Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2002, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2002, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 Menning DV Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Lítil lista- hátíð - Marteinn H. Fridriksson org- anisti kynnir sjálf- an sig og Tónlist- ardaga Dómkirkj- unnar „Eiglnlega hef ég engan tíma til að fara að rifja upp ævisögu mína - fram rrndan eru Tónlistardagar Dóm- kirkjunnar og kórstjórinn hefur mjög mikið að gera, bæði við að sinna sínu hlutverki, að stjóma kórunum, en líka að sjá um að efnisskrár séu tO og að- göngumiðar, ráða hljóðfæraleikara, tala við fjölmiðla, æfa með einsöngvara og fannst svo framvegis, en samt vil ég gjaman segja frá því hvemig stóð á því að ég kom til íslands fyrir 37 árum.“ Svona svarar Marteinn H. Friðriksson dómorganisti fyrstu spumingu blaðamanns á sinni fallegu íslensku. Tónlistardagamir hefjast á morgun, laugardag, kl. 16. Þá verða meðal annars frumflutt fjögur splunkuný íslensk kórlög eftir Báru Grímsdótt- ur, Hildigunni Rúnarsdóttur, Jón Hlöðver Áskelsson og Snorra Sigfus Birgisson. Dálítið kraftaverk „Það var á síðasta námsári mínu í Leipzig, raunar í lokaprófunum 1964, að tii mín kom maður sem var vinur Páls ísólfssonar. Hann hafði verið kennari Páls i Þýskalandi og hafði heimsótt hann nokkmm sinn- um á íslandi eftir það. Hann hafði verið beöinn um að útvega austur-þýskan organista að Landakirkju í Vestmannaeyjum. Við vorum þrír að útskrifast og hinir tveir vildu ekki fara en mér fannst tilboðið spennandi og vildi gjaman taka því. Mig langaði til að sjá mig um í heiminum og ísland var kannski enn þá meira spennandi i mínum augum af því að amma mín fæddist í Grænlandi - hún var trúboðabam - og dvaldi þar fyrstu æviárin. ísland var í mínum augum næsti bær við Grænland og heiliandi að komast þang- að. En það var ekki auðvelt að komast i burtu frá Austur-Þýskalandi á þeim árum og ég fékk ekki far- arleyfi. Róbert A. Ottósson var þá söngmálastjóri og vann ötullega að málinu, og hvemig sem á því stóð þá fékk ég allt í einu leyfi til að fara. Ég hef alltaf litið á það sem kraftaverk." Það varð mikil breyting á lífi unga organistans við að flytja til Vestmannaeyja frá þýskri stórborg, en eyjaskeggjar vom honum elskulegir og reyndu að gera ailt honum til hæfis. „Smám saman fór ég samt að frnna fyrir einangr- un,“ segir Marteinn, „enda vora samgöngur milli lands og Eyja ekki eins tíðar og núna. Þess vegna fluttist ég til Reykjavikur 1970, fór þá að vinna í Há- teigskirkju og svo 1978 í Dómkirkjunni. Þar hefur byggst upp skemmtilegt starf á þessum árum og með- al annars höfum við haldið litla listahátíð á þessum tíma árs síðan 1982, tónleikaröð þar sem við frumflytj- um ævinlega nýtt verk, sérstaklega samið fyrir okk- ur, og bjóðum til okkar gestum, helst langt að.“ DV-MYND E.ÖL. Marteinn H. Friöriksson dómorganisti tilboöiö spennandi og vildi gjarnan taka því... En þaö var ekki auöveit aö komast í burtu frá Austur-Þýska- landi ð þeim árum og ég fékk ekki fararleyfi. Stólvers til prýði Tónlistardagamir hefjast alltaf síðustu helgina í október af því að þá á Dómkirkjan vígsluafmæli, og nú lætur Dómkórinn semja fyrir sig tónverk til flutn- ings á Tónlistardögum í 21. sinn. Öll helstu tónskáld þjóðarinnar hafa bragðist við kalli og einnig þrjú út- lend tónskáld. Verkin eru afar fjölbreytt að gerð og umfangi og mörg þeirra hafa verið á tónleikaskrá kórsins og dómorganistans svo árum skiptir. Sum verkanna gera miklar kröfur til flytjenda, era skrifuð fyrir kór, hljómsveit og einsöngvara, og þau era því sjaldnar flutt en vert er. Þess vegna kviknaði sú hug- mynd núna að panta ekki eitt stórt verk heldur hafa samband við fjögur tónskáld og biðja þau að semja hvert fyrir sig sálmalag eða stólvers sem prýtt gætu almennar guðsþjónustur um ókomna tíð. Bára Gríms- dóttir valdi sáfrninn Hver sem að reisir hæga byggð eftir Einar Sigurðsson frá Heydölum, Hildigunnur Rúnarsdóttir semur við gamalt vers eftir ókunnan höfund, Tunga mín, vertu treg ei á, Jón Hlöðver leit- aði í smiðju Páls Jónssonar, prests á Völlum, og fann þar sálminn Eilíf, dýrleg, æðsta vera og Snorri Sigfús valdi Lofgjörð eftir Hallgrím Pétursson til að semja lag við. Á tónleikunum á laugardaginn verður einnig flutt tónlist eftir Pál ísólfsson og Johannes Brahms. Flyfj- endur eru Kjartan Óskarsson og Hrefna Unnur Egg- ertsdóttir ásamt Marteini. Alls verða sex tónleikar á Tónlistardögum að þessu sinni og auk þeirra tvær hátíðarmessur, núna á sunnudaginn kl. 11 og 17. nóvember á sama tíma. Þá syngur Kór Menntaskólans i Reykjavík, öflugur kór 50 ungmenna sem Marteinn stýrir líka. Það kom til þannig að bæði MR og Dómkirkjan áttu merkisaf- mæli árið 1996 þegar kirkjan varð 200 ára og skólinn 150 ára, og þegar afmælið stóð fyrir dyrum þá hringdi Marteinn í rektor og spurði hvort hann mætti ekki æfa kór í skólanum. „Því var vel tekið og nú er kór- inn kominn á sjöunda ár. Hann syngur stundum við messur og við höfum haldið vortónleika og jólatón- leika. Unglingamir era alveg yndislegir og mér fmnst ég hafa yngst upp við að vera með þeim. Við stefhum á tónleikaferð til útlanda næsta vor.“ - Ertu farinn að keppa við Menntaskólann við „Nei,“ segir Marteinn og skellihlær, „ég keppi aldrei við þau. MH er alveg sér á báti. En okkur finnst gaman hvað okkur hefur gengið vel.“ Nágrannatónleikar og heilagur Nikulás Á sunnudaginn kl. 17 flytur Dómkórinn efnisskrá úr kórakeppni í Bangor á írlandi í vor þegar hann vann fyrstu verðlaun i riðli kirkjutónlistar. Einnig verður flutt mótettan Der Geist hilft unser Schwachheit auf eftir J.S. Bach. Auk Dómkórsins leika Inga Rós Ingólfsdóttir á selló, Richard Kom á kontrabassa og Bjami Jónatansson á orgel. Sunnudaginn 3. nóvember kl. 17 verða spennandi tónleikar með tónlistarmönnum sem búa í nágrenni við kirkjuna. „Við höfðum samband við þetta fólk í fyrra og fengum afar góðar undirtektir," segir Mart- einn, „svo við ákváðum að endurtaka leikinn. Við finnum glöggt hvað þessum nágrönnum kirkjunnar þykir vænt um hana, og ég vil hvetja aðrar kirkjur til að fara að okkar dærni." Hilmar Öm Agnarsson, organisti og kórstjóri i Skálholti, heldur orgeltónleika í Dómkirkjunni þriðjudaginn 5. nóvember kl. 20.30 og tónleikar verða sunnudaginn 10. nóvember kl. 17 með Bamarkór Biskupstungna undir stjóm Hilmars Amar og Bama- kór Dómkirkjunnar sem Kristín Valsdóttir stjómar. Lokatónleikar verða haldnir í Hallgrímskirkju 17. nóvember og útskýrði Marteinn kirkjuskiptin með því að á efnisskránni yrði kantatan St. Nicholas eftir Benjamin Britten og hún væri of stór fyrir Dómkirkj- una. „Þetta er verk fyrir bamakór, blandaðan kór, einsöngvara og hljómsveit," segir hann. Þar syngur Dómkórinn ásamt Skólakór Kársness sem Þórann Bjömsdóttir stjómar, og minna má á til gamans að hún er eiginkona Marteins. Getur maður vel ímynd- að sér um hvað er talað á því heimili. Einsöngvari er Garðar Thor Cortes og einnig syngja 4 drengir úr Kársnesskómum einsöng, kammerhljómsveit leikur, konsertmeistari er Auður Hafsteinsdóttir en Mart- einn stjómar öllu saman. Þetta verður mikil veisla og löng og við óskum Marteini og liðsmönnum hans góðs gengis. Hamrahlíð? Tónlist Fyrir alla fjölskylduna Á morgun kl. 16-17 bregður Guðni Franzson, klarí- nettuleikari og tón- smiður, sér í líki Hermesar og flytur dagskrá í Salnum sem hann hefúr spunnið úr kvæðinu Hafið bláa, hafið eft- ir Öm Amarson. Flutt verða stór og smá tónverk sem tengjast innihaldi ljóðsins á einn eða annan hátt. Við lát- um hugann reika bak við ystu sjónar- rönd og ferðumst til draumalanda en einnig upplifum við náttúra hafsins í tónum, kraft vindsins og hugarflug æsk- unnar. Söngvasveigur handa Sigurði Sjö einsöngvarar og Jónas Ingimund- arson píanóleikari halda tónleika í heiðurs- og þakklæt- isskyni við Sigurð Demetz söngkenn- ara, sem varð níræð- ur fyrr í mánuðin- um, í Salnum kl. 17 á sunnudaginn. Þetta verður söngva- sveigur, fléttaður úr íslenskum sönglög- um og óperaaríum, og flytjendur eru auk Jónasar Sesselja Kristjánsdóttir, Signý Sæmundsdótt- ir, Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Bergþór Páls- son, Gunnar Guð- bjömsson, Jóhann Friðgeir Valdimars- son og Ólafur Kjartan Sigurðarson. Kynnir er Þór Jóns- son fréttamaður. Miðasala er hafin. Sigurður Demetz barst hingað norður í Atlantshaf skömmu eftir miðja síðustu öld og segja má að hann hafi orð- ið að útungunarvél söngfugla hér á landi. Hann hefur ekki aðeins kennt fjöfrnörgum undirstöðuatriði í sönglist- inni, sá hópur sem hann hefur gert vel fleygan er orðinn ótrúlega stór. Alúð hans og þrautseigja við að laða fram söng úr mismunandi börkum era dæmi um eiginleika góðs kennara sem er nemendum sínum minnisstæður. Rembrandt á förum Fram undan er síðasta sýningar- helgi á Rembrandt og samtíðarmönn- um hans í Listasafninu á Akureyri. Sýningin hefur slegið aðsóknarmet því nærri 10 þúsund gestir hafa séð hana, sem jafngildir um 70 prósent af íbúum bæjarins. Sýningargestir koma þó miklu víðar að. Rétt er að taka fram að sýningin verður ekki sett upp annars staðar á íslandi og þrátt fyrir ítrekaðar óskir reyndist þvi miður ekki unnt að framlengja hana. Safnið er opið í dag, á morgun og sunnudag kl. 12-17. Tilbrigði við stef Norðurljósin geislandi Glitrandi, glóandi, lýsandi, geislandi voru nöfnin á fjórum köfl- um sinfóníu eftir Pál P. Pálsson sem flutt var á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Háskólabiói í gær- kvöld. Sinfónían bar nafnið Norður- ljós og var samin fyrir forsvarsmenn heimsmeistaramótsins í norrænum greinum skíðaíþrótta í Austurríki fyrir fáeinum árum. Eftir því er tón- listin fjörleg og kraftmikil, og undir stjórn Petri Sakari á tónleikunum í gærkvöld var þar hvergi dauðan punkt að finna. Verkið er um hálftími að lengd og er í nokkurs konar nýklassískum stíl. Margt í tónsmíðinni var sérlega vel heppn- að, fyrsti kaflinn ákaflega skemmtilegur og gat maður þar auðveldlega ímyndað sér fima skíða- garpa æðandi niður snarbrött hengiflug undir dynjandi lófataki. Hin- ir kaflarnir voru líka myndrænir og grípandi, og má segja að styrkur tón- verksins hafi falist í því hve framvind- an var snörp, það var alltaf eitthvað að gerast, eins og í góðri spennumynd. Stundum var samt eins og tónskáld- ið væri sér helst til meðvitandi um hlutverk sitt sem skemmtikraftur. Tón- listin var hér og þar dálítið yfirborðs- kennd, og hugsanlega hefði Sakari mátt huga betur að heildaruppbygg- ingu síðasta kaflans til aö endirinn kæmi eðlilegar út, þrátt fyrir að tæknilega hafi leikur hljómsveitarinnar verið öruggur. Eins og var virkaði snubbóttur lokahnykkurinn, þar sem allt var keyrt í botn, eins og uppgerð fullnæging. Hitt verkið á efnisskránni var hin tröllaukna fimmta sinfónía Mahlers og þar var nú aldeilis ekkert verið að flýta sér. Sjálfsagt hefur lengd verksins gengið fram af einhverjum stressuðum tónleikagestinum en staðreyndin er að þetta var vandaður flutningur á yndislegri tónlist. Túlkun Sakaris spannaði allt litróf tilfmninganna en þó var sviðsframkoma hans þægilega látlaus og blátt áfram og því ekkert tfl að trufla upplifun- ina. Enda lék hljómsveitin af snilld, hver hljóð- færahópur var með allt sitt á hreinu og heildar- hljómurinn í fullkomnu jafnvægi. í stuttu máli var þetta frábær Mahler sem gleymist seint. Jónas Sen Slnfóníuhljómsveit fslands í Háskólabíói 24.10.02: Páll P. Pálsson: Norðurljós. Gustav Mahler: Sinfónía nr. 5. Stjórnandi: Petri Sakari. Páll P. Pálsson Þriðju tónleikar 15:15 syrpunnar á nýja sviði Borgarleikhússins verða á morgun þegar Ferðalagaþáttur 15:15 bregður sér til Bæheims og Týrol og flytur áheyrendum nokkur sýnis- hom af tónlist eftir Martinu, Dvorák og Beethoven. Flytjendur era Anna Sigríður Helgadóttir mezzósópran, Eydís Franzdóttir óbó, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðla, Sigurður Hall- dórsson selló og Daniel Þorsteinsson píanó. Leiðsögn um Flökt Leiðsögn verður um samsýningu Magnúsar Pálsson- ar, Erics Andersens og Wolfgangs Múll- ers í Nýlistasafninu á morgun kl. 15. Frítt inn, allir vel- komnir. Sýningin stendur til 24. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.