Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2002, Qupperneq 21
29
FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002
DV Tilvera
Toni Collette þrítug
Ástralska leikkonan
Toni Collette á þrítugs-
afmæli í dag. Collette
hlaut heimsfrægö þeg-
ar hún lék aðalhlut-
verkið í Muriel’s
Wedding. Hefur hún
síðan nær eingöngu
leikið í bandarískum og breskum
kvikmyndum. Fyrir leik sinn í The
Sixth Sense var hún tilnefd til ósk-
arsverðlauna. Fyrir leik sinn í söng-
leiknum The Wild Party á Broadway
var hún tilnefnd til Tony-verðlaun-
anna. Þess má geta að hún þyngdi sig
um 12 kíló á sjö vikum svo hún pass-
aði í hlutverkið í Muriel’s Wedding.
Gildir fyrir laugardaginn 2. nóvember
Vatnsberinn (20. ian.-is. febr.):
|Þú ættir að llta í eigin
’barm áður en þú gagn-
rýnir fólkið í kringum
þig. Þú átt auðvelt með
að vinna með fólki í dag.
Fiskarnir (19. febr.-20. marsl:
Dagurinn einkennist
f tímaskorti og þú
verður á þönum fyrri
hluta dagsins. Reyndu
að ljúka þvi sem þú getur í tíma
og ekki taka of mikið að þér.
Hrúturinn (71. mars-19. anríll:
^^Tilflnningamál verða í
#^^m»brennidepli. Þú skalt
halda þig utan við þau
ef þau snúa ekki að
þér beint. Kvöldið verður ánægju-
legt.
Nautið (20. apríl-20. ma»:
I Fjölskyldan ætti að
eyða meiri tima sam-
an. Það er margt sem
kemur þér á óvart í
dag, sérstaklega viðmót fólks sem
þú þekkir lítið.
Tvíburarnir (21. maí-21. iúní):
Þú verður fyrir sífelld-
/^um truílumun í dag og
£ átt erfitt með að ein-
beita þér. Fólk virðist
vera upptekið af sjálfu sér.
Krabbinn (22. iúni-22. iúií):
Dagurinn verður á ein-
khvem hátt eftirminni-
Megur og þú tekur þátt
___ í einhverju spennandi.
Þú ættir að taka virkari þátt í fé-
lagslífinu í ákveðnum hópi fólks.
Líónið (23. iúlí- 22. ágúst):
I Þú átt mjög annríkt
' fyrri hluta dagsins og
T W Æ fólk er ekki jafntilbúið
að hjálpa þér og þú
vildir. Þegar kvöldar fer allt að
ganga betur.
Mevian (23. áaúst-22. seot.):
Einhver sýnir þér við-
‘Avft mót sem þú áttir ekki
7ii.von á. Þó að þú sért
' ' ekki sáttur viö það
skaltu ekki láta það koma þér úr
jafnvægi.
Voein (23. sept.-23. okt.):
S Þú heyrir eitthvað sem
Oy kemur þér á óvart en
\ f þú færð betri skýringu
£ f á því áður en langt um
liður. Happatölur em 5, 9 og 24.
Sporðdrekinn (24. okt.-2i. nóv.):
Þó að þér finnist vinn-
an vera mikilvæg
fþessa dagana ættirðu
ekki að taka hana
fram yfir vini og fjölskyldu. Vertu
heiðarlegur og hreinskilinn í sam-
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.l:
.skiptum við fólk.
*Það er hætta á deilum
í dag þar sem spenna
er í loftinu vegna at-
burða sem beðið er eftir. Skipu-
lagning er mikilvæg.
Steingeitín (22. des.-19. ian.):
^ _ Eitthvað gerist í dag
\j£§_ sem styrkir fjölskyldu-
* Jr\ böndin og samband
þitt við ættingja þína.
Kvöldið verður skemmtilegt.
Lesí& í irtús
’&.-i.'JÍQ
fi^r
W 11L
Á þessari fallegu mynd frá fyrsta áratug 20. aldar sjást þrjú helstu samkomuhús Reykvíkinga á fyrri hluta aldarinnar: Báran, sem KR-ingar áttu og
starfræktu lengi, en þar héldu þeir m.a. leiksýningar og dansleiki, Gúttó, þar sem haldnir voru dansleikir og bæjarstjórnarfundir, og Iðnó.
Iðnó
í kvöld - uppselt
- þættir úr sögu samkomuhúss Reykvíkinga
Nú hefur Leikfélag íslands hætt
starfsemi sinni. 1 svipinn er því eng-
in föst leiklistarstarfsemi i Iðnó.
Það er ekki i fyrsta sinn sem leik-
listargyðjan yfirgefur þetta sögu-
fræga musteri sitt. En borgaryfir-
völd hafa fullan hug á að því að hús-
ið verði í framtíðinni nýtt til menn-
ingarviðburða og þessa dagana er
verið að skoða hugmyndir um rekst-
ur og nýtingu hússins til frambúð-
ar. Vonandi á Iðnó eftir að gegna
sínu gamalkunna hlutverki um
ókomin ár, að vera musteri Thaliu.
lönaðarmenn voru
máttarstólpar
Saga Iðnó er samofm sögu tveggja
merkisfélaga. Það eru Iðnaðar-
mannafélag Reykjavíkur og Leikfé-
lag Reykjavíkur.
Iðnó var upphaflega nefnt Iðnað-
armannahúsið enda byggt af Iðnað-
armannafélagi Reykjavíkur. Á þeim
árum nutu íslenskir iðnaðarmenn
mikillar virðingar. Flestir þeirra
höfðu sótt menntun sína til Kaup-
mannahafnar. Ráðleggingar þeirra
þóttu afar mikilvægar áður en iðn-
skólamenntun varð almenn hér á
landi. Þeir voru málsvarar verk-
legra framfara og ýmsir verkþættir
þeirra áður fyrr urðu síðar starfs-
svið verkfræðinga, tæknifræðinga
og arkitekta. Það voru þessir sigldu
og virtu iðnmenntamenn sem stofn-
uðu fyrstu stéttarfélögin hér á landi.
Iðnaðarmenn byggja
Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur
hét fyrst Handiðnaðarmannafélagið
og var stofnað 1867. Tólf árum síðar
kom fram hugmynd um að félagið
byggði hús yfir samkomur og skóla-
hald í bænum. Ekkert varð af fram-
kvæmdum þá en 1891 bar þáverandi
formaður félagsins fram tillögu um
að félagið reisti sér samkomuhús og
hófst þá fjársöfnun fyrir fram-
kvæmdunum.
Félagið fékk úthlutað byggingar-
svæði 1893 en ekki á þurru landi.
Byggingarsvæðið var í Tjörninni og
varð félagið því að byrja á því að
fylla upp í Tjömina þar sem húsið
átti að standa. Upphaflega var félag-
inu leyft að byggja hús sem yrði
12x14 álnir að flatarmáli. En þá kom
fram tillaga á meðal iðnaðarmanna
frá Magnúsi Benjamínssyni úrsmið
þess efnis að félagið reisti mun
stærra hús. í samræmi við það sam-
þykkti bæjarstjóm 1896 að félagið
mætti reisa hús sem yrði 43x20 áln-
ir aö flatamáli.
Sveinn Jónsson snikkari var
sendur utan til að kaupa efni i hús-
ið og síðan var hafist handa við
bygginguna. Yfirsmiður hússins var
Einar J. Pálsson byggingameistari
sem jafnframt mim hafa teiknað
það. Gekk smíðin að óskum og var
húsið nánast tilbúið í ársbyijun
1897.
Stærsta samkomuhúsið
Fullsmíðað var húsið metið á
36.000 krónur. Það var þá þriðja
stærsta húsið í Reykjavík, á eftir Al-
þingishúsinu og Latínuskólanum,
og mun vera fyrsta stórhýsið í bæn-
um sem byggt var af íslensku frum-
kvæði og fyrir íslenskt ijármagn.
Iðnó var formlega tekið í notkun
sem samkomuhús með samsöng í
árslok 1897. Þar mættu þá 400
manns, eða tíundi hver bæjarbúi.
Húsið var þá langstærsta samkomu-
húsið í bænum og hélt þeim virðing-
arsessi til 1925 er Gamla Bió, nú hús
íslensku óperunnar, var reist.
Leikfélag Reykjavíkur
Fyrir daga Iðnó voru tvö áhuga-
mannaleikfélög starfrækt í Reykja-
vík. Annað félagið hafði stundað
leiksýningar frá 1894 og sýndi í Góð-
templarahúsinu sem í daglegu tali
var nefnt Gúttó. Það hús var reist
fyrir sunnan Alþingishúsið 1887.
Það sést á miðri myndinni hér að of-
an. Hinn leikhópurinn hafði aðsetur
í Breiðfjörösleikhúsi í Aðalstræti
sem síðar var nefnt Fjalakötturinn.
Með tilkomu þessa nýja og glæsi-
lega samkomuhúss sameinuðust
leikfélögin tvö og Leikfélag Reykja-
víkur var stofnað 11. janúar 1897.
Varla er ofsagt að Leikfélag Reykja-
víkur og aðsetur þess, Iðnó, hafi síð-
an verið rauði þráðurinn í menn-
ingarlífi Reykvíkinga um áratuga-
skeið. Það sem öðru fremur ein-
kenndi starfsemi félagsins var
brennandi áhugi og þrotlaus sjálf-
boðavinna.
Fyrstu leikararnir
Félagar Leikfélagsins komu úr
öllum stéttum samfélagsins og sama
er að segja um leikhúsið. Það var
ekki leikhús yfirstéttarinnar. Þang-
að komu allir Reykvíkingar, óháð
stétt og menntun.
Meðal helstu máttarstólpa og
fyrstu leikara félagsins má nefna
Áma Eiríksson verslunarmann, afa
Styrmis Gunnarssonar ritstjóra;
hjónin Borgþór Jósefsson og Stefan-
íu Guðmundsdóttur, foreldr-
aleikkvennanna Önnu, Þóru og
Emelíu Borg; Friðfmn Guðmunds-
son prentara; Gunnþórunni Hall-
dórsdóttur; Kristján Ó. Þorgrímsson
kaupmann; Sigurð Magnússon guð-
fræðing og Þorvarð Þorvarðsson
prentara sem varð fyrsti formaður
félagsins. Þá störfuðu iðnaðarmenn
í félaginu og unnu m.a. að leik-
myndagerð.
Hús og félag
Með stofnun Leikfélags Reykja-
víkur hófst hundrað ára samtvinn-
uð saga húss og félags. Fram til
1950, er Þjóðleikhúsið tók til starfa,
var Leikfélag Reykjavíkur stærsta
leikfélag landsins og Iðnó forystu-
leikhús íslendinga og ótvíræð
menningarmiðstöð Reykvíkinga.
Þar fór fram ýmiss konar menning-
arstarfsemi, s.s. dansleikir, veislur,
hljómleikar, borgarafundir, fyrir-
lestrar, kvikmyndasýningar, upp-
lestrar og hlutaveltur. En er Leikfé-
lagið varð atvinnuleikhús 1960 var
ákveðið að félagið sæti eitt að hús-
inu. Hin samtvinnaða saga Leikfé-
lagsins og Iðnó nær til 1989 er Leik-
félagið flutti í Borgarleikhúsið.
Iðnaðarmannafélagið seldi Iðnó
1918 og síðan hafa ýmsir aðilar átt
húsið. Það er nú alfriðað og árið
1992 samdi Reykjavíkurborg við þá-
verandi eigendur um endurbygg-
ingu þess og eignarhald. Samkvæmt
þeim samningi á borgin nú 55%
eignarinnar á móti Eflingu og Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur.
Sennilega eru flestir Reykviking-
ar sammála um það að Iðnó sé fyrst
og fremst leikhús og að svo eigi að
vera til frambúðar. -KGK
Iðnó á unglingsárunum. Myndin er tekinn að norðanverðu.