Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2002, Blaðsíða 7
I-
Reykjavtk 25. júní 2002
Kæri stofnfjáreigandi í SPRON,
Við undirritaðir, Pétur H. Blöndal aiþingismaður, Gunnar A. Jóhannsson framkvæmdastjóri, Gunnlaugur M. Sigmundsson
framkvæmdastjóri, Ingimar Jóhannsson skrifstofijstjóri og Sveinn Valfells verk- og viðskiptafræðingur, höfum kynnt okkur
ítarlega fyritttugaða hlutafélagavæðirtgu SPRON og komist að þeirri niöurstööu að hún sé ekld heppileg fýrir stofnfjáreigendur.
Við höfum skoðað aðrar ieiðir tii að auka hag stofnfjáreigenda og hófum í þvi skyni vtðræður vtð Búnaðarbankann um kaup
bankans á stofnfé SPRON og hefur eftirfarandi oröið að samkomulagi miili okkar og bankans. Meginniðurstaðan er sú að
bankinn er tilbúinn að tryggja boð í alla stofnfjáreign SPRON sem er fjórfait hærra en tillaga stjómar SPRON gerir ráð fyrir.
Kaupverðiö verður staðgreitt. Jafnframt mun bankinn tryggja óbreyttan rekstur SPRON þannig að viðskiptamenn og
starfsmenn eiga ekki að verða varir vtð þessi eigendaskipti.
Hér að neðan er stutt samantekt niðurstaðna undirritaðra stofnfj áreigenda:
Stofnfjáreigandi sem á 20 hiuti fær skv. tillögu stjómar SPRON hiutafé í SPRON hf. að nafnvinði kr. 165.428 á genginu 4,2
eða kr. 694.800 sem er jafnt endurmetnu stofnfé m.v. 31.12.2001. Sami aðili fær kr. 2.779.200 í sinn hlut ef hann tekur
tilboði sem Búrtaðarbanki íslands hf. tryggir sem er fjórfatt hærra en stofnfjéraðili fengi miðað við fyrirhugaða hlutafjárvæðingu.
Mismunur á hverja 20 hluti er kr. 2.084.400.
Fjöldi hluta 1111398 stjórnar SPRON (endurmetið stofnfé) Tilboð tryggt af BÍ Mismunur
10 347.400 kr. 1.389.600 kr. 1.042.200 kr.
20 694.800 kr. 2.779.200 kr. 2.084.400 kr.
40 (hjón) 1.389.600 kr. 5.558.400 kr. 4.168.800 kr.
Jafnframt hefur Búnaðarbankinn hf. fallist á eftirfarandi skilyrði undimtaðra:
£0 Að ekki verði röskun á högum starfsmanna SPRON önnur en sem leiðir af eðiilegri þróun.
b) Að viðskiptavinir SPRON geti áfram gengið að óbreyttri fjármálaþjónustu undir nafrii SPRON.
c) Að hlutabréfaeign sjálfseignarstofnunar, sem óhjákvæmiiega mun m.a. til koma t tengslum við formbreytingu
SPRON i hlutafélag, verði minnkuö á 10 árum og í þeirra stað fjárfesti stofnunin í skráðum markaösskuldabréfum.
d) Að atkvæðisréttur sem hiutafjáreign sjálfseignarstofnunarinnar fyigir verði ekki nýttur meðan hlutaféð er í eigu
sjálfseignarstofnunarinnar nema vegna hlutafjáreignar í SPRON hf.
e) Að fjármunir sjálfseignarstofnunarinnar verði eingöngu nýttir til menningar- og líknarmála á starfesvæði SPRON.
Við teljum að samningur um kaup Búnaðarbankans á stofnfé SPRON sé mjög hagstæður fyrir okkur stofnfjáreigendur og
ieggjum til að þú samþykkir slíkt tilboð. Til að við stofnfjáreigendur getum gengið að tilboðinu sem Búnaðarbankinn tryggir
er nauðsynlegt að hafna fyrirhugaðri hiutafiárvæðingu á vegum stjómar SPRON og samþykkja breytingu á samþykktum
SPRON um afnám á takmörkun fjöida hluta i eigu einstakra stofnfjáreigenda og samþykkja ályktun fundarins til stjómar
SPRON um að standa ekki gegn framsafi stofnfjárhluta í sparisjóönum.
Við framkomnar tillögur stjómar SPRON við hlutafjárvæðingu SPRON er margt að athuga. Sem dæmi má nefna:
a) Hlutdeild stofnfjáreigenda I eig'm fé minnkar úr 15,5% í 11,5%.
b) Hlutdeild stofnfjáreigenda í greiddum arði minnkar úr 100% í 11,5%.
c) Seljanleiki hlutabréfanna/stofnfjárbréfa minnkar.
4 Fyrirhuguð hlutafiárvæðing eykur áhættu stofnfjáreigenda.
e) Verð hlutabréfa hins nýja hlutafélags mun frekar iækka en hækka en það er
reynslan erlendis frá þá- sem hömiur eru lagðar á hlutafé eins og fyrirhugað er.
Það er von okkar að þú mætir á stofntjáreigendafundinn og tryggir hagsmuni þína með því að greiða atkvæði gegn
hlutafjárvæðingu SPRON til að koma í veg fýrir fjárhagslegt tap þitt og annarra stofnfiáreigenda Fundurinn er næstkomandi
föstudag 28. júní 2002, í Súlnasai Hólels Sögu i Reykjavík, kl. 16.15.
Sjáir þú þér af einhverjum orsökum ekki fært að mæta hvetjum við þig til þess að veita öðrum stofnfjáreiganda umboð tii
þess að mæta í þinn stað. Hver stofnfjáreigandi má einungis hafa umboð fyrir einn stofnfjáreiganda samkvæmt samþykktum
félagsins.
Virðingarfylist,
"" " " M ^ .................................................................................................................................................... ....................................................................................................................................................................................... .............