Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Síða 29
I % ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 29 Arni Gautur tæpur Ekki er víst að Arni Gautur Arason geti staðið í marki Rosenborgar sem mætir Inter Milan í kvöld í meistara- deildinni vegna tognunar í nára. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir Rosenborg þar sem varamarkvörðurinn, Espen Johnsen, er einnig meiddur. Það er ljóst að Rosen- borg veitir ekki af sínum bestu mönnum gegn stórstjömunum í liði Inter á borð við Vieri, Crespo og Recoba, ef ekki á illa að fara á móti ítalska stórliðinu. -PS Riðlakeppni meistaradeildar Evrópu á fullt í kvöld: Rafpostur: dvsport@dv.is Real Madrid á fund páfans Riölakeppni meistaradeildar Evr- ópu hefst i kvöld með átta leikjum en í kvöld verða tvö ensk lið í eld- línunni, Liverpool og Arsenal. í A-riðli mætast á Highbury i London Arsenal og Dortmund og er þar við ramman reip að draga fyrir heimamenn þrátt fyrir rólega byrj- un Dortmund í þýsku deildinni. All- ar likur eru á að Arsene Wenger stilli upp sama liði og á laugardag, en þá náði liðið að skora í 45. leikn- um í röð í ensku úrvalsdeildinni. Patrick Viera verður í liðinu þrátt fyrir þreytuna sem hann segir vera að herja á hann vegna mikils álags að undanfomu. Dortmund sem hef- ur gert fjögur jafntefli í fyrstu funm leikjum í deildinni verður án miðju- mannsins, Tomas Rosicky. í sama riðli mætast Auxerre og PSV Eind- hoven. í B-riðli tekur Valencia á móti Liverpool. Þetta verður gríðarlega erfitt verkefni fyrir Liverpool en Valencia hefur byrjað mjög vel í spænsku deildinni og unnið tvo fyrstu leikina. Liverpool hefur á hinn bóginn verið að hiksta eilítið og verið að missa unna leiki niður í jafntefli. Ekki er víst að aðalleik- stjórnandi Valencia, Pablo Aimar, verði með í kvöld og þá er Kily Gonzalez í leikbanni. Það er hins vegar áhyggjuefni fyrir leikmenn Liverpool að John Carew, fyrrum leikmaður Rosenborgar, virðist vera í hörkuformi um þessar mund- ir. Gerard Houllier er að vonast til þess að Stephane Henchoz verði orðinn góður af meiðslum sem hann varð fyrir á kálfa og þá er gert ráð fyrir að Michael Owen komi aftur inn í liðið í stað Milan Baros, en hann gerði tvö mörk í sigri Liver- pool á Bolton um helgina. Að öðru leyti er gert ráð fyrir óbreyttu liði Liverpool í kvöld. í C-riðli er stórleikur dagsins en það er leikur Roma og Real Madrid og fer leikurinn fram í Rómaborg. Leikmenn Real Madrid nýttu tæki- færið og gengu á fund páfa í gær, en það var hluti af undirbúningi liðs- ins fyrir átök kvöldsins. Ekki er talið líklegt að Ronaldo leiki með Real í kvöld, en að öðru leyti mæta þeir með sitt sterkasta lið með þá Morientes og Raul í sókninni. Mótherjarar þeirra, Roma, byrj- aði leiktímabilið ekki vel á Ítalíu, en þeir töpuðu fyrir Bologna um helgina. Það er skarð fyrir skildi í liði Roma að þeir eru án Fransesco Totti, Gabriel Batistuta og Franc- isco Lima, sem allir eru í leikbanni, en líklegt er að Pep Guardiola og Marco Delvecchio komi inn í liðið. í D-riðli tekur Rosenborg á móti stórliði Inter Milan, en eins og fram kemur annars staðar á síðunni eru uppi efasemdir um að Árni Gautur Arason geti leikið, en hins vegar mætir Milan-liðið fullmannað í þennan leik. Hinn leikurinn í riðlinum er viðureign Ajax og Lyon. Sjónvarpsstöðin Sýn sýnir beint frá leik Roma og Real Madrid kl. 18.30 en strax að honum loknum verður sýndur leikur Valencia og Roma. -PS Erfitt verkefni bíður Houllier og féfaga er þeir mæta Valencia á Spáni í kvöld. Jón R. Ársælsson með 15 punda lax úr Hofsá í Vopnafirði fyrir fáum dögum en mjög góö veiði hefur veriö í ánni. Alls 1840 laxar eru komnir á land. DV-mynd F Stóra-Laxá í Hreppum: Veiðiskapurinn geng- ur mjög rólega Veiðin í Stóru-Laxá í Hreppum hefur alls ekki tekið þann kipp sem veiðimenn áttu von á með haustinu. Veiðimenn sem hafa verið þar síð- ustu daga hafa lítið orðið varir og aðeins séð fáa fiska í henni. „Það er mjög rólegt héma á bökk- um Stóru-Laxár í Hreppum, einn og einn fiskur er að stökkva en ekkert meira,“ sagði veiðimaöur sem hefur verið við veiðar á neðstu svæðum árinnar. Haustgusan í Stóru-Laxá í Hrepp- um lætur á sér standa en veiðitím- inn hefur verið lengdur og aldrei að vita hvað gerist. Engar stórar tölur hafa borist af Iðunni. Haukadalsá lokuð í dag „Laxinn kom seint hjá okkur eins og víða annars staðar í veiðinni þetta árið. En núna eru komnir 416 laxar á land,“ sagöi Torfi Ásgeirs- son er við spurðum um stöðuna í Haukadalsá í Dölum en veiöinni lýkur þar í dag. „Það er víða fiskur í ánni en hann hefur verið tregur, stáersti lax- inn er 15 pund og þetta er heldur minni veiði en var í fyrra,“ sagði Torfi enn fremur. í Laxá í Dölum eru komnir 850 laxar og það á eftir að veiöa nokkra daga í viðbót. Veiðimenn sem DV-Sport hitti við Sólheimafoss fyrir nokkrum dögum voru komnir með fimm laxa, áin var mjög vatnsmikil og lax að finna víða í henni. Miðá í Dölum hefur gefið á milli 60 og 70 laxa og töluvert af bleikjum. Húseyjarkvísl meö 50 laxa Staðan í Húseyjarkvísl í Skaga- firði er sú að þar eru komnir 50 lax- ar og fullt af silungi. Veiöimaður sem var þar fyrir skömmu fékk lax og nokkra urriða. G.Bender Ölfusá: Stórlax slapp eftir langa baráttu Veiðimaöur sem er ýmsu vanur úr veiðinni og þá sérstaklega lax- veiðinni, missti stórlax í Ölfusá fyrir nokkru. Veiðimaður sem hef- ur veitt víða glímdi lengi við fisk- inn en að lokum hafði fiskurinn stóri betur og slapp. Veiðimaður telur að laxinn hafi verið risavænn fiskur, sá lang stærsti sem hann hafi séð í gegn- um árin í veiðinni. Þó hefur þessi veiðimaður veitt nokkra laxa kringum 20 pundin. Á Pallinum í Ölfusá eru komnir 144 laxar. G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.