Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2002, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 DV Fréttir Hörð mótmæli gegn heimild til hreindýraveiðar næstu tvo mánuði: Umhverfisráðherra hætti við níðingsverk - segja hreindýraveiðimenn sem segja kýrnar orðnar kálffullar Viöbótarveiðar heimilaöar 24 hreindýrskýr veröa felldar á tveimur næstu mánuöum fyrir austan í nóvember og desember, samkvæmt heimild sem umhverfisráöherra hefur veitt hreindýraráöi. Hópur hreindýraveiðimanna skorar á umhverfisráðherra aö hætta við það „niðingsverk" að heimila veiðar á 24 hreindýrum í nóvember og desember. Þeir benda á að þarna verði meðal annars um að ræða kálffullar kýr. Þá verði kýr trúlega skotnar frá kálfum þessa árs en óvíst verði þá um afdrif þeirra í vetur þar sem þeir verði tæpast fær- ir um að bjarga sér sjálfir. Einar Sveinbjörnsson, aðstoðar- maður umhverfisráðherra, sagði að í reglugerð um hreindýraveiðar væri tekið fram að ef ekki tækist á veiðitímanum að veiða nægilega mörg dýr til að stofnstærðin héldist innan tiltekinna marka gæti ráð- herra heimilað hreindýraráði að fram færu veiðar í nóvember og des- ember. Nú hefði hreindýraráð sent beiðni þess efnis að það fengi að skjóta 24 kýr á svæði 9, sem væru Mýrarnar í Austur-Skaftafellssýslu, í nóvember og desember. „Ástæðan er sú aö á undanfórn- um árum hafa veiðarnar ekkert gengið á þessu svæði vegna þess að ákveðnir bændur og landeigendur hafa meinað veiðimönnum að veiða á löndum sínum,“ sagði Einar. „Þetta hefur orðið til þess að ekki hefur náðst að veiða upp í kvótann í þessari sveit. Á því tímabili sem lokið er tókst aðeins að veiða 6 dýr af 30 að heimiluð voru. Dýrunum hefur íjölgað óæskilega mikið og eru þau nú farin að leita vestur yfir Kolgrímu í Suðursveitina þar sem er minna um haga. Yfirdýralækn- ir vill helst ekki fá þau í Suður- sveitina vegna smitunarhættu. Á þessum forsendum hefur umhverf- isráðherra heimilað veiðarnar. Þessi tími, nóvember og desember, er valinn af kostgæfni til veið- anna, því þá stendur yfir fengitími dýranna.“ Ólafur Óskarsson, bóndi í Flatey í A-Skaftafelssýslu, sagði að það væri „algjör óhæfa" að ætla að skjóta dýrin núna. Fengitíminn væri búinn, þau væru búin að safna sér saman og væru nú yfir 100 í hóp. Kálfarnir, sem yrðu móðurlausir, væru dauðadæmdir. „Það er algjört siðleysi að ætla að murka lífið úr 24 kúm og skilja kannski eftir 24 kálfa," sagði Dag- ur Jónsson, hafnfirskur hrein- dýraveiðimaður. „Þegar veiða á 24 dýr úr stórum hópi sem er kominn niður á láglendi þá eru það við- bjóðslegar aðferðir sem mig langar ekki að horfa upp á. Það hefði ekki verið neinn vandi að veiða þessi dýr á mannúðlegri hátt á veiðitím- anum.“ -JSS Samningum við Norðmenn um loðnu sagt upp: Getum ekki beðið nýrra krafna í síld - segir sjávarútvegsráðherra íslensk stjómvöld hafa sagt upp samningi milli Islands, Grænlands og Noregs um loðnustofninn á haf- svæðinu milli Grænlands, íslands og Jan Mayen. Samningurinn var gerður 18. júni 1998. Uppsögnin kemur til framkvæmda 1. maí 2003. Norsk stjórnvöld hafa lýst því yfir í samningaviðræðum um stjóm veiða úr norsk-íslenska síldarstofn- inum fyrir árið 2003 að þau séu ekki reiðubúin til að ganga frá samningi á sama grundvelli og á undanförn- um árum og hafa þau krafist þess að 70% aflaheimilda úr síldarstofnin- um komi í hlut Noregs. íslensk stjórnvöld hafa hafnað kröfu norskra stjórnvalda og lýst sig reiðubúin til að ganga frá samningi á óbreyttum grundvelli. Náist ekki samningar um stjóm veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum fyr- ir árið 2003 vegna framangreindrar afstöðu norskra stjórnvalda telja ís- lensk stjórnvöld óhjákvæmilegt að taka fiskveiðisamninga milli land- anna til endurskoðunar. Norðmenn njóta samkvæmt samningunum aflaheimilda úr loðnustofninum þótt loðnan hafi ekki gengið inn í lögsögu Jan Maeyn á undanförnum árum og haldi sig að langmestu leyti innan íslensku lögsögunnar. „Við getum ekki verið bundnir í loðnunni til margra ára og haft það hangandi yfir okkur að Norðmenn setji fram nýjar kröfur varðandi síldina á hverju ári,“ segir Ámi M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. -GG DV-MYND E.ÓL. Fjölmennt á galakvöldi Mörg hundruö konur skemmtu sér á gaiakvöldi Debenhams í Smáralind í gærkvöld. Bergþór Pálsson fór meö gamanmál og allt þaö nýjasta i samkvæmisfatnaöi og förö- un vetrarins var kynnt á glæsilegri galatískusýningu. Þá var tilkynnt um stuöning Deb- enhams viö Samhjálp kvenna i baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Aðalfundur LÍÚ: Hindra þarf ofveiði djúpkarfastofnsins Aðalfundur Landssambands ís- lenskra útvegsmanna hófst í gær. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði í upphafi máls síns að það sem mestu réði um afkomu veiðanna væri hverjar veiðiheimildirnar væru. „Þaö hefur valdið okkur gíf- urlegum vonbrigðum að Hafrann- sóknastofnunin skuli hafa ofmetið þorskstofninn til margra ára og í framhaldi af því lagt til verulega skertar veiðiheimildir í þorski. Vafalítið hafa fiskifræöingar sagt okkur á liðnum árum aö þeir vissu meira um stærð flskistofna en þeir voru menn fyrir. Mun meiri óvissa er í stofnstærðarmati og framvindu- spám en látiö hefur verið uppi. í kjölfar reynslu af ofmati láta fiski- fræðingar óvissuna nú fylgja með í skýrslum sínum, sem aftur veldur því að pólitísk ábyrgð vex um ákvörðun leyfilegs heildarafla." Kristján vék að nauðsyn þess að ná stjórn á djúpkarfaveiðunum. Samstarfsaðilar um stjórn þessara veiða í Norðausturatlantshafsflsk- veiðiráðinu hefðu ekki verið sam- DVA1YND ÞÓK Viö háboröiö Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráöherra heilsar fundargesti, en viö hliö hans situr Kristján Ragnarsson sem hefur starfaö hjá LÍÚ í 45 ár. mála íslendingum um að um tvo stofna sé að ræða og hafa því ekki fallist á að veiöunum skuli stjómað með tilliti til þess. „Það ber því brýna nauðsyn til þess aö við og Grænlendingar, sem strandríki að alþjóðalögum, tökum að okkur að stjórna veiðunum og látum Norð- austuratlantshafsflskveiðiráðinu eftir að stjóma þeim hluta veiðanna sem fram fara utan lögsagna og áð- umefnds hólfs. Nú telja fiskifræð- ingar okkar að djúpkarfmn sem veiðist á Reykjaneshrygg sé sami stofn og elst upp í islenskri og græn- lenskri lögsögu. Er nú komið að því að íslensk stjómvöld taki rösklega á og komi þessu máli í heila höfn áður en veiðar erlendra skipa hafa ofgert djúpkarfastofninum.“ Starfsgreinasambandið vill rústa nskveiöistjórnunarkerfið „Það er erfitt að skilja hvemig það má vera að samtök launafólks komist að þeirri niðurstöðu að rústa eigi fiskveiðistjómunarkerfið og fóma allri þeirri hagræðingu sem náöst hefur í útgerðinni. Líf- eyrissjóðir launafólks hafa lagt fram verulega fjármuni i formi hlutafjár í útgerðarfélög, sem fjár- fest hafa í varanlegum aflaheimild- um. Þessum fjármunum yrði öllum á glæ kastað ef fara ætti eftir sam- þykkt Starfsgreinasambandsins auk þess sem atvinnuöryggi starfsfólks þessara fyrirtækja væri sett í upp- nám. Tilhneigingar sumra forystu- manna stjómmálaflokka, sem reyna að telja kjósendum trú um að hags- munir þeirra felist í því að gera upptækar veiðiheimildir sem keypt- ar hafa verið í góðri trú til þess auka hagræði, koma minna á óvart. Vilji stjórnmálamenn hverfa aftur til þess tíma sem hér ríkti fyrir daga flskveiðistjómunarkerflsins eru þeir að segja að hér muni lífs- kjör versna til mikilla muna og hér hefjist tími óöaverðbólgu og at- vinnuleysis." Kristján hvatti tO þess að hval- veiðar hæfust á ný og sagði vöxt hvalastofna alvarlegt mál. Allir þeir sem gerðu út á hvalaskoðun vissu að íslendingar mundu hefja hval- veiðar og hafa tekið ákvarðanir í því ljósi. Þeim væri því engin vor- kunn þótt hvalveiðar hæfust á ný. -GG Minni risna, meiri ferðir Heldur dró úr risnukostnaði rík- isins í fyrra - þegar tekið er tillit til verðbólgu - samkvæmt svari fjár- málaráðherra á Alþingi við fyrir- spurn Jóhönnu Sigurðardóttur. Kostnaðurinn var samtals 287 millj- ónir í fyrra sem er 14 milljónum eða 4,7% minna að raunvirði en árið áður. Hins vegar jókst ferðakostnað- ur ríkisins um heilar 60 milljónir að raunvirði og var heilir 2,2 milljarð- ar króna í fyrra. Bifreiðakostnaður jókst um 16 milljónir og var samtals ríflega einn milljarður króna. Ráðgjöf fyrir 3 milljarða í svari fjárrnálaráðherra við annarri fyrirspum Jóhönnu Sigurð- ardóttur kemur fram að stofnanir ríkisins og ráðuneyti greiða æ meira fyrir aðkeypta sérfræðiþjón- ustu og ráðgjöf. Kostnaðurinn var 2 milljarðar árið 1999, 2,5 milljarðar árið 2000 og 3 milljarðar árið 2001. í fyrra var þessi kostnaður mestur í samgönguráðuneytinu og stofnun- um þess eða samtals um 570 milljón- ir króna. Flettu því upp! Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra hefur svarað á Alþingi fyr- irspurn ísólfs Gylfa Pálmasonar um ýmis mál sem varða löggæslu. Á milli línanna má lesa að ráðherra telji að þingmaðurinn hefði mátt kynna sér málin eilítið betur áður en fyrirspumin var lögð fram, að minnsta kosti hvað varðar fjölda lögreglumanna: „Vísað er tU nýlegr- ar skýrslu dómsmálaráðherra um stöðu og þróun löggæslu, sem lögð var fyrir Alþingi á 127. löggjafar- þingi. Þar er á bls. 5-16 að fmna ýmsar sundurliöaðar töflur um fjölda lögreglumanna og samanburð við íbúafjölda viðkomandi umdæm- is og þarf ekki að endurtaka þær í þessu svari." Úrræði fyrir landsbyggð Á Alþingi i gær var rædd tillaga Örlygs Hnefils Jónssonar um að sett verði á stofn nefnd sem kanni þróun fasteignáverðs á landsbyggðinni í samanburði við höfuðborgarsvæðið, skoði ítarlega hvernig eignir fólks á landsbyggðinni hafa rýrnaö í verði og um hvaða fjármuni er að ræða, leiti úrræða og komi með tillögur tU úrbóta. í greinargerðinni kemur fram á frá 1990 tU 2000 hækkaði fer- metraverð fasteigna um 66% í Reykjavík, en aðeins um 7% í ísa- fjarðarbæ og 1,6% í Fjarðarbyggð! Síldarvinnslan verðlaunuð Umhverfisverðlaun LÍÚ voru af- hent í 4. sinn í gær á aðalfundi LÍÚ. Umhverfissvið Almennu verkfræði- stofunnar var LÍÚ tU ráðuneytis við val á verðlaunahafa. Kristján Ragn- arsson, formaður LÍÚ, sagði við þetta tækifæri að SUdarvinnslan hefði markvisst hugað að umhverfismál- um, og umhverfi, byggingar og skip væru héraðsprýði. Fyrirtækið hafi markvisst unnið að því að bæta kæla sem hafa lítU umhverfisáhrif og grip- ið hefur verið tU eldsneytissparandi áhrifa á skipum félagsins. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri SVN, segist líta á þessi verölaun sem viðurkenningu á því sem verið sé að gera hjá SUdarvinnslunni og mikinn heiður. „Það er hins vegar margt enn sem má betur fara. Við reynum að sýna fordæmi með því að umhverfið sé í lagi í landi og einnig úti á sjó. Þetta hefur áhrif á starfsmennina, enda væri þetta ekki hægt nema með samstUltu átaki,“ segir Björgólfúr Jó- hannsson. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.