Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2002, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2002, Síða 18
26__________________________________________________________________________________________________FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 * Tilvera DV Myndbandagagnrýni The Cat's Meow ★ ★★ Var þetta svona? Peter Bogdanovic er einn þeirra leikstjóra sem áttu glæsilega byrj- un (The Last Picture Show, Paper Moon) en gat ekki fylgt því eftir og hefur ekki verið áberandi siðustu ár. Hann á þó dágóða innkomu með The Cat’s Meow þar sem hann leikur sér '* með eina af mestu ráðgátum Hollywood, hvemig dauða leikstjórans Tomas Ince bar að höndum árið 1924. Þar sem einn valdamesti maður Bandaríkjanna á þessum árum, fjölmiðlakóngurinn Wiili- am Randolph Hearts, átti hlut að máli (fyrirmynd Orsons Welles í Citizen Kane) var málið þaggað niður. Það var ekki fyrr en eftir dauða Hearts að sögur fóru á kreik um að Ince heíði ekki dáið af eðlilegum orsökum eins og sagt var. Nokkrar staðreyndir hafa komið í ljós, meðal annars sú að Ince var skot- inn. Það er samt hulin ráðgáta enn þann dag í dag hver skaut hann. Bogdanovich byggir kvikmynd sína á einni sögunni sem, ef sönn væri, gerir það að verkum að morðið á Ince er eitt best varðveitta . leyndarmál sögunnar því þama kemur ^ við sögu heimsírægt fólk sem var milli taimanna á fólki. í upphafi er boðið í sjóferð á snekkju Hearsts. Um borð er ástkona hans, leik- konan Marion Davis, mikill fjörkálfur, kynþokkafull og glæsileg. Þama er einnig Charlie Chaplin, sem lenti hvað eftir annað í vandræðum út af kven- fólki, leikstjórinn Thomas Ince, slúður- fréttakonan Louella Parsons, sem strax eftir þessa ferð lenti undir vemdarvæng Hearsts, og fleira þekkt fólk úr kvik- myndaheiminum. Ekki verður sögu- þráður rakinn hér en allir sem hafa áhuga á fræga fólkinu í Hollywood fá hér skemmtilega sögu til að velta sér upp úr. Peter Bogdanovich tekst vel að skapa þá veröld sem þetta fólk lifði í og fáir höfðu aðgang að og gerir sína bestu kvikmynd í langan tíma. -HK Útgefandl: Myndform. Leikstjóri: Peter Bogdanovich. Bandaríkin, 2001. Lengd: 110 mín. Leikarar: Kirsten Dunst, Ed- ward Herrmann, Cary Elwes, Eddie Izzard og Jennifer Tilly. Bönnuð börnum innan 12 ára. Dead Heat ★★■i ^ Bræður í * stórræðum KátirS* Kiefer Sutherland hefur átt góðu gengi að fagna að undanfómu eft- ir að hafa lent í lægð um langt skeið. Það getur hann þakkað hinni frá- bæm sjónvarpsseríu 24. Áður en kom að henni var hann nánast kominn á B-myndalist- ann og er Dead Heat gott dæmi um slíka kvikmynd. Að vísu veröur að telja hana með betri sakamálamyndum í þessum flokki. Hugmyndin um hálfbræðuma, sem hafa verið hvor sínum megin við lögin og sameinast um að kaupa veð- hlaupahest til að græða á, er góð og handritið alls ekki iila skrifað en hún ber þess merki að hafa verið gerð á stuttum tima. Ih'Utl llcat Bræðumir sem Sutherland og Ant- hony LaPaglia leika kaupa ekki köttinn í sekknum hvað varðar hestinn. Þama er um að ræða mikinn gæðing sem þeir fengu ódýrt. Það er aftur á móti knapinn sem þeir velja sem á eftir að koma þeim í mikil vandræði. Það er ekki nóg með að hann sé stórskuldugur við glæpaforingja heldur hefur hann í hyggju að borga skuldina með því að stela hestinum. Sutherland er nokkuð traustur í hlut- verki „betri“ bróðurins, en hvað hinn ágæti leikari af itölsku bergi brotinn, Anthony LaPaglia, er að þvælast um með ljóst hár er óskiljanlegt. Leikur hans er ekki slæmur en útlitið fáránlegt. -HK Útgefandi: Myndform. Leikstjórl: Mark Malone. Bandaríkin 2001. Lengd: 120 mín. Lelkarar: Kiefer Sutherland, Anthony LaPaglia, Radha Mitchell og Daniel Benzali. Bönnuö börnum innan 16 ára. S Beðið eftir Go.com air frumsýnt í Bæjarleikhúsinu í Mosó: Ótrúlegustu sögurnar þær sönnustu - segir Ármann Guðmundsson, höfundur og leikstjóri DVIMYNDIR GVA Elskendur að eilífu? „En ef ég missi allar tennurnar og allt háriö og verö alveg ógeðslega hrukk- ótt og feit. Ætlarðu líka að elska mig þá?“ Sigursteinn Sigurbergsson og Lilja Nótt Þórarinsdóttir í hlutverkum sínum. „Uppistaðan í þessu leikverki eru reynslusögur af flugstöðvum. Sum- um munu þykja þær lygilegar en ég get fullyrt að þær ótrúlegustu eru þær sönnustu," segir Ármann Guð- mundsson, höfundur og leikstjóri leikritsins Beðið eftir Go.com air sem frumsýnt verður hjá Leikfélagi Mosfellssveitar í kvöld. Verkið seg- ir frá hópi íslendinga sem eru strandaglópar í erlendri flugstöð - að biða eftir flugi með lággjaldaflug- félaginu Go.com air sem starfar ein- göngu á Netinu. Verkið snýst meðal annars um til hvaða aðgerða hópur- inn grípur og hverju þær aðgerðir skila. Sólarhring á leiðinni frá London Ármann kveðst hafa fengið hug- myndina að verkinu þegar hann lenti í því i fyrra að vera einn sólar- hring á leiðinni heim frá London með lággjaldaflugfélagi og eftir að hafa haft samband við Leikfélag Mosfellsbæjar var hafm þróunar- vinna þar sem hugmyndir voru lagðar í púkk. „Það var síðan mitt verk að skrifa leikritið, velja sögur og persónur og tengja allt saman. Verkið hefur verið að breytast og þróast og sumt af því efni sem var með í upphafi komst aldrei á leiðar- enda en úrvalið kemur fyrir sjónir gesta í sýningunni,“ segir Ármann og brosir. Elti Togga inn í Hugleik Beðið eftir Go.com air er fyrsta leikritið sem Ármann skrifar í fullri lengd, einn síns liðs, en hann hefur samið fjölda leikrita með öðrum, m.a. þeim Þorgeiri Tryggvasyni og Sævari Sigurgeirssyni. Þau hafa veriö sett upp hjá Hugleik, Leikfé- lagi Akureyrar, Stopp leikhópnum, Hafnarfjarðarleikhúsinu og Leikfé- lagi Húsavíkur. Einnig hefur hann gert tónlist við nokkur leikrit og í fyrravetur sneri hann sér að leik- stjóm, bæði hjá Hafnarfjarðarleik- húsinu og Leikfélagi Dalvíkur. Ár- mann er fæddur og uppalinn á Húsavík en segir það hafa verið eft- ir að hann settist á skólabekk í MA sem hann hóf afskipti af leiklist. „Svo kom ég suður og elti Togga (Þorgeir Tryggvason) inn í Hug- leik,“ segir hann. Ármann er líka í hálfu starfi hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga og fram undan er hlut- Heldur í alla spotta „Það var mitt verk að skrifa leikritið, velja sögur og persónur og tengja allt saman, “ segir Ármann. verk í leikritinu „Þetta mánaðar- lega“ hjá Hugleik og annað hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu. Nú er það Beðið eftir Go.com air sem á hug hans allan. Þar fara rúm- lega tuttugu manns á svið og marg- ir fleiri leggja hönd á plóg. Þar má nefna Stein Sigurðsson sem hannar leikmynd, Alfreð Sturlu Böðvarsson sem sér um lýsingu, Björn Thorarensen og Eggert Hilmarsson, höfunda tónlistar, og Hörpu Svav- arsdóttur sem sér um búningamál- in. Frumsýningin er kl. 20 í kvöld í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ. -Gun. Bíógagnrýni Háskólabíó - j skóm drekans: ★ ★ ★ Víst er Hrönn sætust Sif Gunnarsdóttir skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Fegurð Þátttakendur með Hrönn Sveinsdóttur fyrir miðri mynd undirbúa sig. „Hvernig er eiginlega hægt að keppa í því að vera sæt?“ spyr kvik- myndagerðarkonan Hrönn mynda- vélina og sjálfa sig í upphafi mynd- arinnar I skóm drekans og reynir næstu tvo tímana að komast að því. Enginn sem á annað borð fylgist með fjölmiðlum hefur getað misst af umræðunni um heimildamyndina í skóm drekans sem fjallar um feg- urðarsamkeppnina Ungfrú ís- land.is. Hana átti að frumsýna í vor en kvikmyndagerðarmennimir lentu í lögbanni og vandræðum við aðstandendur keppninnar sem fannst að sér vegið. Hrönn, annar höfundur myndarinnar, hafði skráð sig i keppnina með þaö fyrir augum að gera úm hana kvikmynd en sagði hins vegar hvorki öðrum keppend- um né aðstandendum frá því. Hún var með myndavél með sér allt ferl- ið og ef hún var ekki sjálf með hana fyrir auganu þá elti mamma hennar hana eins og grár skuggi yfir í heim hárra hæla, líkamsræktar, ljós- myndara og ljósatíma. Spennan sem skapaðist vegna deilnanna um myndina er sennilega besta auglýs- ing sem f skóm drekans hefði getað fengið því nú mun fólk væntanlega þyrpast á hana til að sjá eitthvað dónalegt um fegurðarsamkeppni. Það er fínt að fólk drífi sig í bíó en myndin er hvorki hreinræktuð ádeila né ber brjóst - hún er fyrst og fremst einlæg og opinská upplifun ungrar konu sem skoðar veröld sem henni er fullkomlega framandi. Og alveg fínnst mér makalaust að sum- ar verðandi fegurðardrottningamar skuli vera nú, tveim ámm síðar, svo spéhræddar að þær láta má út á sér andlitin í kvikmyndinni. Alveg frá fyrstu mínútu, þegar við kynnumst Hrönn og fyrirbær- inu fegurðarsamkeppni á fslandi, er maður veiddur í sjarmanet Hrann- ar. Henni finnst fegurðarsamkeppni úrelt og hallærislegt konsept og ákveður að fletta ofan af keppni sem gerir út á að vera vitsmunalegri en sú klassíska sem bæði Hófí og Linda unnu á sínum tíma. Hrönn skráir sig í keppnina á alfólskum forsend- um en smám saman verður hún meira og meira upptekin af öllu saman. Mamman er fyrirmyndarmóðir, krítísk en alltaf full stuðnings þótt henni finnist þetta alltaf andstætt eðli dóttur sinnar en eins og Hrönn hrifst hún smám saman með. Pabb- inn er lítill þátttakandi, fínnst keppni sem þessi lítt merkileg þar til hann eygir möguleika á því að dóttir hans vinni. Kærastinn er gagnrýninn og heldur raunveru- leikaspeglinum stöðugt upp að and- liti Hrannar. Vinkonur Hrannar eru klappliðið, þær halda með vin- konu sinni, sama á hverju gengur. Seint i ferlinu fer Hrönn í útvarps- viðtal, þar sem hennar „sanna“ and- lit brýst fram með hortugheitum og fyndni, en hverfur aftur stuttu siðar þegar hún örvæntir um það hvort hún hafi gengið of langt og verði hent úr keppni. Því hver tekur þátt í keppni og vill ekki vinna - hvað sem það kostar? Hrönn nálgast fyrirbærið fegurð- arsamkeppni algjörlega tilgerðar- laust (sem í sjálfu sér er ákveðið af- rek) og leyfir okkur að komast ótrú- lega nálægt sinni prívat persónu - líka í bókstaflegri merkingu þegar myndavélin er eins og stækkunar- gler framan í henni. Við fylgjumst með henni boxa með Bubba, læra að ganga á háum hælum og brosa stór- glæsileg framan í ljósmyndara og við sjáum hana líka ógreidda, með óhreina húð, keðjureykjandi með vinkonum sínum að gera grín að keppninni sem hana langar þó að vinna. Myndatakan er ágeng, en að- eins á Hrönn, ekki aðra keppendur, hljóðið er stundum slæmt og ég hefði þegið að hafa myndina textaða til að missa ekki af orði. Og hvernig er þá hægt að keppa í því að vera sætust? Það er einfald- lega ekki hægt - þótt hópur fólks geti ákveðið með sjálfu sér hvaða ein stelpa af tiu þeim fínnst sætust í sundbol eða ílottust í flegnum kjól. Að vinna i fegurðarsamkeppni er svolítið eins og að vinna Eurovision - þar er það alltaf jafnlíkasta lagið sem vinnur - lagið sem hægt er að raula með í fyrsta sinn sem það hljómar í eyrum hlustandans. Að vera sætust er að vera jafnlíkust hinum, með penustu áhugamálin, vera aldrei kjaftfor eða með ögrandi skoðanir, því fegurðardrottningar segja aldrei andstyggilega brandara, detta í það eða fara á túr. Þær eiga að vera náttúrulausar fyrirmyndir allra ungra stúlkna. En álit manns á fegurðarkeppni skiptir ekki máli fyrir ánægjuna af bíóferðinni, I skóm drekans er einfaldlega vel gerð og bráðskemmtileg heimilda- mynd. Hún er byggð upp á einfald- an hátt frá skráningu í keppni til úrslitakvölds í Perlunni og þótt áhorfendur viti mætavel hvernig fór eykst spennan jafnt og þétt vegna þess hversu auðvelt það er að samsama sig Hrönn. Og þegar við skellum upp úr er það ekki vegna þess að verið sé að gera grín að keppninni heldur vegna þess að Hrönn og hennar heimur er byggð- ur skemmtilegu og athyglisverðu fólki. Lelkstjórar: Árni Sveinsson og Hrönn Sveinsdóttir. Aðalkvikmyndatókumaður: Sigrún Hermannsdóttir. Handrit og hug- myndavinna: Steinþór Birgisson og Sigur- jón Baldur Hafsteinsson. Hljóövinnsla: Gunnar Árnason. P.s. Ef keppt hefði verið í töffara- skap hefði Hrönn rúllað þessu upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.