Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2002, Blaðsíða 17
16 17 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlið 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Réttur maður Brynjólfur Bjarnason er réttur maður til að taka við starfi forstjóra Landssímans en stjórn fyrirtækisins gekk frá ráðn- ingu hans á stjórnarfundi síðastliðinn mánudag. Með ráðn- ingunni eru send skýr skilaboð um að fylgt verði fagmennsku við stjórnun eins mikilvægasta fyrirtækis landsins, en mn leið að hafist verði handa við að undirbúa einkavæðingu fyr- irtækisins. Landssíminn hefur lent í miklum opinberum hremmingum sem gerði vonir manna um umfangsmikla einkavæðingu fyr- irtækisins að engu enn sem komið er. Um það verður ekki deilt að í mörgu voru mönnum mislagðar hendur við einka- væðingu og ný stjórn, sem skipuð var í mars síðastliðnum, hafði það fyrst og fremst sem verkefni að ráða nýjan forstjóra og undirbúa jarðveginn fyrir einkavæðingu fyrirtækisins eins og að hefur verið stefnt. í leiðara DV þegar ný stjórn undir forystu Rannveigar Rist tók við stjórnartaumunum í Landssímanum sagði meðal ann- ars: „Eftir þær hremmingar sem fyrirtækið og starfsmenn þess hafa gengið í gegnum síðustu mánuði skiptir miklu hvemig haldið verður á málum fyrirtækisins á næstu mánuð- um. Hér er skynsamlega að verki staðið. Skilaboðin með skip- an stjórnarinnar eru skýr. Skipuð hefur verið fagleg stjórn - óháð pólitískum skiptareglum - sem ætlað er að vinna aö og bera ábyrgð á rekstri fyrirtækisins. Hvemig nýrri stjórn fyr- irtækisins tekst upp ræður mestu um það hvort og þá hvenær loksins tekst að selja fyrirtækið.“ Fáir menn em betur í stakk búnir en Brynjólfur Bjarnason að marka leið fyrirtækis frá opinberu eignarhaldi til einka- væðingar. Reynsla hans við að leiða opinbert fyrirtæki - Bæj- arútgerð Reykjavíkur - í gegnum róttækar breytingar, upp- byggingu og síðar markaðsvæðingar sýnir betur en flest ann- að að ráðning hans var rétt ákvörðun hjá stjóm Landssimans. Það er ekki lítið verk byggja upp eitt glæsilegasta sjávarút- vegsfyrirtæki landsins á grunni bæjarútgerðar sem var þurfalingur á framfæri borgarsjóðs. Brynjólfur Bjarnason er án nokkurs vafa búinn þeim hæfi- leikum sem nauðsynlegt er að forstjóri Landssímans búi yfir. Yfirgripsmikil þekking hans á rekstri fýrirtækja mun nýtast fyrirtækinu og auka trúverðugleika þess á markaði þegar að sölu kemur. Keppni hinna ungu Á undanfornum árum hefur færst í vöxt að haldin séu knattspymumót fyrir yngri kynslóðina. Skipulag þessara móta hefur verið til fyrirmyndar og sérstaklega gleðilegt að sjá íþróttafélögin sinna þeim sem yngri eru þó athygli flestra og þar með fjölmiðla beinist yfirleitt að hinum fufl- orðnu. Nýlega var hið árlega Pæjumót haldið í Eyjum og í dag hefst Shell-mótið sem er orðið árlegt ævintýri fyrir drengi. í komandi viku verður síðan ESSO-mótið haldið á Akur- eyri, svo nefnt sé þriðja dæmið af mörgum. Að baki ligg- ur mikill undirbúningur foreldra, sem taka virkan þátt í mótunum, en þó fyrst og fremst ungra keppenda sem leggja sig alla í leikinn - keppnina sem háð er undir merkjum heilbrigðis. Bömin uppskera heilbrigða keppni, skemmtilega og eft- irminnilega daga í vernduðu umhverfi. Sjaldan sést betur en á umræddum mótum yngri kynslóðarinnar hve mikil- vægt hlutverk íþróttafélög hafa á íslandi við að búa til það umhverfi sem gerir það eftirsóknarvert að búa hér á landi. Óli Björn Kárason Sandkom Eitt kjördœmi eða tvö? Um þaö bil ár er liðið frá því að framsóknarmenn í Reykja- vík skiptu skipulagi sínu í tvennt í samræmi við nýja kjör- dæmaskipan. Ekki fór mikið fyrir þessum breytingum á sín- um tíma, en þama urðu sem sagt til Félag ungra framsóknar- manna í Reykjavíkurkjördæmi suður annars vegar og Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi norður hins vegar. Sama gildir um Framsóknarfélagið í Reykjavik og kjör- dæmissamband flokksins; þau eru tvískipt. Ekki mun standa til hjá sjálfstæðismönnum að gera neinar breytingar á skipu- lagi flokksins í þessa veru og líklegast að eitt prófkjör verði látið duga þannig að annað hvert sæti listans komi í hlut hvors kjördæmis. Framsóknarmenn hafa raunar ekki útilok- að þessa leið og því kann skiptingin í skipulaginu að vera til einskis. Einn liðsmaður ungliðahreyfing- arinnar sjáifstæðismegin kom af flöllum þegar skurðaðgerð í félagi kollega hans ^ var borin undir hann: „Eru þeir búnir að því já? Ég hélt að þeir þyrftu að vera að minnsta kosti tveir i félaginu tfl að skipta því...“ Ummælí Stigið í vænginn „Heflbrigðis- og velferðarmál, menntamál, byggðamál og síðast en ekki síst Evrópumál munu efalítið verða ofarlega í hugum kjósenda þegar þjóðin gengur að kjörborðinu næsta vor. í þessum málum hafa stjómarflokkamir hins vegar ólíkar áherslur og virðist þessi áherslumunur frekar vera að skerpast heldur en hitt. Sjálfstasðisflokkurinn hefur lika erf- iða vígstöðu í þessum málum. Forsætisráðherra virðist ekki geta rætt Evrópumál án þess að hreyta ónotum í nánustu samstarfsmenn sína í ríkisstjóm. Þá er ekki líklegt að það sé mikill hljómgrunnur á meðal kjósenda að einkavæða I hefl- brigðisþjónustunni, eins og margir sjálfstæðismenn hafa lagt áherslu á að undanfómu. Meiri samhljómur virðist vera í stefnu Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar í þessum málefnum en á milli núverandi stjómarflokka." Finnur Þór Birgisson á Maddaman.is, vef ungra framsóknarmanna Stigið í vænginn (hinum megin frá) f fyrsta sinn í sögunni eygja jafiiaðarmenn á íslandi Hún situr nú samt I Fyrst minnst er á framsókn í Reykja- vik: Á Hriflu.is, vef framsóknarmanna í höfuðborginni, er að fmna upplýsingar I um þingmenn og borgarfulltrúa flokksins fm s , f í Reykjavik. Þama birtast - í sérstökum glugga þegar smellt er á hnappinn „leið- togar“ - ljómandi fínar ljósmyndir af þeim Ólafi Erni og Jónínu ásamt langri upptalningu á fyrri störfum þeirra og pólitískum ferli. Svo er þama einhverra hluta vegna sam- svarandi fin mynd og löng upptalning á störfum Sigrúnar Magnúsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa, þar sem póli- tiskur ferill hennar er rakinn í hvorki meira né minna en tuttugu og fimm liðum. Alfreð Þorsteinsson fær bara litla mynd og fimm línur. Og Anna Kristinsdóttir, arftaki Sig- rúnar í borgarstjóm, er hvergi sjáanleg. Þrautseigja Sig- rúnar er því ekki síðri en eiginmannsins, Páls Pétursson- ar, sem lætur engan bilbug á sér finna og er þaulsætnari á þingi en margir flokksbræður hans höfðu gert ráð fyrir. möguleika að ná meirihluta í landsstjóminni. Þar að segja kratamir í Samfylkingunni og samvinnujafiiaðarmennfrnir í Framsóknarflokknum. Stefnumál þessara flokka, sem löngum hafa verið andstæðir pólar í íslenskum stjómmál- um, hafa nálgast mjög á undanfómum misserum. Báðir vflja stuðla að fijálsu og blómlegu einkareknu atvinnulífi, öflugu velferðarkerfi og fúllri alþjóðlegri þátttöku. Að síð- ustu hefúr vegur Framsóknar vænkast mjög undir styrkri og farsælli stjóm Halldórs Ásgrímssonar sem hefúr fest sig í sessi sem einn allra traustasti stjómmálamaður landsins. Lykflforsendu þess aö Samfylking og Framsókn geti náð meirihluta í landsstjóminni er hægt að lýsa í þremur orð- um: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Ingibjörg hefur löngum verið vonarstjama Samfylkingarmanna og eftir að hún rassskellti Bjöm Bjamason I vor hefúr hún orðið óskorað- ur leiðtogi vinstri vængsins í íslenskum stjómmálum. Án Ingibjargar er svo gott sem útflokað að flokkamir geti náð ofangreindum árangri. Drottningin í Ráðhúsinu ber því mikla ábyrgð og í raun er það pólitísk skylda hennar að verða við kallinu sem bara magnast og magnast." Einkur Bergmann Einarsson, formaður Félags frjálslyndra jafnaéarmanna, á Kreml.is ~h MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNl 2002 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNl 2002 DV Skoðun Áramótaskaup Ferðafrelsi og flokkun útlendinga Margt stenst tímans tönn „Ef menn vilja snúa þessari þróun við er ekki nóg að mótmæla í eina viku. Ræða þarf vel og lengi hversu langt megi ganga í að skerða frelsi borgaranna og hvort öryggishugtakið sé rétt skilgreint. Um leið er mikilvœgt að endurmeta afstöðu okkar til útlendinga. Finnst okkur sjálfsagt að ísland sé að eilífu lokað fyrir fátœkum og hrjáðum sígaunum?“ áður eru sumir útlendingar engir aufúsugestir. Þeir sem koma tfl íslands eru flokkaðir miskunnarlaust. Ferðafrelsi? Þó að margir hafi orðið reiðir vegna ferðabannsins á Falun Gong eru færri tilbúnir að samþykkja algjört ferða- frelsi í heiminum. Enda er ekkert slíkt á dagskrá. Tfl að mynda kemst enginn frá íslandi án þess að hafa pappír upp á vasann frá lögreglunni. Margir Is- lendingar kannast líka við það að hafa ekki fengið að fara til Bandaríkjanna fyrir að hafa andæft herstöðinni í Keflavík. Eins em fáir íslendingar í raun þeirrar skoðunar að taka skuli við inn- flytjendum í stríðum straumum. Mörg- um hér á landi finnst nágrannaríkin hafa gengið of langt í þeim efnum. Ákveðinn tvískinnungur er ríkjandi í málinu: Innflytjendum er fagnað í orði en hætt er við að meirihlutinn færi í baklás ef hingað færu að koma þúsund- ir á hveiju ári. Dyrnar lokast Eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum er síðan kominn nýr tónn í ráðamenn heimsins. Nú er ekki talað um að rýmka reglur um ferðir landa á milli. Dymar eru að lokast í Bandaríkjunum og um alla Evrópu. Útlit er fýrir aö „eftirlit" verði aukið á kostnað frelsis borgaranna. Fyrir utan ólguvikuna miklu hefúr enn lítið borið á andmæl- um við þessu nýja heimskerfi hérlend- is sem erlendis. Öryggið blandaðist mjög inn í um- ræðuna um Falun Gong. Liðsmönnum hreyfingarinnar var neitað um að koma hingað á þeirri forsendu að ör- yggi væri ógnað. Utanríkisráðherra og fleiri áhugamenn um íslenskan her vöktu athygli á hve fámenn lögreglan væri. Þannig var öryggi Kínaforseta réttlætingin fyrir skerðingu á frelsi liðsmanna Falun Gong. Það er vita- skuld ekkert einsdæmi. Þegar hingað koma leiðtogar stórvelda er götum jafnað lokað og frelsi manna til að ganga um eigin heimkynni er takmark- að. Þetta þykir sjálfsagt í nútímanum þó að enn þyki sem betur fer óviðkunn- anlegt hér á landi að ráðamenn séu með vopnaða lífverði. Umræöu er þörf Ef menn vflja snúa þessari þróun við er ekki nóg að mótmæla í eina viku. Ræða þarf vel og lengi hversu langt megi ganga í að skerða frelsi borgaranna og hvort öryggishugtakið sé rétt skflgreint. Um leið er mikflvægt að endurmeta afstöðu okkar til útlend- inga. Finnst okkur sjálfsagt að Island sé að eflífu lokað fýrir fátækum og hrjáðum sígaunum? Nær samúð okkar aðeins tfl útlendinga sem koma hingað að mótmæla í viku en hverfa síðan á braut hæfilega snemma til að trufla ekki þjóðhátíðardaginn? Kristjón Kolbeins viöskiptafræöingur Hver og einn getur haft skoðun sína á því hvern- ig til hefir tekist með heimsókn forseta Kína hingað til lands. Eflaust sjá ýmsir dökkar hliðar á heimsókninni vegna þess hvernig komið var fram við óbreytta borgara, er- lenda og friðsama í alla staði, er höfðu sér það eitt til sakar unnið að iðka leikfimi eina forna og austræna sem hefir einhverra hluta vegna ekki hlotið náð fyrir aug- um allra. Iðkendum er einnig brigslað um villutrú, að halda því að fram að guðimir hafi verið geimfarar og annað slíkt. Ei er talin ástæða til að sakast við þá þjóðflokka sem telja að guðimir haldi sig í stokkum og steinum, urtum og dýrum, svo dæmi séu tekin. Vart verður sagt að iðk- endur hinnar fomu leikfimi hafi virkað ofbeldisfullir og líklegir til meiðinga og likamsárása. Minnisstæð atvik Stundum hafa leiðtogar heims lagt leið sína hingað tfl skrafs og ráðageröa. Á meðan á slíkum heim- sóknum hefir staðið hafa gerst atvik er hafa eftir á valdið nokkurri kátínu og verið höfð að leiðarljósi í áramótaskaupum. Minnisstætt er hvemig höfundar skaupsins árið 1986 nýttu sér fund Ronalds og Mikaels til að kitla hláturtaugar landsmanna. Þó fór fátt úrskeiðis í ferð þeirra hingað nema einhver misskilningur var í sambandi við komutíma Mikaels. Sjálfsagt vegna lélegrar tungumálakunnáttu ein- hverra sem áttu að hafa veg og vanda af komu hans. Rámar þó höf- und í að þáverandi utanríkisráð- herra hafi getað skotist rétt sem snöggvast suður til Keflavíkur til að taka á móti einum valdamesta manni heims um það leyti sem setja átti Alþingi. Atvikið nýttu höfundar skaupsins sér með því að kríta lið- ugt og láta þau hjón Mikael og Raísu ferðast á puttanum til Reykjavíkur en fyrst þurftu þau að ganga, drag- andi töskumar á eftir sér allt til Straumsvíkur. Ronald fór heldur ekki varhluta af háðinu, þótti fullur lofts og lítið varð eftir af manninum er öllu lofti hafði veriö hleypt úr honum. Eins voru fundum þeirra Ronalds suður á Velli og Mikaels í Háskólabíói gerð góð skil á hinn skoplegasta hátt. Af nógu að taka Af nógu er að taka er höfundar „Minnisstœtt er hvernig höfundar skaupsins árið 1986 nýttu sérfund Ron- alds og Mikaels til að kitla hláturtaugar landsmanna. Þó fór fátt úrskeiðis í ferð þeirra hingað nema ein- hver misskilningur var í sambandi við komutíma Mikaels. Sjálfsagt vegna lélegrar tungumálakunn- áttu einhverra sem áttu að hafa veg og vanda af komu hans. “ næsta áramótaskaups fjalla um ný- afstaðna komu forseta Kína hingað. Broslegt er t.d. að hugsa til þess þeg- ar tvær ungar konur af asískum uppruna sáust í anddyri Hótel Loft- leiða í peysum að þeim skyldi um- svifalaust vera vísað á dyr eins og hinum mestu fólum þótt peysumar hafi óvart verið gular og áritaðar. Hámenntaður formóskur skurð- læknir hugðist sækja hingað þing bráðalækna. Var honum vísað frá vegna kynþáttar. I kringum lækn- inn og þá er öftruðu för hans er hægt að spinna fyndna atburðarás sé hugmyndaflugið í lagi. Sama gild- ir um allar tilraunir til að gera iðk- endur hinnar fomu leikfimi ósýni- lega. Mætti hugsa sér að höfundar skaupsins láti verði laganna breiða yfir þá yfirbreiðslur, hvern og einn, eins og heysátur þar sem þeir sitja á hækjum sínum á Amarhóli, svo þeir sjáist örugglega ekki þegar ekin er Hverfisgata að Þjóðmenningar- húsi. Vegna krókaleiða við brottfor for- setans mætti ímynda sér hana í skaupinu í torfæmjeppa á fjörutíu og þriggja þumlunga börðum yfir holt og hæðir, urö og grjót upp í mót á leið frá Reykjavík til Bakkafjarðar þaðan sem flogið væri frá landinu til þess að sneiða hjá öllum gulklædd- um. Gullæði og götumerkingar Auk rykfallinna embættismanna helst gullæði og götumerkingar ís- lendinga alltaf jafn yndislega fárán- legar. Mér fannst alltaf ríkisábyrgð á leit að guflskipi, sem gat ekki haft neitt gull að geyma, nánast eins og ævintýri. Muna menn ekki eftir Softís sem átti aö mala gull með byltingarkenndri aðferð í samskipt- um milli kjama tölvu og notanda- viðmóts? Menn gátu sagt sér að slíkt myndi vera eins og gifting milli Makka og Mikrósoft - sem gat ekki orðið. En prófessor og prangari tóku höndum saman um að plata land- ann. Allir muna laxeldisæöiö og refaræktina. Æöibunan sem reddar okkur þeg- ar mikið liggur við er okkur fjötur um fót þegar byggja þarf upp frá grunni. Gorkúlan Oz hefur verið lífseig og væri gaman að vita hvort það ævintýri hafi einhvem tíma skilað arði. Nú er nýjasta dæmið ís- lensk erfðagreining. Menn keyptu hluti fyrir ekki löngu 60-falt og nú fá þeir innan við fjóra fyrir hlut sinn. Starfsfólk i afgreiðslu þess fyrir- tækis virðist finna dauðateygjumar því margir hafa kvartaö í mín eym yfir stímabraki við að fá einfalda nafnabreytingu á bréfunum og starfsfólkiö sem tekur á móti manni virðist ekki kunna sitt fag. Nú veit- ir ríkisstjómin ábyrgð vitandi það að ekkert gufl er að finna í skipinu. Sumt er óháð tíma og flokkum. Grafarvogur og götustelpur Nú er Grafarvogurinn næstum því lokaður allri umferð annarra en Ólgan sem varð þegar liðs- mönnum Falun Gong var meinað að koma til ís- lands var engin sumarbóla sem springur strax og skilur varla nein ummerki eftir sig. Þvert á móti var deilt um framtíðina og hvernig ferðafrelsi skuli háttað héðan af. Það sem kom við kaun þeirra sem mótmæltu var ekki síst sú uppgötvun að hægt væri að gera lista yfir óæski- lega gesti og meina þeim aðgang að landinu, þó að Falun Gong séu ekki ólögleg samtök. Að auki bar nokkuð á því að fólki sem ber kínversk nöfn væri meinað að koma tfl íslands þó að það tengist ekki söfnuðinum. Flokkun útlendinga Ýmsir kölluðu þetta einsdæmi. Þorri mótmælenda gerði sér þó skýra grein fyrir því að svo er ekki. Nýlega sóttu sígaunar hér um landvistarleyfi sem pólitískir flóttamenn en hættu við þar sem yftr þeim vofði að verða eins kon- ar „útlagar" af Schengensvæðinu ef þeim yrði synjað um landvist. I ljósi þess að ísland hefur afar sjaldan tekið við pólitískum flóttamönnum áttu þeir ekki heldur von á góðu. Skömmu síðar komu hingað Alban- ar og fóru beina leið út aftur. Minna varð um mótmælin í því tflviki en vegna Falun Gong. Hvort tveggja er þó angi af sama meiði: I hinu nýja al- heimskerfi er mikið talað um alþjóða- væðingu og fjölmenningu en eftir sem Ég var rétt á unglinga- skeiöi þegar ég sá kvik- myndina 2001 geimleið- angurinn sem sýndi hvernig tölvan Hal tók völdin yfir mönnuðu geim- skipi. Ýmis tæki hafa smækkað og tölvurnar eru aðeins hraðgengari en mannlegi þátturinn helst óbreyttur. Einn stjómandi á stað sem ég vann á fyrir löngu hafði verið al- þingismaður. Ég kom með mínar hugmyndir að skipulagi og hann leyfði mér að njóta mín í starfi. Hann var svo stór að hann þurfti ekki að troða á undirmönnum sín- um tfl þess að þeir skyggðu ekki á hann sjálfan. Svona byltingakenndir menn geta skotið upp kollinum en um leiö og þeir hverfa úr starfi tek- ur við hinn rykfallni meirihluti. Mér sýnist aö vinnubrögðin á þess- um stað hafi frekar versnað en hitt síðan. „Auk rykfallinna embœttismanna helst gullæði og götumerkingar Islendinga alltaf jafn yndislega fáránlegar. Mérfannst álltaf ríkisábyrgð á leit að gullskipi sem gat ekki haft neitt gull að geyma nánast eins og œvintýri.“ fugla. Verið er að tengja brú sem bæta á samgöngur við hverfið en ekki var hugsað fyrir annarri hjá- leið en um Gullinbrú og töfðust menn í á annan tima þar fyrsta dag- inn. Við sem þar búum höfum verið að sjá smátt og smátt ýmsar lagfær- ingar sem hefðu átt að koma strax. Merkingar voru í molum og hafa þær verið að bætast við. Það er hræðilegt að með allt verkfræðistóð- ið sem er á bak við slíkar fram- kvæmdir skuli ekki vera hægt að ganga svo frá málum að sjúkrabif- reiðir og slökkvibifreiðir geti kom- ist í hverfið með auöveldum hætti ef nauðsyn krefur. Ég kannaðist mjög vel við gamlan kunningja þegar ég kom að malbik- unarframkvæmdum i austurbæn- um. Vegurinn var lokaður og merk- ið sem varaði við aðgerðinni var blá ör beint upp i loftið. Nú ræður frjálslynt og fallegt kvenfólkið hér ekki við ferðamannastrauminn og gripa hefur þurft til þess að kaupa greiðann af útlendingum. - Það er þá eitthvaö sem breytist. Ármann Jakobsson íslenskufræöingur + 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.