Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2002, Blaðsíða 8
8 Útlönd MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2002 T-fcV Tvísýnustu kosningar í Þýskalandi frá stríðslokum: Schröder áfram í kanslarastólnum REUTERSMYND Schröder ánægöur Gerhard Schröder Þýskalandskanslari getur verið ánægður með að hann mun áfram sitja í ríkisstjórn. Samsteypustjórn jafnaðarmanna og græningja fékk nauman þingmeirihluta í kosningunum í gær. REUTERSMYND Vatnselgur á Kúbu Mikill vatnselgur var á vestanverðri Kúbu um helgina eftir að fellibylur- inn ísidór fór þaryfir án þess aö valda manntjóni. Tugir þúsunda flýja fellibylinn Sjötiu þúsund íbúar á Yucatan- skaga í Mexíkó þurftu að flýja heim- ili sín í gær undan fellibylnum ísi- dór sem fór þar yfír með úrhellis- rigningu og stormi. Skaginn er þekktur fyrir fomar rústir frá tíma- bili Maya og baðstrandarbæi sína. Vitað er að ijórir fórust í umferð- arslysum á Yucatan sem rekja má til veðurofsans í gær. ísidór fór yfir vestanverða Kúbu um helgina og hófu íbúarnir þar hreinsunarstarf í gær. Ekkert manntjón varð og áhrif feliibylsins á bágborinn efnahag Kúbu munu vera fremur lítil. Rökrétt að hafna nýrri ályktun SÞ írösk stjómvöld sögðu í gær að með ákvörðun sinni um að hafna öllum nýjum ályktunum Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna væru þau ekki að bjóða umheiminum birginn, heldur væri það rökrétt afstaða sem meirihluti aðildarríkja ráðsins deildu með þeim. Bandaríkin og Bretland hafa auk- ið þrýsting sinn á Öryggisráðið um að samþykkja nýja harðorða álykt- un um írak áður en vopnaeftirlits- menn færu aftur til Bagdad í leit að gjöreyðingarvopnum. írakar hafa aftur á móti heitið því að setja sig upp á móti öllum álykt- unum sem væru í andstöðu við sam- komulag sem þeir hafa gert við Kofi Annan, framkvæmdastjóra SÞ. Ekki greindu þeir þó frá þvi hvað fólst í umræddu samkomulagi. Gerhard Schröder Þýska- landskanslari og Joschka Fischer, utanríkisráðherra hans, sögðu i nótt að þeir myndu halda áfram samstarfl jafnaðarmanna og græn- ingja og að stjómarmyndunarvið- ræður myndu hefjast fljótlega. Schröder og Fischer, með hand- leggi um axlir hvor annars, sögðu ofsakátum stuðningsmönnum sín- um i Berlín að þeir ætluðu að halda samstarfi sinu áfram eftir að kosn- ingaspár sýndu fram á að kratar og græningjar myndu ná naumum þingmeirihluta eftir þingkosning- arnar í gær. „Við munum leiða stjómarmynd- unarviðræðumar,“ sagði Fischer. Schröder ljómaði þegar hann sagði stuðningsmönnum sínum að samvinna flokkanna yrði byggð á sameiginlegum grunni. „Hún verð- ur sanngjöm," sagði kanslarinn. Spáir ekki langlífi Edmund Stoiber, kanslaraefni ihaldsmanna í Þýskalandi, spáði því í nótt að ríkisstjóm jafnaðarmanna og græningja undir forystu Ger- hards Schröders kanslara myndi ekki endast árið. Þar með játaði hann óbeint ósigur sinn. „Ef við getum ekki myndað ríkis- stjórn mun stjórn Schröders aðeins geta stjórnað í mjög skamman tíma,“ sagði Stoiber við stuðnings- merm sína í Múnchen. Góður rómur var gerður að máli hans. Stoiber spáði þvi að ríkisstjórn krata og græningja, með mjög nauman þingmeirihluta á bak við sig, yrði mjög völt í sessi. „Innan árs mun ég mynda nýja ríkisstjóm," sagði Stoiber. Kosningamar í gær voru þær tvi- sýnustu í Þýskalandi frá stríðslok- um. Þegar eftir að fyrstu útgöngu- spár birtust lýstu bæði Schröder og Stoiber sig sem sigurvegara. Sam- steypa kristilegu flokkanna, undir forystu Stoibers, jók fylgi sitt um fjögur prósentustig og fékk aðeins meira en jafnaðarmannaflokkur Schröders. Kristilegir og Frjálsir demókratar fengu hins vegar ekki meirihluta á þingi. Stoiber sagði að engu að síður væri hann siðferðileg- ur sigurvegari kosninganna. Veikara Þýskaland Þegar ljóst var hvemig rúmlega níutíu prósent þingsætanna höfðu fallið spáði sjónvarpsstöðin ARD því að jafnaðarmenn og græningjar fengju 305 þingmenn en kristilegir og bandamenn þeirra 294. Sjón- varpsstöðin ZDF spáði 'stjórnarlið- inu 307 mönnum kjörnum en kristi- legum 296. Kristilegu flokkamir bættu við sig rúmlega þremur prósentustigum en kratar töpuðu rúmlega tveimur prósentustigum. Græningjar bættu aftur á móti við sig tæpum tveimur og gerði það gæfumuninn fyrir stjórnarflokkana. Gerhard Schröder sagði við stuðningsmenn sína að það væri sársaukafullt að tapa fylgi og að hann tæki á sig ábyrgðina. Alþjóðlegir fréttaskýrendur sögðu að Þýskaland væri veikara í kjölfar kosninganna og að þörf væri á að bæta hið fyrsta samskiptin við Bandaríkin. Andstaða Schröders við fyrirhugaðar stríðsaðgerðir Bandaríkjamanna í írak hafa spillt mjög fyrir samskiptum ríkjanna tveggja. Fréttaskýrendur sögðu að naum- ur meirihluti gerði stjórninni erfið- ar fyrir um að hrinda í framkvæmd brýnum umbótum á vinnumarkað- inum og velferðarkerfmu til að örva hagvöxtinn. Stjórnarandstæðingar hafa áfram meirihluta í efri deild þingsins og þeir munu því geta sett sig upp á móti lagafrumvörpum stjómarinn- ar eða útþynnt þau. vsr Sultartangavirkjun. VST er elsta verkfræðistofa landsins og veitir trausta og góða þjónustu. Það er ekkert nýtt fyrir okkur að hanna mannvirki, en alltaf spennandi. vsr Ve rkfræðistofa SigurðarThoroddsen hf. VST Ármúla 4 • 108 Reykjavík - Sími: 569 5000 • Fax: 569 5010* vst@vst.is ■Lmt\ 70AR Ellemann styöur Fogh Uffe Ellemann- Jensen, fyrrum leiðtogi hægri- flokksins Venstre í Danmörku og fyrr- um utanríkisráð- herra, lýsti í gær yf- ir stuðningi sínum við eftirmann sinn í flokksforystunni, Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra. Þá hrósaði Uffe ríkisstjóminni fyrir framgöngu hennar í forystuhlut- verkinu innan Evrópusambandsins. Samkynhneigðir fá vernd Turid Debes Hentze, formaður færeyska jafnréttisráðsins, vill að lögfest verði bann við að mismuna samkynhneigðum. Lögþingið myndi með því senda boð sem hefðu mikla þýðingu í lýðræðislegu samfélagi. Sveitamenn mótmæla Rúmlega 350 þúsund langþreyttir sveitamenn fóru í mótmælagöngu um götur London í gær þar sem þeir héldu fram rétti sínum til refaveiða og mótmæltu upplausn sveitalífsins. Gangan var einhver sú fjölmenn- asta í sögu Bretlands. Atvinnuleysi aldrei minna Atvinnuleysi í Færeyjum hefur aldrei verið minna en nú, eða 2,3 prósent af vinnufærum mönnum, helmingi minna en um áramót. Grænir horfa til hægri Svo kynni að fara að Göran Persson yrði að standa upp úr stól forsætisráð- herra Svíþjóðar í kjölfar kosning- anna í síðustu viku. Áform Perssons um að mynda nýja stjóm voru í uppnámi um helgina þegar græningjar, sem eru í oddaað- stöðu.’ ákváðu að halda áfram við- ræðum sínum við frjálslynda um hugsanlega stjómarmyndun. Slíkri stjórn er þó ekki spáð langlífi. Flóttamenn geri gagn Bertil Haarder, ráðherra innflytj- endamála í dönsku stjóminni, vill að flóttamenn verði skikkaðir til að vinna og gera gagn frá fyrsta degi í landinu, ella verði þeir sviptir dag- peningum á meðan fjallað er um mál þeirra. horn Mikulas Dzur- inda, forsætisráð- herra Slóvakíu, sit- ur væntanlega áfram í embætti þar sem hægriflokkam- ir þrír í samsteypu- stjórn hans fengu nægilega mörg atkvæði i kosning- unum um helgina til að mynda nýja stjóm, hliðholla ESB. Óttast var að þjóðernissinninn Valdimir Meciar kynni að sigra og þá hefði stækkun ESB til austurs verið í uppnámi. Konungur tekur sér brúöi Konungur Svasílands hefur valið 18 ára stúlku úr hópi þúsunda jóm- frúa sem tíundu konu sína. Óttast um áttatíu Vonir björgunarmanna hafa dofn- að um að fmna á lífi áttatíu manns sem saknað er eftir að jökulbrot fór yfir nokkur þorp í sunnanverðu Rússlandi. Slapp fyrlr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.