Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2002, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2002, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 Fréttir DV Ellefu ára skipuleg sala ríkisfyrirtækja: Gengið til góðs - en of skammt í samhengi Þriöjungur búinn Búiö er aö selja þriöjung af eign ríkisins í þeim fyrirtækjum sem boöin hafa veriö tit sölu. Til samanburöar er markaösverömæti nokkurra fyrirtækja sem valin voru af handahófi. Rétt er aö hafa í huga aö fyrir áratug mátti fjöldi þingmanna ekki heyra minnst á aö fyrirtæki á borö viö bankana og Landssímann yröu seld. Áformin mættu víötækri andstööu í upphafi. „Hálfnaö er verk þá hafið er.“ Þessari staðhæfingu verður sá að beita fyrir sig sem vill halda því fram að það skipulega einka- væðingarstarf sem fyrsta ríkis- stjóm Davíðs Oddssonar hóf fyrir um ellefu árum sé hálfnað. Ekki hefur verið seldur nema rúmur þriðjungur af eign ríkisins í þeim fyrirtækjum sem á annað borð hafa verið boðin til sölu. Þegar allar tekjur ríkissjóðs af sölu ríkisfyrirtækja frá 1991 eru lagðar saman - og umreiknaðar til núvirðis - kemur í ljós að þær nema samtals tæpum þrjátíu og sjö milljörðum króna. Þetta er svipaö og markaðsverðmæti Baugs og Samherja. Hins vegar er markaðsvirði þess sem ríkið á enn í þeim fyrir- tækjum sem hafa verið seld að hluta alls ríflega sextíu og sex milljarðar. Þetta er svipað og markaðsverðmæti Baugs, Sam- herja, Eimskips og Flugleiða. Sem sjá má er með einkavæð- ingu hér aðeins átt við þá tegund hennar sem einkavæðingamefnd hefur haft með höndum, þ.e. sölu ríkisfyrirtækja. Þetta verkefni hefur gengið hægar en stefnt var að og vitanlega munar langmest um Landssímann sem er tæpra fjörutíu milljarða króna virði samkvæmt skráðu gengi á tilboðs- markaöi Kauphailar Islands. 80 þúsund kaupendur Það má hins vegar leggja fleiri mælikvarða á einkavæðingu síð- asta áratugar en tekjurnar sem hún hefur skilað ríkissjóði. Og það er ekki bara hægt heldur einnig rétt og skylt því að tekju- öflun var ekki meginmarkmiðið sem lagt var upp með. Davíð Oddsson sagði í fyrstu stefnuræðu sinni á Alþingi í maí 1991: „En tekjur ríkissjóðs af einka- væðingu eru þó ekki aðalatriðið. [...] Það varðar líka miklu aö fá fleiri aðila tii að taka þátt í at- vinnulífinu því þá verða borgar- arnir ábyrgari og ánægðari og meiri félagslegur stöðugleiki myndast. Valddreifing i efnahags- málum er æskileg i sjálfu sér. Þvi vill ríkisstjórnin tryggja að eign- arhlutur í þeim fyrirtækjum sem seld verða komist á hendur sem flestra." Þegar litið er yfir kaupendalist- ann í meðfylgjandi töflu og hann borinn saman við þá eigendaskrá sem fyrir var, þar sem ríkissjóður var allsráðandi, blasir við vald- dreifingin sem stefnt var að. Samt er það svo að raunveru- legt vald og yfirráð yfir flestum af stærstu fyrirtækjunum er enn á sömu hendi ellefu árum eftir að Davíð sté í pontu. Hér er vitan- lega átt við Landssímann og Bún- aðarbankann, þar sem ríkið á enn meirihluta, og Landsbankann, þar sem ekki hefur verið skipt um stjórn frá þvi rík- ið átti meirihluta. Ekki þarf hins vegar að velkjast í vafa um að það markmið að auka þátttöku almenn- ings í atvinnulíf- inu hefur náðst. Þegar lagður er saman fjöldi þeirra sem keypt hafa í hlut ríkis- ins i fyrirtækjum frá 1991 kemur í Ijós að þeir eru um áttatíu þús- und. Vitanlega eru margir tvitaldir í þess háttar sam- lagningu og eins hefur hluthafa- skrá sumra stærstu fyrirtækj- anna þynnst tals- vert frá því ríkið seldi. Þótt um 28 þúsund einstaklingar hafi þannig tekið þátt í útboði á 15% hlut rík- isins í Landsbankanum fyrir þremur árum voru hluthafar „ekki nema“ 14.425 á miðju þessu ári, svo að dæmi sé tekið. Það eru engu að síður tvö hundruð og þrjátíu sinnum fleiri eigendur en þingmennirnir 63 sem segja má að hafi verið hluthafar bankans áður. Aukin verðmætasköpun Einkavæðing hefur þannig stuðlað að aukinni þátttöku al- mennings í atvinnulífinu þótt ekki verði gerð tilraun hér tii þess að meta hvort borgaramir hafi orðið „ánægðari" í kjölfarið. Það sem Davíð Oddsson nefndi hins vegar sem meginrökin fyrir einkavæðingu var aukin hag- kvæmni í rekstri: „Meira máli [en tekjur ríkis- sjóðs] skiptir að það er óyggjandi reynsla síðustu áratuga að verð- mætasköpun verður meiri þegar einkaaðilar taka ákvarðanir á eig- in ábyrgð og á grundvelli eigin þekkingar en þegar slíkar ákvarð- anir eru aifarið á hendi hins opin- bera.“ Þótt þetta séu nánast óumdeild sannindi núorðið má nefna ýmis athyglisverð dæmi um að ríkið hafi ekki verið ómögulegur eig- andi. Til dæmis kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 1991 að Þormóður rammi hafi árin 1988 og 1989, á meðan ríkið átti meirihluta í fyrirtækinu, skil- að svipaðri framlegð og 53 sam- bærileg fyrirtæki gerðu að meðal- tali á sama tíma. Ríkisbankamir hafa einnig skilað myndarlegum hagnaði þrátt fyrir samkeppni við einkabanka og sparisjóði - þótt ís- landsbanki státi raunar af þvi að hafa nýlega verið valinn besti banki landsins af tveimur erlend- um fagtímaritum um fjármál. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar íslands og fyrrverandi Þjóðhagsstofustjóri, segist ekki í vafa um að einkavæðingin hafi aukið verðmætasköpun í efna- hagslífinu. „Einkavæðingin hefur tvímæla- laust stuðlað að auknum afköst- um og framleiðni í þjóðarbú- skapnum," segir Þórður. „Fyrir- tæki í samkeppnisrekstri eru ein- faldlega betur komin í höndum einstaklinga en rikisins. Skráð al- menningsfyrirtæki í Kauphöll eru mikilvæg í þessu sambandi því þau lúta aga markaðarins og fost- um reglum um upplýsingagjöf. Einkavæðingin hefur lagt mikið af mörkum I þessu tilliti.“ Báknið burt Rétt er að rifja upp að sala rík- isfyrirtækja (eða eignarhlutar ríkisins í atvinnufyrirtækjum) var ekki nýmæli þegar Davíð Oddsson boðaði til hennar 1991. Á áttunda áratugnum skipaði Matthías Á. Mathiesen fjármála- ráðherra nefnd sem lagði til að nokkur ríkisfyrirtæki yrðu seld. Ragnar Arnalds lét sem fjármála- ráðherra snemma á níunda ára- tug kanna möguleika á að ríkið drægi sig út úr atvinnurekstri. Ríkið seldi hlutabréf sín í Flug- leiðum og Eimskip 1983 og einnig Lagmetisiðjuna Siglósíld. Ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar, sem tók við völdum 1987, hafði sölu rikisfyrirtækja á stefnuskrá sinni, sem og rikisstjórn Stein- gríms Hermannssonar sem mynd- uö var 1988. Steingrímur lét skipa nefnd um hvemig mætti breyta sjóðum og bönkum og koma þeim í hendur almennings. Útvegs- bankinn var seldur 1988 og meiri- hluti í Ferðaskrifstofu ríkisins sama ár. Ólafur Ragnar Grímsson seldi í fjármálaráðherratíð sinni 1990 umtalsverðan hlut ríkisins í Þormóði ramma á Siglufirði. Skipulegur skriður komst hins vegar ekki á mál fyrr en Davíð Oddsson myndaði ríkisstjóm með Alþýðuflokknum 1991. Þá settust í ríkisstjórn nokkrir þeirra sem skipuðu stjóm Sambands ungra sjálfstæðismanna 1977, en hún gaf út yfirlýsinguna kunnu, „Báknið burt“, þar sem m.a. var lagt til að nokkur ríkisfyrirtæki yrðu seld. „SUS hefur ömgglega ekki þor- að að minnast á bankana eða Landssímann 1977,“ segir Friðrik Sophusson sem þá var formaður SUS og síðan fjármálaráðherra I rikisstjóminni 1991. „Þaö þótti of- boðslega róttækt að selja Lands- smiðjuna, Ferðaskrifstofu ríkis- ins, Þormóð ramma, bréfin í Flug- leiðum og slíkar eignir." Stjómin 1991 lét efndir fylgja orðum og „báknið“ byrjaði að hörfa skipulega. Verölagning gagnrýnd Undanhaldið hefur hins vegar á köflum verið dálítið skrykkjótt. Ríkisendurskoðun hefur séð ýmis tilefni til að gera athugasemdir - og ekki bara við það sem gert hef- ur verið frá 1991. Stofnunin gerði mikla skýrslu um sölu Ólafs Ragnars Grímsson- ar fjármálaráðherra á Þormóði ramma í árslok 1990. Þar segir að hlutur rikisins í fyrirtækinu hafi í raun verið allt að tvisvar sinn- um verðmætari en hann var seld- ur á, þ.e. ekki 150 milljónir heldur 250-300 milljónir. Einnig að al- mennra jafnræðissjónarmiða hafi ekki verið gætt þar sem hvorki sala hlutabréfanna né skilmálar og skilyrði varðandi söluna voru auglýst opinberlega. Stofnunin gerði álíka umfangs- mikla skýrslu um sölu Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra á SR-mjöli 1993. Þar segir að vís- bendingar séu um að verðmæti fyrirtækisins hafi verið hærra en endanlegt kaupverð. Einnig að hvorugt tilboðanna sem bárust hafi uppfyllt skilyrði sem sett höfðu verið. Tilboðið sem tekið var hafi þannig ekki verið verðtil- boð heldur fremur staðfesting á áhuga og ósk um frekari viðræð- ur. í yfirlitsskýrslu um einkavæð- ingu 1991-1994 gagnrýnir Ríkis- endurskoðun að þriðjungurinn sem ríkið átti eftir í Ferðaskrif- stofu ríkisins skyldi ekki auglýst- DV-MYND HARI Andstæðir pólar DV fékk þá Ögmund Jónasson og Hannes Hólmstein Gissurarson til þess aö svara grundvallarspurningu um einkavæöingu enda öflugri talsmenn hvors málstaöar vandfundnir. Bölvun eða blessun? ögmxmdur: Það mætti líta á einkvæðinguna í þrenns konar sam- hengi. í fyrsta lagi fyrirtæki sem upphaflega var kom- ið á laggimar með félagslegu átaki en gætu nú vel átt heima á samkepppnismarkaði. Sala á slikum fyrtir- tækjum hefur ekki þótt gagnrýniverð. Mönnum hefur hins vegar mnnið til rifja þegar verðmætar eignir þjóðarinnar hafa verið færðar upp á silfurfat og nánast gefnar eins og reyndin var með SR-mjöl og Áburðar- verksmiðjuna. í öðm lagi er einkavæðing sem undar- legt er að talsmenn markaðsviðskipta og samkeppni skuli leggja blessun sína yfir. Þá horfi ég t.d. til ríkis- bankanna. Mikilvægt er að bankakerfið hvili á traust- um grunni enda hefur það jafnan gerst þegar banka- kerfi hafa hrunið að þá verður ríkið að koma þeim til bjargar. Ég held að ríkisbanki sé líklegri til að tryggja öryggi og jafnræði í hagkerfinu en einkabankar sem þess vegna gætu allir komist í eigu sömu aðila. í þriðja lagi er einkavæðing samfélagslegrar þjónustu. Hún er hættulegust, afleit bæði fyrir þá sem eiga að njóta þjón- ustunnar og einnig þá sem eiga að greiða fyrir hana því hún verður dýrari eins og dæmin sanna og nefni ég þar einkavædda öldrunarþjónustu. Hannes: Einkavæðing á íslandi hefur tvímælalaust haft góð áhrif. Rökin fyrir einkavæðingu em einkum tvenns konar. Frelsisrökin, sem em mikilvægari, eru þau, að valdið dreifist betur, ef margir aðilar, jafnvel tugir þúsunda, eiga fyrirtækin, heldur en ef 33 manna meirihluti á 63 manna þingi hefur forræði yfir þeim. Fjárhagsrökin eru ekki aðeins að menn fari jafnan betur með eigið fé en annarra, heldur líka hin, að menn fái í einkarekstri fljótar og betur upplýsingar um góðan árangur og vond mistök og njóti þess vegna meiri leiðbeininga og leiðréttinga. Mistök era oft fal- in í ríkisrekstri, en á þeim tekið í einkarekstri. Þetta hefur allt sýnt sig á íslandi. Einkavædd fyrirtæki eru langflest blómleg eins og raunar atvinnulífiö allt. Ég vona, að ríkið selji á næstunni bankana tvo og Landssímann, þegar lag er til þess, síðan ýmis fyrir- tæki koll af kolli. Næsta skrefið ætti síðan að vera að fella ýmsa opinbera sjóði inn í bankana, til dæmis Lánasjóð íslenskra námsmanna, íbúðalánasjóð og Byggðasjóð. Bankarnir geta rekið þessa sjóði, þótt rík- ið haldi áfram sömu aðstoð við námsmenn, húsbyggj- endur og fyrirtæki úti á landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.