Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Side 21
ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 21 DV Tilvera s§ msmm Baz Luhrmann fertugur Einn heitasti kvik- myndaleikstjórinn, Baz Luhrmann, á stóraf- mæli í dag. Luhrmann er ástralskur og var skiröur Bazmark Ant- hony Luhrmann. Hann vakti fyrst athygli þegar hann setti La Bohéme á svið í Sydney. Var um bylt- ingarkennda uppsetningu að ræða sem var síðar kvikmynduð. Fyrsta kvikmynd hans, Strictly Ballroom, gerði hann heimsfrægan. í kjölfarið fylgdu Romeo+Juliet og Moulin Rou- ge. Eiginkona hans heitir Catherine Martin og er hönnuður. Hefur hún starfað við allar hans kvikmyndir. i ¥i»uiqnm ' v; </! *--•. mu Gildir fyrir miðvikudagínn 18. september Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.t , Aðrir hafa mikil áhrif ' á þig og í kvöld þarftu að vera viðbúinn því að sinna óvæntum gesti. Fréttir af fjölskyldunni eru uppörvandi. nskamir(19. fehr.-?Q. marsl: Áhugamál þín og lákvörðun sem þú tekur veita þér ánægju. Nú er líka góður tími til að endumýja gömul kynni. Hrúturinn l?1. mars-19. aprín: . Hlustaðu á ráð sem íþér eru gefin en notaðu eigin dóm- _ greind til að taka ákvörðun. Þú ert líklegur til að gera góð kaup. Nautið (90. anríl-?0. maíl: Þú sinnir heimilinu , og hugar að ýmsu út á við. Ekki vera hræddur við breyting- ar. ívöldið verður ánægjulegt. Happatölur þínar eru 8, 19 og 25. Tvíburarnir (?1. maí-21. ii'iníi: Einhverrar óánægju 'gætir fyrri hluta dags- ins í ástarsambandi þinu en þetta er líklegá aðeins tímabundið ástand. Þú ert fremur vlðkvæmur í lund. Krabbinn (22. iúní-22. iúii): Áætlanir þínar ganga I upp og það sem þú ’ trúðir að myndi _____ gerast gerist og verður þér til ánægju. Kvöldið verður skemmtilegt. Liónið (23. iúlí- 22. áeústl: , Þér reynist auðvelt að flækja þér inn í hin ólíklegustu mál en það er þó betra en að aðhafast ekki neitt. Best er fyrir þig að vera á eigin vegum. Mevlan (23. áeúst-22. seot.l: Ljúktu öllum skyldu- verkefnum sem fyrst ^^V^i-vegna þess að þig ^ r langar að skemmta þér seinni partinn. Þú þarfnast tilbreytingar og nýbreytni. Vogin (23, sept.-23. oktJ: Þú þarft að taka tillit til annarra, allar breytingar gætu skemmt fyrir þér. Aætlanir um félagsstarf eða frí eru líklegar til að ganga upp. Sporðdreklnn (24, okt.-21. nóv.l: BIÞú hefúr mikið ; ímyndunarafl í dag. jEkki búast við of s miklu af öðrum, þú ara fyrir vonbrigðum. Happatölur þínar eru 6, 13 og 29. BogmaðUfinn (22. nóv.-21. des.l: ’Hugmynd þín um ^að græða peninga er I ekki líkleg til að skila árangri. þig tvisvar um áður en þú framkvæmir. Stelngeltln (22. des -19. ian.l: Vinur leitar til þín eft- ir aðstoð við verkefni. Þú kannt að vera óviss um hvemig þú getur hjaTpað honum en þú ættir að minnsta kosti að sýna stuðning. Lög félagsins eru faðmlög „Einu lög félagsins eru faðmlög,“ segir Kolbrún Karlsdóttir, formaður líknar- og vinafélagsins Bergmáls, brosandi og þegar fylgst hefur verið með lokahófi orlofsviku á vegum fé- lagsins verða þau orð ekki dregin í efa. Þar sveif mikil hlýja yfir vötn- um enda eitt af markmiðum félags- ins að gefa fólki kost á að eignast vini hvert f öðru, að sögn formanns- ins. Að þessu sinni hafði Bergmál boðið 45 manna hópi krabbameins- sjúkra og annarra langveikra til hvíldar- og skemmtiviku að Sól- heimum í Grímsnesi. Það leigði gistiheimilin Brekkukot og Veghús til starfseminnar og kvöldvökur voru á hverju kvöldi í íþróttahúsinu og Sesseljuhúsi þar sem landsþekkt- ir einstakiingar lögðu fram krafta sína. Á þær var boðið öllum íbúum á Sólheimum, auk orlofsgesta. Þetta kvöld sem DV var á staðnum söng Bergþór Pálsson sig inn í hug og hjörtu áheyrenda og leiddi fjölda- söng af miklum þrótti eins og hon- um einum er lagið. Einnig hélt Vinabandið. uppi fjöri, bæði sem sönghópur og danshljómsveit. Að loknu balli settust gestir Bergmáls að kaffihlaðborði í matsalnum og var það áreiðanlega ekki fyrsta veislan þessa vikuna. Anægjan er eldsneyti „Svona orlofsvikur eru fastur liður í starfsemi fé- lagsins vor og haust og þær eru gestum að kostn- aðarlausu,“ segir Kolbrún. „Síðustu árin höfum við verið hér á Sólheimum en áður vorum við í Hlíðar- dalsskóla í Ölfusi. Það eru 10 félögum innan Öryrkja- bandalagsins boðið að senda gesti, þar má nefna félag sykursjúkra, fólk með alsheimer, MS-sjúk- dóminn, parkinsonveiki og heilaskaða, svo eitt- hvað sé nefnt. Viö kapp- kostum að gera gestum dvölina sem ánægjulegasta og höfum sjálf ómælda gleði af. Helgistundir eru fastur liður, boðið er upp á margs konar nudd, höfuðbeina- og spjald- hryggjarmeðferð, auk þess sem hár- greiðslufólk og fótsnyrtar bjóða fram vinnu sína endurgjaldslaust. Að sjálfsögðu eru hjúkrunarfræð- ingur alltaf til staðar.“ Þó að félagar Bergmáls vinni óeigingjarnt starf til að koma þess- um orlofsvikum á lítur Kolbrún ekki á það sem fómir. „Við erum ekki að leggja neitt inn eða taka út heldur að þakka. Gleðin yfir að vera hvert með öðru í svona starfi er svo mikil,“ segir hún og heldur áfram. „Það eru forréttindi að fá að kynn- ast öllu því góða fólki sem kemur til okkar og er svo ríkt af reynslu og þroska, þannig að ánægjan er okkar eldsneyti." Hún tekur líka fram að fjölmargir styðji við þessa starf- semi, bæði fyrirtæki og einstakling- ar. „Hluti af starfmu felst i að út- vega allt sem þarf til svona orlofs- dvalar, með sem minnstum tilkostn- aði, það þarf til dæmis heilmikinn mat fyrir sextíu manns í tvær vikur á ári,“ segir Kolbrún og nefnir líka að rútubílastöðvamar á Selfossi og Þóranna Eiríksdóttir er ein af hjálparhellunum. A kvöldvöku Ibúar og gestir Sólheima hiýöa meö aödáun á Bergþór Pálsson. Sæmundur í Borgar- nesi gefi til skiptis dags skemmtiferð í hverri orlofsviku. Hún segir líka alla þá sem koma fram á kvöldvökunum gera það í sjálfboðavinnu og getur m.a. Karla- kórs Reykjavíkur sem gefi félaginu konsert bæði vor og haust. Byrjaði sem kór Bergmál byrjaði sem sönghópur fyrir níu árum, undir stjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar kennara. DV+1YND GVA Formaður Bergmáls „ Viö erum ekki aö leggja neitt inn eöa taka út heldur aö þakka. Gleöin yfir aö vera hvert meö ööru í svona starfi er svo mikil, “ segir Kolbrún Karlsdóttir. Góöir gestir Reynir Sveinsson og Hjörtur Guðjónsson ánægöir meö kvöldiö. Að sögn Kolbrúnar var það fráfall eins kórfélagans sem varð nokkurs konar vendipunktur starfseminnar. „Súperbassi kórsins, Ólafur Ólafs- son, fór, eins og margir fleiri, alltof snemma. Hann greindist með krabbamein og við fylgdumst með baráttu hans frá fyrsta degi. Það breytti okkur öllum og þegar við stóðum yfir moldum hans fundum við sterkt að við vildum gera eitt- hvað fyrir fólk sem berst við van- heilsu og vissum aö betur gátum við ekki heiðrað minningu þessa látna vinar. Þannig varð líknar- og vina- félagið Bergmál til og síðan hafa margar góðar manneskjur bæst í hópinn sem áhuga hafa á þessu starfi." Kolbrún segir fjáröflunarleiðir fé- lagsins hafa verið ýmsar. Hún nefn- ir málverkasölu. „Við fengum lista- menn í lið með okkur sem gáfu okk- ur málverk og styttur sem við síðan seldum. Svo hefur jólakortasalan verið okkar stærsta fjáröflun og einnig erum við með minningar- kort.“ En hversu fjölmennt er Berg- mál og hvað gerir það annað en halda orlofsvikur tvisvar á ári? Fé- lagar eru milli 40 og 50 og það er fólk úr ýmsum stéttum þjóðfélags- ins. Viö höfum opið hús í hverjum mánuði í Hamrahlíð 17, með sam- eiginlegum málsverði og skemmti- atriðum, við höldum árshátíð og sumarmálahátíð og aðventuhátíð, forum í skemmtiferðir og hvaðeina sem okkur dettur í hug til að treysta vináttuböndin." -Gun Má ekki vera að því að sofa - segir Ingrid Hlíðberg sem opnað hefur sýningu á Garðatorgi „Mér datt í hug að sýna fram á að eldri borgarar hafa ýmislegt fyrir stafni og sitja ekki alltaf auðum höndum. Ég gef mér ekki meira en 5-6 tima til svefns, það er svo mikið að gera,“ segir Ingrid Hlíðberg sem opnaði um helgina sýningu á mál- verkum í nýlegum sal á Garðatorgi. Myndimar eru unnar með olíu, pastellitnm og vatnslitum. „Ég fór á myndlistamámskeið og byrjaði að mála um síðustu áramót. Er búin með 35 verk en kom ekki nema 21 upp núna,“ segir hún. Ingrid er samt ekki nýgræðingur í listum. Hún hefur fengist við postulínsmál- un í 25 ár og hefur kennt hana í 15 ár. Hún teiknar öll mynstur sjálf á sitt postulín og kveðst líka leika sér með kvenháriö. Árið 1995 tók hún þátt í alheimssýningu á postulíns- munum í Bandaríkjunum og nú hef- Ustakonan vlö verk sín Ingrid hefur fengist viö margs konar listform gegnum tíöina. Nú um stundir er þaö olíumálunin sem mest heillar. ur hún verið beðin um aö setja upp sérstakan bás í Leifsstöð. Þar ætlar hún að vera með „sina ögnina af hverju" eins og hún oröar það en hún fæst jöfnum höndum við ker- amik, tau- og silkimálun, postulíns- málun, kertamálun og nú hefur myndlistin bæst við. „Ég er líka með fyrstu glermyndina mína á sýn- ingunni á Garðatorgi. Ég gerði hana undir handleiðslu Hafdísar Bene- diktsdóttur, sem leiðbeindi mér viö málunina. Hún hefur hvatt mig til dáða,“ segir Ingrid. Undir lok sam- talsins trúir hún blaöamanni fyrir því að hún sé nettur tölvufikill ofan í kaupiö! Þess má geta að eiginmað- ur hennar er Bragi Hlíðberg harm- ónikuleikari og hann spilaði við opnun sýningarinnar á fostudaginn. -Gun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.