Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Síða 32
A FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 5M 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ Viðbótarlífeyrissparnaður Loforð er loforð ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 Sími: 533 5040 - www.allianz.is Öflugir jarðskjálftar fyrir Norðurlandi: Utilokum ekki eldgos eða stærri skjálfta segir Ragnar Stefánsson Stór jarðskjálfti, um 5,5 á Richterskvarða, varð í gærkvöld kl. 18.48 djúpt út af mynni Eyja- fjarðar. Fannst hann viða um 112 EINN EINN TVEIR NEYÐARLfNAN LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ EIGI 5KAL HALTUR GANGA...! gígum á hafsbotni og merki um gos. „Einnig fylgjumst við með hvort virknin færist eitthvað til en hún hefur ekki gert það enn- þá,“ segir Ragnar Stefánsson. Upptök skjálftans voru djúpt út af mynni Eyjafjarðar um 100 km frá landi eða um 45 km NNV af Grímsey og um 30 km SSA af Kol- beinsey. Upptökin eru norðarlega í svokölluðu Tjörnesbrotabelti. Skjálftinn fannst allt frá Sauðár- króki i vestri til Þistilfjarðar í austri og langt inn í innsveitir EyjaQarðar. Norðurland en mikill fjöldi eftir- skjálfta yflr tveir á Richter, eða um 100 talsins, hafa komið í kjöl- farið í gærkvöldi og í nótt, sá stærsti um kl. 1 í nótt, um 4 stig á Richter. „Þetta gæti verið fyrir- boði stærri tíðinda," segir Ragnar Stefánsson jarðskjáiftafræðingur. „Þessi eftirskjálftahrina heldur áfram með þeim hætti að ekki er hægt að útiloka að um eitthvert framhald verði að ræða. Við erum að fylgjast með þvi hvort þetta geti hugsanlega þróast yflr í eld- gos eða eitthvað stærri skjálfta á þessum slóðum. Við útilokum það ekki.“ Ragnar segir ekki dæmi um eldgos á þessum slóðum á söguleg- um tíma en þarna sé þó fullt af Hélt eitthvað í skrúfunni Steingrímur Jóhannesson, skip- stjóri á Votaberginu SU-10 frá Eskifirði, segir að fjölmargir bátar hafl orðið varir við skjálftann. Þeir voru þá á rækjumiðum í Sléttuneskanti tugi sjómilna frá upptökum skjálftans. „Við vorum staddir norðaustur af Grimseynni þegar við fundum nokkur högg. Ég hélt fyrst að eitt- hvað hefði komið í skrúfuna og svo var um fleiri skipstjóra á þess- um slóðum. Það kom titringur á bátinn en það var suðvestan kaldi þegar þetta var og maður áttaði sig ekkert á því að um jarðskjálfta væri að ræða.“ Steingrímur ségir að áhöfn hans hafi ekki orðið vör við neina fleiri skjálfta . Ansi mikill hristingur Þorlákur Sigurðsson, fyrrver- andi oddviti i Grímsey, segist hafa fundið vel fyrir stóra skjálftanum í gær. „Það var ekki hægt að kom- ast hjá því. Við vorum hér uppi á lofti hjónin en allt skalf í skápum og öðru lausadóti. Það féll þó ekk- ert niður, en það var ansans ári mikill hristingur í húsinu, manni fannst þaö ganga svolítið til. Mér fannst skjálftinn standa dálítið lengur yflr en maður er vanur og seinni hluti skjálftans var skarp- ari ef svo má segja. Ég fann svo líka skjálfta um eittleytið í nótt en þá lá ég út af og var að lesa í blaði. Hann var um 4 á Richter." Ekki hefur orðið vart við nein- ar skemmdir á húsum í Grímsey. -HKr. Liggur fótbrotinn á Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri Guðmundur Valtýsson komst í hann krappann þegar hann fótbrotnaði við upphaf gangna sl. sunnudag. Hann lét þó á engu bera og leitaði ekki læknis fyrr en síðdegis. Guðmundur reyndist ökklabrotinn og gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsinu í gær. Hann er á batavegi. Harður gangnamaður í Laxárdalsfjöllum: Lauk gongum fotbrotinn „Þetta var erfiður dagur, því verður ekki neitað. Ég vildi samt ljúka mínu dagsverki, annað kom ekki til greina," segir Guðmundur Valtýsson gangnamaður sem slasað- ist illa þegar Bólhlíðingar smöluðu Laxárdalsfjöllin á sunnudaginn. Guðmundur, sem var austasti maðurinn í göngunum og gekk Víði- dalinn, lenti með hest sinn niður í keldu framarlega í dalnum, svokall- aða Kjaftalaut, þar sem Skagfirðing- ar skipta göngum. Hesturinn lenti ofan á Guðmundi og kramdi fót hans illa. Þetta gerðist um níuleytið að morgni, fljótlega eftir að smölun hófst. Guðmundur komst á bak að nýju, náði að haltra fyrir hesta sem hann var með til reiðar og hélt áfram smalamennskunni eins og ekkert hefði í skorist, þrátt fyrir að vera ansi hrjáður, og jukust verkimir í fætinum er leið á daginn. Honum var boðið að fara heim úr göngunum þegar búið var að ná safninu saman en hann afþakkaði og vildi ljúka sínu dagsverki. Þegar komið var til réttarinnar i Bólstaðarhlið á fjórða timanum um daginn veittu menn því eftirtekt að annað stigvél Guðmundar var mun sverara en hitt. Sjálfur kveðst hann hafa vitað allan daginn að hann hlyti að vera fótbrotinn. Fótur Guðmundar reyndist stokk- bólginn og þótti réttast að fara nið- ur á Blönduós og leita læknis. Á röntgenmynd kom í ljós að maður- inn var fótbrotinn rétt fyrir ofan ökkla. Guðmundur gekkst undir að- gerð í gær og var brotið neglt sam- í an. Hann sagðist í samtali við DV í' gær allur vera að hressast. Guðmundur, sem er frá Eiríks-| stöðum, er undanreiðarforingi I þeirra Bólhlíðina á Eyvindarstaða- heiði. Hans verður án efa sárt sakn- ( að í smalamennskunni í haust, enda, að sögn bænda þar um slóðir, með magnaðri smalamönnum, vel( ríðandi og með góðan hund sér tilj aðstoðar. Framganga Guðmundar í göngunum að þessu sinni þykir hörð og ekki neytti hann neins í{ göngunum til að deyfa verkina. Gangnapeli hans var ósnertur og þáði hann ekki boð frá öðrumj gangnamönnum. -ÞÁ/aþ Fræðsluráð Hafnarfjarðar samþykkir riftun á rekstrarsamningi: Nýr skólastjóri við Áslandsskóla Talaðu við okkur um Fræðsluráð Hafnarfjarðar sam- þykkti á fundi sínum í gær að sett- ur verði nýr skólastjóri, Erla Guð- jónsdóttir, við Áslandsskóla. Jafn- framt samþykkti fræðsluráðið að lagt verði til við bæjarstjóm Hafn- arfjarðar að hún yfirtaki nú þegar þann rekstur Áslandsskóla sem ís- lensku menntasamtökin hafa haft með höndum. Tillagan var sam- þykkt með þremur atkvæðum full- trúa Samfylkingarinnar gegn at- kvæðum tveggja fulltrúa sjálfstæðis- manna. Erla Guðjónsdóttir, hinn nýi skólastjóri sem fræðsluráðið gerir tillögu um, starfar sem matsfulltrúi á skólaskrifstofu Hafnarfjarðarbæj- ar. Hún hefur meðal annars gegnt starfi skólastjóra á Álftanesi. Gert er ráð fyrir að Erla taki við stjómartaumum í Áslandsskóla um leið og bæjarstjóm samþykkir sam- þykkt fræðsluráðsins að segja upp samningum við íslensku mennta- samtökin um rekstur skólans. Erla er sett tímabundið í starfið en fræðsluráð samþykkti jafnframt á fundi sínum tillögu þess efnis að bæjarstjóm auglýsi þegar stöðu skólastjóra og aðstoðarskólastjóra við Áslandsskóla. Að loknum fundi fræðsluráðs í gær áttu fulltrúar þess fund með kennurum og foreldrum bama í Ás- landsskóla. Að sögn Magnúsar Baldurssonar fræðslustjóra voru þar rædd næstu skref skólastarfsins ef til uppsagnar samningsins kæmi. Kennarar hefðu á fundinum lýst því yflr að þeir væm reiðubúnir til að starfa af full- um krafti og gera skólann enn betri. Foreldramir hefðu óskað eftir þvi að fá að vera með í ráðum. í dag kemur bæjarstjóm Hafnar- fjarðar saman til fundar þar sem tekin verður afstaða til tillagna fræðsluráðs. -JSS Auðbrekku 14, sími 564 2141 BYSSUR SPORTVORUGERÐiN SKIPHOLT 5 562 8383 ! I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.