Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 M agasm DV Sigmar Gu&mundsson er nýr i maður Kastljóssins í sjónvc „SJónvarpiö er sá miöill sem er þyngstur í vöfum en myndmálið segir meira en öll orð. Þotan aö fljúga á World Trade Center er fréttamynd allra tíma - og hundrað bækur gætu aldrei sagt með sama hætti frá þessum hrikalega atburði,“ segir Sigmar Guðmundsson meðal annars hér í viötalinu. Myndin er tekin eftir útsendingu Kastljóssins eitt kvöldið nú í vikunni. Magasín-myndir: E.ÓI. Kastljó er ógæ kokkte enda séu fyrir því sterk rök, meðal annars menningarleg. Hins vegar sé nauðsynlegt að búa svo um hnútana að starfs- og samkeppnisskilyröi ljósvakamiðla séu sem jöfnust. Að- spurður um sjálfan sig segir Sigmar að hann eigi það sammerkt með mörgum starfsbræðrum sínum að vera ekki langskólagenginn. „Ég setti mér það sem strákur að starfa við fjölmiðla og lauk stúd- entsprófi af fjölmiðlabraut. Fór síð- an að starfa við útvarp og eftir það hefur þetta undið svona upp á sig og ekki verið aftur snúiö. Ég ætlaði alltaf að halda áfram í skóla sem svo hefur ekki orðið. Besta mennt- unin felst hins vegar í starfmu sjálfu; bæði reynslu og eins þeirri innsýn í ótalmörg mál sem maður fær.“ Gallharður Garðbæingur Sigmar er úþpalinn í Garðabæ og hefur búið þar alla sína tíð. Hann er fyrir vikið alveg gallharður í öllu því sem gerir mann að Garðbæingi; svo sem að halda með Stjömunni. „Stundum er sagt aö það sé ríka fólkið sem búi í mínum kæra heimabæ. Ef á að flokka mig í hóp einhverra týbískra Garðbæringa þá tek ég fram að ég tel mig ekkert sér- staklega efnaðan mann. Annars held ég að þetta séu nú bara klisj- ur, í Garðabæ býr alls konar fólk eins og hvar annars staðar. Þetta er marglitt samfélag." Sambýliskona Sigmars er Bima Bragadóttir flugfreyja. Sonur henn- ar og fóstursonur Sigmars er Sig- mar en sjálfur á hann fyrir dóttur- ina Kristínu Ölmu sem er fjórtán ára. „Fjölskyldan er auðvitað það sem stendur mér næst - og mér fmnst afar gaman að vera með henni. Við ferðumst mikið saman, hreyfum okkur og ailt það sem venjulegar fjölskyldur gera held ég. í seinni tíð hef ég síðan verið að detta æ meira í að stunda veiðiskap og það á lík- lega eftir að aukast. Þá er ég einnig mikið fyrir tónlist, þetta harðasta og villtasta rokk. Ég fór á tónleik- ana með Quarashi í siðustu viku og fannst gaman en sá hins vegar ekki marga á mínum aldri þar. Það fólk er gjaman orðið ráðsett og hlustar á djass og sígilda tónlist sem ég hef aftur á móti aldrei náð sambandi við en gæti þó kannski gerst í fyfl- ingu tímans," sagði Sigmar Kastjóssmaður að síðustu. -sbs „í dag er tvímælalaust mikil eftir- spum eftir hvers konar skoðunum í fjölmiðlum, gagnstætt því sem sum- ir hafa kannski haldið fram. Þetta sést best á þvl að hvers konar um- ræðuþættir og viðtöl við fólk sem hefur eitthvað til málanna að leggja er eitt af því efni sem hvað mestra vinsælda nýtur,“ segir Sigmar Guð- mundsson fréttamaður. í byrjun síð- ustu viku sást honum bregða fyrir á nýjum vettvangi, nú sem umsjónar- maður Kastljóssins í Sjónvarpinu. Áður hefur hann um langt skeið verið fréttamaður, síðast á Stöð 2. Áður starfaði hann við ýmsar út- varpsstöðvar. Hann hefur því komið nokkuð viða við en segir sjálfur að það sé um að gera að nýta þau tæki- færi sem bjóðist hverju sinni. Þannig hafi verið þvi sem næst úti- lokað að hafna góðu tilboði um að koma og gerast umsjónarmaður Kastljóssins. Leysum ekki lífsgátuna Það var langur dagur að baki hjá Sigmari þegar Magasín settist niður með honum eitt kvöldið eftir út- sendingu Kastjóssins. Umsjónar- annan tíma leitum við stundum út fyrir kvikuna. Förum i mann- lífstengt efni eða slíkt. Ég held að blandan sé ágæt; bæði að áhorfend- ur vilji svona kokkteil - og það er líka skemmtilegt að reiða þetta fram. Ég yrði leiður á því að fjalla bara um pólitík og komast aldrei í þessi mjúku mál og aftur öfugt. Við erum að endurspegla þjóðfélagið eins og það er á hverjum tíma og ætlum ekkert að flnna lausn á lífs- gátunni," segir Sigmar. Myndmálið segir mest Það var fyrir um tíu árum sem strákur um tvítugt hóf störf á X-inu og Aðalstöðinni en síðarnefndu stöðina var þá reynt að gera gfld- andi sem útvarp fullorðna fólksins. „Við reyndum fyrir okkur með ým- islegt í þeim útvarpsrekstri. Sumt gekk og annnað ekki,“ segir Sigmar. Hann fór seinna yfir á dægurmála- útvarp Rásar 2, hann var um nokk- urra ára skeið fréttamaður á Sjónvarpinu og síðar á Stöð 2 eins og fyrr er getið. Og er nú aftur kominn í Efstaleitið. „Mér finnst afar lærdómsrikt að I sjónvarpssal. Sigmar Guömundsson segir aö sér þyki Kastljósiö hafa haldið ágætum stígandl - og vitni 35% áhorf raunar ágætlega þar um. með sama hætti frá þessum hrikalega at- burði. Ég held aö fólk sé að læra æ betur að nýta sér alla þessa miðla samtimis, Þetta spilar saman og styð- ur hvað annað,“ segir Sigmar. menn þáttarins, þau Kristján Krist- jánsson, Eva María Jónsdóttir og Sigmar, byrja vinnudaginn um klukkan ellefu á morgni hverjum - og fara yfir þau helstu mál sem eru í deiglu umræðunnar hverju sinni. „Stundum liggur alveg beint við hvað verður umfjöllunar- efni kvöldsins en í prófa alla þessa miðla, hef lært á styrkleika hvers og eins þeirra. Blöðin eru tvímælalaust ítarlegasta formið, útvarpið og netið eru fjöl- miðlar augnabliksins. Sjónvarpið er sá miðill sem er þyngstur í vöfum en myndmálið segir meira en öll orð. Þotan að fljúga á World Trade Center er fréttamynd allra tíma og hundrað bækur gætu aldrei sagt Kastljósið haldið stígandi Kastljósið hefur verið á dagskrá Sjónvarpsins í tæp þrjú ár. Sigmar segir að sér þyki þátturinn hafa gert sig og þróast vel. Sú staðreynd komi raunar best fram í könnunum sem mæli allt að 35% áhorf. „Þátturinn hefur haldið stígandi,“ segir Sigmar sem kveðst vera fylgjandi því að á íslandi sé rekið öfugt ríkisútvarp iviayaou i Útgefandi: Útgáfufélagiö DV ehf. Ábyrgöarmenn: Óli Björn Kárason og Jónas Haraldsson. Umsjónarmaöur: Stefán Kristjánsson. sk@magasin.is Blaöamaöur: Siguröur Bogi Sævarsson. sigbogi@magasin.is Auglýsingar: Hinrik Fjeldsted. hinrik@magasin.is Prentun: Arvakur hf. Upplag: 80.000 eintök. Dreift ókeypis á höfuöborgarsvæöinu og áskrifenda DV úti á landi. til

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.