Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2002, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2002, Page 1
4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 251. TBL. - 92. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 VERÐ í LAUSASÖLU KR. 200 M/VSK Magnús Þorsteinsson, viðskiptafélagi Björgólfsfeðga: Kaupir I Atlanta meirihlutann á 2,5 milljarða Magnús Þorsteinsson, viðskiptafélagi Björgðlfsfeðga, stefnir að þvi að kaupa meirihluta í Flugfélaginu Atlanta, sem er í eigu hjónanna Arngríms Jóhannssonar og Þóru Guðmundsdóttur. Samkvæmt heimildum DV mun kaupverðið vera um 2,5 milljarðar fyrir rétt liðlega 50% hlut. Hlutafélag í eigu Magnúsar, Pilot Investment, mun halda um meirihlutann. Búist er við að endanlega verði gengið frá kaupsamningi á næstu dögum. Arngrímur Magnús Johannsson. Þorsteinsson. Flugfélagið Atlanta í Mosfells- bæ rekur í dag 22 breiðþotur í leiguflugi viða um heim. „Ég get staðfest það að ég fer fyrir ákveðnum hópi fjárfesta sem hefur áhuga á að kaupa meiri- hluta í Atlanta," sagði Magnús Þorsteinsson í morgun. Hann lagði þó áherslu á að ekkert væri frágengið en fundur aðilanna var haldinn í gær án þess að samning- ar tækjust. Búnaðarbanki íslands hefur unnið að milligöngu i kaup- unum. Magnús Þorsteinsson vildi ekki nefna til sögunnar félaga sina í þessum samningnum en DV hefur heimildir fyrir því að félagar hans i Samsonhópnum, Björgólfur Guð- mundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson, séu ekki þeirra á meðal. Innan starfsliðs Atlanta olli það nokkrum óróa þegar kvisaðist út um þessi viðskipti en Magnús Þor- steinsson sagði í morgun að í þessu efni væri ekkert að óttast. „Þetta er fallegt og gott fyrirtæki með afbragðs starfsfólk og verði af þessum kaupum vona ég að þau Þóra og Arngrímur verði áfrani við stjóm ásamt sínu góða starfs- fólki,“ sagði Magnús. Sjálfur er hann mikill flugáhugamaður og segist haldinn mikilli flugdellu. Hann muni þó ekki taka við starfi í fyrirtækinu ef af kaupunum verður. Ekki náðist í fmmherjana Am- grím Jóhannesson og Þóru Guð- mundsdóttur konu hans í morgun. Fyrirtækið stofnuðu þau árið 1986 og hefur starfsemi þess gengið æv- intýralega vel. -JBP 21 barn fórst í jarðskjálfta Lítil von er um að fleiri finn- ist á lífi í rústum skóla í bæn- um San Giuliano di Puglia á Ítalíu sem hrundi í öflugum jarðskjálfta í gærmorgun, þeim öflugasta sem hefur riðið yfir landið síðan 1997. Að minnsta kosti tuttugu og þrír hafa þegar fundist látnir, þar af tuttugu og eitt barn. Sex barna og eins kennara var enn saknað í morgun og töldu björgunarmenn, sem grófu i rústunum með berum höndum í alla nótt, að litlar lik- ur væru á að þau væru enn á lífi. Björgunarmenn sögðu að skólinn, sem var reistur á sjötta áratug síðustu aldar, hefði ver- ið illa byggður. „Það er erfitt fyrir bömin að lifa svona lengi við þessar að- stæður,“ sagði Ernesto Ang- elotti, starfsmaður almanna- varna, við fréttamann Reuters í morgun. Örvæntingarfullir foreldrar biðu milli vonar og ótta í alla nótt eftir fréttum af bömum sinum sem enn voru undir skólarústunum. Fólkið grét há- stöfum og einn faðir féll í yfir- lið af geðshræringu. -gb ■ NÁNARI UMFJÖLLUN Á BLS. 13 í DAG FÓKUS í MIÐJU BLAÐSINS: Karlar fá líka hrukkur BLAÐAUKI UM HANDFRJÁLSA SÍMA: Frægafólkið | notar handfrjálsan | búnað 17 Greiösluþjónusta Landsbankinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.