Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2002, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2002, Side 26
34 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 Rafpostur: dvsport&dv.is Stevie Haukar - of sterkir fyrir Val í gærkvöld Valur náði ekki að iylgja eftir góðum sigri á Njarðvík en í gærkvöld tóku Valsmenn á móti Haukum. Haukar höfðu betur og urðu lokatölur 73-84 og voru það gestimir sem leiddu ailan leikinn og áttu sigurinn skilinn. Haukar komust strax í 2-8 og voru hálfu skrefi á undan í fyrsta leikhluta. Ólafur Ægisson skoraði 3ja stiga körfu á ævintýranlegan hátt í lok leikhlutans og minnkaði muninn í eitt stig, 26-27. Staðan var síðan 30-30 en þá tóku Haukar góðan kipp og gerðu 15 stig gegn aðeins tveimur heimamanna. Eft- ir þetta voru Valsmenn alltaf að elta. Þeir náðu að minnka muninn minnst í sex stig í þriðja leikhluta en eftir það voru Haukar með þægilegt forskot. Mestur fór munurinn í 20 stig, 64-84, þegar skammt var eftir en þá gerðu Valsmenn síðustu níu stigin í leiknum. Johnson í sérflokki Stevie Johnson var eins og svo oft áður i sérflokki á vellinum. Hann fór ekki út af í eina sekúndu og virðist ná að halda út ailan leikinn án þess að fá hvíld. Hann fékk ekki einu sinni að setjast á bekkinn þegar Haukar voru komnir 20 stigum yfir og einhveijar mínútur eftir. Marel Guðlaugsson átti finan leik. Hann skoraði grimmt í byrj- un en var eftir það áberandi í ffáköst- um, vöm og stoðsendingum. Sævar Haraldsson lék einnig vel og stjórnaði leik Hauka með ágætum og Ottó Þórs- son skilaði finu hlutverki þann tíma sem hann var inni á. Valsmenn mættu vel stemmdir tO leiks og fullir sjáifstrausts eftir ffábær- an sigur á Njarðvík. Haukar voru betri þetta kvöldið en heimamenn hefðu þurft tvö stig tO að koma sér úr faftbar- áttunni. Það býr ýmislegt í liðinu en baráttan við að elta Hauka nánast aM- an leOcinn var þeim ofviða að þessu sinni. Laveme Smith byrjaði vel en náði ekki að fylgja því eftir það sem eft- ir var af leiknum. Hann átti þó finan leOc í heOdina og er greinOega að kom- ast betur inn í hlutina. Hjörtur Hjartar- son gerði flna hluti og Ragnar Steins- son spOaði vel en var í vOluvandræð- um. Hinrik Gunnarsson var grimmur í fráköstunum. -Ben Valur-Haukar 73-84 2-0, 2-8, 8-15, 21-19, (26-27), 30-30, 30-39, 3245, 3845, (3848), 4048, 42-52, 49-52, 49-61, (53-64), 55-69, 58-73, 64-84, 73-84. Stig Vals: Laveme Smith 23, Ragnar Steinsson 12, Ólafur Ægisson 10 Ægir Jóns- son 9, Hjörtur Hjartarson 8, Bjarki Gústafs- son 7, Hinrik Gunnarsson 4. Stig Hauka: Stevie Johnson 35, Marel Guð- laugsson 13, Ottó Þórsson 10, Sævar Har- aldsson 8, Ingvar Guðjónsson 7, Predrag Bojovic 6, Þórður Gunnþórsson 3, Halldór Kristmannsson 2. Dómarar (1-10): Bjami Þórmunds- son og Georg Andersen (7). Gœói leiks (1-10): 5. Áhorfendur: 120. Maður leiksins: Stevie Johnson, Haukum. Fráköst: Valur 37 (15 í sókn, 22 í vöm, Hinrik 10), Haukar 32 (6 í sókn, 26 í vöm, Johnson 10) Stoósendingar: Valur 20 (Smith 6, Ólaf- ur 6), Haukar 25 (Sævar 8). Stolnir boltar: Valur 19 (Smith 4), Hauk- ar 12 (Sævar 4). Tapaöir boltar: Valur 19, Haukar 17. Varin skot: Valur 4 (Hjörtur 4), Haukar 3 (Bojovic 2). 3ja stiga: Valur 25/6, Haukar 17/5. Víti: Valur 9/3, Haukar 23/15. Meistarataktar 147 stig og 54 stiga sigur Keflavíkur í Hveragerði • vora meistarataktar hjá Keflvíkingum þeg- Hann náði aðeins að gera átta stig, svo vel v; Það vora meistarataktar hjá Keflvíkingum þeg ar þeir unnu 54 stiga sigur í Hvergerði í gær, 83-137. Hamarsmenn höfðu ekki neitt í spræka Keflvíkinga að gera, Keflavík náði strax yfirhönd- ini og eftir fyrsta leikhluta leiddu þeir með 18 stiga mun. Annar leikhluti bauð upp á það sama. Kefla- vík jók forskot sitt jafnt og þétt og í hálfleik var staðan 37-70, þrjátíu og þriggja stiga munur. Gunn- ar Einarsson, Falur Harðarson og Damon Johnson leiddu lið Keflavíkur og gerðu til samans 49 stig í fyrri hálfleik. „Það gerist ekki oft að Hvergerðingar tapi heima með svona miklum mun,“ sagði Sigurður Ingi- mundarson, þjálfari Keflavíkur, þegar DV-Sport ræddi við hann í leikslok. „Hamar er með gott lið þó að þeb* hafi ekki verið að spila vel í síðustu leikjum og við náðum að keyra yfir þá strax og við spiluðum besta leik okkar á tímabilinu. Allt liðið spilaði vel og við náðum að halda niðri þeirra besta manni, Robert O’Kelly, sem er mikil skorari. Jóhann Möller í Val Framherjinn Jóhann Möller, sem lék með FH- ingum i Símadeildinni í sumar, er genginn til liðs nýliða Vals. Jóhann lék 16 leiki í Símadeildinni með FH í sumar og skoraði tvö mörk í þeim. Þorlákur Ámason, þjálf- ari Vals, sagði í samtali við DV-Sport í gær að Vals- menn hygðust styrkja hóp- inn frekar en það væri erfitt þar sem litlir pening- ar væru fyrir hendi. -ósk Hann náði aðeins að gera átta stig, svo vel var hann tekinn af Sverri. Það er ekkert grín að hafa Sverrir á sér svona," sagði Sigurður að lokum. „Þetta var lélegur leikur," sagöi Lárus Jónsson fyrirliði Hamars. „Við spiluðum slæma vörn og það gengur ekki að gefa þeim svona mörg tækifæri á að skjóta þriggja stiga skotum. Við gerðum 83 stig sem er ekki slæmt en við fengum á okkur 137 og það segir allt um varnarvinnu okkar,“ sagði Láras að lokum. Hjá Hamri er kannski erfitt að velja besta leik- manninn því að liðið náði sér aldrei á strik. Svav- ar P., Lárus og Svavar B. voru þeirra skástu menn. Hjá Keflavík spilaði Sverrir Þór frábærlega vel og hann gjörsamlega át upp sterkasta vopn hamars, Robert O’Kelly, sem náði aðeins að gera átta stig. Allir aðrir í Keflavíkurliðinu spiluðu frá- bæran körfubolta og er erfitt að sjá hver ætlar að ná að stoppa þetta lið. -EH Sæta- skipti „Mínir strákar héldu einbeit- ingu allan tímann og voru mjög yf- irvegaðir og spiluðu þetta bara sem eitt liö allan leikinn," sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæ- fells, eftir 95-81 heimasigur á Breiðabliki sem kom nýliðum úr Hólminum upp um tvö sæti og Snæfell hafði með sigrinum sæta- skipti við Blikana. „Það voru allir tilbúnir í þenn- an leik, reynsluleysið hefur aðeins verið að há okkur í upphafi móts en okkar unga lið öðlast reynslu með hverjum leik og hver leikur er reynsla fyrir okkur,“ sagði Bárður sem var ángæður með ungu strákana í liðinu. „Ungu strákarnir, eins og Helgi og Jón Ólafur, spiluðu þetta mjög vel og það spiluðu allir í liðinu vel. Helgi var alveg einstaklega góður og hann á eftir að koma á óvart í vetur,“ sagði Bárður um hinn 22 ára leikstjómanda sinn Helga Guðmundsson sem var með 12 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum. Framlína Snæfells sterk Jón Ólafur Jónsson stóð upp úr jafngóðu liði Snæfells en hann skoraði 28 stig og nýtti 11 af 16 skotum sínum. Eins vora þeir Hlynur Bæringsson (21 stig, 14 ffá- köst) og Clifton Bush (20 stig og 15 ffáköst) gríðarsterkir og þessi þriggja manna framlína Snæfells skilaði 69 stigum og 34 fráköstum í gær. Þá stjórnaði Helgi Guð- mundsson leik liðsins af miklu ör- yggi og Lýður Vignisson spilaði mjög góða vörn á Pálma Frey Sig- urgeirsson en Pálmi losnaði í lok- in og gerði 12 af 23 stigum sínum í fjórða leikhluta. Pálmi var samt sterkur hjá Blik- um líkt og Kenneth Tate en liðið var undir í baráttunni um frá- köstin og Blikar mega ekki mik- ið við því. -ÓÓJ NBA í nótt Washington-Boston ....114-69 Stackhouse 22 (10 stoðs, 7 frák.), Jor- dan 21 (5 stoðs., hitti 8 af 15 skotum á 21 mín.), Brown 20 (6 varin) - Walker 12, Pierce 12 (3 af 16 í skotum), Willi- trnis 10. Atlanta-Utah Jazz.....105-98 Robinson 30, Terry 21 (13 stoðs.), Abd- ur-Rahim 17 - Malone 20, Harping 19, Collins 18, Stockton 15 (11 stoðs.). Sacramento-Portland .... 100-72 Stojakovic 26, Jackson 20 (10 frák.), Turkoglu 16 - Wallace 24 (9 frák.), Wells 11 (6 frák.), Anderson 10 TERSF RT DEILDIN Keflavík 5 4 1 519-400 8 Grindavík 4 4 0 382-288 8 KR 5 4 1 432-395 8 Haukar 5 3 2 427-411 6 ÍR 4 3 1 360-367 6 Breiðablik 5 2 3 453-455 4 Snæfell 5 2 3 382-388 4 Njarðvík 4 2 2 317-332 4 Tindastóll Hamar Valur Skallagrímur4 409-431 478-555 339-425 314-365 Næstu leikir: 1 kvöld Skallagrímur-Grindavík .....19:15 tR-Njarðvík.................19.15 Fimmtudagur 14. nóv. Haukar - ÍR.................19.15 KR - Skallagrímur...........19.15 Föstudagur 15. nóv. Hamar-Valur ................19.15 Keflavík-Grindavík..........19.15 Njarðvík-Snæfell............19.15 Breiðablik-Tindastóll ......19.15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.