Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2002, Blaðsíða 18
18
FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002
Tilvera I>V
Nýting og rányrkja
Anna Þóra Karls-
^dóttir opnar sýning-
una Rjóður/Clear-cuts
í Listasafhi íslands við
Freyjugötu á morgun,
26. október, klukkan
14. Á sýningunni eru
flókaskúlptúrar og
flókalágmyndir þar
sem hún vinnur með hugmyndir um
skilin miili nýtingar og rányrkju eða
notkunar og misnotkunar i víðu sam-
hengi. Anna Þóra vann að verkunum á
sýningunni að hluta til í Kanada 2001
og tengjast hugmyndir að verkunum
veru hennar þar.
Gullpensillinn í
Keflavík
Gullpensillinn opnar á morgun
myndlistarsýningu í nýjum sal Lista-
safiis Reykjanesbæjar i Duushúsum í
Keflavík. Þar sýna eftirtaldir lista-
menn: Birgir Snæbjöm Birgisson, Daði
Guðbjömsson, Eggert Pétursson, Georg
Guðni Hauksson, Hallgrímur Helga-
son, Helgi Þorgils Friðjónsson, Inga
Þórey Jóhannsdóttir, Jóhann Ludwig
Torfason, Jón B.K. Ransu, Kristín
Gunnlaugsdóttir, Sigriður Ólafsdóttir,
Sigtryggur Bjami Baldvinsson, Sigurð-
ur Ámi Sigurðsson og Þorri Hrings-
son.
Þarf að vinna stórt
Ari Svavarsson,
listmálari og graf-
ískur hönnuður,
opnar sýningu á
verkum sínum í
Galleríi Sævars
Karls á morgun, 26. október. Þetta er
önnur sýning hans. „Ég málaði í
abstrakt/expressionistastíl. Þetta em
frekar stórar myndir sem skýra sig
sjálfar, stórar og kraftmiklar. Ég þarf
að vinna frekar stórt, það er min leið.
Reyni að láta myndimar flæða fram,
koma beint frá sálinni og það fer því
eftir skapinu hverju sinni hvað gerist á
striganum," segir Ari.
íslenskir og japanskir
Tengi (Ail
about Ties) er
heiti samsýning-
ar sjö myndlistar-
manna sem verð-
ur opnuð í Gallerí
Skugga á Hverfis-
götu 39 á morgun kl. 17. Þeir em: Kazz
Sasaguchi, sem fjallar um konuna,
Marta Valgeirsdóttir, sem vinnur með
rými í víðasta skilningi, Ólöf Bjöms-
sjdóttir kannar aðstæður sem ailir
þekkja og Saki Satom rannsakar hegð-
un manneskjunnar. Hideatsu Shiba
málar eftir myndum, Yuko og Kenji
Konagaya vinna með sitt nánasta um-
hverfi og Þóroddur Bjamason veltir
fyrir sér heimi myndlistar og fjármála.
Eining og óeining
Erla S. Haralds-
dóttir opnar sýn-
inguna „Það sem
þú raunverulega
sást/ What you
actually saw“ í
Gallerí Hlemmi á
morgun kl. 17. Þar
er myndbandsverk sem fjallar um sam-
^rfélag manns og náttúm, einingu sem
óeiningu. Þar höfðar listakonan tii
sjónrænnar skynjunar undirmeðvit-
undarinnar og hins rökræna veruleika.
Hún hefúr einnig leitað til ungs lista-
manns, Amgríms Borgþórssonar, sem
gerir graffitiverk á vegg í galleríinu út
frá sömu forsendum.
NOTAÐAR VINNUVÉLAR
Manitou MC 60 K dísillyftari
2WD, meö húsi, 6,0 tonna
lyftigeta, 90 hö.
Ingvar
| Helgason hf.
VÉLADEILD
Sölumaður deyr frumsýnt í kvöld í Borgarleikhúsinu
Þau gerast ekki betri
- segir Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri
„Þetta er svo magnað verk að
maður hefur aldrei komist i annað
eins,“ segir Þórhildur Þorleifsdóttir
leikstjóri og á þar við leikritið Sölu-
maður deyr sem verður frumsýnt und-
ir hennar stjóm á stóra sviði Borgar-
leikhússins i kvöld. Hún segir leikrit
ekki gerast mikið betri en eins og oft sé
um góð verk sé það bæði einfalt og
óendanlega margbrotið og hið sama
gildi um uppsetninguna.
Heljartökin
Sölumaður deyr er eftir eitt
merkasta leikskáld okkar tíma, Arthur
Miller og hér í þýðingu Jónasar Krist-
jánssonar. I stuttu máli sagt fjallar það
um sölumanninn Willi Loman sem á
trausta konu og tvo syni, hefur komið
sér þokkalega fyrir en er þá sagt upp
starfmu eftir heilladrjúga þjónustu í
áratugi. Hann hefur alið syni sína upp
í þeirri trú að peningar séu það eftir-
sóknarverðasta i lífrnu. Mistökin era
að renna upp fyrir honum og vonbrigö-
in taka hann heljartökum.
Það er Pétur Einarsson sem leikur
Loman, Hanna María Karlsdóttir leik-
ur Lindu konu hans og Bjöm Ingi
Hilmarsson og Bjöm Hlynur Haralds-
son leika synina Biff og Happy. Aðrir
leikarar era Jóhanna Vigdís Amar-
dóttir, Eggert Þorleifsson, Jón Hjartar-
son, Valur Freyr Einarsson, Ellert A.
Ingimundarson, Guðmundur Ólafsson,
Marta Nordal og Edda Björg Eyjólfs-
dóttir.
Allan tímann í núinu
Þórhildur kveðst hafa fengið þetta
verkefni með viku fyrirvara og að æf-
ingatíminn hafi verið helmingi styttri
L/v*ivi t i'iu n«m
Loman-feögar
Draumar Willi Loman snúast um frægö og frama eldri sonarins sem er lunkinn meö körfuboltann. Sá yngri fær minni athygli.
en venjulega. „Ég var búin að ráðstafa
mér og fór í burtu í hálfan mánuð en á
meðan vora leikaramir að læra text-
ann þannig að ég fékk aldrei handrit á
svið. Vinnan er því búin að vera mark-
viss og skapandi og rosalega skemmti-
leg,“ segir hún. Ekki síst er það aðal-
persónan sem henni hefur þótt spenn-
andi að móta. „Vegurinn er vandratað-
ur milli þess að ljá Willi Loman vissa
reisn og þess að búa til úr honum
hetju. Það væri auðvelt að ásaka hann
og láta sér líka illa við hann en það má
maður ekki. Svo er líka mikilvægt að
muna allan tímann að leikritiö gerist á
einum sólarhring og að Loman er á
lokasprettinum. Harm er bæði að leita
skýringa á því af hverju lífið fór eins og
það fór, ýta frá sér sekt en um leið að
styrkja sig í fyrirætlan sinni. Við fylgj-
umst með hugarvíli manns í núinu - og
samt spannar verkið mannsævi," segfr
Þórhildur og bætir við eftir smáþögn.
„Annars getrn- maður aldrei lýst lífi
manneskju í örfáum setningum og
þannig er það með leikritið Sölumaður
deyr. Það er svo flókið og margslungið
að allt sem maður segir um það veröur
yfirborðslegt." -Gun.
Leikskólastjórinn lærir
rússnesku á kvöldin
Hún er leikskólastjóri í leikskól-
anum Óla Priki á Hornafirði en eft-
ir vinnu, milli þess sem sinna þarf
heimilisstörfunum, lærir hún rúss-
nesku í heimanámi og segir að það
ganga bara vel. Þessi kona er Bima
Skarphéðinsdóttir á Höfn. Til að fá
eitthvað meira að vita um hana og
hennar óalgenga heimanám var lit-
ið inn hjá henni til að forvitnast um
af hverju þetta námsefni hefði orðið
fyrir valinu. „Ein ástæðan var sú að
ég á rússneska tengdadóttur sem er
hvorki góð í ensku né íslensku enn
þá og bróðir minn á rússneska
konu. Annars var það mest í gamni
að ég byrjaði á þessu. Mér hefur
alltaf þótt gaman að læra tungumál
en það kom mér á óvart hversu auð-
velt var að komast inn í þetta svo ég
held bara áfram. Ég er með kennslu-
bækur á dönsku, ásamt tveimur
diskum til að hlusta á framburðinn
og þetta eru mjög góð og aögengileg
kennslugögn. Svo hef ég samband
við Hlyn Amórsson sem kennir
rússnesku hér í Framhaldsskólan-
um og er alveg frábær kennari.
Hann hjálpar mér þegar þörf er á.“
Þetta segir Bima. Hún lauk
fyrstu önn í rússnesku í Framhalds-
skólanum í Austur-Skaftafellssýslu
(FAS) í fyrra en gat ekki setið tíma
í haust svo þá var heimanám eina
ráðið. Hún vonast til að geta tekið
prófið í vor. Hún kveðst vilja hvetja
þær konur sem hafa áhuga á námi
en komast ekki í skóla að drífa sig í
heimanám, það sé ekki nærri eins
mikið mál og haldið sé. „Það er bara
að byrja og þá kemur þetta," segir
hún og talar af reynslu.
Kyrillíska letriö ekkert
vandamál
„Þetta er annað árið sem við
erum með kennslu í rússnesku,"
segir Hlynur Arnórsson, kennari í
FAS. í fyrra byrjuðu 20 nemendur
og 10 þeirra halda áfram í vetur,
Kennari og nemendur
Hlynur (t.h.) meö þeim nemendum
sínum sem ekki voru í vinnu þennan
dag. Þeir eru Eydís Einarsdóttir,
Baldur Bjarnason, Sigrún inga Sigur-
geirsdóttir, Guöjón Örn Magnússon,
Helga Hlín Bjarnadóttir og Liija
Siguröardóttir.
Söngleikur í uppsiglingu
Hlynur og nemendur hans
vinna að undirbúningi á uppsetn-
ingu og sýningu söngleiks þar sem
efni, söngtextar og tónlist er samið
af nemendum sjálfum og kemur
þar rússneskukunnátta að notum.
Söngleikurinn verður sýndur eftir
áramót.
Framhaldsskólinn flutti úr
Nesjaskóla í Nýheima á Höfn í
haust og við það varð mikil breyt-
ing á allri aðstöðu fyrir kennara
og nemendur. Nemendur þurfa
ekki lengur að taka námsbækurn-
ar með heim því að öll námsvinna
fer fram í skólanum. Kvöldskóli er
á vegum FAS og er skólinn opinn
fram eftir kvöldum, einnig fyrir þá
sem eru í fjarnámi en skólinn er
með næstmesta fjölda nemenda í
fjamámi yfir landið. -JI
og eru þýðingar á dönsku. Hlynur
segir tölvurnar nýtast nemendum
mjög vel til námsins og þar hlusti
þeir um leið á rússneska fram-
burðinn. Þetta sé mjög aðgengilegt
og skilvirkt. Nemendurnir voru
sammála um að námið væri
skemmtilegt og ekki eins erfitt og
þeir héldu í byrjun og þeir sögðu
kyrillíska letrið ekkert vandamál.
þar af er einn utan skólans. Nám-
ið er þriggja anna nám, þrjár
kennslustundir á viku og segir
Hlynur nemendurna standa sig
mjög vel og sýna mikinn áhuga.
Hann telur rússnesku hafa meira
notagildi fyrir íslendinga með
auknum alþjóðlegum samskipt-
um. Sjálfur var hann í Rússlandi í
þrjú ár, meira og minna, að vinna
fyrir Bandarikjamenn sem útveg-
uðu honum bækur eftir þörfum og
hann lærði málið bæði af þeim og
af samskiptum við innfædda. Búið
er að gefa út disk með rússnesku
sem hentar mjög vel til sjálfsnáms
DV-MYNDIR JUL
Lelkskólastjórinn
Birna meö Snúllu sína en auk hennar á hún viröulegan fresskött og hund.