Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2002, Qupperneq 6
6
FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002
Fréttir JOV
íslandspóstur:
Markmiðið er
eðlilegt álag
„Við höfum ekki orðið varir við
almenna óánægju. Það er markmið
hjá okkur að það sé eðlilegt álag á
fólk,“ sagði Tryggvi Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri framleiðslusviðs
íslandspósts, spurður um óánægju
bréfbera hjá fyrirtækinu. DV
greindi í gær frá óánægju innan
stéttarinnar vegna mikils vinnuá-
lags og lágra launa.
Tryggvi sagði að undanfarið
hefðu staðið yfir breytingar og lag-
færingar á dreifingarkerfinu. Þá
kæmu upp stök tilvik. Þau væru at-
huguð. Þegar bréfberi bæri slíkt
upp við sinn yflrmann þá væri slíkt
skoðað og metið. Hann kvaðst ekki
geta tekið undir að um almenna óá-
nægju að ræða.
„Starfsmannavelta hefur snar-
minnkað hjá okkur,“ sagði Tryggvi
enn fremur og bætti við að fólk sem
áður heföi verið i vinnu væri jafn-
vel að koma inn aftur nú. Um 300
bréfberar væru við störf á höfuð-
borgarsvæðinu og raunverulega
væri um eilífðarverkefni að ræða að
stilla hverfin af eftir hveijum og
einum.
Spurður um reynslu af 100 millj-
ón króna póstflokkunarvél sem sett
var upp sl. haust sagði Tryggvi að
hún hefði reynst vel. „I heildina les
hún mjög vel. Hins vegar hafa kom-
ið upp villur og við höfum reynt að
elta þær. Þær hafa fremur legið í
því að það þurfi að stilla af einhverj-
ar forsendur fremur en að vélin hafi
lesið vitlaust.“ -JSS
NOTAÐAR VINNUVÉLAR
DV-MYND HARI
Sigiö fólk
Skátarnir láta sjatdnast tvo daga
líöa án þess aö æfa sig í alls kyns
þrekraunum. Hér sjást tveir fulltrúar
þeirra liöka kroppinn utan á gafli
Austurþæjarskóla og er ekki annað
aö sjá en æfingin hafi skapaö
meistarann.
Inavar
Helgason hf.
VÉLADEILD
Þjóðarfjall íslendinga útnefnt í gærkvöld:
Herðubreið er næst
hjarta þjóðarinnar
Fjámálaeftirlitið hafnaði kaupum Starfsmannasjóðs SPRON:
„Kemur ekki á óvart"
- segir lögmaður fimmmenninganna
T3-021 Case 590 Super LE
traktorsgrafa, 95 hö., skotbóma 45
og 90 cm skóflur, 1600 vst.
- Esjan valin vinsælasta héraðsfjallið
Starfsmannasjóður Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis var stofn-
aður i sumar í framhaldi af því að
tilboð barst í stofnfjárskírteini í
SPRON frá fimm stofnfjáreigendum
í umboði Búnaðarbanka íslands.
Áform Starfsmannasjóðsins voru
þau að kaupa 54,2% stofnfjárhluta í
SPRON á genginu 5,5 og endurselja
42,4% hlutarins þannig að sjóðurinn
héldi eftir 11,8% hlut.
Fjármálaeftirlitið hefur nú hafn-
að þvi að Starfsmannasjóðurinn
kaupi meirihluta stofnfjár í SPRON
og eru rökin þau að kaupin muni
ekki tryggja hagsmuni SPRON með
fullnægjandi hætti og að kaupin feli
í sér ákveðna hættu á hagsmunaá-
rekstrum á fjármálamarkaði. Stjóm
SPRON hefur ákveðið að kæra úr-
skurð Fjármálaeftirlitsins til stjóm-
sýslunefndar þar sem stjómin telur
forsendur hans hæpnar.
Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.,
lögmaður fimmmenninganna sem í
sumar lögðu fram tilboð i SPRON,
segist ekki hafa séð bréf Fjármála-
eftirlitsins en þegar Starfsmanna-
sjóðurinn hafl lagt fram tilboðið
bentu hans umbjóðendur á það að
það væri alveg ljóst i lögunum að
viðskiptabönkum og sparisjóðum
væri bannað að nota eiginfé spari-
sjóðanna til þess að borga stofnfjár-
eigendunum út. Það megi einnig
telja jafnvel þó ekki sé notaö eiginfé
sama sparisjóðs, heldur annarra
sparisjóða. „Ef það fólst i fyrirætlun
„í auðn fjallanna býr ómæld fegurð,"
sagði Jón Ármann Héðinsson, fv. al-
þingismaður, þegar hann tók í gærkvöld
við heiðursskjali sem veitt var í tilefni
af kosningunni um þjóðaiflall íslands.
Tæplega helmingur jDeirra rúmlega tvö
þúsund íslendinga sem þátt tóku valdi
Herðubreið sem þjóðarfjallið, en Land-
vemd útnefndi Jón Ármann sem sérleg-
an sendiherra þess. Hann lagði í sumar
á brattann og kleif flaHið og nokkur
fleiri til í tilefni af 75 ára afmæli sínu.
Valið á þjóðarfjallinu var samstarfs-
verkefni DV, Landvemdar og Náttúm-
fræðistofhunar íslands. Alls tóku 2.172
þátt sem er langt umfram allar vænting-
ar. Alls 75 fjöll í öllum landhlutum
fengu tilnefningar sem þjóðarfjallið.
Fljótt varð þó ljóst að Herðubreið stend-
ur hjarta landsmanna næst af fjöllum
landsins en nálega helmingur þátttak-
enda nefndi hana. Hún fékk 1.045 til-
nefningar eða 48,1%, Hekla fékk næst-
flestar tilnefningar eða 344, eða 15,8%.
Snæfell varð í þriðja sæti. Það nefndu
272 eða 12,5% þátttakenda.
Þegar kom að valinu á héraðstjallinu
kemur ekki á óvart að flestir hafi nefnt
Esjuna, enda hún í nágrenni við helsta
þéttbýlissvæði landsins. Kirkjufell við
Gmndarflörð varð i öðra sæti og Keilir
á Reykjanesi i því þriðja.
„Fjöllin eru afgerandi þáttur í lands-
lagi íslands og hafa haft mótandi áhrif á
DV-MYND SBS
Sendiherra Heröubreiöar
Jón Ármann Héöinsson, fv. þingmaður og sendiherra, tók við skjali í fjórum
eintökum því til staðfestingar aö Herðubreið sé þjóöarfjallið. Honum á vinstri
hönd er Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar, og Jónas Haralds-
son, aöstoöarritstjóri DV, til hægri.
náttúrafar landsins og þjóðina. Þau hafa
mótað einstaklingana, fólkið i hinum
mismunandi byggðum landsins, þjóð-
trú, menningu, skáldskap og myndlist,"
sagði Jón Gunnar Ottósson, forstöðu-
maður Náttúrufræðistofnunar Islands, á
kvöldvöku í gærkvöld þar sem niður-
stöðumar í valinu á þjóðaiflallinu voru
kynntar. Yflrstandandi er af hálfu Sam-
einuðu þjóðanna Ár fjaUa og komu Nátt-
úrufræðistofnun og Landvemd að fram-
kvæmd þess hér á landi. Var tilgangur-
inn að vekja athygli á mikilvægi flalla í
náttúrunni - en einnig hver þáttur
þeirra í menningarhefðum hvers konar
væri. -sbs
Þungir þankar
Fulltrúar Starfsmannasjóös og SRON á fundi meö blaðamönnum í gærdag,
Ari Bergmann Einarsson og Jón G. Tómasson. Lögmaöur fimmenninganna
sem deildi viö þá félaga í sumar segir tilboö umbjóöenda sinna enn vera í
fullu gildi.
Starfsmannasjóðsins sem fjármögn-
un á kaupunum að nota til þess eig-
ið fé sparisjóða, jafnvel eigið fé
þeirra sem liggur inni sem hlutafé í
Kaupþingi, þá væri það óheimilt.
Þess vegna töldu mínir umbjóðend-
ur hugsanlegt að tilboð Starfs-
mannasjóðsins væri tilraun til þess
að koma í veg fyrir það að hægt
væri að eiga viðskipti með stofnfé á
hærra verði en nafnvirði. Enda
hafði starfsfólk í SPRON lýst því
yfir að það væri andvígt því og vildi
óbreytt ástand áfram. í ljósi þess
kemur úrskurður Fjármálaeftirlits-
ins ekki á óvart. En ég minni á að
tilboð fimmmenninganna er í fullu
gildi enn þá ef tilboð Starfsmanna-
sjóðsins fellur upp fyrir, og þeir
töldu að svör Fjármálaeftirlitsins til
þeirra hefðu komið of seint. Þvi var
skotið til kærunefndarinnar með
kröfu um að hæfl minna umbjóð-
enda teldist þvi vera samþykkt,"
segir Jón Steinar Gunnlaugsson.
-GG
r— J óga hj á Guð óni Bergmann
Ármúla 38, 3.hæð - www.gbergmann.is - yoga@gbergmann.is - 690-1818
Meðqönqujóqa
Síðasta námskeið fyrir áramót
hefst 29. október.
Leiðbeinandi: Jóhanna Bóel.
Skráðu þig núna!
15 hreppar með undir 100 íbúa
Aðeins eitt sveitarfélag á íslandi
uppfyllir ekki það skilyrði að 50
manns séu þar með lögheimili. Það
er Mjóafjarðarhreppur. Samkvæmt
lögum ber ráðherra að sameina sveit-
arfélög sem ekki hafa náð tölunni 50
í þrjú ár samfellt. Það skilyrði upp-
fyllir Mjóaflarðarhreppur ekki en
þar er skráður 31 með lögheimili.
Nokkur sveitarfélög eru á mörkum
þess að uppfylla þetta skilyrði. Það
eru Skorradalshreppur með 57 íbúa,
Helgafellssveit með 58, Ámeshreppur
með 59, Fáskrúðsflarðarhreppur með
63^ Tjömeshreppur með 69 og
Broddaneshreppur með 70 íbúa. Alls
15 sveitarfélög eru með færri en 100
íbúa. í landinu era 105 sveitarfélög
og em nú hvergi samningaviðræður
í gangi eins og var algengt á síðasta.
kjörtímabili sem margar hverjar
leiddu til sameiningar. íbúatalan
náði ekki 50 manns. -GG
REYKJAVÍK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 17.35 17.10
Sólarupprás á morgun 08.25 08.45
Síðdegisflóð 20.31 12.48
Árdegisflóð á morgun 08.50 01.04
Snjókoma eöa él
Noröan og norðaustan 10-15 m/s,
en 15-20 við austurströndina.
Snjókoma eða él á Norður- og
Austurlandi, dálítil él vestanlands en
skýjað meö köflum sunnanlands.
Fremur kalt áfram.
Fremur kalt áfram
Norðan og norðaustan 8-12 m/s en
12-17 við austurströndina.
Snjókoma eða él á Norður- og
Austurlandi en skýjað með köflum
sunnanlands. Fremur kalt áfram.
Sunnudagur “v. Mánudagur Þriðjudagur rV
HitiO” Hrti 3“ °° Hiti 0“
«18“ til 6“ til 4“
Vindur; 5-9 m/s Vindur: 6-9™/* Vindur: 7-12 "V*®
4» t *
Fremur hæg norölæg eöa breytileg átt. Skýjaö meö köflum og sums staöar él viö ströndina. Frost 0 til 8 stig, kaldast i innsveitum. Suöiæg átt og skúrir eöa slydduél en skýjaö meö köflum og þurrt á Noröaustur- og Austurlandi. Hlýnandi veöur i bili. Noröaustlæg eöa breytileg átt og víöa él. Fremur kalt í veöri.
m/s
Logn 0-0,2
Andvari 0,3-1,5
Kul 1,6-3,3
Gola 3,4-5,4
Stlnningsgola 5,5-7,9
Kaldl 8,0-10,7
Stinnlngskaldi 10,8-13,8
Allhvasst 13,9-17,1
Hvassviöri 17,2-20,7
Stormur 20,8-24,4
Rok 24,5-28,4
Ofsaveður 28,5-32,6
Fárviðri >= 32,7
Veöríö M, 6 jjjfjgj
AKUREYRI snjókoma -1
BERGSSTAÐIR úrkoma I gr. -0
BOLUNGARVÍK úrkoma í gr. -0
EGILSSTAÐIR skýjaö 1
KEFLAVÍK skýjaö 0
KIRKJUBÆJARKL. léttskýjað 1
RAUFARHÖFN alskýjað 1
REYKJAVÍK skýjað 0
STÓRHÖFÐI alskýjað 0
BERGEN rigning 4
HELSINKI skýjað 4
KAUPMANNAHÖFN skýjað 8
ÓSLÓ skýjað 2
STOKKHÓLMUR 4
ÞÓRSHÖFN léttskýjaö 3
ÞRÁNDHEIMUR hálfskýjað 3
ALGARVE heiðskírt 14
AMSTERDAM þokumóða 12
BARCELONA léttskýjaö 13
BERLÍN skýjaö 3
CHICAGO rigning 6
DUBLIN rigning 12
HALIFAX léttskýjaö 0
HAMBORG skýjað 6
FRANKFURT alskýjaö 10
JAN MAYEN skýjað 0
LONDON skúr 13
LÚXEMBORG rigning 9
MALLORCA heiðskírt 10
MONTREAL heiðskírt 3
NARSSARSSUAQ léttskýjað -3
NEW YORK alskýjað 9
ORLANDO hálfskýjaö 21
PARÍS rigning 12
VÍN skýjað 7
WASHINGTON þokumóða 6
WINNIPEG heiöskírt -4