Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2002, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2002, Síða 32
Smíðjuvegi 60 (Rauö gata) ■ Kópavogi Sími 557 2540 - 554 8350 Allar almennar bílaviðgerðir á öllum tegundum bifreiöa FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ Vönduö vinna - aöeins unnin af fagmönnum Loforð er loforð FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 Sími: 533 5040 - www.allianz.is Sinfónían og Sálin: Uppselt á augabragði Gríðarlegur áhugi er á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands og Sál- arinnar hans Jóns mins núna í nóv- ember. Strax í haust seldist upp á þá sem auglýstir voru 22. nóv. og var þá bætt við aukatónleikum daginn eftir. Þar sem allir miðar á aukatón- leikana seldust upp á augabragði hefur þriðju tónleikunum nú verið bætt við til að mæta þessari miklu eftirspum þann 21. nóvember kl. 19.30. Miðasala á þá tónleika hefst í dag hjá Sinfóniuhljómsveitinni. Fasteignasalinn í Holti: Greiddi ekki laun Starfsfólk Fasteignasölunnar Holts í Kópavogi fékk ekki laun greidd fyrir októbermánuð áður en eigandinn gekk á fund Ríkislög- reglustjóra og viðurkenndi á sig tugmilljóna króna fjárdrátt. Sam- * kvæmt upplýsingum DV er starfs- fólk að leita réttar síns vegna þessa en maðurinn hafði ekki greitt laun á réttum tíma svo mánuðum skipti. Rannsókn lögreglunnar heldur áfram. Samkvæmt upplýsingum DV beinist hún að mun Öeiri þáttum en fjárdrætti. t DV á morgun koma fram ýmsar upplýsingar um með hvaða hætti maðurinn lék á opinbera aðila áður en hann kom sjálfur fram og upplýsti hvaö gerst hefði. -Ótt ef* Handfrjáls dagur Þeir sem ekki nota handfijálsan búnað þegar þeir tala i GSM-síma geta, frá og með deginum í dag, feng- ið 5000 króna sekt. Lögregla er með nokkum viðbúnað vegna fullnaðar gildistöku laga um handfrjálsan bún- að í bílum og því eins gott að vera með réttu græjumar undir stýri. ít- arleg umfiöllun um handfrjálsan búnað er að fmna á bls. 17-24. -hlh J -r Í ‘ j \ - - ’\ SECURITAS VELDU ÖRYGGI í STAÐ ÁHÆTTU! Sími 580 7000 | www.5ecuritas.is LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ DV-MYND TEITUR Forstjórasklptl Forstjóraskipti uröu hjá Vátryggingafélagi íslands í dag þegar Axel Gíslason lét af störfum. Viö tók Finnur Ingólfsson, fyrrverandi seðlabankastjóri. Hér sést Axel afhenda Finni lykla aö forstjóraskrifstofunni meö óskum um velfarnaö í nýju starfi. Hlutfall erlendra ríkis- borgara úr 2,1% ■ 3,4% - síðustu tíu ár - fæstir í Norðausturkjördæmi Erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi er nú um 9.700 eða 3,4% lands- manna en fyrir tíu ámm vom þeir um 5.400 eða 2,1%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari félagsmálaráð- herra við fyrirspum Kristjáns L. Möll- ers um þróun ibúafjölda síðast liðin tíu ár. Þegar litið er á þróunina eftir kjör- dæmum kemur I ljós að í Reykjavík hefur hlutfall erlendra ríkisborgara hækkað úr 2,3% í 3,9%; í Suðvestur- kjördæmi úr 1,7% í 2,6%; í Suðurkjör- dæmi úr 2,2% í 3,9%; í Norðvestur- kjördæmi úr 2,7% í 3,7% og í Norð- austurkjördæmi úr 1,4% í 2,3%. Áberandi er hve hlutfallið er hátt víða á Suðumesjum; 8,5% í Gerða- hreppi, 7,1% í Sandgerði og 5% í Grindavík. Það er einnig hátt víða á Snæfellsnesi; 7,6% í Grundarfirði, 7,5% i Snæfellsbæ og 6,1% í Stykkishólmi. Á Vestfjörðum er hlutfallið lang- hæst í Tálknafjarðarhreppi; þar eru erlendir ríkisborgarar 67 af alls 372 íbúum eða 18%. Þetta er raunar hæsta hlutfall í nokkru sveitarfélagi á land- DV-MYND JULIA IMSLAND Erlendir ríkisborgarar koma til Hafnar Árið 1997 komu 25 flóttamenn til Hafnar í Hornafiröi. Átta þeirra eru búsettir þar enn. Myndin var tekin viö komu fólksins til Hafnar. inu. í Vesturbyggð er það 6,6% og 6% á ísafirði. Viðlíka hlutfóll finnast ekki aftur fýrr en austur á Raufarhöfh, 11,8%, og Þórshöfn, 8%. Á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallið hæst í Reykjavík eða 3,9% en lægst í Mosfellsbæ, 1,9%. Fleiri dæmi um fjöl- menn sveitarfélög þar sem hlutfall er- lendra ríkisborgara er lágt eru Vest- mannaeyjar með 1,5%, Borgarbyggð með 1,7%, Blönduósbær með 1,7%, Akureyri með 1,3%, Húsavík með 1,3%, Ólafsfjarðarbær með 0,8% og Austur-Hérað með 1,3%. -ÓTG Ibúar strandbyggða í rútu í verslanir - verslunarstaöur um aldir nú án allrar þjónustu „Þetta er ágæt leið fyrir okkur íbúana til að geta keypt á góðu verði okkar vörur en mikið fmnst mér það nú vera dapurt að við verð- um að fara hingað upp eftir tfi að komast í verslun með góðu vöruúr- vali,“ sagði Ingibjörg Magnúsdóttir, íbúi á Stokkseyri, ein af 13 íbúum Stokkseyrar og Eyrarbakka sem notfærðu sér rútuferö i boði Krón- unnar á Selfossi í gærmorgun. Rúta frá Guðmundi Tyrfingssyni sótti hópinn og keyrði fólkið að verslun Krónunnar. Mörgum íbúum byggðanna á ströndinni þykir það vera mikil aft- urfór að þurfa að fara út úr stöðun- um til að versla í verslunum með nægilegt úrvíd á lágu verði. Um ald- .1» i r DVMYND NJÖRÐUR HELGASON 13 þáðu bobiö Stokkseyringar í rútunni á leiö í kaupstaöinn í gær. ir var Eyrarbakki einn helsti versl- unarstaður landsins. Þar var ein helsta höfn landsins um aldir. Allt frá árinu 1100 hefur hún verið helsta höfn á Suðurlandi og allt fram að síðari heimsstyrjöld. Blómatími Eyrarbakka var frá alda- mótum 1800 fram á fyrstu áratugi síðustu aldar. Bændur komu þang- að víða að með vörur stnar. Nú er búið að loka verslunum og bankaútibúum þar, pósthúsið er í skoðun og almenningssamgöngur hafa dregist svo saman að það er orðin tveggja daga ferð fyrir íbúa til höfuðborgarinnar. „Þetta er allt í lagi og ég kem til með að notfæra mér feröimar, síð- an er það bara gaman að fara svona saman í hóp í búðina,“ sagði Eyr- bekkingur í Krónunni í gærmorg- un. -NH Lögbann á aö- ^ gerðir sjómanna é Sýslumaðurinn i Kópavogi hefur að kröfu útgerðar flutningaskipsins Estime, sem Atlantsskip hefur á tímaleigu, sett lögbann við aðgerð- um sem forysta samtaka sjómanna hafði boðað til að hindra losun og lestun skipsins sem kemur til hafn- ar í Kópavogi í dag, fóstudaginn 1. nóvember. Með lögbanninu er tryggt að engin töf verður á sigling- um og afgreiðslu Estime og að þjón- usta Atlantsskipa við viðskiptavini sína mun ekki raskast. Stefán Kjærnested, framkvæmda- stjóri Atlantsskipa, segir að undan- farin fjögur ár hafi forysta samtaka sjómanna reynt með ólögmætum að- gerðmn að hindra afgreiðslu skipa Atlantsskipa, síðast við komu skips- ins Bremer Uranus í síðustu viku til Njarðvikurhafnar. Af yfirlýsingum forystu samtaka sjómanna í fjölmiðl- um er ljóst að aðgerðir gegn Atlants- skipum eru hvorki byggðar á lögum né kjarasamningum heldur er mark- miðið það eitt að koma í veg fyrir að erlendar áhafnir séu á þeim flutn- ingaskipum sem islensk skipafélög hafa í siglingum. Hér sé á ferð ein- hvers konar pólitísk andstaða við það fjölþjóðlega samfélag, sem ís- lenskt þjóðfélag er nú hluti af, og hef- ur í fór með sér aukið frelsi í flutn- ingi vinnuafls milli landa. -GG Suðurnes: „Afskaplega kvíðvænlegt“ „Þetta er afskaplega kvíðvæn- legt,“ sagöi Sigrún Ólafsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á heilsugæslunni á Suðurnesjum, eft- ir brotthvarf allra heimilislækna þaðan í gær. Hún sagði að hjúkrun- arfræðingar hefðu verið settir á vaktir. Þeir leiðbeindu fólki um hvert það gæti snúið sér, það er á læknavaktir í Kópavogi og í Reykja- vík. Læknar á sjúkrahúsinu sinntu einungis sjúklingum þar, svo og al- gerum neyðartilfellum. Eitt slíkt hefði komið upp í nótt varðandi sykursýkisjúkling. Læknir á sjúkra- húsinu hefði annast það. Sigrún sagði að fjölgun hjúkrun- arfræðinga á vöktum nú væri ekki verk heilbrigðisráðherra. Það hefði verið unnið heima í héraði. „Það hefur enginn talað við okk- ur hér úr ráðuneytinu né leiðbeint okkur með eitt eða neitt. Þetta getur ekki gengið svona því að þeir sem helst þurfa að leita til læknis, aldr- aðir, sjúkir og fólk með smábörn, eiga ekkert auðvelt með að keyra Reykjanesbrautina fram og til baka.“ -JSS Sjá bls. 2 CAFÉ P R l S T 0 - Góð tónlist - Margróniaóar súpur í hódeginu - Hódegisréttir - Opið virka daga 10—23 laugardaga og sunnudoga 12-18 - Nœg bttastœði - Hlíðarsmári 15, sími 555-4585, sama húsi og Úrval/Útsýn / / / / / / / / / / / ; / / /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.