Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 Tilvera DV Lionskonur í Ólafsvík gjafmildar: mmmm Tvist, apa- og valsróla Það var flaggað í Grunnskóla Ólafsvíkur um daginn og tilefnið ærið. Lionsklúbburinn Rán í Ólafsvík bauð öllum krökkunum út á skólalóð til að veita viðtöku þremur vönduðum leiktækjum sem klúbburinn gaf skólanum. Sigrún Ólafsdóttir, formaður Rán- ar, hafði orð fyrir Lionskonum. Hún sagði við afhendinguna að þær Lionskonur hefðu verið að vinna að þessu verkefni með leik- tækin í þrjú ár en verðmæti þeirra er alls um 1,1 milljón króna. Auk þessara tækja kæmi bekkur sem þær gæfu seinna. Sig- rún sagði aö nöfnin á þessum leik- tækjum væru, samkvæmt upplýs- ingum innflytjanda, tvist, apa og valsróla en hún óskaði eftir fleiri tilnefningum frá krökkunum um nöfn. Sveinn Þór Elinbergsson skóla- stjóri veitti leiktækjunum viðtöku og þakkaði fyrir hönd skólans þessa höfðinglegu gjöf. Hann sagði enn fremur að það væri hverju bæjarfélagi mikill fengur BiOgagnryni DV-MYNDIR PÉTUR S. JÓHANNSSON Myndarieg gjöf Sigrún Ólafsdóttir, formaöur Lions- klúbbsins Ránar í Ólafsvík, aö af- henda Sveini Þór Elinbergssyni gjafabréf fyrir hinum glæsilegu leik- tækjum. að eiga bakhjarl eins og Lions- klúbbinn Rán. Kristinn Jónasson bæjarstjóri þakkaði einnig klúbbnum fyrir þetta góða fram- lag. Að endingu var Rán klappað lof í lófa og hrópað ferfalt húrra fyrir þeim. Þess má geta að skóla- lóðin er aö miklum hluta endur- byggð og verður hin glæsilegasta. Hún er hönnuð af Erlu Kristjáns- dóttir landslagsarkitekt hjá Teiknistofunni Eik í Grundarfirði en framkæmdum er ekki lokiö enn þá. -PSJ Krakkarnir og leiktækin Krakkarnir í Grunnskóla Ólafsvíkur meö leiktækin í baksýn. Smárabíó/Laugarásbíó/Regnboginn - XXX Ofurtöffari ★★★ Hílmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. James Bond hefur mörg líf og nú er Die Another Day, tuttugasta kvikmyndin um frægustu njósna- hetju kvikmyndanna, í farvatninu og verður frumsýnd á næstunni. Hvort Bond endist miklu lengur er ekki vist, mörgum flnnst komin þreyta í formúluna og Pierce Brosn- an, sem hefur leikið hann í síðustu myndum með góðum árangri, vill helst hætta. Hvað um það, arftakinn er fundinn, hann heitir Xander Cage og fellur betur að nútímanum heldur en James Bond. Cage er gróf- ur einfari með vafasama fortíö, frægur fyrir að stunda íþróttir sem geta verið hættulegar, lyftir lóðum, er sköllóttur og hræðist ekki neitt. Eitt og annað á hann þó sameigin- legt með Bond, hann hrífst af fal- legu kvenfólki og kann að meta tæknivædd vopn. Drykkjusiðir þeirra eru ólíkir,. Bond drekkur martinikokkteil á meðan Cage drekkur vodka af stút. Það að hér. skuli þessum ofurhetj- um líkt saman er að XXX hefur, eft- ir að hetjan hefur verið kynnt, nán- ast sömu uppbyggingu og Bond kvikmynd, sérstaklega er það áber- andi þegar verið er að sýna Xander Cage nýjustu vopnin sem koma hon- um að góðum notum í baráttu við flokk harðsvíraðra Rússa sem hafa það eitt markmið að ná yfirráðum á jörðinni, hvað annað. Xander Cage er fenginn til að þjóna foðurlandinu vegna þess að hann hefur hæfileika sem aðrir hafa ekki þegar yfirmaður í CLA er aö leita að manni sem ekki aðeins er búinn hæfileikum til að takast á við mikla hættu heldur fellur inn í umhverfið (Cage færi aldrei að klæðast smóking). Cage er sendur til Tékklands þar sem hann kemur sér inn í raðir óvinanna, vefur þeim um fingur sér og skemmtir sér með þeim um leið og hann plottar og bjargar að lokum heiminum frá ill- um örlögum. XXX er bráðskemmtileg kvik- mynd. Hraðinn er mikill og brellur stórfenglegar. Vert er að benda á snjóflóðsatriðið sem er með því allra svakalegasta sem sést hefur. Leikstjórinn Rob Cohen (The Fast and the Furious) kann vel til verka og veit greinilega hvað lýðurinn vill og segja má að hann slái ekki feil- nótu þegar kemur að hasarnum. Hann veit sem er að í myndum á borð við XXX skiptir sagan ekki öllu máli heldur að geta hrifið áhorfandann með sér í æsilegan leik. Þrátt fyrir allar brellur og áhættuatriði er það nú samt svo að mynd á borð við XXX stendur og fellur með aðalleikaranum. Vin Diesel er eins og fæddur í hlutverk- ið, stór og stæðilegur, fullur sjálfs- traust og leikur hetjuna eins og það sé honum daglegt brauð að bjarga heiminum. Leikstjóri: Rob Cohen. Handrit: Rich Wil- kes. Kvikmyndataka: Dean Semler. Aðal- leikarar: Vin Diesel, Asia Argeno, Marton Csokas og Samuel L. Jackson. Svartir hárskerar Aðra vikuna í röð var My Big Fat Greek Wedding spáð efsta sætinu, aðeins til að sjá það hverfa í fangið á svörtum hárskerum sem eru aðal- persónurnar í Barbershop, sem kom öllum á óvart og náði að fara yfir tuttugu milljón dollara í aðsókn yfir helgina. í Barbershop leikur Ice Cube rakara sem erfir eftir föður sinn rakarastofu. í fyrstu vill hann ekkert með hana hafa og vill selja. Það er ekki fyrr en hann hefur selt stofuna og kynnist nokkrum hár- skerum að hann fer að sjá lif fóðurs síns i öðru ljósi og vill fá rakarastof- una til baka. Myndin fær ágætar viðtökur hjá gagnrýnendum. Það sama verður ekki sagt um Stealing Harvard, gamanmynd með Tom Green í aðalhlutverki. Eru nánast allir sammála um að verri kvik- mynd hafi ekki sést á árinu og einn lét um svo mælt að það væri ekki nóg með að Tom Green léki í verstu mynd ársins, það virtist sem hann Barbershop lce Cube, Cedric the Entertainer og Carl Wright í hlutverkum sínum. léki í öllum verstu kvikmyndum síðasta áratugar. Tom Green hefur sést hér í eigin þáttum á Skjá einum og satt best að segja koma þessir dómar um frammistöðu hans ekki á óvart í ljósi þess gæðaflokks sem þættir hans eru í. -HK ALLAR UPPHÆÐIR í ÞÚSUNDUM BANDARÍKJADOLLARA. SÆTl FYRRI vika nnu. INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÖLDI BÍÓSALA O _ Barbershop 20.627 20.627 1605 e 2 My Big Fat Greek Wedding 10.772 110.443 1764 o 13 One Hour Photo 8.006 14.567 1212 o 1 Swimfan 6.051 19.682 2860 © _ Stealing Harvard 6.041 6.041 2366 o 4 Signs 5.405 213.032 3051 o 3 City By the Sea 4.862 16.654 2575 © 5 XXX 3.308 135.393 2771 © 6 Spy Kids 2 2.742 77.397 2493 © 7 Austin Powers in Goldmember 1.854 209.634 1811 © 9 Spider Man/Men in Black II 1.406 3.971 1670 © 12 The Good Girl 1.257 11.663 669 © 10 Blue Crush 1.149 38.963 1386 © 8 fear.dot.com 982 12.247 1548 © 11 Serving Sara 969 15.874 1908 © 14 Road To Perdition 913 102.521 1134 © 16 Possession 773 9.088 619 © 15 Undisputed 611 11.830 823 © 20 The Bourne Identity 504 119.546 468 © 18 Master of Disguise 460 38.792 687 Vínsælustu myndböndin Schwarzenegger í hefndarhug Hin ágæta sakamálamynd, Don’t Say a Word, með Michael Douglas í að- alhlutverki nær að fella Shallow Hal úr efsta sætinu, en þar hefur Hal setið í þrjár vikur. í þriðja sætið kemur síð- an nýjasta kvikmynd Amolds Schwarzeneggers, Collateral Damage. Myndin er hryðjuverkamynd. Mótorhjól með sprengju er komið fyrir framan við veitingastað þar sem væntanlegir eru háttsettir embættis- menn. Sprengjan springur, skotmarkið sleppur lifandi og saklausir borgarar, meðal annars móðir og ungur sonur hennar, farast. Eiginmaðurinn, slökkviliðsmaðurinn, Gordy Brewer (Amold Schwarzenegger) verður] vitni að atburðinum og er harmi sleginn sem von er. Harmurinn snýst þó upp í reiði þegar yfirvöld, sem vita hver stóð á bak við sprengutilræðið neita af pólitiskum ástæðum að hafa uppi á kólombíska hryðju- verkamanninum Úlfin- um. Brewer ákveður því að taka til eigin ráða og þar kemur reynsla hans í slökkvi- liði Los Angeles hon- um til góða. Þá er vert að benda á My Big Fat Greek Wedding í fimmta sæti, en það hlýtur að vera einstakt að kvikmynd sem er I mikilli aðsókn i Banda- rikjunum skuli um sama leyti koma út á myndbandi hér á landi Collateral Damage Arnold Schwarzenegger leitar hefnda í frumskógum Kólombíu. VIKAN 9.-15. SEPTBWeSR FYRRI VIKUR SÆn vika nna (DREifingaraoili) ÁUSTA ð 2 Don’t Say a Word (Skífan) 3 © 1 Shallow Hal (SKífan; 4 © _ Collateral Damage isam myndbönd) 1 © 6 Blade II imynðform) 2 © _ My Big Fat Greek Weddiog (myndform) 1 © 5 The 51st State (myndform) 4 o 3 A Beautifui Mind (sam myndböndj 3 Q 4 Vanilla Sky <sam myndbönd) 4 Q _ We Were Soldiers (skIfan) 1 © 8 The Last Castle (sam myndbönd) 3 0 9 Birthday Girl (skífan) 2 © 7 Ocean's Eleven (sam myndbönd) 7 © 10 Monsters, Inc (sam myndbönd) 5 © 11 Long Time Dead <sam myndbönd) 3 © 12 Slackers (myndformj 3 © 16 Crossroads (sam myndbönd) 5 © 14 Elllng (sam myndbönd) 6 © _ Amores Perros (sam myndbönd) 1 17 Not Another Teen Movie iskífan) 8 © 20 The Curse of the Jade.... <sam myndbönd ) 2 kBKmmammimÍÍmimdmmmmmmmmmmmmmmioB—mmmmummmmm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.