Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2002, Blaðsíða 17
16
FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Aóalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Skaftahlíð 24,105 Rvik, sími: S50 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is, - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugeró og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
ísraél harðrtar
Nokkurt útlit er fyrir aö harö-
línustefna ísraelskra stjórnvalda
gagnvart Palestínumönnum
harðni enn á næstu mánuðum.
Ariel Sharon, forsætisráöherra
landsins, rær nú að þvi öllum
árum aö halda völdum meö full-
tingi öfgafullra hægribrota á
Knesset. Hann hefur losaö sig viö
umburðarlyndi Verkamannaflokksins og getur nú óhikaö
hallað sér aö enn meiri harölínumönnum en hann sjálfur
er. Og þarf þó talsvert brjálæöi til aö hugsa sér aö stjórnar-
ofstækið geti aukist frá því sem nú er.
Fari svo aö gamli herskálkurinn nái ástum ofstækis-
fullra trúarafla á ísraelska þinginu getur þaö hæglega gerst
sem alþjóðasamfélagið hefur óttast um alllanga hríö: aö
stjórnarhernum í ísrael verði att á allan skara Palestínu-
manna á herteknu svæðunum og allur máttur dreginn úr
samfélagi þeirra meö ofbeldi og yfirgangi. Þaö hentar
stefnu öfgafyllstu trúarhópanna aö hernum veröi stefnt
gegn aröbum á „svæöum sem ísraelar eiga trúarlegt tilkall
til,“ eins og það heitir.
Með Verkamannaflokkinn sér viö hliö sýndi Ariel Shar-
on aö hann gat stjórnaö herforingjum landsins eins og hon-
um hentaði hverju sinni. Með ofstækisfyllstu trúarflokkana
sér viö hlið veröur hann til alls líklegur. Bláþráöurinn sem
gamla friöarferlið hefur hangiö á um margra mánaöa skeiö
mun veröa slitið meö tilþrifum og enda þótt ísraelsmenn
eigi meira og minna allt sitt undir velþóknun Bandaríkja-
stjórnar mun nýja öfgastjórnin aö líkindum ganga valds-
mannlega af göflunum.
Og þaö virkar. Lýðræðislega. Fylgi Likud-bandalags
Ariels Sharons hefur sjaldan mælst meira en einmitt um
þessar mundir þegar aö baki er einhver ókyrrasti kafli í
seinni tíma sögu ísraelsmanna. í raun og veru myndi Shar-
on græöa á kosningum færu þær fram á næstu vikum.
Hann kýs hins vegar að hvika hvergi frá stjórnartaumun-
um og halla sér enn lengra til hægri. Það segir mikla sögu
um stööu mála í ísrael aö öfgafyllsta ofstækið sé oröinn
kostur í stjórnarsamstarfi.
Ariel Sharon sprengdi stjórn Likud-bandalagsins og
Verkamannaflokksins á einstrengingslegri afstööu sinni til
landtökubyggðanna. Enginn ísraelskur ráöamaöur hefur
verið jafn altekinn af uppbyggingu landtökubyggöanna
austan Jórdanar og Ariel Sharon hefur verið á seinni árum.
Pólitískt kapp hans hefur meira og minna snúist um að
naglfesta byggð ísraela á landsvæði sem alþjóðasamfélagið
og ísraelsmenn sjálflr höfðu úthlutað aðþrengdum Palest-
ínumönnum á svæðinu.
Þau pólitísku umskipti sem orðið hafa í ísrael á síðustu
dögum eru í reynd sigur landtökustefnunnar. Sharon lét
ekki hikandi og varfærinn Verkamannaflokkinn beygja sig
og skóflar áfram peningum til þeirra 145 svæöa sem ísrael-
ar hafa veriö eigna sér á Vesturbakkanum á liðnum árum.
Einu gilda allir samningarnir sem hafa verið undrritaöir í
höllum Vesturlanda í á annan áratug um skiptingu lands-
ins helga á milli araba og gyðinga. Vopn og peningar duga
betur en blekiö.
Fari svo sem horfur eru á, aö ofstækisfyllstu smáflokk-
amir á ísraelska þinginu komi brjálæöislegum stefnumál-
um sínum að í nýrri stjórn landsins, veröur þess ekki langt
að bíöa aö upp úr sjóöi meö ófyrirsjáanlegum afleiðingum
fyrir botni Miöjarðarhafs. Öfgastjórn veröur vissulega
skammlíf en getur unniö ótrúlegt ógagn á skömmum tíma.
Hún mun sækja fram í frekju sinni og laga vígstööu gyð-
inga fyrir næstu samningalotu. Og þar mun blekið renna
enn eftir allt blóöið þar á undan.
Sigmundur Emir
DV
Eru fjölmiðlar frjálsir?
Þá sjaldan menn spyrja
um frelsi fjölmiðla er eins
víst að þeir fái þau svör
að hér á íslandi sé allt í
góðu gengi, enda hljóti
slíkt frelsi að vaxa og efl-
ast með einkavæðingu og
kaupskap með alla hluti.
Sú var tíð að raönnum var talin trú
um það að íslensk dagblöð yröu ekki
frjálsir fjölmiðlar fyrr en þau losnuðu
undan tengslum sínum við stjómmála-
flokka. Ófrelsi fjölmiðla var í hugum
fólks rækilega bundið við pólitik, hvort
heldur málgögn einstakra flokka, eða þá
pólitík, sem rekin var í útvarpsráði af
kjömum erindrekum flokkanna. Kenn-
ingin var sú, að ef hægt væri að skera á
tengsl flokka og blaða og leggja Ríkisút-
varpið niður þá byrjaði gullöld og gleði-
tíð hins mikla tjáningarfrelsis og há-
gæöafjölmiðla.
Ný staða og verri
Raunin varð vissulega önnur. Blöð-
um snarfækkaði vegna þess að stjóm-
málaflokkar höfðu ekki bolmagn lengur
til að standa í blaðaútgáfu. Dagblööin
urðu ekki betri fyrir bragðið. Pólitísku
blöðin höfðu sína galla, ekki síst þá aö
þau höfðu mikla tilhneigingu til að hlifa
sínum mönnum í málflutningi. En þess-
ir gaflar vom augljósir hverjum sem
lesa kunni - og á móti kom sá kostur, að
blöðin héldu uppi nokkurri Qölbreytni í
túikun á helstu tíðindum og á fram-
vindu allri, bæði á íslandi og í afgangin-
um af heiminum.
- Eftir að þessum kafla í fjölmiðla-
sögu lauk hafa dagblöð verið á undan-
haldi sem vettvangur virkra skoðana-
skipta.
Sandkom
rÁ
rÁ
„Og þegar spurt er til dæmis hver eigi Fréttablaðið þá
er því til svarað snarlega að það komi engum við.
Flestir virðast eins og samþykkja fyrir fram þá barns-
legu skoðun að eignarhald á fjölmiðlum skipti engu
máli - bara ef hœgt er að reka bœði pólitískar hreyf-
ingar og ríkið út úr fjölmiðlaheiminum.“
í þeim gætir þess í stað vaxandi og
einsleitrar hlýðni við ríkjandi hug-
myndafræði markaðarins. Það fyrir-
heit, að „samkeppni fjölmiðla sem
rekin era eins og hver önnur fyrir-
tæki“ leiði til betri fjölmiðla hefur alls
ekki ræst. Enda er það ekkert eins-
dæmi: úr hverju heimshomi heyrist
sá söngur að blöð allskonar séu á
flótta undan öllu sem umræða heitir.
Vegna þess að hvorki lesendur né
heldur eigendur blaöa hafi áhuga á að
þau séu vettvangur skoðanaskipta og
áræðinnar gagnrýni, og því víki „al-
vörublöð" í æ meira mæli fyrir slúðri
hvers konar. Vinsælustu blöðin eru
ekki þau sem birta áreiðanlegar frétt-
ir, sem svo heita, eða góðar fréttaskýr-
ingar, heldur þau sem eru ósvífnust í
að eltast við kynlíf ráðherra, hjúskap-
arraunir stórleikara og önnur einka-
mál frægs fólks.
Að auki eigum við á íslandi við þá
sérstæðu þróun að glíma að það er ver-
ið að venja ungt fólk á það að fjölmiðlar
séu ókeypis - þ.e.a.s. að ekki þurfi að
kaupa þá í áskrift, heldur skuli auglýs-
ingar borga bæði sjónvarpsdagskrána
(Skjár einn) og dagblaðið (Fréttablaðið).
Og engum dettur í hug að skoða það í al-
vöra hvað slík þróun þýðir né heldur til
hvers breytt eignarhald á fjölmiðlum
leiðir. Engu líkara en menn hafi talið
sér trú um að sú nauðsyn „ókeypis" fjöl-
miðla að þóknast auglýsendum sem
allra mest hafi engin áhrif á þá blaða-
mennsku sem í þeim er stunduð. Og
þegar spurt er til dæmis hver eigi
Fréttablaðið, þá er því til svarað snar-
lega að það komi engum við. Flestir
sandkorn@dv.is
Verðlaunagetraun Helga
Frambjóðendur f prófkjör-
um hafa nú velflestir komið
sér upp heimasíðu. Á vef
Helga Hjörvars er meðal ann-
ars að finna frumlega getraun
sem gengur út á að raða fram-
bjóðendum Samfylkingarinnar
í Reykjavík i rétt sæti miðað
við úrslit prófkjörsins. Níu
þeirra sem tekst að giska á
rétta röð er heitið veglegum
verðlaunum og kennir þar ýmissa grasa. í boði er
meðal annars slaufa af Össuri Skarphéðinssyni,
stuðningsyfirlýsing frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt-
ur, fimmtíu eintök af blaði Einars Karls Haraldsson-
ar „Einar Karl Haraldsson" og lagafriunvörp Jó-
hönnu Sigurðardóttur 1978-2002 í tuttugu og þremur
bindum ...
Nýjar „Heilrœðavísur“
Fram er komið nútímalegt tilbrigði við Heilræðavísur
Hallgríms Péturssonar. Höfundur er ókunnur. Hér er birtur
fyrsti skammtur:
Ungum er þaö allra best
aö óttast stjórnarherra,
þeim mun velferö veitast mest
og viröing aldrei þverra.
Haföu hvorki háó né spott,
huga aö rœöu minni,
hinum œðsta geröu gott,
gleymdu œru þinni.
Ráóherrum þínum þéna af dyggð,
þaö má gœfu veita,
varast þeim að veita styggð,
viljiróu gott barn heita.
Ummæli
Átökin harðna
„Reykvíkingar [hafa] stutt Jóhönnu [Sig-
urðardóttur] í öllum prófkjörum. En nú er
sérkennileg aðfór hafin. Ráðin eru tekin af
fólkinu í borginni og takmörkuð við flokk-
inn, en Jóhanna hefur sótt fylgi langt út
fyrir hann. Stuðningsmenn Bryndísar Hlöðversdóttur í
2. sætið þora auðvitaö ekki að segja upphátt að engu
skipti hvar á listanum Jóhanna lendi og vera má að
einhverjir láti blekkjast og haldi að hún sé ekki í
neinni hættu. Það er einfaldlega rangt.“
Guörún Helgadóttir rithöfundur
í stuöningsmannagrein I Morgunblaöinu
Tímamót
„Ljósi punkturinn í þessu fyrir Samfylkingarfólk er sá að
flokkurinn hefur nú myndað sér stefnu í Evrópumálum og
vonandi fylgir hann stefiiunni einarðlega i þetta sinn. Sam-
fylkingin hefur sett viðræður um aðfld að Evrópusamband-
inu á stefnuskrá sína og færist nú smátt og smátt í sama
far og Alþýðuflokkurinn var i fyrir fáeinum árum. Það era
nú öll tímamótin." Sigfús Ingi Sigfússon á Maddömunni.is
Andlegt álag og samstilling
„Ég álykta því að aðrar fúllyrðingar Vigdísar [Hauksdótt-
ur] í þessari fádæma blaðagrein séu vart trúverðugar og að
blóðþrýstingsmælirinn hafi sprungið í ákafanum, sem fylg-
ir slíku andlegu álagi sem auðsýnilega hrjáir félaga Vigdísi.
Samstilltur hópur getur lyft grettistaki - látum ekki per-
sónulegan metnað eða einhveijar annarlegar hvatir ein-
stakra félagsmanna eyðileggja það góða starf, sem við vilj-
um hafa i fyrirrúmi.“
Sigrún Jónsdóttir, formaður
Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis suður, á Hriflu.is
Á vigtinni
„Guöni Ágústsson og hans sjónarmið [í
Evrópumálum] hafa mun meiri vigt innan
Framsóknarflokksins heldur en Jóhanna
Sigurðardóttir og hennar sjónarmið innan
Samfylkingarinnar. “
Magnús Árni Magnússon, aöstoöarrektor Viöskipta-
háskólans á Bifröst (og fyrrverandi varaþingmaöur
fyrir Alþýöuflokkinn), á Kreml.is
FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002
Skoðun
Ófremdarástand og einkavœðing velferðar
virðast eins og samþykkja fyrir fram þá
bamslegu skoðun að eignarhald á fjöl-
miðlum skipti engu máli - bara ef hægt
er að reka bæði pólitískar hreyfingar og
ríkið út úr fjölmiölaheiminum.
Murdoch og Beriusconi
Svo bláeygir era menn að sönnu ekki
í öðrum löndum. Menn vita til dæmis
vel að það er ekkert fagnaðarefni að fá
yfir sig fjölmiðlamógúl eins og Rupert
Murdoch. Menn vita að því fer fjarri að
Murdoch þessi leyfi blöðum sínum og
sjónvarpsstöðvum að túika hlutina eins
og ritstjórum og blaðamönnum þykir
best - enda hefur hann rekið menn eða
fjarstýrt þeim óspart eflb því sem veldi
hans hentar. Þegar líkur vora á því að
Murdoch næði undir sig drjúgum hluta
þýskra fjölmiðla eftir að þýskur fjöl-
miðlarisi lenti í miklum fjárhagslegum
vanda varð uppi fótur og fit - og basði
fjölmiðlamenn, stjómmálamenn og fjár-
málafyrirtæki reyndu að sliðra sverðin
og koma við nokkru andófi gegn slíkri
vá.
Menn hafa líka fengið að kenna á því
eftirminnilega hér og þar að eignarhald
á fjölmiðlum getur hæglega snúist upp í
eignarhald á pólitík. Ekki aðeins á þann
gamalkunna hátt að öflugur fjölmiðill
taki þátt í að „búa til“ stjómmálamann
og lyfta honum hátt í sessi - og þiggur
síðan í staðinn ýmislega fyrirgreiðslu
við þá sem fjölmiðilinn eiga. Berlusconi
hinn ítalski varð fyrst fjölmiðlakóngur,
hann komst yfir fjölda blaða og sjón-
varpsrása - sem hann notaði síðan til að
búa til pólitískan flokk í kringum sjálf-
an sig og koma sér til valda.
Fjölmiðla má nota til margra hluta.
Þeir sem ætla að græða á þeim „eins og
hverju öðra fyrirtæki" munu að öllum
líkindum eltast við rokufréttir, slúður og
stjömudýrkun. Þeir sem ekki vilja eða
þurfa endilega að græða mikið fé í fjár-
festingu í fjölmiðlum, hvað ætla þeir sér?
Tryggja öðrum umsvifum sínum velvild í
a.m.k. tölverðum hluta fjölmiöla lands-
ins? Tryggja sér þá stöðu, að sá feimni
þrælsótti sem menn áður bára fyrir öfl-
ugum stjómmálaforingjum verði til þess
að enginn þori að lyfta fingri gegn fjöl-
miðlakónginum? Eða, eins og hið ítalska
dæmi sýnir, jafnvel leggja undir sig hið
pólitíska vald? - Gáum að þessu.
Spurt í
Sigríöur A.
Andersen
lögfræöingur
Prófkjör og aðrar leiðir til
uppröðunar á framboðs-
lista stjórnmálaflokkana
munu setja sitt mark á
mánuðinn sem nú er rétt
hafinn. Þær ólíku leiðir
sem viðhafðar eru af
flokkunum við uppröðun
á listana hafa allar nokk-
uð til síns ágætis, en
engin þeirra er gallalaus.
Það er eðlilegt að hver flokkur fyrir
sig vegi og meti sina stöðu hveiju sinni
og velji þá leið sem best hentar. Eftir
það val kemur þó að mun erfiðara vali,
þ.e. vali á milli manna sem gefa kost á
sér á lista flokkanna.
Menn þurfa sem sé að leita eftir
ástæðum, forsendum, til að styðja ein-
hvem tiltekinn umfram annan. í próf-
kjöram gefst auðvitað fleirum kostur á
að velta þessum ástæðum fyrir sér og
spyrja gagnrýninna spuminga áður en
kjörseðillinn er fylltur út. Þetta gæti
verið kostur ef ætla mætti að menn
nýttu sér almennt þennan möguleika.
Það ættu kjósendur auðvitað að gera.
prófkjöri
A.m.k. ein góð forsenda
Það er full ástæða til þess að velja á
framboðslista þá sem era tilbúnir til
þess að vinna gegn útþenslu ríkisins og
um leið fyrir spamaði í ríkisrekstri og
tilheyrandi skattalækkunum. í ljósi
niðurstaðna af nýlegum samanburði á
skattheimtu í OECD-ríkjum sýnist ekki
vanþörf á að fjölga á Alþingi þeim sem
vilja og þora að takast á við sífelldar
kröfur þrýstihópa um aukna skattbyrði
einstaklinga og fyrirtækja. Þeir era ef-
laust nokkrir þingmennimir sem hafa
fullan vilja til þess ama, en tíminn hef-
ur leitt í ljós að afar fáir þeirra hafa
haft burði til þess að sýna þann vilja í
verki.
Alls kyns útgjaldaframvörp hafa orð-
ið að lögum, nánast umræðulaust, og
enn fleiri þingsályktunartillögur og
jafhvel fyrirspumir á Alþingi gefa vís-
bendingu um útgjaldagleði þingmanna
sem virðast ekki vera nokkur takmörk
sett. Auðvitað telja þeir sér, og reyna að
telja öðrum trú um að velferð almenn-
ings sé höfð að leiðarljósi. Þannig varð
ein mesta útgjaldahugmynd stjóm-
málamanna síðustu ára að veruleika
með þverpólitískri samstöðu svokall-
aðri, og troðið upp almenning í formi
greiðslna úr fæðingarorlofssjóði. Hver
gæti svo sem verið á móti peningum úr
sjóði? - hafa þingmennimir sjálfsagt
hugsað.
Þeir voru auðvitað einhverjir á
þingi sem höfðu efasemdir, en af ein-
hverjum furðulegum ástæðum þorðu
þeir ekki að benda á það sem nú blas-
ir við; nauðsyn á hækkun á trygging-
argjaldi og lægri laun til lengri tíma
litið. - Ef svona skattahækkun á að
vera til hagsbóta fyrir almenning er
ekki ástæða til að bíða eftir íþyngj-
„Alls kyns útgjáldafrumvörp hafa orðið að lögum, nánast umræðulaust, og enn
fleiri þingsályktunartillögur og jafnvel fyrirspumir á Alþingi gefa vísbendingu um
útgjaldagleði þingmanna sem virðast ekki vera nokkur takmörk sett. “
andi aðgerðum þessara stjómmála-
manna.
Hvar standa frambjóðendur?
Fjöldi fólks gefúr nú kost á sér til
starfa á Alþingi og eins og oftast áður
falast nánast allir sitjandi þingmenn
eftir stuðningi til áframhaldandi setu
við Austurvöll, sjálfsagt afar ánægðir
með sín störf til þessa. Það getur því
verið að einhveijir meti það sem svo að
það sé á brattann að sækja fyrir nýtt
fólk. Það væri þá svo sem ekkert óeðli-
legt. Það eru engin sannindi að nýtt
fólk sé endilega betra en það sem fyrir
er.
Þess vegna þarf að vega og meta mál-
flutning nýrra frambjóðenda með sama
hætti og störf alþingismannanna verða
metin. Hvaða skoðanir hafa þessir
frambjóðendur á jafn einfóldu máli og
spamaði í ríkisrekstri? Hvað leggja
þeir til í þeim efhum? Hvað era þeir til-
búnir að gera (og láta ógert)?
Þeir svari af heilindum
Nú skal enginn halda að það sé
óvinnandi vegur að ræða við alla fram-
bjóðendur um þessi mál, svo margir
sem þeir era. Störf þingmanna allra
flokka liggja nú þegar fyrir. Þeir sem
svo hyggjast taka þátt í prófkjöri Sam-
fylkingarinnar geta sparað sér það að
leggja fyrir núverandi þingmenn áður-
nefndar spumingar. Það liggur hrein-
lega fyrir að steftia fylkingarinnar er að
hækka skatta.
Það sama má segja um Vinstri-
græna-flokkinn. Uppstillingamefnd
hans þarf ekki að spyija margs í þess-
um efiium áður en raðað verður á hans
lista. Stefnuskrá VG flokksins er skýr
hvað þetta varðar; leitast skal við að
hækka þá skatta sem ekki eru þegar
orðnir himinháir.
Kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins eiga hins vegar það verk fram
undan að spyija þessara knýjandi
spuminga, og láta menn ekki komast
upp með annað en að svara af heilind-
um.
Björgvin G.
Sigurðsson,
varaþingmaður
Samfylkingarinnar
Heilbrigðismálin eru rekin af
vanefnum og dæmalausu metnað-
arleysi og það hefðu fáir trúað þvl
þegar Framsóknarflokkurinn tók
við stjórn mála fyrir bráðum átta
árum að svo hratt myndi halla
undan fæti og fjara undan kerfinu.
En sú er raunin.
Einkavæöing
Sjálfstæðisflokksins
Það þarf enginn að fara í grafgöt-
ur um það að Sjálfstæðisflokkur-
inn stefnir að stórfelldri einkavæð-
ingu velferðarinnar og miðið er
sett á heilbrigðiskerfíð. Ungliðar
flokksins skarta því sem sinni feg-
urstu rós að einkavæða skuli sem
fyrst og mest, taka skuli upp
tveggja kerfa fyrirkomulag. Eitt
fyrir efnaða og annað verra fyrir
þá fátæku sem hið opinbera rekur.
Undir þetta taka margir af for-
ystumönnum flokksins og er
skemmst að minnast ummæla for-
sætisráðherra um að næst sé það
heilbrigðiskerfið og krossferðar
Ástu Möiler alþingismanns fyrir
einkavæðingu.
Eitt fyrir ríka
- annað fyrir fátæka
Eitt fyrir rika - annað fyrir fá-
tæka. - Sú mantra mun hljóma
bæði oft og hátt úr herbúðum Sjálf-
stæðisflokksins næstu misseri og
Framsókn plægir akurinn með því
að láta kerfið drabbast niður. Mað-
ur hlýtur að spyrja sig hvort til-
gangurinn sé að svelta heilbrigðis-
geirann til þess tjóns að almenn-
ingur sætti sig við þá einkavæð-
ingu sem Sjálfstæðisflokkurinn
stefnir að, leynt og ljóst. Það er
annars hið besta mál að Sjálfstæð-
isflokkurinn sýni sitt rétta andlit. í
það glitti í ógeðfelldum drögum að
ályktun landsfundar flokksins fyr-
ir ári síðan en voru dregin í land í
bili.
Eitt kerfi fyrir alla
Um þessi mál verður kosið í vor
og þá verður ekki spurt að
leikslokum. Vilja íslendingar af-
leggja þann jöfnuð sem felst í einu
öflugu heilbrigðiskerfi sem tryggir
jafnan aðgang og góða þjónustu?
Eða vill fólk að þeir efnuðu geti
keypt sig fram fyrir biðraðir og fái
miklu betri þjónustu? AUt er þetta
spurning um pólitískan vilja og
forgangsröðun á fjármagni. Stjóm-
völd hafa ekki vilja né metnað til
að ráða bót á vandanum og leysa
hann til framtíðar. Það þarf að
taka vandlega utan um kerflð, átta
sig á hvað er að og vinna mark-
visst að því að bæta það í sam-
vinnu við heilbrigðisstarfsfólkið.
Einkavæðing er ekki lausnin held-
ur uppgjöf og afturhvarf til stétt-
skiptingar og óréttlætis.
Það ríkir ófremdarástand
í heilbrigðiskerfinu og
hriktir í stoðum þess.
„Stjómvöld hafa ekki vilja né metnað til að ráða bót á vandanum og leysa hann
til framtíðar. Það þarf að taka vandlega utan um kerfið, átta sig á hvað er að og
vinna markvisst að því að bæta það í samvinnu við heilbrigðisstarfsfólkið. “ -
Fundað með starfsfólki í heilbrigðisgeiranum.