Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Side 15
ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 15 H>V ___________________Menning Umsjon: Silja Adaisteinsdóttir silja@dv.is Sannkallaö músíkalskt partí - skemmtileg sunnudagssíðdegi í Salnum með kökum og tónlistarkonfekti Kammerhópur Salarins í Kópavogi fékk svo dúndrandi góöar viðtökur viö nýmœlum á síðdegistónleikum sínum síðastliöinn vetur að hann boðar nú nýja sex tónleika röð með tilbrigðum, annan sunnudag hvers mánaðar frá október fram í apríl. Enn verður sérstök kynning á verkunum í höndum sér- fróðra aðila sem frœða og gefa tón- dœmi, enn verða leikin glœsiverk tón- bókmenntanna af úrvals hljóðfœraleik- urum en í stað matarkynningar eftir tónleika veröur nú ókeypis kaffihlað- borð á undan tónleikunum og sérstakt tilboð til barna: Efykkur langar ekki á tónleikana með pabba og mömmu getið þið fengið að búa til tónverk sjálf ann- ars staðar í húsinu! Þetta er annað starfsár Kammerhóps Salarins og eru tónleikarnir sex hluti af Tíbrárröðinni en njóta einnig stuðnings frá fyrirtækjum. Tilhögunin verð- ur sú að kafiistofa Salarins verður opnuð kl. 15.30 með fríu meðlæti í boði Kökuhomsins í Kópavogi, kl. 16 hefst tónleikaspjall sem í vetur verður í hönd- um Johns Speight, Karólínu Eiríksdóttur og Þor- kels Sigurbjörnssonar og um leið hefst tónsmiðja barna í Kórnum í nýja bókasafninu sem sambyggt er Tónlistarhúsinu. Kl. 16.15 hefjast svo tónleikam- ir sjálfír og standa til kl. 17. Gaman að spila kammermúsík „Heildarpakkinn er klukkutími án hlés, sérstak- lega miðaður við fólk sem er önnum kafið,“ segir Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari, hugmynda- smiður KaSa og ein úr hópnum. „Stærsta nýjungin er tónsmiðjan sem ætluð er bömmn frá þriggja ára aldri. Hún er í umsjón Sigríðar Pálmadóttur lekt- ors en nemendur hennar úr Kennaraháskóla ís- lémds taka aö sér að vinna skapandi vinnu í tónlist með bömum tónleikagesta gegn vægu gjaldi. Sig- ríður er frumkvöðull í tónmenntakennslu og hefur kennt flestum tónmenntanemum undanfama þrjá áratugi eða svo. Okkur þykir mikill fengur að henni í hópinn. Undir hennar stjóm fá börnin að syngja, leika með hljóðfæri og fleira." Áshildur Haraldsdóttir og Nina Margrét láta afar vel af viðtökum við KaSa í fyrra. En hvað fá tón- listarmennimir út úr þessu starfi? „Við fáum að spila hvert með öðm,“ svarar Ás- hildur um hæl. „Ég fæ til dæmis að spila með fólki sem ég hef ekki spilað með áður, frábærum tónlist- armönnum, og svo fæ ég að spila kammermúsík, sem er ótrúlega gaman, sannkallað músíkalskt partí í hvert skipti. Svo getum við stungið upp á verkum sem við höfum sérstakt dálæti á.“ „Allir geta komið með óskir um verkefnaval," Er ég hæfur? - svar Stefáns Sturlu Sigurjónssonar við yfirlýsingu stjórnar Leikskáldafélags Islands verk. Það er einn hluti gagnrýninnar, það sem eftir stendur er leiksýningin sjálf, frammistaða leikhúslistamannanna. Ef best væri að gagnrýni nýrra leikverka staðið þá sendi Leikskáldafélag íslands, leikhúsin eða leikskáldin gagnrýnend- mn handrit nýrra leikverka fyrir frmnsýningu svo þeir mættu skoða vinnu leikskáldsins, rétt eins og gagnrýnendur gera með eldri verk. Ekki hvarflaði að mér að Leikskáldafélag íslands ryki upp „með því tilfinningalega uppnámi sem ein- kenndi“ yfirlýsingu þess. Heldur hélt ég að það gleddi íslensk leikskáld að Þjóðleikhúsið væri gaghrýnt fyrir að gera ekki nóg og nógu vel, við íslensk leikskáld. Gott er að vita til þess að leik- skáld eru södd með þá mögru sneið sem þeim er rétt, sérstaklega konum og ungum skáldum. ís- lendingar, til ykkar var orðunum væntanlega beint þegar Leikskáldafélag íslands segir í yfir- lýsingu sinni „... að þeir hafi gert sig vanhæfa til að fjalla opinberlega um nýja, innlenda leikritun á komandi vetri“. Ég hef myndað mér skoðanir á eldri innlendum og erlendum leikverkum, samkvæmt yfirlýsingu frá stjóm Leikskáldafé- lags íslands, er ég því algerlega vanhæfur að sinna því starfi sem ég hef tekið að mér á sunnu- dögum á Rás 2. Er ég hæfur ef ég mynda mér ekki skoðanir á nýjum verkum höfunda í Leik- skáldafélagi íslands og gagnrýni ekki verkefna- val Þjóðleikhússins? Stefán Sturla Sigurjónsson Leikari, leikstjóri og gagnrýnandi á Rás 2 Kæru íslendingar. Þið fenguð yfirlýsingu frá stjórn Leikskáldafé- lags íslands á síðum þessa blaðs í gær þar sem bent er á að undirritaður og Jón Viðar Jónsson hafi myndað sér fyrirfram skoðanir á verkum sem sýnd verða á fjölum leikhúsanna á komandi vetri og einnig á mannaráðningum leikhússins. Skömm ef satt er, að gagnrýnendur séu nú fam- ir að mynda sér skoðanir. Kæru íslendingar, ég vil aðeins minna á það sem ég fjallaði um í pistli mínum á Rás 2 þann 2. september sl. Ég var og er óhress með uppstillingu þjóðleikhússtjóra á verkum vetrarins. Ég fagnaði hins vegar þeim fimm nýju ieiKyerkum sem kynnt era og var ekki að fella dóm um þau að svo komnu máli, heldur hitt sem ekki er gert. Nú vil ég benda á að engin kona er í hópi þessara fimm kynntu leikskálda. Ekkert ungskáld er i þessum fimm leikskálda hópi. Hvaða leikhús ef ekki Þjóðleik- húsið á að taka að sér konur og ungskáld að minnsta kosti til jafns við eldri kalla? Og hvaða leikhús ef ekki Þjóðleikhúsið á að hafa þor til að nota eitt leiksvið þar sem eingöngu væm sýnd íslensk leikverk, leiklesin, leikin og unnin með höfundum? Ég vil benda á það að Þjóðleikhúsið hefur meira en tvöfalt hærra fjárframlag á ári en Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu. Við getum því gert kröfur til þjóðleikhússtjóra að hann taki eitt litlu leiksviöanna undir tilrauna- hóp. Hissa var ég á því að íslendingar skyldu fá yf- irlýsingu frá Leikskáldafélagi íslands þess efnis að menn skyldu vera vanhæfir vegna skoðana sinna á verkefnavali Þjóðleikhússins, musteri ís- lenskrar menningar og stærsta vinnuveitanda leikskálda. Oft er það svo að gagnrýnandi hefur lesið þau leikverk sem sýnd em á fjölum leik- húsanna og gjaman myndað sér skoðun um þau DV-MYND HILMAR ÞÓR Ashildur Haraldsdóttir og Nína Margrét Grímsdóttir „Fyrst og fremst eru þaö forréttindi að fá að spila þessi yndislegu verk meö þessu hæfileikaríka fólki.“ segir Nina Margrét, „en við miðum efnisskrána hverju sinni við eitthvað sérstakt - ákveðin tón- skáld eða þemu. Það er gaman að geta þess að tvö verk sem við flytjum í vetur hafa líklega aldrei ver- ið flutt hér á landi áður - Tríó fyrir fiðlu, selló og píanó í F dúr op. 42 eftir danska tónskáldið Gade, sem var einn lærifeðra Sveinbjöms Sveinbjöms- sonar á sínum tíma, og septettinn Rhapsodie Négre eftir Poulenc þar sem við fáum Einar Jóhannesson klarinettuleikara með i hópinn. Hljóðfæraskipanin í því verki er mjög spennandi. Svona stórir hópar bjóða upp á miklu meiri sveigjanleika en tríó eða kvartettar." Alls eru ellefu hljóðfæraleikarar í KaSa; Auður Hafsteinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Helga Þórarinsdóttir, Miklos Dalmay, Peter Máté, Sif M. Tulinius, Sigrún Eðvaldsdóttir, Sigurður Bjarki Gunnarsson og Þórunn Ósk Marinósdóttir auk Nínu Margrétar og Áshildar. Að brjóta upp tónleikaformið - En hvað er í þessu fyrir hinn almenna borgara? „Hann fær að hlýða á tónlist i yndislegum sal, hann fær fræðsiu frá fagmönnum sem hleypir hon- um dýpra ofan í verkin en ella,“ segir Nína Margrét. „Fyrir þann sem ekki hefur áhuga á tónlist en vill víkka út áhugasvið sín er þetta skínandi gott tæki- færi. Hann kynnist klassískum tónskáldum, fær að vita hvertiig þau unnu og hver helstu einkenni þeirra eru, getur nálgast þau á þægilegan hátt.“ „Þetta er frábær leið til að eyða notalegu síðdegi með fjölskyldunni og fá bæði fræðslu og skemmtun um leið,“ bætb Áshildur við. „Til dæmis verða jólatónleikarnir okkar klassískt jólakonfekt, vinsæl verk sem ýmist tengjast jólunum eða bara minna einhvem veginn á jólin. Þá verður frítt inn fyrir fólk yngra en tvitugt og eldra en sextugt, Sírí- us&Nói gefa nammipoka og kannski kemur jóla- sveinn! Klassísk gleði.“ „Það þarf að efla áhuga á klassískri tónlist," seg- ir Nína Margrét, „og einn þáttur í því er að byggja upp áhuga hjá áheyrendum framtíðarinnar, böm- unum. Klassísk tónlist hefur að mörgu leyti lokast inni með sjálfri sér og það er nauðsynlegt að brjóta upp tónleikaformið og færa hana nær fólki. Næsta skref væri kannski að halda tónleika á vinnustöð- um og sjúkrahúsum og þetta er angi af þeirri hugs- un. En fyrst og fremst era það forréttindi að fá að spila þessi yndislegu verk með þessu hæfileikaríka fólki." Loks benda þær á getraun KaSa á strik.is þar sem fólk getur svarað spumingum um komandi tónleika og unnið miða á þá. Fyrstu tónleikar KaSa-hópsins verða 13. október og geta áhugasam- ir pantað sæti í Salnum strax. Þeir sem kjósa að kaupa alla tónleikaröðina fyrirfram fá geisladisk í kaupbæti með völdum hljóðritunum frá tónleikum á síðasta vetri. Breytt hlutverk safna í dag kl. 17.15 heldur Neil Faza- kerley, sérfræðingur við Visindasafnið í Lundúnum (The Science Museum), fyrirlestur i stofu 101 í Odda um þróun í sýningagerð og breytt hlutverk safna á 21. öld. Neil hefur verið gestur Þjóð- minjasafns íslands undanfarnar vikur þar sem hann hefur miðlað af þekkingu sinni og verið ráðgefandi í undirbún- ingsvinnu vegna nýrra grunnsýninga sem settar verða upp í safninu að lokn- um endurbótum á safnhúsinu við Suð- urgötu. Neil hefur sérhæft sig í hönnun sýninga fyrir nútímasamfélag þar sem nútímatækni og aðferðafræði er beitt. Hann mun m.a. fjalla um gagnvirk samskipti safns og gesta í fyrirlestri sínum. Fyrirlesturinn er ætlaður öllum þeim sem hafa áhuga á söfnum og sýn- ingagerð. Láttu ljós þitt skína Láttu ljós þitt skína - Fegurð yst sem innst er ný bók eftir Victoriu Moran, höfund hinnar víð- lesnu bókar Fegraðu líf þitt. í nýju bók- inni leggur Victoria Moran áherslu á hin andlegu verðmæti - hvemig rækta má huga, líkama og sál með margvíslegum hætti til að kveikja þann innri bjarma sem leynist með okkur öllum. Ef við finnum lífinu til- gang, lítum á okkur sjálf, annað fólk og umhverfiö sanngjörnum augum fer ljós okkar að skína. 1 50 gagnorðum köflum leiðbeinir höfundurinn um hvemig við getum öðlast vellíðan og miðlaö henni til ann- arra. Meðal kaflaheita eru „Safnaðu i kringum þig fólki sem sér ljós þitt skina“, „Hættu að hafa holdafarið á heilanum", „Taktu upp betri venjur", „Vertu dugleg að hreyfa þig“, „Njóttu næðisstunda", „Klæddu þig eftir eigin smekk“, „Láttu draumana rætast", „Lifðu einföldu lífi en hugsaöu hátt“ og „Vertu fús að fyrirgefa". Hildur Her- móðsdóttir og Ragnheiður Sigurðar- dóttir þýddu bókina en Salka gefur hana út. Höfundur bókarinnar, Victoria Mor- an, er væntanleg til íslands 24. septem- ber. Hún er virtur rithöfundur og fyrir- lesari sem hefur vakið mikla hrifningu fyrir visku sína og framkomu víða um heim. Hægt er að skrá sig á fyrirlestur eöa námskeið hjá henni dagana 27. og 28 hjá Sölku á vefsetrinu www.salkafor- lag.is. Sætafjöldi er takmarkaður. Parmiggiani í Hafnarhúsi í kvöld kl. 20 verður haldin sérstök kynning í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi á nýútkominni listaverka- bók um útilistaverkið íslandsvitinn eftir italska listamanninn Claudio Parmiggiani. Listaverkið var reist á Hraunhólum við Sandskeið að frum- kvæði Reykjavíkurborgar þegar Reykjavík var ein af Menningarborg- um Evrópu árið 2000. Verkið hefur vakið athygli langt út fyrir landstein- ana og nýlega var gefin út í Frakk- landi glæsileg listaverkabók um vit- ann, Le phare d’Islande. Útgefandi er bókaforlagið Société nouvelle Adam Biro og em textar i bókinni á þrem tungumálum, ensku, frönsku og ítölsku. Bókin er prýdd fjölda ljós- mynda eftir Guðmund Ingólfsson en textahöfundar era Ester Coen, Marco Vallora og Ólafúr Gíslason. í tilefni af útgáfú bókarinnar hefur Reykjavíkurborg boðið Claudio Parmiggiani til landsins og hann held- ur ávarp á kynningunni og svarar fyr- irspumum. Ölafur Gíslason flytur er- indi um íslandsvita Parmiggiani og frumsýnt verður hér á landi 15 mín- útna myndband um listaverkið sem Páll Steingrímsson kvikmyndagerðar- maður kynnir. Einnig flytja Voces Thules sönglag, sem einnig var flutt við vígslu Vitans á opnunardegi Menningarársins í janúar árið 2000. Sönglag þetta, sem er gamalt og litt þekkt verk eftir þýska heimspeking- inn Michael Maier úr kvæðabálkinum Atalanta Fugiens frá 17. öld, tengist skilningi höfundar á merkingu ís- landsvitans. Kynningin er öllum opin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.