er líklegra til
að vekja aðdáun. Ekki er ólíklegt
að þú farir í óvænt ferðalag.
Tvíburarnir i?a . maí-?i. iúníi:
Þú gætir þurft að fresta
'einhverju vegna breyttr-
ar áætlunar á síðustu
stundu. Það verður létt
yfir déginum, jafnvel þó að þú lend-
ir í smávægilegum illdeilum.
Krabbinn (22. iúní-22. iúií):
Það er lítið að gera í
| félagslífinu um þessar
' mundir og það er gott
þar sem er kominn
i þú takir þig á í námi
eða starfi. Forðastu kæruleysi.
Lióníð [23. iúlí- 22. áeústl:
, Það er mikið að gera
hjá þér um þessar
mundir. Þér gengur þó
vel með allt sem þú
tekur þér fyrir hendur og hefur
gaman af þvi sem þú ert að gera.
Mevian 123. áeúst-22. sept.l:
Þú ert í góðu skapi í
dag og færð góðar
^^V^lLhugmyndir. Hresstu
^ f upp á minnið varðandi
ákveðin atriði sem eru að líða
•úr minni þér.
Voein (23. seot.-23. okt.t:
Ekki vera of fljótur að
dæma fólk og felldu
allan vafa um ágæti
einhvers, manneskj-
uhíú í hag. Kvöldiö verður rólegt.
Happatölur þínar eru 2, 7 og 19.
Sporðdrekinn (24. okt.-2i. nðv.):
Það er gott að eiga
góða vini og þú þarft
mikið á þeim að halda
nm þessar mundir.
Ekki vera feiminn við að leita
til þeirra.
Bogmaðurinn (22. nóv.-2i. des.):
IFarðu út og gerðu eitt-
||hvað sem veitir þér út-
{rás. Kýldu á það sem
_ ___þú þarft að gera í stað
þess affeyoa orkimni í það að
vera með áhyggjur yfir því.
Steingeitln (22. des.-i9. ian.i:
Þér hættir til að vera of
fús til að fóma þér fyrir
aðra og í dag ættir þú
að hugsa meira um
sjálfan þig. Reyndu að klára hluti
sem þú hefur verið að draga lengi.
Landið og ieiðsögumennirnir - 2. hluti
Vestfirðir:
Vestasti oddinn
mögnuð upplifun
- segir Lilja Magnúsdóttir
„Mér fmnst líka afar gaman að
koma í Ósvörina í Bolungarvík,
gömlu verbúðina sem segir okkur
svo mikla sögu um lífsbaráttu fyrri
alda á íslandi. Einnig finnst mér -
þó að ég sé Vestfirðingur - mjög
gaman að heim-
sækja höfuðstað
fiórðungsins, ísa-
fiörð, sem í seinni
tíð hefur tekið miklum stakkaskipt-
um og er orðinn mjög fallegur bær,“
segir Lilja.
Ferðamenn um Vestfirði fá góðar
móttökur og viðurgjöming á ferðum
sínum um fiórðunginn, að sögn
Lilju. Gestrisnin er allsráðandi fyr-
ir vestan. En flytji menn vestur seg-
ir hún að heimamenn séu varir um
sig í fyrstu. Aðkomufólkið veröi að
sanna sig áður en það er tekið inn í
samfélagið. „Vestfirðingar eru
kannski ekki allra; þeir eru dugleg-
ir, sannarlega vinir vina sinna og
láta ekki troða á sér,“ segir Lilja að
síðustu. -sbs
„Hverjir sem gestir mínir væra
hér á Vestfiörðum færi ég með þá út
á Látrabjarg. Það er mögnuð upplif-
un að koma þangað - á vestasta
odda Evrópu. Á leiðinni út á bjarg
er farið um Örlygshöfn þar sem er
Byggðasafnið á Hnjóti - merkilegt
safn sem segir mikla sögu um
menningu og lífsbaráttu hér á Vest-
fiörðum sem löngum var harðsótt,
en hér var þó aldrei harðæri. Sjór-
inn var matarkista Vestfirðinga
þannig að hér svalt enginn," segir
Lilja Magnúsdóttir, bankamaður á
Tálknafirði.
Það er víða fagurt fyrir vestan.
„... stundum þarf fólk bara að stansa
og stiga úr úr bílnum til þess að
upplifa gullmolana sem við eigum -
fagra staði sem næsta fáir stoppa á.
Þetta á til dæmis við í Barðastrand-
arsýslunni og í Djúpinu," segir
Lilja. Hún nefnir einnig Dynjandis-
foss í Amarfirði og önnur paradís
vestra sem Lilja heldur upp á er
friðlandið í Vatnsfirði - slóðimar
þar sem Hrafna-Flóki hafði vetur-
setu; þar sem kappinn kleif á hæstu
fiöll og sá firði fulla af ís; og nefndi
landið fyrir vikið ísland.
DVWND: -SBS
Vestfirðlngurinn
„Stundum þarf fólk bara aö stíga úr úr bílnum til þess aö
uþþlifa gullmolana sem viö eigum, “ segir Lilja Magnús-
dóttir. Dynjandisfoss í baksýn.
Ósvör vib Bolungarvík
Einn afmörgum skemmtilegum
stööum sem heimsækja má á Vest-
fjöröum.
Galdra-
menn
og skraut-
blóm
Þegar komið er á Vestfirði í
suðri er fyrst komið i Reykhóla-
sveit. Strandlengja Vestfiarða er
hundruð kílómetra og drjúgt telja
þeir löngu firðir í áðumefndri
sveit sem ganga langt inn í landið.
Vegir, bæir og byggðarlög eru yf-
irleitt niðri við ströndina. Á fyrri
öldum bjuggu mestu galdra- og
særingamenn landsins i fiórð-
ungnum og sögu þeirra geta ferða-
menn víða kynnt sér, svo sem á
Ströndum. Einnig eru fyrir vestan
víða söfn um búsetu á þessum
slóðum, sem löngum hefur verið
harðari en annars staðar. Er í því
sambandi sjósókn gert hátt undir
höfði, enda hafa Vestfirðingar öðr-
um fremur verið kappsamari afia-
menn. Há fiöll, hrjóstrugt landslag
og hörð lífsbarátta. Segja má að
þetta sé um margt einkenni Vest-
fiarða; fiórðungsins sem samt sem
áður býr yfir svo ótalmörgum
perlum og fallegum skrautblóm-
um - i margræðri merkingu
þeirra orða sem vert er fyrir
ferðamenn að skoða.
Biogagnryni
.
m
Háskólabió - D-Tox ★ ★
Með raðmorðingja í farangrinum
Hilmar
Karlsson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
Löggur í afvötnun
Sylvester Stallone leikur haröjaxl sem raömoröingi hefur einstakt dálæti á.
Strax á fyrstu mínútunum í D-
Tox þarf Sylvester Stallone I hlut-
verki FBI löggunnar, Jake Malloy,
að sýna bæði kómískan og há-
dramatískan leik í þremur atriðum,
nokkuð sem hann hefur ekki verið
fær um hingað til og hefur enn ekki
náð valdi á. Hann þarf sem sagt
fyrst að glíma við að vera fyndinn í
kaupum á demantshring fyrir eigin-
konuna. Þessu atriði hefði átt að
sleppa. Að vísu kemur hringurinn
við sögu síðar meir. Það hefði þó ör-
ugglega verið betri byrjun ef
Stallone hefði sleppt kómíkinni. En
eins og fleiri kvikmyndastjömur þá
hefur Stallone tröllatrú á sjálfum
sér (annars væri hann ekki í þess-
um bransa) og fer sínu fram. í hin-
um tveimur atriðunum þarf hann
fyrst að sýna tilftnningaþrunginn
leik þegar samstarfsmaður hans er
drepinn. Hann nánast sleppur frá
þessu skammlaust. Það gerir hann
aftur á móti ekki þegar kemur að
enn meiri tilfinningaþunga er hann
kemur að eiginkonu sinni myrtri.
Þetta er sem sagt ekki gæfuleg
byijun og ekki hefði ég boðið mikið
í myndina hefði orðið framhald á
„dramatískum" og „kómískum" leik
Stallones. Sem betur fer tekur
myndin þá jákvæðu stefnu að vera
beinskeytt spennumynd þar sem
Stallone þarf aðeins að vera hinn
harði nagli sem bjargar á ögur-
stundu. Að vísu þjáist hann af sökn-
uði og leitaði á náðir flöskunnar í
þijá mánuði. Traustur vinur hans
sendir hann að loknu því tímabili í
afvötnunarstöö fyrir lögreglumenn
þar sem síðar kemur í ljós að
raðmorðingja er að fmna innan um
dvalargesti. Myndin gengur síðan
út á það að veijast morðingjanum
sem virðist hafa sérstakt dálæti á
Malloy og ætlar sér að geyma hann
þangað til siðast.
T-Dox er ekki svo slæm spennu-
mynd þegar kemur að stígandi í
spennandi atburðarás. Hún gerist
að mestu í vetrarhörkum þar sem
stormur og sjókoma er alla daga.
Skapar það nöturlega umgjörð utan
um persónur sem mega muna sinn
fifil fegri. Þá er afvötnunarstofnun-
in, sem er í stóru stálbyrgi þar sem
áður hafði verið flugvarnarvirki og
síðan geðsjúkrahús, líkara fangelsi
en sjúkrahúsi og passar vel inn í
umhverfið. Best er þó að það er nán-
ast ómögulegt að geta sér til um
hver morðinginn er og það gefur
myndinni ekki svo lítið vægi.
Helsti gallinn, fyrir utan leik
Stallones í upphafi, er að sagam er
ótrúverðug og beinlíns skrifuð með
það að leiðarljósi að gera morðingj-
ann mjög ógnandi og að áhorfand-
inn komist ekki að því hver hann
er. Þetta gerir það að verkum að
einstök atriði eru í mótsögn hvert
við annað. Heildin er þó sæmileg-
asta afþreying þegar upp er staðið.
Leikstjóri: Jim Gillespie. Handrit: Ron L.
Brinkerhoff. Kvikmyndataka: Dean
Semler. Tónlist: John Powell. Aöalhlut-
verk: Sylvester Stallone, Tom Berenger,
Kris Kristofferson, Charles Dutton, Polly
Walker, Robert Patrick, Robert Prodsky
og Christopher Fulford.