Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 M agasm DV Elsti jarðarbúínn elskar „sheikinn" Englnn er eldri í veröldlnni en Kamato Hongo frá Japan sem er nýoröin 115 ára gömul. Þessi mynd var tekin af henni á afmælisdaginn en þá var hún nývöknuð eftir tveggja sólarhringa svefn. Limmósínan er stór og glæsileg, 12 metra löng. 12 metra löng limmósína Þennan einkennilega bíl rakst blaðamaður Magasíns á í New York á dögunum. BOlinn er af gerðinni Lincoln Navigator og er eins og sést á myndinni í stærri kantinum. í bílnum er pláss fyrir 10 farþega sem geta haft það huggulegt meðan þeir horfa á sjón- varpiö eöa njóta tónlistar úr ofvöxnum græjumun. Eig- andi bílsins er fyrirtæki í New Jersey og að sögn bíl- sljórans er billinn pantaður langt fram í tímann. Hvort þessi ágæta bifreið gæti komist yfir Hellisheiði í skafrenningi og ófærð er alveg á huldu. Billy Joel vantar eiginkonu Söngvarinn heimskunni, Billy Joel, hyggst leigja sér íbúö fljótlega á Manhattan og lokka í hreiður sitt framtíðar eiginkonu. Söngvarinn er á biðilsbuxunum sem aldrei fyrr og segist ekkert þrá heitara en konu sem hann elski og sem elski hann. „Ánægjulegustu stundir lífs míns voru þegar samvistir mínar við konur gengu vel. Þegar ég var ástfanginn og einhver var ást- fanginn af mér. En einhvem veg- inn hafa öll mín sambönd farið í vaskinn. Fyrir það er ég reiður sjálfum mér og ég iðrast margra hluta,“ segir hinn breimandi Billy Joel og bætir við: „Mér hafa hlotnast margar stórar viöur- kenningar á mínum ferli sem söngvari. Þær koma þó engan veginn í stað góðrar konu. Þú ferð ekki heim með verðlaunin. Þú sefur ekki hjá verðlaunum og verðlaun hugga þig ekki þegar illa gengur og eitthvað bjátar á. Og ég eignast ekki böm með verð- launum. Ég þrái góða konu og að stofna fjölskyldu. Ég þrái það heitara en nokkuð annað að verða Bllly Joel ætlar aö ná sér í konu áctfanmnn « fljótlega, hvaö sem þaö kostar. B Kamato Hongo er orðin elsta kona heims og reyndar elsti jarðar- búinn í dag en hún varð 115 ára gömul þann 16. september sl. Hongo fæddist þann dag árið 1887. Hún er í stöðugri gæslu lækna en heilsuhraust miöað við hinn háa aldur. Helst er að heyrnin sé farin að gefa sig og skyldi engan undra. Hongo er japönsk og býr á eyj- unni Kyushu. Hún eignaðist sjö börn og á í dag 20 bamabarnaböm. Sex börn hennar eru á lífi en elsta dóttir hennar lést fyrir um tveimur áram og þá um nirætt. Lifnaðarhættir Hongo eru nokk- uð með öðrum hætti en við eigum að venjast. Hún sefur gjarnan í tvo sólarhringa og vakir í tvo sóiar- hringa. Og ef taka á til uppáhalds- fæðu hinnar öldruðu konu þá má nefna að hún elskar „sheik“ eða mjólkurhristing. Hongo varð elsti íbúi jarðarinnar þann 20. mars sl. Þá lést Maud Farris-Luse frá Michigan í Banda- ríkjunum en hún var þá 115 ára og 56 daga gömul. Japanir hafa lengi getað státað af langlífi. Þess má geta að elsti karl- maður heims er Japani. Sá heitir Yukichi Chuganji og er 113 ára gam- all. Og eitthvað virðist gott að búa á eyjunni Kyushu því hinn aldni karl- maður býr einnig þar. Timberlake sér eftir Britney Spears Justin Timberlake, söngvari hljómsveitarinnar NSync, er niður- brotinn maður eftir að upp úr sam- bandi hans við söngkonuna Britney Spears slitnaði fyrir skömmu. Á dögunum leitaði Timberlake til þekktrar sjónvarps- stjörnu í Bandaríkj- unum. Sá dá- leiddi Tim- berlake tví- vegis í þeirri von að það mætti hjálpa honum við að komast Justin Timberlake. yfir aðskiln- aðinn við söngkonuna fogru. Sá sem dá- leiddi Tim- berlake hef- ur meðal annars hjálpað Geri Halliwell og Robin Willi- ams á erfið- um tímum. Nýjustu fréttir af Tim- berlake eru þær að hann er farinn að hitta leikkonuna Alyssa Milano reglulega þannig að eitthvað virðist dáleiðslan hafa haft að segja. Britney Spears. Roomba í rykinu Nú er það dekur á dömurnar og Roomba í rykinu. Sama tækni og notuð var á sprengju- svæðum og í bardögum í Afganistan er nú mætt heim i stofu til að ryksuga! Vélmennið er sextán sentí- metra hátt og í laginu eins og fljúgandi diskur. Hann kallast Roomba, er fyrsta fjöldafram- leidda vélmennið og kom á markaðinn f Bandaríkjunum fyrr í vikunni. Roomba er falur fyrir 200 dollara eða um 15 þús- und krónur. Sjónvarpsboltakall- arnir geta nú verið lausir við kellinguna á ryksugunni á laug- ardögum, beint fyrir framan imbann. Fredriksson me& heilaæxli Marie Fredriksson, söngvari í hljómsveitinni Roxette, var í skyndi flutt á sjúkrahús í Stokk- hólmi í síðustu viku. Hún hafði fallið í yfirlið. Niðurstöður rann- sókna sýna að um lítið heilaæxli er að ræða. Fleiri rannsókna er þörf áður en ákvörðun um með- ferð verður tekin. Súpermann sýnir bata- merki Christopher Reeve, sem varð frægur fyrir að leika Súper- mann, sýnir óvænt batamerki eftir sjö ára lömun. Samkvæmt nýlegum skýrslum getur Reeve nú hreyft fmgurna, úlnliðina og fótleggi, hann finnur heitt og kalt, svo og snertingu á 65% lík- ama sins. „Um er að ræða óvæntan bata og alveg ófyrirséðan," sagði Na- omi Kleitman, stjórnandi rann- sókna á hryggjarmeiðslum. „í Ijósi vísindanna er stórmerkilegt að ná bata og skynjun svona löngu eftir slys,“ segir Reeve sem slasaðist 1995. Hann kastaö- ist af hestbaki og lenti á höfðinu. Hann hálsbrotnaði og 75% taug- anna sem bera boðin frá heilan- um skemmdust svo hann var lamaður frá hálsi og niður. Sóðalegir söngvar Hrokafulli grínhundurinn slær f gegn. Um ræðir hand- brúöu sem hristi vel upp í liðinu á MTV verðlaunahátíö í síðasta mánuði. Hundurinn er nú við upptökur á plötu sinni Come Poop with Me sem á íslensku myndi útleggjast Komdu með mér að kúka. Að sögn mun vera á plötunni fullt af sóðalegum söngvum. Út- gáfudagur hefur ekki verið ákveðinn en hann verður f vetur á vegum Warner Bros Records. Sum lögin eru víst ekki mikið merkilegri en Prumpulag Dokt- ors Gunna. íslendingar eru greinilega alltaf á undan með alla hluti. -ABH Russell Crowe slóst vió karatekonu Leikarinn góðkunni, Russel Crowe, lenti í miklum vandræðum f fyrradag á veitingastað i Bandaríkjunum. Crowe, sem þekktur er fyrir mikla skapsmuni, lenti þá í útistöðum við hóp drykkjumanna. í hópnum var kona sem er þekktur karatemeistari og samkvæmt bandarískum netmiðlum áttu samskipti Crowes og karatemeist- arans að hafa verið býsna fjörleg. Þeim sem sáu bar saman um að einn drykkjumannanna hefði ráðist að Crowe með sóðalegu orðbragði og það hefði nægt til að raska ró leikarans. Áflogunum lauk með því að einka- þjálfari Crowes kom þremur drykkju- mannanna í gólfið en ekki fylgdi frétt- um hvort lögregla hefði verið kvödd á staðinn til að skakka leikinn. Russel Crowe lenti í áflogum við kvenkyns karatemeistara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.