Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2002, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2002, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 DV Fréttir Slaufugatnamót: Geta sparað um 115 milljónir á ári Hættulegustu gatnamót landsins eru gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eins og kom fram í DV í gær en þar voru 90 tjón á árinu 2001 og slösuðust 45 einstak- lingar í þeim óhöppum. Tjónskostnaður bifreiðatrygg- ingafélaganna er metinn að lág- marki 50 milljónir króna og eigin tjón tjónvalda um 25 milljónir króna eða samtals um 75 milljónir króna að því er fram kemur í upplýsing- um tryggingafélaganna. Áætlaður kostnaður samfélagsins er metinn á 30 til 40 milljónir króna. Samtals kostnaður er því um 105 til 115 milljónir króna. Tjónafækkun um rúmlega 90%, sem tryggingafé- lögin telja að verði við mislæg slaufugatnamót á mótun Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar, myndi lækka tjónskostnað um 100 tii 105 milljónir króna. -GG Europris: Leita aö húsnæði á borgarsvæðinu Lárus Guðmundsson, einn eig- enda Europris, segir miklar vænt- ingar gerðar til fyrirtækisins á höf- uðborgarsvæðinu og víða um land og stöðugar óskir um viðskipti. Hann segir sterkan orðróm um að verslunin hyggist opna útibú á Hellu þó ekki á rökum reistan. Vissulega sé þó uppörvandi að fólk sýni þeim svo mikinn áhuga. Lárus segir að áform séu hins vegar enn um að koma upp fleiri verslunum á höfðuborgarsvæðinu. „Við settum okkur það markmið að koma upp fjórum verslunum á þessu svæði. Nú eru komnar tvær og ég hugsa að fleiri bætist við inn- an mjög langs tíma. Við erum í við- ræðum um húsnæði, en ég get ekki upplýst að svo komnu mál hvar næst verður borið niður.“ -HKr. Hvalveiðar í rannsóknarskyni geta hafist: Hvalir við ísland éta sexfaldan afla íslendinga Árið 1986 gekk í gildi ákvörðun Al- þjóðahvalveiðiráðsins (IWC) um tima- bundna stöðvun veiða í atvinnuskyni. í samræmi við ákvæði hvalveiðisátt- málans var hins vegar veiddur hér- lendis takmarkaður fjöldi langreyða og sandreyða í rannsóknarskyni á árun- um 1986 til 1989. Frá árinu 1990 hafa engar hvalveiðar verið stundaðar hér- lendis. Engin hrefna hefur hins vegar verið veidd frá lokum hvalvertíðar 1985. Nú hefur Island gengið aftur í Al- þjóða hvalveiðiráðið en íslendingar gengu úr því árið 1992. Skilyrðin eru þau að ekki verði stundaðar hvalveið- ar í atvinnuskyni næstu 4 árin en hefja má veiðar í rannsóknarskyni. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunarinnar, segir að Islendingar hafi eðlilega ekki verið virkir í vís- indanefhd Alþjóða hvalveiðiráðsins á síðustu árum en innganga íslands í Al- þjóða hvalveiðiráðið nú leiði það af sér að fulltrúar Hafrannsóknastofnunar muni sækja fúndi nefhdarinnar. ísland mun áfram starfa innan vísindaneöid- ar NAMMCO. „Ef farið verður út í veiðar í vís- indaskyni, sem heimild er fyrir i hval- Mikið magamál / heild eru hvalir viö ístand taldir éta um sex milljónir tonna af sjávarfangi árlega. veiðisáttmálanum, verður þátttaka okkar mun meiri og rannsóknir aukast til muna. En þær veiðar, hvar og með hvaða hætti, verða auðvitað ákveðnar í samráði við sjávarútvegs- ráðuneytið og stjómvöld. Við vitum ekki hvað stjómvöld eru tilbúin til að fara út í og kosta til. Við teljum að langreyðarstofninn þoli að veidd séu a.m.k. 200 dýr á ári, sem er heldur minna en meðaltalsveið- in eftir stríð. Stofninn er talinn vera um 20.000 dýr og halda dýrin sig allt í kringum landið, þó langmest vestan við landið, á Grænlandshafi. Hrefhu- stofninn er talinn þola að veidd verði 250 dýr á ári en sá stofii er talinn vera á bilinu 30-55.000 dýr. Hrefnan er strandlæg hvalategund. Áður en hval- veiðistöðvunin kom til voru einnig stundaðar veiðar á sandreyði. Það er mun minni stofn en langreyðarstofn- inn og vom veiddar um 70 sandreyðar á ári eftir stríð og það er allt sem bend- ir til þess að stofninn þoli svo miklar veiðar í dag,“ segir Jóhann Sigurjóns- son. En hvað éta þessar hvalategundir. Langreyðar eru taldar éta um 1,5 millj- ónir tonna af sjávarfangi, þar af 30 þús- und tonn af fiski, sandreyðar um 120 þús tonn, þ.a. 2 þúsund tonn af físki, og hrefhur um 2 milljónir tonna, þ.a. eina milljóna tonn af fiski. I heild eru hval- ir við ísland taldir éta um 6 milljónir tonna af sjávarfangi, þar af um 2 millj- ónir tonna af fiski. Heildaraflinn við íslandsstrendur var liðlega 2,1 milljón tonna árið 2001, þar af 235 þúsund tonn af þorski, 95 þúsund tonn af síld, 1.249 þúsund tonn af loðnu og 365 þúsund tonn af kolmunna. -GG DV-MYND HARI Jafnréttisverölaun til orkuveitunnar Jafnréttisráð veitti Orkuveitu Reykjavíkur viöurkenningu ráðsins í gær en þaö teiur aö OR hafi sett sér skýra jafnrétlisstefnu oggripiö til aögeröa til aö jafna laun kynjanna. Hér sést Páll Pétursson félagsmálaráöherra afhenda Alfreð Þorsteinssyni, stjórnarformanni OR, viöurkenninguna en Eiin R. Líndal, formaður Jafnréttisráös, fyigist meö. KEMUR UT I DAG JPV ÚTGÁFA Bræðraborgarstígur 7 • Sími 575 5600 ER LYÐRÆÐIÐ NASISMI NÚTÍMANS? Ný skáldsaga eftir einn kraftmesta og frumlegasta höfundinn f fslenskum samtfma- bókmenntum. Sprengikraftur, gálgahúmor og miskunnarleysi einkenna þessa sérstæðu sögu. Er „öxull hins illa" raunveruleg ógn eða hræðsluáróður? Er lýðræðið nasismi nútímans? Hugmynda- heimur vitf irringsins er kannski ekki svo langt frá veruleikanum þegar að er gáð. Síðasta bók Mikaels Torfasonar var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaróðs Hátíð á Bakkafirði: Komust í GSM-samband Þeim sem á suðvesturhomi landsins búa, og reyndar víða, finnast það ekki hlunnindi heldur sjálfsögð mann- réttindi að geta talað í farsíma. Þannig hefur ekki verið um alla landsmenn, frekar en að allir geti skammlaust hlustað á Ríkisút- varpið, allra manna, sums heyrist mjög illa, jafnvel alls ekki. Bakkfirðingar geta nú loksins nýtt sér GSM-farsímakerfið en fyr- ir nokkrum vikum lauk Landssím- inn við uppsetningu sendistöðvar fyrir ofan bæinn. Ekkert GSM- samband hefur verið á Bakkafirði til þessa og því var þessum áfanga sérstaklega fagnað á Bakkafirði í gær. Með uppsetningu sendisins á Bakkafirði má segja að allir þétt- býlisstaðir landsins njóti nú þess- arar þjónustu, auk margra býla, eða um 98% allra heimila landsins, en gloppumar eru enn stórar. T.d. er bílstjóri sem ekur milli Reykja- víkur og Akureyrar alls ekki alltaf í GSM-sambandi, hvað þá ef hann heldur áfram austur á land. GSM- kerfið nýtist því engan veginn sem öryggistæki fyrir allt landið og það gerir NMT-síma- kerfið reyndar ekki heldur þótt það net sé mun þéttar, og gagnast vel þeim sem t.d. halda til fjalla til rjúpna. Símboða- kerfið hefur ver- ið aflagt en í stað þess hefur Lands- síminn tekið upp „boða“, sem er sambland vefs og símboða, og hef- ur mun meiri skilvirkni. Hægt er að sjá t.d. við útkall hjálparsveita á tölvuskjá hverjir hafa svarað útkallinu og hverjir ekki. I dag eru hjá Landssímanum um 230.000 GSM-símanotendur, 26.000 í NMT-símakerfinu og um 140.000 notendur venjulegs síma. I gildi eru svokallaður reikisamn- ingar, sem gerir Íslandssíma sem og öðrum símafyrirtækjum heim- ilt gegn gjaldi að nýta sér þá senda sem Landssíminn setur upp til að auka eigið dreifikerfi. Tal hefur á síðustu árum einnig sett upp senda á Suðurlandi, sem nýtast hinu nýja sameinaða fyrirtæki ís- landssíma og Tals. Landssíminn er hins vegar eina símafyrirtækið sem sett hefur upp ISDN og ADSL- tengingar á landsbyggðinni. -GG Útbreiösla Enn er töluvert í land meö þaö aö hægt sé aö nota GSM-síma um allt útvarp land, hvaö þá á fiskimiöunum. lands- Landssíminn vinnur stööugt aö því sem að þétta netiö, þó eingöngu á staðar sumrin. mars Miðstjórn Sjálftsæðis- flokksins ákvað á fundi sínum í gær að halda 35. landsfund flokksins dag- ana 27.-30. mars á næsta ári. Síðast var landsfundur haldinn i október 2001 en landsfundir eru haldnir annað hvert ár. Landsfundur i Fallist á sjókvíaeldi Skipulagsstofnun hefur fallist á sjókvíaeldi Samherja í Reyðar- firði sem hefur haft vinnuheitið Reyðarlax. Gert er ráð fyrir 6 þús- und tonna eldisstöð á þremur stöðum í firðinum. Áður hafa ver- ið veitt leyfi á Austíjörðum fyrir eldi í Berufirði og Mjóafirði. - Mbl. greindi frá. Tekjutenging afnumin Tekjutenging er afnumin og eignir umsækjenda hafa ekki áhrif á styrki til hreyfihamlaðra til bifreiðakaupa samkvæmt nýrri reglugerð frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Þá verður styrkjum úthlutað fjórum sinnum á ári í stað árlega áður. 1 Samfylkinguna? Forystufólk innan Samfylking- arinnar býður Guðjón Arnar Kristjánsson, þingmann frjáls- lyndra, velkominn í Samfylking- una. Formaður flokksins bar þetta upp í sunnudagskaffi á Rás 2 og Bryndís Friðgeirsdóttir, bæj- arfulltrúi á ísafirði, tekur undir með formanninum. - RÚV greindi frá. Hnefaleikakeppni Fimm íslendingar munu mæta 5 bandarískum hnefaleikamönn- um í fyrstu stóra keppninni í ólympískum hnefaleikum sem fram fer hér á landi í Laugardals- höllinni 16. nóvember. Fiskur á dag Þeir sem borða fisk einu sinni í viku eru í minni hættu en aðrir að fá alzheimerssjúkdóminn og aðrar tegundir elliglapa. Þetta er niðurstaða 7 ára rannsóknar franskra vísindamanna sem náði til 1600 aldraðra i Suður-Frakk- landi. -HKr. I viðtali í gær við Guðlaugu Þor- leifsdóttur, starfsmann i íslenska sendiráðinu í Washington, var of- sagt að hún sendi börn sín í skóla með angist í hjarta. Guðlaug sagði hins vegar óhug í fólki vegna leyniskyttunnar. > helgarblað Fær ekki stólinn I Helgarblaði DV á morgun verður ítarlegt viðtal við Þórólf Ámason, forstjóra Tals, sem út- skýrir fyrir lesendum hvernig hann fór að því að reka Tal með hagnaði og hvers vegna hann hefði átt að fá starf for- stjóra Islandssíma. Tryggvi Jónsson, fráfarandi forstjóri Baugs, segir les- endum hvers vegna hann kýs að kaupa bílaumboðið Heklu. Helgarblaðið segir frá styrktar- tónleikum fyrir Tékka, ræðir við rithöfundana Vigdísi Grímsdóttur og Stefán Mána og fjallar um grúpíur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.