Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2002, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 Fréttir DV Deildarlæknir sem vinnur ríflega 80 stundir á viku: Læknaskort u ri nn er vítahringur - sem Landspítalinn hefur ekki gert sér grein fyrir Meö lögmanni Fulltrúar unglækna hittu lögmann sinn, Láru V. Júlíusdóttur, í gær. F.v. Mikael S. Mikaelsson formaöur samninganefndar unglækna, Hjalti Már Björnsson og Oddur Steinarsson formaöur Félags unglækna. Mikael S. Mikaelsson, deildarlæknir á bráöamóttökunni á Landspítalanum í Fossvogi, vinnur að jafnaði rúmlega 80 klukkustunda vinnuviku, auk gæslu- vakta, sem eru rétt um sjö tólf tíma vaktir á mánuði. í gæsluvöktum felst að viðkomandi læknir verður að vera við síma og til taks ef á þarf að halda. Hann segir að læknaskortur vegna ríkjandi óánægju sé vitahringur sem Landspítalinn hafi ekki gert sér al- mennilega grein fyrir. Þegar vinnan sé aukin á þeim sem eftir séu, aukist álag og óánægja, þeir fari og enn fækki starfsmönnum, álagið aukist o.s.frv. Unglæknar standa nú í baráttu fyrir vinnutíma- og vinnuvemdarákvæðum, sem þeir telja sig ekki njóta til jafns við aðrar stéttir. Að auki séu unglæknar formlega séð ekki vaktavinnufólk, heldur vinni eftirvinnu eftir þörfum. Á þessu hafi orðið miklar breytinghar á síðari ámm. Mikael, sem jafnframt er formaður samninganefndar unglækna, hefur unn- ið á bráöamóttökunni í tæpa sex mán- uði. Hún á að vera sameiginleg fyrir báðar spítalabyggingamar á Hringbraut og í Fossvogi. Hann hefur unnið bæði á móttökunni sjálfri og á neyðarbíl. „Álagið hefur farið stigvaxandi síð- ustu mánuði, einkum af því að kandídatamir em famir úr húsi og deildarlæknamir em að hætta,“ segir hann. „Hinir fyrmefndu hafa lokið sínu námi í lok maí og þeir hafa ekkert verið að ráða sig til lengri tíma. Þeir fóm nán- ast allir i heilsugæslu í héraði eða í sum- arfrí. Vegna ríkjandi óánægju hafa svo nýju kandídatamir, sem áttu að mæta í sumar, kosið að fara fyrst í héraö, ljúka því af og sjá svo til hvemig staðan verð- ur í haust þegar þeir eiga að byrja.“ Sem dæmi um skort á deildarlækn- um á Landspítalanum nú nefnir Mika- el að á bráðamóttökunni eigi þeir að vera 7-9 talsins. Nú séu þær stöður ein- ungis mannaðar að rúmum þriðjungi. Því nái menn ekki einu sinni að kom- ast yfir allt sem skipulagið geri ráð fyr- ir, þótt þeir vinni ómælda yfirvinnu. Unglæknar hafa borið saman bækur sínar á léttari nótum um hver í þeirra hópi muni vera methafi í yfirvinnu. Þar mun standa með sigursveig unglæknir sem vann á sjúkrahúsinu á Akranesi, þar sem yfirvinna er enn sögð í vexti. Sá læknir vann sextán svo- kallaðar sólarhringsvaktir á mánaðar- tíma. Þannig fór hann upp í rúmlega 80-90 stunda vinnuviku. Félagar hans segja nú að hann sé „í orlofi" á heilsu- gæslustöðinni á Selfossi, en þar starfar hann nú. -JSS Tilvonandi formúlukappi fæðist á þjóðvegi 61: Höfðum ekki tíma til að vera hrædd Hún Violetta Laskowska á Suður- eyri við Súgandafjörð áttu sér einskis von síðastliðið mánudags- kvöld þegar hún fann fyrir fyrstu hríðaverkjunum um klukkan 10.30. Skömmu síðar var allt komið í full- an gang og klukkan 11 voru þau komin út í bíl á leið á fæðingar- deildina á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði, sem er um 20 mínútna akst- ur. Þau urðu þó að stöðva bílinn á þjóðvegi 61 skammt fyrir innan Suð- ureyri og klukkan 11.15 var heil- brigður og myndarlegur drengur kominn í heiminn. Mariusz, sambýlismaður Violettu, hefur enga þekkingu á bamsfæðing- um: „Ég hafði ekkert lesið um þessa hluti. Þegar bamið kom, tók ég það bara og vafði teppi utan um það og rétti mömmunni það.“ Að svo búnu hringdu þau í neyð- arlínuna og óku af staö til móts við sjúkrabíl, sem lagði af stað frá ísa- firði. Þau mættu sjúkrabílnum ísa- fiarðarmegin ganganna, í Tungudal, og voru komin í traustar hendur DVA1YND VALDIMAR HREIÐARSSON Lá á að komast í heiminn Fjölskyldan er ánægö meö litla kappann. Frá vinstri: Dominika, Violetta, Remegiusz, Mariusz og Krzysztof starfsfólks fæðingardeildar Fjórð- ungssjúkrahússins um klukkan 11.30, eða rúmlega einni klukku- stund eftir að Violetta fann fyrir fyrstu verkjunum. „Við vorum ekkert hrædd, við höfðum ekki tima tO þess. Við vor- um bara hissa,“ sögðu þau í viðtali við DV. Violetta á fyrir tvö börn, þau Dominiku og Remegiusz. „Það gekk líka vel með eldri börnin en ekki svona vel,“ sagði hún og hló. Foreldrar drengsins, sem hefur verið nefndur Krzysztof, eru afar hamingjusamir með erfmgjann litla sem einhver sagði að yrði ef til vill fyrsti íslenski formúlukappinn, slík- ur hefði verið á honum asinn. Nokkuð hefur verið um fiölgun meðal pólskra fiölskyldna hér vestra undanfarið. Grazyna María Guxmarsson, sem er hjúkrunarfræð- ingur hjá Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði, segir að sjö pólskar konur hafi eignast böm í ísafiarðarsýslu síðan 1 október sl. -VH Fréttablaðið kom ekki út í dag: Utgáfan liggur niðri Ráðherrafundur EFTA: Rætt um fjölgun EFTA-ríkjanna Ráðherrafundur EFTA-ríkjanna hófst í morgun í Menntaskólanum á Egils- stöðum. Þar koma saman ráðherrar hinna Qögurra EPTA-ríkja sem eftir eru í þeim samtökum, Pascal Couchepin viðskiptaráðherra Sviss, Ansgar Gabrielsen viðskiptaráðherra Noregs og utanríkisráðherra Lichtenstein dr. Emst Joseph Walch, að ógleyndum ut- anríkisráðherra Islands, Halldóri Ás- grímssyni. Einnig kemur til fundarins viðskiptaráðherra Singapore en það land lauk samningum við EFTA um frí- verslun á siðasta ári. Fríverslunarsamningur við Singa- pore verður undirritaður. Áður hafa verið undirritaðir fríverslunarsamning- ar við 19 þjóðir fyrir utan þessar fiórar sem eftir eru af stofiiþjóðunum.Viðræð- ur eru í gangi við fiórar til viðbótar og könnunarviðræður hafa farið fram við enn nokkrar þjóðir. Mikiil áhugi virðist vera á að auka ffelsi í viðskiptum án pólitiskra skuldbindinga. -PG Fréttablaðið kom ekki út í morgun þar sem starfsmenn höfðu ekki feng- iö greidd laun. Starfsmennirnir hafa mætt til vinnu undanfarna tvo daga en ekkert unnið þar sem ekki hafði verið gengið frá launagreiðslum. Forsvarsmenn Fréttablaðsins i samningum við nýja fiárfesta, þeir Gunnar Smári Egilsson ritstjóri og Ragnar Tómasson lögmaður, hafa átt fundi með hugsanlegum fiárfestum að undanfórnu sem hvorki munu vera meðal kunnra athafnamanna né þekktra fiárfesta hér á landi. Samkvæmt upplýsingiun DV sefia hugsanlegir fiárfestar fram nokkrar forsendur fýrir því að hægt sé að ganga frá kaupsamningi á útgáfu blaðsins, meðal annars þær að prent- un Fréttablaðsins verði tryggð og að samningar við starfsmenn liggi fyr- Vandl á höndum Ragnar Tómasson, lögmaöur eigenda Fréttablaösins, og Gunnar Smárí Egils- son ritstjóri ganga af fundi eftir aö Ijóst var aö blaöiö kæmi ekki út í dag. ir. Alls óvíst er hvar blaðið muni verða prentað, en samkvæmt upplýsingum DV hafa verið reyndir samningar við prentsmiðju Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, en þær umleitanir hafa engan árangur borið. Saxhóll, eignarhaldsfélag Nóatúns- fiölskyldunnar, er sagður ætla að selja sinn eignarhlut i Fréttablaðinu en hann er sagður vera um 24,5 pró- sent. Útgáfa Fréttablaðsins liggur niðri nú og ekki var ljóst í morgun hvert framhaldið yrði. Nokkrir tugir manna hafa starfað að útgáfu Fréttablaðsins, þar af rúmlega tuttugu manns á ritsfiórn og í umbroti. -JSS Vítisenglar ætluöu til íslands Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um Morgunblaðsins hafði lögreglan spumir af því að allstór hópur danskra Vítisengla hefði stefnt hingað til lands í sumar en síðan hætt við. Skemmst er að minnast þess að í febr- úar síðastliðnum voru 19 Vítisenglar stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli. Morg- unblaðið greindi frá. Tvö vitni í viöbót Tvö vitni í máli ákæruvaldsins gegn Áma Johnsen munu koma fyrir rétt í fyrramálið þrátt fyrir að máliö hafi verið dómtekið fyrir tæplega þrem- ur vikum. Þeir sem koma fyrir dóm eru framkvæmda- sfióri timburdeildar BYKO og annar yfirmaður hjá fyrirtækinu. Morgun- blaðið greindi frá Lektor í öldrun kostaður Heilbrigðis- og tryggingaráðherra og rektor Háskóla íslands skrifuðu í gær undir samning um nýja stöðu lektors í öldrunarfræðum við Há- skóla íslands. Framkvæmdasjóður aldraðra leggur til tæpar 4 milljónir króna á ári næstu fimm árin vegna samningsins. Þetta er þriðja lektors- staðan sem kostuð er í félagsráðgjöf í Háskóla íslands. RÚV greindi frá. Bætir tveim breiöþotum viö Flugfélagið Atlanta hefur tekið á leigu tvær B767-300 breiðþotur sem verða í verkefnum fyrir Southem Winds-flugfélagið í Argentinu. Haf- þór Hafsteinsson forstjóri segir að þetta sé fyrsta langtímaverkefni fyr- irtækisins í Suður-Ameriku og er samningurinn til eins árs. Atlanta hefur nú alls 21 breiðþotu í rekstri. Morgunblaðið greindi frá. Áfengi stoliö Brotist var inn í veitingastaðinn Kaffi Vín við Laugaveg i nótt. Þjófamir brutu rúðu til að komast inn og stálu þeir eingöngu áfengi. Reyndust hinir seku vera góðkunn- ingjar lögreglunnar og gista nú fangageymslur lögreglu. Samningar í gangi Samningar um nýja byggð í Amar- neslandi era vel á veg komnir milli bygginga- félags í eigu Jóns Ólafsson- ar og Garðabæjar. Fulltrúar bæjarins og byggingafélags- ins hittast í dag. Rúv greindi frá. Kaupa lambakjöt ítalir ætla að kaupa 300-500 tonn af fersku lambakjöti í sláturtíðinni í haust. Rúv greindi frá. Útboð kært Útboð á rannsóknar og nýsköpun- arhúsi við Háskólann á Akureyri hefur verið kært til kærunefndar útboðsmála. Vonir um sæti dvína íslenska karlalandsliðið stóð í stað á EM í Salsomaggiore þegar liðið vann einn leik og tapaði tveimur. Kvennalið- ið galt afhroð gegn sterku þýsku lands- liði en náði jöfnu við Skota. Ferill lið- anna var sá að karlarnir töpuðu fyrir Þýskalandi, 10-20, unnu síðan Júgóslavíu, 20-10, og töpuöu naumlega fyrir Tyrkjum, 14-16. Konumar fengu yfirsetu í fyrsta leik, síðan 15-15 gegn Skotum og loks stórtap gegn Þýska- landi, 4-25. ítalir eru sem fyrr með ör- ugga forystu. ísland er í 12. sæti. Kvennalandsliðið er f 21. sæti. í dag spilar karlalandsliðið við England, Búlgaríu og Kýpur og er ekki ólíklegt að það harðni á dalnum. Konumar spila hins vegar við Króatíu og Sví- þjóð. -HK/vig/StG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.