Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2002, Blaðsíða 12
12
29
•+
MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2002
MANUDAGUR 23. SEPTEMBER 2002
DV
Skoðun
Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjórí: Sigmundur Ernír Rúnarsson
Aöstoóarrítstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift:
Skaftahlið 24, 105 Rvik, simi: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749
Ritsfjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim.
Hœttulegt kukl
Veki kuklarar falsvonir hjá sárveiku
fólki og boði skjóta og skilyrðislausa
lækningu á alvarlegum sjúkdómum ber
yfirvöldum að stöðva slíkt. Slíkir krafta-
verkalæknar skjóta annað slagið upp
kollinum og sækja að þeim sem síst
skyldi. DV greindi frá því fyrir helgi að
landlæknisembættið hefði hótað manni
málssókn sem m.a. hefur auglýst að
hann geti „hjálpað öllum sem þjást af blóðkrabbameini og
veikindum vegna veiru“. Lækningin á að fást, samkvæmt
auglýsingunni, úr blómkirtlum baldursbrár og ber aug-
lýsandinn fyrir sig vísindalegar rannsóknir á lækninga-
mætti jurtarinnar.
Haukur Valdimarsson aðstoðarlandlæknir segir allt vaða
uppi í þessa veru og stundum finnist heilbrigðisstarfsfólki
að stöðva mætti meira af kuklinu sem sé allt frá því að vera
skaðlaust upp í það að vera hættulegt. Vissulega er ástæða
til að taka af festu á þeim sem lofa sjúku fólki kraftaverkum
án þess að nein innstæða sé þar að baki. Aðstoðarlandlækn-
ir segir, með réttu, að þeir sem stunda óhefðbundnar lækn-
ingar verði að sanna sig vísindalega á sama hátt og nútíma
læknisfræði byggist á viðurkenndum vísindum.
Landlæknisembættið kannar einkum fjögur atriði í þess-
um málaflokki. í fyrsta lagi eru það menn sem villa á sér
heimildir, segja til dæmis að þeir séu læknar þótt þeir séu
það ekki. Nýlegt dæmi er um hómópata sem sagðist vera
beimilislæknir og væri að opna læknastofu. í öðru lagi er
kannað hvort verið sé að féfletta saklaust fólk, sem grípur ef
til vill síðasta hálmstráið til að fá lækningu. Þar sé stundum
ráðist á garðinn þar sem hann sé lægstur. Dæmið um mann-
inn sem auglýsir opinberlega að hann geti læknað öll blóð-
krabbamein fellur augljóslega undir þennan flokk. Þar er
jafnvel höfðað til helsjúks fólks án þess að skottulæknirinn
hafi nein tök á því að standa við stóru orðin. Þar eru hrein-
ar blekkingar á ferð enda væri ekki verið að leita leiða til
lækningar eða meðferðar krabbameinssjúks fólks víða um
heim ef til væru töfraformúlur sem leystu vandann.
Aðstoðarlandlæknir nefndi einnig, í viðtali við DV, að
lækningatilburðir sem þessir hefðu augljóslega skaðað
heilsu fólks og síðast en ekki síst væru vísbendingar um það
að kuklarar héldu sjúklingum burtu frá viðurkenndum
lækningaaðferðum. Kukl sem þetta er því ekki aðeins blekk-
ing heldur getur beinlínis verið hættulegt. Þá sem slíkt
stunda á ekki að taka vettlingatökum.
Meiri aðgœsla ráðhetra
Nefnd sem fjallaði um mál Þorfmns
Ómarssonar, eftir að menntamálaráð-
herra vék honum tímabundið úr starfi
framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs, fyr-
ir meinta bókhaldsóreiðu, komst að
þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið
ástæða til brottvikningar. Þorfmnur hef-
ur því tekið við staríi sínu á nýjan leik.
Nefndin átelur vinnubrögð ráðherra
og segir m.a. að Þorfinnur hafi ekki notið andmælaréttar.
Ekki verður annað séð en menntamálaráðherra hefði átt að
fara gætilegar. Hér skal tekið undir orð Sigurðar Líndals,
fyrrverandi lagaprófessors, sem fram komu í sjónvarpsfrétt-
um í gærkvöld um að meiri aðgæslu hefði verið þörf. Aldrei
eigi að taka afstöðu án þess að menn fái tækifæri til að tjá
sig. Nóg hefði verið að veita framkvæmdastjóranum áminn-
ingu enda hefði verið viðleitni til þess að laga það sem úr-
skeiðis fór. Framganga ráðherra skaðaði framkvæmdastjór-
ann, a.m.k. tímabundið, enda fljótfærnisleg og of harkaleg.
Jónas Haraldsson
Spennandi tímar fram undan
ióhanna
Sigurðardóttir
alþingismaöur
Kjallari
Samfylkingin er á mikilii
siglingu undir styrkri for-
ystu formannsins Össurar
Skarphéðinssonar.
Málefnastaðan er sterk og
framtíðarsýnin skýr.
Þjóðin mun sjá miklar breytingar
við landsstjómina fái Samfylkingin
fylgi sem forystuafl í ríkisstjórn eftir
næstu kosningar.
Réttur fólks til áhrifa
Samfylkingin vinnrn- nú
markvisst að undirbúningi við að
skipa liðssveitir sínar sem leiða
munu fram stefnu flokksins til
sigurs i komandi kosningum. í
Reykjavík mun væntanlega fara
fram prófkjör í nóvember. Mikilvægt
er að flokkurinn standi þannig að
málum að sem flestir liðsmenn og
stuðningsmenn Samfylkingarinnar
fái tækifæri til að velja á
framboðslista i samræmi við þær
áherslur sem flokkurinn hefur lagt
um þátttökulýðræði og ákvörðunar-
rétt fólksins. Við höfum á liðnum
árum lagt mikla áherslu á rétt fólks
til að hafa mótandi áhrif á störf og
stefnu flokksins og framgang
þjóðfélagsmála, m.a. með þjóð-
aratkvæðagreiðslum og íbúalýðræði.
Ábyrgð - jöfnuður - lýðræði
Á yfirstandandi kjörtímabili
höfum við í Samfylkingunni lagt
megináherslu á að treysta beri
jöfnuð, lýðræði, ábyrgð og samhjálp í
þjóðfélaginu. Við höfum á þingi beitt
okkur fyrir margvíslegum tillögum á
ýmsum sviðum þjóðfélagsins. Nefni
ég þar sérstaklega neytenda-,
lýðræðis-, samkeppnis-, skatta- og
Flokksstjómarfundur hjá Samfylkingunni. - „í prófkjöri Samfylkingarinnar í
Reykjavík, sem vœntanlega mun fara fram í nóvembermánuði, mun ég biðja um
stuðning til að leiða flokkinn í öðru Reykjavíkurkjördœmanna. Fram undan er
barátta um það hver leiða skal annað tveggja.“
fjölskyldumál, ekki síst málefni
barna, einstæðra foreldra, lífeyr-
isþega og ungs fólks. Ýmis mál hafa
verið lögð fyrir þingið sem snerta
aukna ábyrgð í samfélaginu, opnun á
fjármálum stjómmálaflokka, skipan
rannsóknarnefnda þingsins og aukið
lýðræði með rétti fólksins til þjóð-
aratkvæðagreiðslu.
Almannahagsmunir
Á kjörtímabilinu höfum viö lagt
þunga áherslu á að nýta kosti
markaðarins í almannaþágu en
tryggja um leið heilbrigðar leikreglur
og öfluga samkeppni í atvinnulífi og á
fjármálamarkaði. Við jafnaðarmenn
berjumst gegn samþjöppun valds og
fjármagns sem leitt hefur til fákeppni
í stórum atvinnugreinum. Einokun
og fákeppni leiðir til þess að heimilin
þurfa að greiða miklu hærra
matvæla-, trygginga- og bensínverð
en annars staðar þekkist, að ekki sé
minnst á ofurkjör í vaxta- og
þóknanatöku í bankakerfmu sem nú
eru að sliga heimili og atvinnulíf.
Valdaklíka Sjálfstæðisflokksins
hefur í langan tíma farið með
gífurleg völd á íslandi, líklega hefur
enginn einn hópur verið í
jafnlangan tima við kjötkatla
landsins í heila öld. Með tímanum
hefur gætt vaxandi valdhroka,
spillingar og sérhagsmunagæslu við
landsstjómina hjá íhaldsöflunum,
sem fólk úr öllum flokkum vill binda
enda á. Hér á landi takast á tvær
meginfylkingar - Sjálfstæðisflokkur
og Samfylkingin. Samfylkingin
þarfnast stuðnings þins, lesandi
góður, til að geta hafið nýtt skeið i
þágu jafnaðar og frelsis á íslandi.
íslendingar eiga rétt á breytingum i
þágu almannahagsmuna við
landsstjórnina.
Afkomutrygging réttlát
í samræmi við stefnu
Samfylkingarinnar liggja áherslur
okkar jafnaðarmanna einkum í
framsýnni og ábyrgri atvinnu- og
efnahagsstefnu, sanngimi og réttlæti
í skattkerflnu og kröftugri mennta-
stefhu. Þannig viljum við treysta
jöfnuð og öryggisnet veiferðarkerfis-
ins, m.a., með afkomutryggingu svo
enginn þurfl að una óvissu og
óöryggi um kjör sín. í samræmi við
samfélagssýn okkar jafnaðarmanna
á að setja þá sem eiga undir högg að
sækja í forgang.
Við viljum brjóta á bak aftur
fátækrastefnu íhaldsins gegn fjölda
aldraðra og öryrkja og öðrum þeim
sem þurfa að lifa við fátækt sem
aukist hefur í tíð þessarar
ríkisstjómar. Málefni bamafólks og
fólks með meðaltekjm verða líka að
hafa meira vægi við landsstjómina,
m.a. með auknum bamabótum og
lækkun tekjuskatts. Þessi mál mun-
um viö kynna betur á komandi
vikum og mánuðum.
Varfærni í Evrópumálum
Loks er að nefna, að ég er í hópi
þeirra jafnaðarmanna, sem vilja
stíga varlega til jarðar varðandi
hugsanlega aðild íslands að Evrópu-
sambandinu. Það er skylda
stjórnmálamanna að hafna ekki
fyrirfram aðild sem m.a. gæti skilað
okkur lægra matvælaverði og vöxt-
um og aukið samkeppnismöguleika
atvinnulífsins. Undir engum
kringumstæðum getur aðild þó
komið til greina ef hún skerðir
fullan og óskoraðan rétt þjóðarinnar
innan eigin fiskveiðilögsögu. Við
eigum að kryfja til mergjar áhrifln á
efnahagsumhverflð, atvinnulif,
heimili og lífskjör, sem og ákvörðun-
arrétt þjóðarinnar og beinan og
óbeinan kostnað við aðild. Það er for-
sendan fyrir að þjóðin geti gert upp
hug sinn í þessu stóra máli.
Dómur kjósenda
Jafhaðarmenn hafa löngum leitað
til stuðningsmanna sinna um val á
framboðslista og treyst fólki til að
hafa þar áhrif. Fyrir síðustu kosn-
ingar árið 1999 tóku rúmlega 11 þús-
und manns þátt í prófkjöri flokksins,
en í því prófkjör greiddu á sjöunda
þúsund manns mér atkvæði í þessu
fyrsta prófkjöri sem háð var undir
merkjum Samfylkingarinnar.
Nú, viö upphaf síðasta þings fyrir
alþingiskosningar í maí á næsta ári
er það einlæg von mín að ég hafi
ekki brugðist trausti þessa fólks sem
fól mér forystu í hreyfmgu jafnaöar-
manna í stærsta kjördæminu, þar
sem flokkurinn nýtur fylgis um
þriðjungs kjósenda. í prófkjöri
Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem
væntanlega mun fara fram í nóv-
embermánuði, mun ég biðja um
stuðning til að leiða flokkinn i öðru
Reykjavíkurkjördæmanna. Fram
undan er barátta um það hver leiða
skal annaö tveggja
Reykjavíkurkjördæmanna við hlið
formannsins. Þar legg ég störf mín
og áherslur í dóm kjósenda um leið
og ég bið um fylgi til forystu til að
hafa styrka stöðu til að framfylgja
þeim málum sem ég hef á umliðnum
árum lagt áherslu á.
Með styrk fólksins á Samfylkingin
gífurleg sóknarfæri á komandi mán-
uðum til að brjóta á bak aftur
pólitískt vald íhaldsins sem nýtt er
til að mylja undir peningaöflin völd
og fjármagn á kostnað almanna-
hagsmuna.
Þeir dauðu og þeir heimsku
Guðmundur G.
Þórarinsson
verkfræöingur
Kjallari
Þetta fór saman. Þegar
Ingibjörg Sólrún var að
velta fyrir sér framboöi til
þings, greip ég af tilviljun
niður í tilvitnanabók. Þar
stóð: „Aðeins þeir dauðu
og þeir heimsku skipta
aldrei um skoðun.“
Ekki er nú allt speki í tilvitn-
anabókum en ósjálfrátt tengdi ég
þetta saman. Hvemig gat Ingibjörgu
Sólrúnu dottið í hug að bera það
undir Halldór Ásgrímsson og
Steingrím Sigfússon hvort hún ætti
að bjóða sig fram til þings?
Skoðanakannanimar sýndu að
einmitt þessir tveir flokkar mundu
tapa mestu fylgi, tapa titfmnanlega
ef hún leiddi Samfylkinguna.
Auðvitað gat maður gefið sér
fyrirfram að formenn þessara
flokka óttuðust ekkert meira en
fylgistap í næstu kosningum. Það er
bamaskapur að halda að unnt sé að
mynda einhvers konar R-lista gegn
Sjálfstæðisflokknum i þingkosn-
ingum. - Ég trúi ekki að Ingibjörg
hafi látið sér detta það í hug.
Ábyrgð á R-listanum?
Ingibjörg Sólrún verður ekki eilíf
hjá R-hstanum. Enginn vaft er að
hún er þar burðarásinn og listinn
hefði ekki sigrað án hennar. En þar
mun koma, að hún hætti og best er
sjálfsagt að hún hætti í byrjun kjör-
tímabils þannig að hinir fái tækifæri
til þess að sanna sig. Ákjósanlegast
væri fyrir aðra frambjóðendur að fá
rúm þrjú ár, fyrir nýjan
borgarstjóra, til þess að takast á við
málin og koma þekktur af verkum
sínum í næstu kosningar.
Ingibjörg ber ekki ábyrgð enda-
laust á R-listanum. Hún kom listan-
„Ingibjörg ber ekki ábyrgð endalaust á R-listanum.
Hún kom listanum að og fyrir það geta liðsmenn
hans þakkað henni. Án hennar vœru þeir ekki í
meirihlutasamstarfi. Nú gafst henni tœkifœri til þess
að lofa þeim að spreyta sig og vera undir það búnir
að reyna að halda borginni þegar hún hverfur frá. “
um að og fyrir það geta liðsmenn
hans þakkað henni. Án hennar væm
þeir ekki í meirihlutasam-starfl. Nú
gafst henni tækifæri til þess að lofa
þeim aö spreyta sig og vera undir
það búnir að reyna að halda
borginni þegar hún hverfur frá.
Tímamót í stjórnmálum
Einar Ben. orti um viljann sem
hikar þegar skín hans stjarna.
Ingibjörg hikaði og ekki er víst að
annað eins tækifæri bjóðist aftur.
Jafnaðarmenn kunna aö hafa misst
af tækifærinu til þess að verða stór
og öflugur stjómmálaflokkur. Vera
má að við höfum misst af tækifær-
inu til þess að fá konu í stól
forsætisráðherra um næstu framtíð
og Ingibjörg misst af tækifærinu til
þess að verða sú kona.
Stefán Zweig skrifaði í bók sinni,
Undir örlagastjömum, um þá sem
glopra niður tækifærinu sem
örlögin fá þeim óvænt í hendur.
„Því að aðeins eitt augnabragð er
tækifærið mikla gefið lítilmótlegum
manni á vald, og sú vitjunarstund
mun aldrei framar líta í náð sinni
til þess, er einu sinni vanrækir
hana.“
Tækifæri tímamóta leið hjá í
íslenskum stjómmálum. Af þeim
tíma sem leið meðan borgarstjórinn
hugsaði sig um er ljóst að freist-
ingin var mikO. Ráða var leitað hjá
þeim sem allt vildu leggja á sig til
þess að hindra slíkt framboð. Og ráð
þeirra voru vel þegin.
Sagt er að enginn viti hvað fram-
tíðin beri í skauti sér og best sé að
vita ekki framtíð sína fyrir, „þeim
er sorgarlausastur sefi“. - Eftir
stendur úrskurður tilvitnanabókar-
innar: „Aðeins þeir dauðu og þeir
heimsku" eins og ritað sé á vegginn.
Sandkom
Eitt stykki herskip, takk!
Eyjamenn em
famir að færa sig
heldur betur upp á
skaftið í kröfugerð-
inni um bættar
samgöngur. Hingað
til hafa þeir látið
duga kröfur um aukna ferðatiðni i siglingum milli lands og
Eyja en upp á síðkastið er það hraðskreiðari ferja sem
hefur helst átt hug Eyjamanna. Um helgina var von á
norsku herskipi til Eyja. Þar er um að ræða tvíbytnu sem
kemst á allt að 55 milna hraða. Það þýðir að skipið yrði
ekki nema um þrjá tíma að sigla frá Reykjavík til Eyja, eða
álika lengi og Herjólfur er að lullast spottann frá
Þorlákshöfn til Vestmannaeyja. Eyjamenn hafa ekki haft
ýkja miklar áhyggjur af kostnaði við nýja hraðferju, enda
á Vegagerðin að borga brúsann. Líklegt er þó að það eigi
efth- að standa illilega í Sturlu Böðvarssyni þegar
Eyjamenn bera á hans borð útreikninga á nýjasta draumn-
um - einu stykki herskipi að norskri fyrirmynd ...!
Ummæli
Páll bretti upp ermar
Sem kunnugt er hefur Páll Pétursson félagsmála-
ráðherra sagt að hann hafi á tilfmningunni að menn
ofmeti húsaleigu i Reykjavík og séu að reyna aö kjafta
hana upp. Tilflnning ráðherrans
byggist á samantekt félagsmálaráðu-
neytisins á meðalverði leiguhúsnæðis í
Reykjavík. [...] Allir þeir sem leitað
hafa að íbúð til leigu á almennum
markaði í Reykjavík sjá að tölur
félagsmálaráðuneytisins eru fjarri
raunveruleikanum. Samkvæmt
upplýsingum frá leigumiðlunum er húsaleiga í
Reykjavik nærri eitt þúsund krónum á fermetra. Tölur
ráöuneytisins viröast næst veruleikanum þegar talað
er um leigu á herbergi en virðast ffarlægjast hann
verulega þegar rætt er um stærri íbúðir. [...] Páll ætti
því að bretta upp ermamar, horfast i augu við
veruleikann og taka á málum.
Sigfús Ingi Sigfússon á hinu framsóknarsinna&a
vefriti Maddaman.is
sandkorn@dv.is
Fjarri raunveruleikanum
Páll Pétursson, ráðherra félagsmála, sló um sig á
dögunum sem frægt er með talnaflóði um að húsaleiga sé
miklu lægri en menn hafi verið að blaðra um undanfarin
misseri.
Talaði ráðherrann um að leigusalar væru að reyna að
kjafta upp leiguverðið. Samkvæmt samantekt ráðuneytis-
ins kostar um 25 þúsund krónur á mánuði að leigja
herbergi í Reykjavík, 35 þúsund krónur kosta tveggja
herbergja íbúðir, fyrir þriggja herbergja íbúðir borga
menn 45 þúsund krónur og ríflega 50 þúsund krónur fyrir
sex herbergja íbúðir.
Ekki voru allir par hressir með þessa talnaspeki, allra
síst fólkið sem er að sligast undan ofurleigu á markaðin-
um. Margir voru því tilbúnir að berja á Páli fyrir
glópskuna við útreikninga ráðuneytisins og nú hafa meira
að segja ungliðarnir í flokknum tekið í sama streng. Á
vefsíðu þeirra segir af þessu tilefni: „Allir þeir sem leitað
hafa að íbúð til leigu á almennum markaði í Reykjavík sjá
að tölur félagsmálaráðuneytisins eru fjarri raun-
veruleikanum...“
Lenín í uppáhaldi
í viðtali við málgagn Alþýðubandalagsins,
Vikublaðið, 20. maí árið 1997 var Lúðvik Geirsson nú-
verandi bæjarstjóri í Hafnarfirði spurður að því á
hvaða stjórnmálamanni hann hefði
mest álit. Ekki stóð á svari: Lenín. Já,
Lenín! Og hér er rétt að taka fram að
Lúðvík var ekki beðinn um að nefna
þann fjöldamorðingja úr röðum
stjómmálamanna sem hann hefði mest
álit á heldur bara einhvem
stjómmálamann. [...] Sem kunnugt er
kusu Hafnfirðingar þennan mann sem bæjarstjóra í
vor. Fyrir kosningar lofaði hann því að segja upp þeim
samningi sem Hafnarfjarðarbær hafði gert við íslensku
menntasamtökin um skólastarf í Áslandsskóla. Einu
mátti gilda hvemig til tækist með rekstur skólans,
samningnum yrði sagt upp. Það var ófrávíkjanlegt að
enginn mætti reka skóla með öðmm hætti en fellur að
pólitískri sannfæringu Lenínistans.
Vefþjóöviljinn á Andriki.is
Hækkun í hafi“ hringir bjöllum
Sigfríður
Björnsdóttir
tónlistarkennarí
Umræöa síðustu mánaða
um álver og virkjanir hafa
að miklu leyti farið fyrir
ofan garð og neðan hjá
þeirri sem þetta ritar.
Margítrekaðar tilraunir til
að fylgjast með, festa í
minni tölur, meta
gagnrýni úr ýmsum áttum
og móta þannig vel
uppbyggöa skoðun á
málinu hafa allar mis-
tekist.
Tilfinningahlaðin afstaða þar sem
vemdun landsins er í fyrirrúmi
hefur því ekki fengið nema litla
kjölfestu gegnum allt þetta
offramboð af blekkingum og bulli
sem sett er fram.
Engum er að treysta og ljóst að
misvel duldir eiginhagsmunir lita
mál allra sem að málinu koma.
Samt vom það nokkur vonbrigði að
finna getu sína til málefnalegrar
nálgunar í jafn mikilvægu máli svo
slaka. Hugsanlega átti þetta sér
,Hráefnið hœkkaði svo í hafi og dulinn hagnaður vegna þess og annarra þátta var metinn affagaðilum á
tœpar þrjátíu og sex milljónir dollara. - Til upplýsingar má geta þess að á þessum tíma mun gengið
á dollar hafa verið um 20 krónur. “
einhverjar skýringar en þær lágu
ekki ljósar fyrir.
Þangað til einn daginn síðsumars.
Gamlir kassar höfðu verið rifhir
upp og til stóð að henda
innihaldinu, enda ekki verið hreyft
við því mjög lengi. Þá flaug fram
lítill blaðsnepill rétt eins og hendi
Maradona hefði verið veifað - eða
jafnvel guðs. Þama vom svörin við
svo mörgum spumingum saman
komin á prenti í bæklingi frá 1983
og hafði sá verið geymdur með öðr-
um mikilvægum gögnum um lífið í
þessum yfirgefna kassa.
Að sigra eða...
Að sigra eða semja af sér var
slagorðið sem skreytti forsíðuna.
Þessi baráttupési var sem fyrr segir
gefinn út árið 1983 og var honum
ætlað aö gefa lesendum sínum
glögga mynd af „álmálinu í
hnotskurn". Á þeim tima snemst
málin um raforkuverð til ísal og
skattgreiðslur fyrirtækisins. Orða-
sambandið „hækkun í hafi“ hringir
bjöllum hjá öllum sem eru um eða
yfir fertugt í dag.
I bæklingnum eru raktar
kunnuglegar tölur um verð á
rafmagni til þessa álframleiðanda
og íslenskt verð borið saman við
það sem þama er sagt almennt í
heiminum. Þetta em sorglegar tölur
því verðið á íslensku rafmagni er
þama sagt a.m.k. þrisvar sinnum
lægra en sambærilegir aðilar þurfa
að greiða á öðmm stööum í heimin-
um.
Sú hækkun sem stjómmálamenn
sögðust á þeim tíma hafa þvingað
fram er í bæklingnum sögð
blekking vegna þess að sömu ráða-
menn gáfu álrisanum víst um leið
skattfríðindi upp á sömu krónu-
tölu! Hráefnið hækkaði svo í hafi
og dulinn hagnaður vegna þess og
annarra þátta var metinn af
fagaðilum á tæpar þrjátíu og sex
milljónir dollara. — Til upplýsingar
má geta þess að á þessum tíma mun
gengið á dollar hafa verið um 20
krónur.
Doöi fórnarlambsins
Upplýsingamar í þessrnn
bæklingi rifu upp gömul sár. Undan
hrúðrinu blæddu fram minningar
um það hvemig réttvisi og
sanngimi, heiðarleiki og samvinna
urðu merkingarlaus hugtök þegar
auðhringur veifar þeim. Hvemig
sundrungin í samfélaginu varð
skýrari og óhugnaðurinn sem fylgir
málflutningi þeirra sem undir niöri
ætla sér bita af kökunni verður
yfirþyrmandi. Hvemig sameigin-
legir hagsmunir er eitthvað sem
enginn veit lengur hvað er og hver
höndin verður upp á móti annarri.
Ekki er hún þó síst sár minningin
um það hvemig risinn fékk við
þessar aðstæður allt sitt fram og
þaggaði niður í nánast öllum með
því að reynast eins og nýgotin gylta
geta haft ótrúlega marga á spena.
Það vekur því ekki lengur furðu
hve margir geta ekki lengur fengið
sig til að hafa sterka og heita
skoðun á álmálum í þessu landi. Til
þess hefur of oft verið yfir okkur
gengið. Óbilandi aðdáun á þeim fáu
sem enn reyna að sýna virkan
mótþróa gegn fyrirætlunum
auðhringanna er eina málefiialega
lífsmarkið sem eftir er í bijósti
okkar.
+