Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2002, Page 26
26
FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002
Rafpóstur: dvsport@dv.is
- keppni í hverju orði
Krislján samdi við KR
Kristján Finn-
bogason, mark-
vörður KR, skrif-
aði í gærkvöld
undir nýjan
tveggja ára samn-
ing við félagið.
Ósamið er við
Einar Þór Daní-
elsson, Sigurð
Ragnar Eyjólfs-
son, Amar Jón
Sigurgeirsson og
Valþór Halldórs-
son og búast KR-
ingar við að það
verði gert á allra
næstu dögum.
-JKS
Haukar-Keflavík 72-90
Q-4, 9-11, 11-17, 13-23, (16-28), 16-30, 20-36,
25-27, 30-40, (3445), 36-45, 38-51, 48-56,
51-64, (56-69), 59-69, 62-75, 66-79, 72-87,
72-90.
Stig Hauka: Stevie Johnson 29, Ingvar
Guöjónsson 15, Marel Guölaugsson 9,
Þóröur Gunnþórsson 7, Sævar Haraldsson
7, Halldór Kristmannsson 3, Lúövík
Bjarnason 2.
Stig Keflavikur: Damon Johnson 20,
Kevin Grandberg 17, Jón Hafsteinsson 11,
Guöjón Skúlason 11, Gunnar Einarsson 10,
Magnús Gunnarsson 7, Sverrir Sverrisson
6, Hjörtur Haröarson 5, Gunnar Stefánsson
3.
Dómarar (1-10):
Kristinn Alberts-
son og Jón Bend-
er (8).
GϚi leiks
(1-10): 7.
Áhorfendur: 150.
Maöur
Kevin Grandberg, Keflavík
Fráköst: Haukar 33 (15 í sókn, 18 í vörn,
Johnson 12), Keflavík 31 (15 í sókn, 16 í vöm,
Grandberg 10)
Stodsendingar: Haukar 16 (Sævar 8),
Keflavík 21 (Damon 6).
Stolnir boltar: Haukar 8 (Sævar 4),
Keflavík 14 (Damon 5).
Tapaöir boltar: Haukar 21, Keflavík 17.
Varin skot: Haukar 3 (Þóröur, Johnson,
Sævar), Keflavík 5 (Jón 2, Gunnar E. 2).
3ja stiga: Haukar 22/6, Keflavík 25/11 .
Víti: Haukar 10/6, Keflavík 18/13.
Tindastóii-Skaliagr. 95-86
4-5, 8-5, 19-12,23-14, (23-19). 33-19, 40-25,
50-32, (58-40). 65-45, 65-50, 68-57, (77-65).
84-67, 92-74, 93-52, 95-86.
Stig Tindastóls: Clifton Cook 21, Maurice
Carter 17, Axel Kárason 15, Michail An-
dropov 15, Helgi Rafn Viggósson 12, Krist-
inn Friöriksson 10, Óli Barödal 5.
Stig Skallagrims: Hafþór Gunnarsson 28,
Isaac Hawkins 17, Pétur Már Sigurösson 17,
Sigmar Egilsson 7, Egill Egilsson 6, Pálmi
Sævarsson 5, Ari Gunnarsson 3, Finnur
Jónsson 3.
Dómarar
(1-10): Einar Ein-
arsson og Bjami
Þórmundsson. (8)
GϚi leiks
(1-10): 7.
Áhorfendur: 320
Maöur
Clifton Cook, Tindastóli
Fráköst: Tindastóll 47 (18 í sókn, 28 í
vöm, Helgi Rafn 11), Skallagrímur 40 (18 í
sókn, 22 í vöm, Hawkins 14)
Stoösendingar: Tindastóll 14 (Kristinn
5), Skallagrímur 20 (Hafþór 5).
Stolnir boltar: Tindastóll 22 (Cook 5),
Skallagrímurl8 (Hawkins 4, Pétur 4).
Tapaöir boltar: Tindastóll 25,
Skallagrímur 21.
Varin skot: Tindastóll 5 (Andropov 5),
Skallagrímur 0.
3ja stiga: Tindastóll 9/15, Skallagrímur
14/32
Víti: Tindastóll 26/15, Skallagrímur
18/13.
ÚRVALSDEILDIN
Grindavík 3 3 0 298-211 6
Keflavík 3 2 1 263-233 4
KR 2 2 0 186-161 4
Breiðablik 3 2 1 277-260 4
Haukar 3 2 1 247-234 4
Tindastóll 3 2 1 241-241 4
Snæfell 3 1 2 215-227 2
Njarðvík 2 1 1 148-165 2
ÍR 2 i 1 171-191 2
Skallagrm. 3 0 2 209-228 0
Hamar 2 0 2 194-219 0
Valur 3 0 3 196-275 0
Næstu leikir:
Hamar-Njarövík .. . í kvöld kl. 19.15
ÍR-KR..............í kvöld kl. 19.15
Grindavík-Tindastóll . sun. kl. 19.15
KR-Snæfell............sun. kl. 19.15
Breiðablik............sun. kl. 19.15
Haukar-Hamar.........sun. kl. 19.15
Keflavík-Skallagrímur sun. kl. 19.15
Njarðvík-Valur.......sun. kl. 19.15
„Það vinnaekki mörg
lið leiki á Ásvöllum"
- Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, eftir sigurinn á Haukum
Keflvíkingar unnu í gærkvöld
nokkuð öruggan og sannfærandi
sigur á Haukum, 90-72, er liðin
mættust í Hafnarfirði í Intersport-
deildinni í körfuknattleik. Þar með
náðu Haukarnir ekki að fylgja eftir
góðum sigri í Njarðvík í síðustu
umferð en segja má að Keflvíkingar
hafl sýnt sitt rétta andlit eftir frek-
ar brösuga byrjun. Keflvíkingar
lögðu góðan grunn að sigrinum
með sterkum leik í fyrsta leikhluta
þar sem megináherslan var lögð á
að pressa boltabakkarann og tví-
dekka Stevie Johnson.
Fremstur í flokki gestanna í
fyrsta leikhluta fór Jón Nordal Haf-
steinsson, skoraði öll sín ellefu stig
þá, hirti nokkur fráköst og varði
tvö skot. í öðrum leikhluta var það
fyrst og fremst góð barátta
Haukanna, sérstaklega þeirra Lúð-
víks Bjamasonar og Sævars I. Har-
aldssonar, sem hélt þeim inni í
leiknum. Stevie Johnson náði ekki
alveg að komast í rétta taktinn
sóknarlega og liðið í heild náði ekki
alveg að virkja baráttugleðina inn í
sóknarleikinn en þó var munurinn
ekki nema ellefu stig í leikhléi.
Þriðji leikhluti einkenndist nokk-
uð af klaufagangi beggja liða en
Haukamir gerðu sig þó líklega til
þess að komast af alvöru inn í leik-
inn. Þeir minnkuðu muninn í átta
stig, 48-56, en þá var eins og viö
manninn mælt, Keflvíkingar svör-
uðu fyrir sig og munurinn var þrett-
án stig þegar leikhlutinn var allur.
Svipað var upp á teningnum i fjórða
leikhluta, Haukarnir líklegir en
Keflvikingar með góð tilsvör; 62-71
var staðan þegar ekki mikið var eft-
ir en lokakaflinn var Suðumesja-
manna og sanngjarn sigur því stað-
reynd.
Allir leikmenn Keflvíkinga, nema
einn, skoruðu í leiknum og liðs-
heildin virkaði í lagi. Liðið komst
þó ekki í gang fyrir alvöru en það
sem það gerði var alveg nóg. Damon
Johnson var öruggur í heildina séð,
fékk á sig ágæta vöm, það mega
Haukamir eiga. Jón Nordal var
geysisterkur í byxjun en lét síðan
fara litið fyrir sér.
Besti leikmaður Keflvíkinga var
þó Kevin Grandberg, öflugur í sókn
og vöm og greinilega að nálgast sitt
besta form. Hjá Haukum var Stevie
Johnson sterkastur, sótti verulega á
í siðari hálfleik, náði einfaldlega í
boltann sjálfur úti enda var vörnin
á hann inni í teig góð. Ingvar Guð-
jónsson átti góða spretti og Sævar I.
Haraldsson lagði sitt af mörkum.
Sigurður Ingimundarson, þjálfari
Keflvíkinga, hafði þetta að segja við
DV-Sport í leikslok:
„Haukamir em ferskir og með
hörkulið sem spilar skemmtilegan
körfubolta og það er gaman að
kljást við þá. Við spiluðum ágæt-
lega í leiknum, kannski ekki með
neinn stórleik en við vorum rólegir
þegar þeir sóttu að okkur og bætt-
um svo við og það sýnir góðan
styrk á þessum erflða útivelli því ég
get alveg lofað þér því að það eiga
ekki mörg lið eftir að vinna leik
hér á Ásvöflum," sagði Sigurður.
Reynir Kristjánsson, þjálfari
Hauka, sagði þetta:
„Viö náðum ekki að spila neina
vöm í byrjun og fengum á okkur
alltof mörg stig í fyrsta leikhluta og
ég þekki það bara í gegnum tíðina
að það er mjög erfltt að elta Keflvík-
inga. Þó að við höfum bætt okkar
leik eftir þessa byijun þá var það
ekki nóg, þeir virtust alltaf geta
bætt í og við gerðum okkur þetta
einfaldlega of erfitt með því að vera
ekki tilbúnir frá fyrstu sekúndu,"
sagði Reynir.
-SMS
Damon Johnson skorar hér tvö af 20 stigum sfnum gegn Haukum í gærkvöldi. Stevie Johnson gerir heiöarlega
tilraun til aö verja skot Damons en Stevie var sjálfur meö fínan leik og geröi 29 stig. DV-mynd Hari
Oruggt hjá Stólunum
Tindastólsmenn unnu sann-
færandi sigur á Skallgrimi á
Króknum í gærkvöld. Það var
góður leikur liösins í fyrri hálf-
leiknum sem lagði grunn að
sigrinum. Þá voru Sauðkræking-
ar að spila hraðan bolta í sókn-
inni og voru grimmir í vörninni.
Skallagrímsmenn voru aftur á
móti fremur daufir til aö byrja
með og baráttan ekki sem skyldi.
Þeir komu hins vegar grimmir
til seinni hálfleiks og náðu að
sækja á en þrátt fyrir það voru
Tindastólsmenn með góö tök á
leiknum og gátu leyft sér að
hleypa nýliðunum inn á á
lokakaflanum.
Hjá Tindastóli var Clifton
Cook mjög góður og þriggja stiga
körfur hans á síðustu sekúndu
fyrsta og annars leikhluta glöddu
augað. Axel var firnasterkur,
sérstaklega í fyrri hluta leiksins,
og Helgi Rafn barðist vel. Þá
komst Bandaríkjamaöurinn
Carter einnig vel frá leiknum,
sem og Kristinn Friðriksson,
sem var drjúgur aö vanda, en
Rússinn Andropov fann sig ekki
fyrr en undir lokin.
í liði Skallagríms var Hafþór
Gunnarsson feiknagóður en
strákurinn sá á ekki langt að
sækja hæfileikana, er sonur
Gunnars Jónssonar, fyrrverandi
leikmanns Skallagríms í körfu-
bolta og fótbolta og Skagamanna
í fótboltanum. Pétur Már Sig-
urðsson var heitur í þriggja stiga
skotunum og Bandaríkjamaður-
inn Hawkins byrjaði mjög vel en
átti erfitt uppdráttar er á leikinn
leið. -ÞÁ