Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2002, Page 11
11
FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002
PV_____________________________________________________________________ Útlönd
Stuttar fréttir
Tillaga Bush rædd I dag
Öryggisráö Sam-
einuðu þjóðanna
byrjar í dag umræð-
ur um drög Bush
Bandaríkj aforseta
að ályktun um
íraksmálið. Mikið
hefur verið reynt
að tjaldabaki að
afla drögunum fylgis en bæði
Frakkar og Rússar gera mikla fyrir-
vara við þau.
W4
Þjarmað að Jl
Stjórnvöld á Indónesíu juku
þrýsting sinn á íslömsku harðlínu-
samtökin Jemaah Islamiah í gær
þegar þau sögðust ætla að biðja SÞ
að setja þau á lista yfir hryðjuverka-
samtök. Jemaah Islamiah eru grun-
uð um að hafa staðið fyrir tilræðun-
um á Balí um daginn.
Einn drepinn í Kólumbíu
Einn hermaður lést og þrettán
manns til viðbótar særðust þegar
vinstrisinnaður uppreisnarmaður í
Kólumbíu kastaði handsprengju á
lögreglubíl í Bogota í gær.
Sprengjan var fjarstýrö
Jemensk yfirvöld telja að fjarstýr-
ing hafi verið notuð á bát hlaðinn
sprengiefni sem sprakk við franskt
olíuskip undan ströndum Jemens
fyrir skömmu, að sögn jemenska
vikublaðsins 26. september.
Norðanmenn með skilyröi
Ráðamenn í Norður-Kóreu settu í
morgun skOyrði fyrir því að binda
enda á kjamorkuvopnaáætlanir sín-
ar. Þeir vilja meðal annars trygg-
ingu fyrir fullveldi landsins.
N-Kórea á dagskránni
Jiang Zemin
Kínaforseti og Ge-
orge W. Bush
Bandaríkjaforseti
munu meðal annars
ræða leiðir til að fá
Norður-Kóreumenn
til að láta af kjam-
orkuvopnabrölti
sínu þegar þeir hittast á búgarði
Bush í Texas i dag.
Þingmaður drepinn
Japanskur stjómarandstöðuþing-
maður var stunginn meö hníf fyrir
utan heimili sitt í morgun og lést af
sárum sínum á sjúkrahúsi.
Sátt um Kalíníngrad
Búist er við að leiðtogar ESB fall-
ist á málamiðlun um ferðareglur
fyrir íbúa rússneska héraðsins
Kalíníngrad sem verður innikróað
eftir stækkun ESB til austurs.
Lula spáð stórsigri
Þrjár skoðana-
kannanir sem birt-
ust í Brasilíu í gær
sýndu að hinn
vinstrisinnaði Luiz
Inacio Lula da Silva
nýtur yfirburða-
stuðnings fyrir síð-
ari umferð forseta-
kosninganna á sunnudag. Ef aö lík-
um lætur fær hann um tvo þriðju
hluta atkvæða.
Góð kjörsókn í Bahrain
Kjósendur arabíska furstadæmis-
ins Bahrain flykktust á kjörstaði í
gær, í fyrstu kosningunum í nærri
þrjátíu ár, þrátt fyrir að stjórnar-
andstæðingar hafi setið heima.
Morövopnið fannst í bif-
reið þeirra handteknu
Lögregluyfirvöld í Bandaríkjun-
um, sem fara með rannsókn leyni-
skyttumálsins, tilkynntu í morgun
að riffillinn sem fannst í bíl mann-
anna tveggja sem handteknir voru í
fyrrinótt sé sá sem notaður var við
að myröa tíu manns og særa þrjá á
Washington-svæðinu síðustu þrjár
vikumar.
Þetta var tilkynnt eftir að sér-
fræðingar bandarísku alríkislög-
reglunnar, FBI, höfðu rannsakað
skotvopnið, sem er sjálvirkur rifill
af gerðinni Bushmaster XM-15 að
hlaupvidd 223 kal.
„Samanburðarrannsóknir á vopn-
inu og kúlunum, sem skotið var á
fómarlömbin, sanna svo ekki verð-
ur um villst að þetta er rétta vopn-
ið,“ sagði Mike Bouchard, fulltrúi
hjá FBI, og bætti við að svo virtist
sem leitinni að leyniskyttunni væri
lokið. „Við erum nokkuð sannfærð-
ir um að leyniskyttan sé fundin,“
sagði Bouchard.
Moose er manna fegnastur
Mikió hefur hvílt á Moose lög-
regluforingja í Mongomery-sýslu,
sem fariö hefur meö rannsókn leyni-
skyttumálsins, sem nú viröist leyst.
Charles Moose, yfirmaður lög-
reglunnar í Montgomery-sýslu, sem
stjómað hefur leitinni að leyniskytt-
unni, tók í sama streng og sagðist
sannfærður um að leitinni væri lok-
ið. „Við höfum vopnið og það hefur
verið tekiö úr umferð," sagði
Moose, sem örugglega er manna
fegnastur, en auk þess að stjóma
leitinni fékk hann það erfiða hlut-
verk að vera andlit rannsóknaraðila
í fjölmiðlum.
Hinir handteknu, þeir John Allen
Mohammed, 41 árs fyrrum hermað-
ur, og John Lee Malvo, 17 ára stjúp-
sonur hans, eru nú meðhöndlaðir
sem grunaðir morðingjar og munu
ákærur á hendur þeim í undirbún-
ingi en áður hafði Mohammed verið
ákærur fyrir ólöglegan vopnaburð.
„Ég veit hvar ég er og af hverju ég
er hér,“ sagði Mohammed þegar
hann mætti fyrir dómara í gær en
hann var þekktur sem afbragðs
skytta í hemum.
Við rannsókn á bílnum, sem
mennirnir sváfu í þegar þeir voru
handteknir og er fólksbíll af gerð-
inni Chevrolet Caprice árgerð 1990,
kom í ljós að farangursrými hans
hafði verið breytt í eins konar
skothreiður og var gat á loki rýmis-
ins, nægilega stórt til að hægt væri
að skjóta í gegnum það.
Það sem mun hafa komið lögregl-
unni á sporið við rannsókn málsins
var að einhver óþekktur einstak-
lingur hafði hringt til lögreglunnar
og bent henni á að athuga hvort ein-
hver tengsl væru á milli leyni-
skyttumorðanna og vopnaðs ráns í
áfengisverslun í Montgomery i Ala-
bama-riki i september sl. en þar
hafði afgreiðslustúlka verið skotin
til bana og önnur særð alvarlega. í
ljós kom að fingraför Malvos höfðu
fundist á morðstaðnum í Alabama
og varð það til þess að böndin bár-
ust að þeim handteknu sem taldir
em hafa staðið einir að morðunum.
%-jÆy '*■ mm
<* i m ymi
• , I » / ’ EMB - j Bif BSr *-'! v ;•
¥ J
REUTERSMYND
Þröngt á þingi í Naíróbí
Oftgetur veriö þröngt á þingi í litlu strætisvögnunum sem ganga um götur Naíróbí, höfuöborgar Afríkuríkisins Kenýa.
Vagnar þessir eru kallaöir „matatus“ og eru háværir og alltaf yfirfullir og aö hruni komnir. En ef þeirra nyti ekki viö
væru borgarbúar illa settir og kæmust varla leiðar sinnar nema meö mikilli fyrirhöfn.
^ Gíslatakan í leikhúsinu í Moskvu:
Akaft reynt að semja um
að útlendingar fái að fara
Ákafar samningaviðræður fara
nú fram við tsjetsjensku uppreisn-
armennina sem halda mörg hundr-
uð gíslum í leikhúsi í Moskvu að
þeir sleppi 75 erlendum rikisborgur-
mn úr gíslahópnum.
Bílar erlendra stjómarerindreka
komu að leikhúsinu í morgun vegna
væntanlegrar lausnar gíslanna.
Fyrri tilraunir til að ná samkomu-
lagi við gíslatökumennina höfðu
mnnið út i sandinn.
Sjö Rússar fengu leyfi til að yfir-
gefa leikhúsið snemma í morgun.
Uppreisnarmennimir hafa hótað
að sprengja gíslana og sjálfa sig í
tætlur nema rússnesk stjómvöld
kalli hersveitir sinar heim frá
Tsjetsjeníu. Þeir hafa þegar drepið
eina konu sem reyndi að flýja úr
prísundinni og sært aðra.
Allar aðstæður í leikhúsinu, þar
sem gíslamir hafa verið frá því á
Upprelsnarmenn í lelkhúsi
Tsjetsjensku upþreisnarmennirnir,
sem halda hundruöum gísla í leik-
húsi í Moskvu, hafa ekki leyft matar-
sendingar í húsiö. Þeir segjast tilbún-
ir aö fórna eigin lífí fyrir málstaöinn.
miðvikudagskvöld þegar uppreisn-
armennimir réðust inn með al-
væpni, versnuðu mikiö í gær eftir
að heitavatnsrör í kjallaranum
sprakk og allt fór á flot. Ættingjar
gíslanna hafa staðið fyrir mótmæla-
aðgerðum gegn stríðinu í Tsjetsjen-
íu utan við leikhúsið, að því er virð-
ist að skipan uppreisnarmannanna.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti
hefur sagt að honum sé efst í huga
að bjarga lifi gíslanna. Þá hafa for-
ingjar öryggissveita sagt að ekki
verði ráðist til atlögu nema upp-
reisnarmennimir, sem hafa lýst sig
reiðubúna að deyja fyrir málstað-
inn, fari að drepa gíslana.
Einn gíslanna sagði í viðtali við
útvarpsstöð í Moskvu að vaxandi
spenna væri í leikhúsinu og aö
margir gíslar væru bundnir í sæti
sín. „Fólk er að því komiö að brotna
saman," sagði gíslinn.
Chriac og Schröder
Leiðtogar Frakklands og Þýskalands
sömdu um landbúnaðarmál ESB á
hóteli í Brussel í gær.
Stækkun ESB
endanlega sam-
þykkt í dag
Fátt virðist geta komið í veg fyrir
að leiötogar Evrópusambandsins
gefi í dag endanlegt samþykki sitt
fyrir því að ljúka aðildarviðræðum
við tíu ríki, sem framkvæmdastjórn
ESB hefur samþykkt að fái inn-
göngu árið 2004, eftir að Frakkar og
Þjóðverjar komu sér saman um að
skera niður útgjöld til landbúnaðar-
mála eftir árið 2007.
Dönsk stjórnvöld, sem fara með
forystu í Evrópusambandinu til ára-
móta, lýstu yfir ánægju sinni með
samkomulagið. Þau sögðu þó að
mikið verk væri enn óunnið ef
tryggja ætti að aðildarviðræðumar
klárust á leiðtogafundinum í Kaup-
mannahöfn í desember.
Göran Persson, forsætisráðherra
Svíþjóðar, varaði við því að ekki
væri víst að öll ríkin gætu fallist á
samkomulag Frakka og Þjóðverja.
Mörg aðildarlanda ESB vilja gera
róttækar breytingar á landbúnaðar-
stefnu sambandsins sem gleypir um
helming árlegra fjárlaga þess.
Samkomulag Frakka og Þjóðverja
var annar merkisáfanginn á einni
viku í átt til stækkunar ESB. Um
síðustu helgi samþykktu írar stækk-
unina í þjóðaratkvæðagreiðslu.
NOTAÐAR VINNUVÉLAR
Tl-018 Massey Ferguson 860
traktorsgrafa, 80 ha. skotbóma, 60
cm bachoskófla, 5300 vst.
Ingvar
Helgason hf.
VÉLADEILD