Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 16
16
FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002
agasm
DV
FH-konur fögnuðu 30 ára
Íslandsmeistaratltlí í knattspyrnu:
Fótboltagleði
í Firðinum
Fyrstu Islandsmeistarar í kvennaknattspyrnu áriö 1972, lið FH ásamt Kristófer Magnússyni þjálfara og Albert Guö-
mundssyni, þáverandi formanni KSI. Fremri röö frá vinstri: Katrín Danivalsdóttir, Guörún Júlíusdóttir, Anna Lísa Sig-
uröardóttir, Brynja Guömundsdóttir, Bima Bjarnason, Gyða Úlfarsdóttir og Svanhvít Magnúsdóttir. Aftari röö frá
vinstri: Gunnþóra Gunnarsdóttir, Margrét Brandsdóttir, Kristjana Aradóttir, Sigfríöur Sigurgeirsdóttir, Sædís Arndal,
Sigrún Siguröardóttir, Ólöf Guömundsdóttir og Sesselja Friöþjófsdóttir.
Aftari röð frá vlnstri: Gyöa Úlfarsdóttir, Brynja Guömundsdóttir, Kristjana
Aradóttir, Margrét Brandsdóttir, Anna Lísa Slguröardóttir. Fremri röð frá
vinstri: Sædís Arndal, Ólöf Guömundsdóttir og Guörún Júlíusdóttir.
„Það var ákaílega gaman að hittast
og við erum auðvitað stoltar af því að
vera þessir brautryðjendur í
kvennaknattspyrnunni á íslandi," seg-
ir Kristjana Aradóttir í Hafnarfirði.
Um sl. helgi komu saman fræknar FH-
konur en þær voru i því liði félagsins
sem vann fyrsta íslandsmeistaramótið
í kvennaknattspyrnu utan-
húss en það var árið 1972.
Þennan leik fyrir þrjátíu
árum léku þær á gamla mal-
arvellinum við Vallargerði í
Kópavogi og öttu þar kappi
við lið Ármanns. Lyktir
urðu 2-0 fyrir
FH.
Margret
Brandsdóttir
og Sædís
Arndal meö
blkarinn.
Sædís Am-
dal, Gyöa
arsdóttlr og
Ólöf Guö-
mundsdóttir.
Saga kvennakattspymunnar á Is-
landi er ekki ýkja löng. Fyrsta óopin-
bera heimsmeistarakeppnin í
kvennaknattspymu var haldin árið
1970.1 kjölfar þess komust þessi mál á
hreyfmgu hér heima og beitti Albert
Guðmundsson þáverandi forseti KSÍ
sér í málinu. Hafa sumir nefnt hann
faðir kvennaboltans á íslandi.
„Við byijuðum á því að hittast uppi
á Kaplakrika og síðan fórum við í
gönguferð á Helgafell, sem er hér í ná-
grenni bæjarins," segir Kristjana þeg-
ar hún lýsir þessum skemmtilega degi.
Að fiallgöngu lokinni var farið í sund
og gufubað og síðan hittust vinkon-
urnar heima hjá Kristjönu og Þorgeiri
Inga Njálssyni, eiginmanni hennar.
Þar vora gamlar minningar rifjaðar
upp.
Kristjana segir að þær fótbolta-
konumar hafi upphaflega iagt helst
stund á handbolta en síðan hafi
þjálfari þeirra, Kristófer Magnús-
son, skráð liðið til þátttöku í fót-
boltamóti. Þar gekk þeim svona
prýðisvel að íslandsmeista-
titill vannst. Það sama gerð-
ist síðan árin 1974 til 1976
en þá var æft undir leið-
sögn Helga Ragnars-
sonar.
Gleðin
heima hjá
Kristjönu
og Þorgeiri
Inga stóð
fram und-
ir morg-
un og þar
kættust
konur
með því
1 móti sem
FH-ingum
er einum
lagið.
Anna Lísa
Siguröar-
dóttir meö
lukku-
bangsann
Kára.