Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2002, Blaðsíða 11
11 MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2002 X>V____________________________________________________________________________________________Menning ÚR SAFNI DV - JA/1978 Stefán Höröur Grímsson. Skilur okkur eftir fjársjóð. leiðin þegar vel tekst til hjá báðum, skáldi og lesanda. í huga þeirra sem hafa legið i ljóðum Stefáns Harðar er hann þó ekki síður ástarskáld; mörg fegurstu, rómantískustu og harmrænustu ástarljóð tungunnar eru í bókum hans. Ást og gleði, ást og aðskilnaður, ást og dauði ... Stefán stundaði meðal annars sjóinn eftir að hann slapp úr sveit- inni en sjálfur sagði hann að hann hefði aldrei litið á sjómennskuna sem starf, bara fjáröflunarleið þegar hann var blankur. Það breytir þó ekki því að farmennskan litar ást- arljóð hans eins og mörg hin kunn- ustu bera vott um. í okkar farandþjóðfélagi hafa margir tekið undir með Stefáni þegar hann segir í ljóðinu Að farga minningu í Tengslum (1987): Sá sem kemur aftur er aldrei sá sami ogfór Sú sem heilsar er aldrei sú sama og kvaddi Ævintýri eru eldfim bœði lífs og liöin Sagnir um öskufall vió endurfundi hefur margur sannreynt Stefán Hörður varð mikilvirk- ari með árunum, gaf út fyrri þrjár bækur sínar frá 1946-1970 en þær seinniþijár frá 1981-89. Ljóðasafn hans kom út árið 2000 en nú eru 13 ár síðan síðasta sjálfstæða bók hans kom út, Yfir heiðan morgun (1989), sem hann hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir, fyrst- ur manna. Við dauða sinn skilur hann okkur eftir ómetanlegan fjársjóð, og það er trúa mín að sama verði með hann og Stein Steinarr - sem Stefán Hörður átti margt að þakka í byrjun - að hann magnist og stækki með þjóð sinni eftir dauða sinn. -SA Stefán Hörður látinn Eitt listfengasta skáld 20. aldar, Stefán Hörður Grímsson, lést á miðvikudaginn var, 18. september. í dánarfregninni er einfaldlega fullyrt að hann hafi verið 83 ára, fæddur 1919, en sjálfur hélt Stefán því fram að hann hefði fæðst árið 1920. Því til sönnunar sagðist hann aldrei hafa fengið afgreitt fæðingar- vottorð, þótt hann hefði sótt um það, aðeins skímarvottorð dagsett 30. des. 1920. Nú er vissulega til í dæminu að böm séu skírð komin hátt á annað ár, en merkilegt er þetta samt. í tæknivæddu samfélagi verður auðvitað að ákveða svona lagað - allir verða að fá sina kenni- tölu - en í raun og veru hefði huldumaður eins og Stefán Hörður átt að fá að sleppa við öll númer. Andóf Stefáns hafði það þó í for með sér að honum vom sparaðar ræður og hátíðahöld á merkisafmælum og fyrir það þakkaði hann áreiðanlega. Kannski var það alltaf tilgangurinn. Stefán var alinn upp hjá vandalausum eftir að faðir hans dó og móðir hans veiktist. Hún var á sjúkrahúsi í Reykjavík langa ævi en drengurinn hennar var sendur aust- ur í sveitir. Þar fór hann á mis við flest sem bömum er gert til góða, en það fáa sem hann naut nýtti hann sér út í æsar. Til dæmis segir hann frá því í viðtali í Vísi árið 1978 að vinnukona á næsta bæ hafi gaukað að honum söngbók stuttu eftir að hann kom í sveitina og hann lærði öll kvæðin utanbókar í hvelli. Einnig sagðist hann muna vel hvenær hann las Hulduljóð Jónasar í fyrsta sinn. Kannski þarf ekki meiri skólun í ljóðagerð en svo ef hugurinn er frjáls og frjór. í viðtali við Einar Braga í Birtingi 1959 sagðist hann hafa eytt helmingi aleigunnar árið sem hann fermdist í Fögru veröld eftir Tómas Guðmundsson og aldrei hafa séð eftir kaupunum. „Fagra veröld kveikti svo rækilega í mér að ég brann í logum hennar mörg ár á eftir.“ Ást og tortímingarótti Merki eldri skálda sáust á fyrstu bók Stefáns Harðar, Glugginn snýr í norður (1946), en þó em þar líka nýstárleg ljóð sem bentu fram á veg. En strax með Svartálfadansi (1951) tók hann sér stöðu í fremstu röð skálda og sú röð takmarkast ekki við nein landamæri. Stefán Hörður varð stórskáld á hvaða mælikvarða sem vera skal. I huga þeirra sem hafa kynnst ljóðum Stefáns í safnritum er hann líklega einkum heimsósómaskáld - þá er ég að hugsa um þekkt ljóð eins og Bifreiðin sem hemlar hjá ijóðr- inu og Siðdegi. Enda var Stefáni annt um jörðina og mannfólkið og deildi með sínum hætti harkalega á öfl sem ógna hvoru tveggja. Sjaldan segir hann þó meiningu sína berum orðum heldur sýnir myndir og gefur tilfmningu sem lesandinn vinnur með uns merking ljóðsins verður hans eigin. Þetta er albesta STÆRRI VERSLUN Verðdæmi dömu & herraflfs 5.990 tll 13.990 nú kr. 3.490 dömu a herra öndunarjakkar 18.990 tll 34.990 nú kr. 9.990 bamaflís 3.890 nú 1.945 bamaúlpur 6.990 nú kr. 3.490 REGATTA B ÚTIVISTARVERSLUN Faxafeni 12 • Sími 5331550 • dansol@centrum.is 0pHfbkadagal0-l8oilaugartanl0-l4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.