Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 Fréttir DV Varðskipið Þór tekur stakkaskiptum: Fegurðarkóngur sprautar skip með bílalakki - fljótandi diskótek með plötusnúð á brúarþaki Skrapaö Gríöarleg vinna er fólgin í því að undir- vinna skipið fyrir lakkið. Fjariægja þarf allt ryð til að bólur komi ekki á skipið. Hér má sjá Oliver Edvardsson málara að störfum. anta. Ekki náðist i þá félaga en samkvæmt heimildum DV hafa þeir kallað til liðs við sig erlenda og íslenska fjárfesta. Meðal þeirra sem vinna að því að koma skipinu í drift er sá kunni athafnamaður, Ingvar Þórðarson, sem kenndur var við Kaffibarinn. Ingvar, sem hafði sest að í London, hefur und- anfarið verið á íslandi og meðal annars komið að þessu máli. Áform eru uppi um að „gullskip- ið“ sigli milli hafna á Spáni næsta sumar og haldi uppi diskómenn- ingu. Dansað verður á framdekk- inu þar sem fallbyssan var áður og á brúarþakinu verður skífuþeytir eða öðru nafni DJ. Á þyrlupallin- um aftan á skipinu verður veit- ingasalur en í þyrluskýlinu verður eldhús. Víst er að gullskipið Þór mun vekja athygli þar sem það siglir á móti rísandi sól á komandi mán- uðum. -rt Varðskipið Þór er að taka stakkaskiptum þar sem það liggur við Ægisgarð í Reykjavík. Skipið mun á næstu mánuðum halda til Ibiza á Spáni þar sem því er ætlað að verða fljótandi skemmtistaður. Skipið hefur allt verið skverað í bak og fyrir en það sem vekur mesta athygli er að það er ekki málað eins og venjan er með skip af þessu tagi heldur er það spraut- að í gulllit með bílalakki. Skipið verður annars vegar í ljósum gull- lit á skrokkinn en yfirbyggingin verður í dekkri gulllit. Eftir því sem DV kemst næst er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem skip af þessari stærðargráðu er sprautað með þessum hætti. Aðeins lakkið á skipið kostar langt á aðra millj- ón króna en hefðbundin málning kostar aðeins 300 þúsund krónur. „Þetta verður skuggalega flott. Við notum vörubílalakk á skipið sem vissulega mun vekja athygli á heimshöfunum. Þar sem um bíla- lakk er að ræða er engin leið að mála með pensli og við höfum orð- ið að sprauta lakkinu," segir Ægir Valgeirsson, annar aðaleigenda Skipaþjónustu íslands. Ægir, sem er þekktur sem fegurðarkóngur Is- lands árið 2000, hefur staðið í ströngu með félögum sínum við að sprauta gullinu á skipið milli rign- ingarkafla. Hann segir að þetta sé stærsta verkefni fyrirtækisins frá þvi það var stofnað. „Það hefur verið gaman að fást við þetta verkefni og auðvitað er gríðarleg vinna í þessu. Við erum í raun að vinna skipið eins og um bíl væri að ræða,“ segir Ægir. Margir hafa bent á að bílalakkið á skipinu muni þurfa undan að láta fyrir sjávarseltu. Ægir segir að það þurfi ekki að verða vanda- mál. „Það þarf bara að bóna dallinn reglulega, rétt eins og bilana. Kannski maður sæki um að starfa við það suður á Spáni,“ segir Ægir og hlær. Hann segir að eigendurnir séu DV-MYNDIR E.ÓL. Gullmálarar Helgi Helgason ogÆgir Valgeirsson, eigendurSkipaþjónustu íslands, eru frum- kvöðlar aö því leyti að þeir eru fyrstir íslendinga til þess aö sprauta skip með bíla- lakki. Hér eru þeir við varðskipið Þór sem óðum er að taka á sig gullleitan blæ. Gamli Þór Varðskipið Þór þjónaði Landhelgis- gæslunni um árabil með skipherra í brúnni. Nú stefnir í að skipið fái nýtt hlutverk með DJ, öðru nafni plötu- snúð, á brúarþakinu. ekkert að velta fyrir sér kostnaði. „Þeir vilja bara fá þennan lit,“ segir Ægir. Þór á sér langa sögu sem varð- skip við íslandsstrendur og hefur margan laridhelgisbrjótinn gómað. Fyrir nokkrum árum var skipinu breytt í „veitingahús" og lagt við Stærsta verkefnið Helgi Helgason, til vinstri, og Ægir Valgeirsson hafa tekið aö sér risaverkefni þar sem bílasprautu er beitt á skip. bryggju á Húsavík og seinna í Hafnarfirði. Sá rekstur gekk ekki upp og í maí síðastliðnum seldi eigandi skipsins það. Kaupendurn- ir eru athafnamennirnir Siggeir Pétursson, skipstjóri á hvalaskoð- unarbátnum Brimrúnu, og Helgi Hilmarsson, flugvélstjóri hjá Atl- Norski listamaðurinn Odd Nerdrum: Vill kaupa Esjuberg af Guðjóni í Oz Með hinni kínversku söngkonu Kristján söng óperuaríur og dúetta með kínversku söngkonunni Wen Hong- ling á tónleikunum. Kínverjar fagna Kristjáni Norski lista- maðurinn og ís- landsvinurinn Odd Nerdrum hefur gert kauptilboð í Esjuberg, Þing- holtsstræti 29, glæsilegt hús sem flestir þekkja væntan- lega sem gamla Borgarbókasafnið. Tilboðið er gert með fyrirvara um breytingar á deiliskipulagi hverfisins sem leyfir að húsið verði notað sem íbúðarhús. Þeir sem gerst þekkja telja litlar líkur á að breytingar á deiliskipulagi standi í borgarkerf- inu en búið var f húsinu í á fjórða áratug. Kaupverð í tilboðinu fæst ekki gefið upp en Guðjón Már Guðjóns- son, forstjóri og stofnandi Oz, keypti húsið á 70 milljónir króna þegar Reykjavíkurborg leitaði eft- ir tilboðum f það fyrir nokkrum árum. Guðjón hafði uppi hugmyndir um að reka frumkvöðlasetur fyrir böm í húsinu, eins konar uppeld- isstöð fyrir tölvuforritara, en sú hugmynd varð aldrei að veru- leika. Esjuberg var teiknað af Einari Erlendssyni, húsameistara i Reykjavík, og byggt á árunum 1915-16. Upphaflega hét húsið reyndar Villa Frieda og þótti þá, eins og nú, eitt fallegasta og glæsi- legasta íbúðarhús bæjarins. Þegar Ólafur Johnson stórkaupmaður eignaðist húsið fékk það nafnið Esjuberg. Odd Nerdrum er mikill íslands- vinur, kemur reglulega í heim- sóknir og hrífst mjög af landi og þjóð. Heimildum I menningarlíf- inu ber saman um að mikill feng- ur sé að reglulegum heimsóknum Odds Nerdrums hingað til lands og enn frekar hyggist hann eiga hér fastan samastað. Hann er án efa þekktasti málari Norðmanna um þessar mundir en afar um- deildur, hefur um árabil ögrað og skapraunað fólki heima fyrir með málverkum, háttemi og djarfleg- um ummælum um myndlist og menningarpólitík. Odd Nerdrum hélt sýningu á kitsch-verkum sín- um á Kjarvalsstöðum í fyrravor. Hlaut sýningin metaðsókn. -hlh Dúndrandi lófaklapp og fagnaðaróp 1.600 áhorfenda kváðu við þegar tón- leikum Kristjáns Jóhannssonar lauk í 21. Century Theater, helstu tónleika- höll Pekingbúa, á laugardagskvöldið. Ólafur Egilsson sendiherra sagði við DV að tónleikamir hefðu tekist frábær- lega og margir gestir komiö að máli við sig á eftir og lokið miklu lofsorði á söng Kristjáns enda hafi undirtektir verið meiri en menn eigi að venjast á klass- ískum tónleikum í Peking. Kínverska þjóðarsinfónían lék undir á tónleikunum undir stjóm Lee Xincao en Kristján söng óperuaríur og dúetta með kínversku söngkonunni Wen Hongling. Kristján hafði dvalið í viku- tíma i borginni til að undirbúa tónleik- ana en með honum vora synir hans, Sverrir og Víkingur. Tónleikamir á laugardag voru haldnir að tilhlutan íslenska sendiráðs- ins en Kristján kom til Peking sem gestur kínverska menningarmálaráðu- neytisins. Meðal viðstaddra voru Quio Zonghuai, varautanríkisráðherra Kína, og fleiri háttsettir gestir. Þegar tónleik- unum lauk kváðu við gleðihróp og söngvaramir vom klappaðir fram. -Ótt Hafiö slær aðsóknarmet Alls höfðu 8.176 manns séð Hafið, kvikmynd Baltasars Kormáks, þeg- ar hurðum kvikmyndahúsanna var skellt í lás á sunnudagskvöld. Þor- valdur Ámason hjá Sambíóunum segir þetta bestu aðsókn sem íslensk kvikmynd hefur fengið fyrstu sýn- ingardagana en Hafið var frumsýnt á fimmtudagskvöld. Sló Hafið hasar- myndina XXX út í aðsókn þrátt fyr- ir mun umfangsmeira markaðsstarf að baki þeirri mynd og lægra miða- verð. Haflð hefur fengið mjög já- kvæða dóma hér á landi og spurst vel út, þ.e. auglýst sig sjálf. -hlh Það er hugur í mér „Það er hugur í mér,“ sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar í Reykjavík, að- spurð hvort hún ætlaði að blanda sér i baráttuna um leiðtogasæti í öðru Reykjavík- urkjördæmanna. Ásta vildi þó ekki kveða fastar að orði en svo að hún stefndi á eitt af efstu sætunum. Ótímabært væri að gefa stærri yfir- lýsingar að svo stöddu enda ýmis- legt á huldu enn varðandi fyrir- komulag við val á lista. Bryndís Hlöðversdóttir og Jó- hanna Sigurðardóttir, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa báðar lýst því opinberlega yflr að þær stefni á leiðtogasæti í öðru Reykjavikur- kjördæmanna. Össur Skarphéðins- son, formaður Samfylkingarinnar, sagði í DV í gær að ákvörðun Bryn- dísar væri eðlileg og það væri eftir nokkru að slægjast að leiða flokkinn í kjördæmunum þar sem líkur væru á að leiðtogamir gætu orðið ráð- herrar í næstu ríkisstjórn. -BÞ Háskólanám heima fyrir Núna fyrir helgina var undirrit- aður samstarfssamningur um fjar- nám á háskólastigi á Norðurlandi vestra. Samningurinn er á milli Há- skólans á Akureyri, Háskólans í Reykjavik og Háskóla íslands ann- ars vegar og Farskóla Norðurlands vestra - miðstöðvar símenntunar og Hólaskóla hins vegar. Anna Kristín Gunnarsdóttir, for- stöðumaður Farskóla Norðurlands vestra, segir að með þessum samn- ingi skapist miklir möguleikar fyrir íbúa á svæðinu að afla sér háskóla- menntunar. Hún sagðist vonast til að ekki einungis Skagflrðingar njóti góðs af fjarnáminu til háskólanáms, heldur allt Norðurland vestra. Það hefði sýnt sig að mikill áhugi væri hjá fólki að mennta sig og nú opnuð- ust enn frekari möguleikar. Þegar væm allmargir í fjamámi á Sauðár- króki og einnig væri aðstaða til námsins á Siglufirði og Blönduósi sem fólk nýtti sér. Þá væri fólki í námi úr sveitunum í Húnavatns- sýslu og frá Skagaströnd og Hvammstanga, og stefiit væri að því að koma upp aðstöðu til háskóla- námsins á þessum þéttbýlisstöðum en eins og er vantaði aðeins upp á fjölda nemenda þar. -ÞÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.