Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2002, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2002, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 9 DV Fréttir Fyrirtækl Söluár % af helldar- hlutafó Fyrirkomulag Kaupandi Söluverö Söluverö á núviröl Ennf riklselgu Markaös- vfröl ríkls- elgnar Hagn. fyrstu 6 mán. 2002 Athugasemdlr Prentsmiöjan Gutenberg 1992 100,00% Augl. eftir tilb. f allan hlutinn Steindórsprent 85,6 118,4 Staögreiösla kaupverös og sjónarmiö um nauösyn þess aö standa vörö um samkeppni voru sagöar ástæöur þess aö álíka háu tilboöi Prentsmiöjunnar Odda var ekki tekiö. Framlelösludelld ÁTVR 1992 100,00% Augl. eftir tilb. f allan hlutinn 18,9 26,1 Rfklsskip 1992 100,00% Starfs. lögö niöur og eignir seldar 350,4 484,5 Áöur Skipaútgerö ríkisins. Ef tekiö er tillit til skulda Rfkisskipa kostaöi salan ríkissjóö 90 milljónir króna. Feröaskrifstofa íslands hf. 1992 33,33% Eldri forkaupsréttarsamningur Starfsfólk 18,7 25,9 Áöur Feröaskrifstofa rfkisins. Rfkisendurskoöun gagnrýndi aö eignin skyldi ekki auglýst til sölu. Starfsmennimir eignuöust þama 100% og seldu Rugleiöum síöar fyrir rfflega 300 milljónirl Sameinaö Úrval-Útsýn. Jaröboranlr hf. 1992-94 21,00% Dreifö sala - lítiö auglýst Á fimmta hundraö 88,8 117,2 Áöur Jaröboranir rfkisins og Gufubor rfkisins. Markmiö var aö selja allan 50% hlut ríkisins. Finnur Ingólfsson | iönaöarráöherra vitdi ekki auglýsa bréfin opinberlega, kynningu var haldiö í lágmarki og eftirspum reyndist lítil. Mennlngarsjóöur 1992 100,00% Starfs. lögö niöur og eignir seldar 26,0 36,0 Þróunarfélag íslands hf. 1992 29,00% Auglýst eftir tilboöum Tólf lífeyrissjóöir 130,0 179,8 _ Ekkert tilboö barst en Landssamband lífeyrissjóöa og Samband almennra lífeyrissjóöa óskuöu svo eftir viöræöum. Ríkisendurskoöun taldi aö hugsanlega heföi átt aö bíöa eftir hærra veröi. Islensk endurtrygglng 1992 36,50% Selt meöeigendum rfkisins Sjóvá-Almennar, Tryggingamiöstööin, VÍS, Buröarás og Eimskip 162,0 224,0 Kaupendur voru meöeigendur ríkisins í fyrirtækinu. Ríkisendurskoöun taldi söluveröiö of lágt. Rýnl hf. 1993 100,00% Augl. eftir tilb. í allan hlutinn Nýja skoöunarstofan hf. 4,0 5,3 Áöur Ríkismat sjávarafuröa. Aöaleigandi Nýju skoöunarstofunnar var Félag íslenskra stórkaupmanna. SR-mjöl hf. 1993 100,00% Augl. eftir tilb. í allan hlutinn Sjóvá-Almennar, lífeyrissjóöir, Ehf. Alþýöubankans, útgeröarmenn o.fl. 725,0 963,1 Áöur Síldarverksmiöjur rfkisins. Ríkisendurskoöun taldi aö hvorugt tilboöanna sem barst heföi fullnægt skilyröum og aö vísbendingar væru um aö söluveröiö heföi veriö lægra en raunviröi fyrirtækisins. Þormóður ramml hf. 1994 16,60% Dreifö sala (gekk ekki eftir) Grandi 89,4 117,0 760 Hlutabréfin voru auglýst opinberlega en sala var dræm. Þvf var ákveöiö aö ganga aö tilboöi Granda f öll bréfin. Lyfjaverslun íslands hf. 1994-95 100,00% Dreifö sala Um 1.500 402,0 521,0 Áöur Lyfjaverslun rfkisins, sem var í marga áratugi starfseinlng innan ÁTVR. Markmiö rfkisins var aö stuöla aö dreiföri eignaraöild. Bréfin voru auglýst rækilega og seldust upp á einum degi f hvorum áfanga sölunnar. Þörungaverksmlöjan hf. 1995 67,00% Leitaö til stærstu viöskiptavina Monsanto (bandarískt fyrirtæki) 16,5 21,2 Kaupandinn var stærsti viöskiptavinur fyrirtækisins. Byggöastofnun átti og á enn tæpan þriöjung hlutafjár. Jaröboranlr hf. 1996 29,00% Dreifö sala / tilboössala Um níu hundruö í almenna hlutanum og ellefu í tilboöshlutanum. 211,0 265,6 56 Fjöldi kaupenda miöast viö samanlagöan hlut ríkisins og Reykjavfkurborgar. Skýrr hf. 1997-98 50,00% Auglýst eftir tilboöum í 51% / dreifö sala Opin kerfi (51%) og á áttunda þúsund annarra (49%) 221,6 271,7 8 Áöur Skýrsluvélar rfkisins og Reykjavíkurborgar. Ríki og borg stóöu saman aö einkavæöingu. Blfreiöaskoöun hf. 1997 50,00% Dreifö sala Starfsmenn og um 500 aörir 91,1 112,6 56 Eftir einkavæöingu var nafni félagsins breytt f Frumherja hf. íslenska jámblendifélagiö hf. 1998 26,50% Dreifö sala / tilboössala Á þriöja þúsund í almenna hlutanum og Kaupþing, FBA og Auölind f tilb.hlutanum. 1.033,0 1.256,2 10,53% 80,4 474 FBA hf. 1998 49,00% Dreifö sala Á ellefta þúsund 4.664,8 5.672,6 Áöur Fiskveiöasjóöur íslands, lönlánasjóöur, lönþróunarsjóöur og Útflutningssjóöur. íslenskur markaöur hf. 1998 54,60% Augl. eftir tilb. f allan hlutinn Orri Vigfússon 90,3 109,8 Ríkiö eignaöist 1989 hlut tveggja stærstu eigendanna, lönaöardeildar SÍS og Álafoss hf. Orri Vigfússon átti ; bæöi tilboöin sem bárust viö einkavæöingu, annaö upp á 90,2 milljónir en hitt upp á 90,3 milljónir. íslensklr aöalverktakar hf. 1998 10,70% Tilboössala 124 bjóöendur og 219 starfsmenn 266,3 323,8 39,86% 1.785,7 222 Stofnflskur hf. 1999 19,00% Sala til starfsmanna á föstu gengi Starfsmenn 12,6 14,8 Áburöarverksmlöjan hf. 1999 100,00% Augl. eftir tilb. f allan hlutinn Haraldur Haraldsson 1.257,0 1.477,8 •Áöur Áburöarverksmiöja ríkísins. Dreifö sala var ekki talin vænleg vegna óvissu um rekstur. Skólavörubúö Námsgagnast. 1999 100,00% Augl. eftir tilb. I allan hlutinn GKS 36,5 42,9 Hólalax hf. 1999 40,00% Augl. eftir tilb. f allan hlutinn Fiskiöjan Skagfiröingur og starfsmenn 9,0 10,6 FBA hf. 1999 51,00% Augl. eftir tilb. f allan hlutinn Lífeyrissjóöir, Þróunarfélag íslands, FBA og fjöldi annarra fjárfesta 9.710,0 11.415,4 Búnaöarbanki íslands hf. 1999 15,00% Dreifö sala / tilboössala Um 25 þúsund í almenna hlutanum 2.234,0 2.626,4 54,91% 13.358,4 1.261 Mjög mikil umframeftirspum var eftir bréfunum. Landsbanki íslands hf. 1999 15,00% Dreifö sala / tilboössala Um 28 þúsund I almenna hlutanum og 40 í tilboöshlutanum 3.283,0 3.859,6 927 ; Mjög mikil umframeftirspum var eftir bréfunum. Intís hf. 2000 22,00% Augl. eftir tilb. f allan hlutinn íslandssfmi 64,0 71,7 Kfsillöjan hf. 2001 51,00% Kaupandi gaf sig fram Promek á íslandi 62,0 65,1 ;; Bréfin höföu veriö til sölu um tíma en lítill áhugi veriö á þeim. Stofnflskur hf. 2001 33,00% Augl. eftir tilb. í allan hlutinn Grandi, Fjárfestingarfé 1 agiö Straumur o.fl. 267,0 280,2 Landssíml íslands hf. 2001 2,26% Dreifö sala / tilboössala Um 2 þúsund í almenna hlutanum auk 613 starfsmanna; 19 í tilboöshlutanum 916,4 961,7 97,74% 38.857,4 1 001 ^öur Pöst' símamö,ast°fnun- SeOa ótti 24% en aöeins um 5% seldust. Vegna vanefnda á greiöslu (sem ekki var gengiö eftir) og ákvöröunar um aö heimila innlausn bréfa eftir á varö lokaniöurstaöan rúm 2%. Steinullarverksmlöjan hf. 2002 30,11% Meöeigendur ríkisins höföu frumkvæöi aö sölunni BYK0, Húsasmiöjan og Kaupfélag Skagfiröinga 220,0 220,0 Landsbanki íslands hf. 2002 20,00% Dreifö sala í gegnum viöskiptakerfi Kauphallar Einkum fagfjárfestar 4.723,0 4.723,0 48,29% 12.297,5 927 Kaupendur voru a.m.k. eitt hundraö en bróöurpartur fór til nokkurra fagfjárfesta sem keyptu 1-2% hver. Ails um 80 þúsund 31.489,9 36.621,0 66.379,4 5.613,0 ur opinberlega til sölu heldur seldur starfsmönnum fyrirtækis- ins beint. Og stofnunin spyr hvort rétt heföi verið að bíða með sölu Þróunarfélagsins vegna lítillar eftirspurnar, en hluturinn var seldur fyrir ívið lægra verð en einkavæðingamefnd hafði áður skilgreint sem „lægsta ásættan- legt verð“. Loks taldi Ríkisendur- skoðun að upplausnarvirði ís- lenskrar endurtryggingar hefði verið 144 milijónum hærra en endanlegt söluverð þess og því vafasamt aö salan hefði „þjónað ýtrustu hagsmunum ríkissjóðs". Verklagsreglur um einkavæð- ingu gera ráð fyrir að auglýsa skuli fyrirtæki opinberlega til sölu og hefur því verið fylgt nær undantekningarlaust síðustu ár. Verðbréfafyrirtæki og aðrir sér- fræðingar veita ráðgjöf um verð- lagningu og önnur atriði. Það er kannski til marks um erfiða stöðu þeirra sem á málum halda að ann- ars vegar eru gagnrýnd ófagleg vinnubrögð, talað um „bnmaút- sölur“ og afhendingu á „silfur- fati“, en eftir að farið var að leita skipulega til sérfræðinga um ráð- gjöf hefur hár kostnaður af sér- fræðiþjónustu verið gagnrýndur. Ósamrýmanleg markmiö Settar voru verklagsreglur um framkvæmd einkavæðingar haustið 1993. í téðri skýrslu Ríkis- endurskoðunar frá því í nóvem- ber 1994 segir að þessar reglur séu vel til þess fallnar að stuðla að vönduðum vinnubrögðum við sölu á fyrirtækjum í eigu rikisins. Hins vegar er gagnrýnt að mark- mið stjómvalda hafi ekki alltaf verið nægilega skýr, einkum varöandi það hvort ætlunin sé að hámarka tekjur af sölu eða hvort önnur sjónarmið og ósamrýman- leg þessu eigi að hafa meira vægi. „Stærstu feilsporin hafa falist i viðleitni manna til að ná mörgum ólíkum markmiðum," segir Þórö- ur Friðjónsson, spurður um hver séu að hans mati helstu mistök sem gerð hafl verið í einkavæð- ingu undanfarin ár. „Það býður heim vandamálum að reyna að fá sem hæst verð fyrir eignirnar en setja jafnframt hliðarskilyrði af öðru tagi en þau sem varða það að kaupandinn sé traustur. Valið stendur um að láta markaðinn ráða eða velja kaupanda eftir öðr- um leiðum. Mér finnst að menn hafi verið of tregir til að horfast í augu við þetta.“ í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjómar segir um sölu ríkis- bankanna: „Við söluna verði þess gætt að ríkið fái hámarksverð fyr- ir eign sína i bönkunum." Fram hefur komið að fleira ræður vali á kaupanda að kjölfestuhlut í Landsbankanum en verðið eitt, m.a. framtíðarsýn fjárfestanna og mat á getu þeirra og hæfni til að starfa sem eigandi að stórum hlut í bankanum. Þá sagði Geir H. Haarde í nýlegu viðtali við DV að stjómvöld horfðu einnig til æski- legra áhrifa sem erlent fjármagn hefði á íslenskt efnahagslíf. Þess má geta að í stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjómarinnar segir ekk- ert um að fást skuli hæsta mögu- lega verð fyrir Landssímann held- ur aðeins að þess skuli gætt að ..tryggja góða þjónustu á sem hag- stæðustu verði við byggðir lands- ins og einnig að tryggja virka samkeppni á fjarskiptamarkaði". Sala til kjölfestufjárfestis gekk sem kunnugt er ekki eftir vegna þess að stjómvöld vildu fyrir eng- an mun víkja frá fyrirframá- kveðnu lágmarksverði. Þótt lág verðlagning hafi á stundum verið gagnrýnd eins og að framan greinir er hætt við að gagnrýni geti einnig komið fram ef því er haldið til streitu að fá sem hæst verð. Sú varð raunin í Svíþjóð þar sem ríkið seldi al- menningi símafyrirtæki sitt háu verði - sem þá þótti raunhæft eða eðlilegt markaðsverð. Aðstæður á markaði breyttust til hins verra í kjölfarið, hlutabréfin snarlækk- uðu í verði og ríkið var harðlega gagnrýnt fyrir að hafa okrað á al- menningi. Seinagangur Landssíminn er ekki eina dæm- ið um fyrirtæki sem hefur gengið hægar að selja en stefnt var að. Sala á hlut ríkisins í Búnaðar- bankanum hófst ekki fyrr en 1999 - vonum seinna, því að gert var ráð fýrir tekjum af sölu Búnaðar- bankans í fjárlögum fyrir árin 1992 og 1993. Ágreiningur á milli stjómarflokkanna, Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks, kom í veg fyrir þessi áform. Fleiri dæmi mætti nefna um tafir og ástæð- umar margbreytilegar. Þórður Friðjónsson telur að einkavæðingin hafi gengið of hægt: „Ég tel litinn vafa leika á því að við værum nú með öflugra fjármála- og efnahagslíf ef búið væri að einkavæða Landsbanka og Búnaðarbanka og niðurstaða væri í sjónmáli um Landssím- ann.“ Spurt er hvort efnahagslífið - og hlutabréfamarkaðurinn - ráði við að ljúka við sölu þessara fyr- irtækja á næstu mánuðum; hvort einhver rök hnígi að þvi að fara hægar í sakimar. „Ég tel erfitt að fara of hratt í frekari einkavæðingu bankanna og Landssímans. Þetta eru ekki svo stórar fjárhæðir að mínu viti að hlutabréfamarkaðurinn eða efnahagslífið ráði ekki við það á þeim tíma sem það tekur að und- irbúa söluna á viðunandi hátt. Tímasetningamar í þessu efni eru einfaldlega ekki vandamál; það mætti vel ljúka þessu verkefhi á tveimur misserum eða svo út frá slíkum sjónarmiðum," segir Þórð- ur Friðjónsson. „Hins vegar þarf að mörgu að huga. í þvi sambandi vil ég sér- staklega vekja athygli á því að Landsbankinn og Búnaðarbank- inn em stór almenningshlutafélög sem skráð eru í Kauphöllinni. Það þarf þvi aðgát við söluna, standa að henni þannig að hlutur al- mennra fjáifesta í umræddum fé- lögum sé ekki fyrir borð borinn.“ Næstu skref Valgerður Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, segir líkur á því að ríkið selji allan hlut sinn í bönkunum tveimur áður en kjörtímabilinu lýkur, þ.e. á næstu átta mánuðum. Fleiri fyrirtæki hafa verið á dagskrá, einkum íslenskir aðal- verktakar, íslenska Jámblendifé- lagið og Sementsverksmiðja ríkis- ins. Valgerður segist hlynnt því að selja hlut ríkisins í öllum þess- um félögum. Raunar eru þetta að hennar mati brýnustu verkefnin á sviði einkavæðingar næstu ár, enda séu þessi fyrirtæki augljós- lega betur komin í höndum einka- aðila. Bókfært virði hlutabréfa Sem- entsverksmiðjunnar í ríkisreikn- ingi er 545 milljónir króna. Árið 1996 fól ráðherra einkavæðingar- nefnd að skoða hugsanlega sölu þessara bréfa og mælti nefndin með sölu þeirra. Andstaða heima- manna á Akranesi hefur ráðið mestu um að af því hefur ekki orðið. „Á þessari stundu er óljóst um ákvarðanir í þeim efnum,“ segir Valgerður Sverrisdóttir. „Éf fram kæmi aðili sem væri tilbúinn að kaupa verksmiðjuna og reka hana þá yrði það athugað alvarlega.“ Niöurstaöa Þótt sala ríkisfyrirtækja hafi gengið mun hægar en stefnt hef- ur verið að hafa markmiðin sem lagt var upp með nú þegar náðst að ákveðnu leyti. Valddreifing í efnahagslífinu hefur aukist og þátttaka almennings í atvinnulíf- inu - m.a. í nokkrum af stærstu og mikilvægustu fyrirtækjum landsins - aukist til mikilla muna. Verklag við sölu fyrirtækjanna hefur batnað frá því á árum áður, þegar dæmi voru um að fyrirtæki væru ekki auglýst til sölu, skilyrði fyrir sölu hvergi tilgreind fyrirfram og tilboðum tekið sem ekki fullnægðu skilyrð- um þegar þau lágu á annað borð fyrir. Allt bendir til að stórt skref verði tekið með sölu á stórum hlut í Landsbankanum á næstu vikum og Búnaðarbankanum í kjölfarið. Takist ekki að Ijúka þessum tveimur stóru verkefnum fyrir lok kjörtímabilsins verður deilt um hvort umtalsverður ár- angur hafi náðst í þeirri skipu- lögðu viðleitni sem hófst fyrir ell- efu árum. Næsta skref Forsvarsmenn Samson ehf. á fyrsta fundi sínum meö einkavæöingarnefnd um kaup á kjölfestuhlut í Landsbankanum á dögunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.