Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2002 23 Darrell Flake, sem leikur með KR, kemur best út hjá bandarísku leik- mönnum Intersportdeildarinnar í körfubolta en DV-Sport kafaöi ræki- lega ofan í frammistöðu atvinnu- mannanna það sem af er vetri. Flake er að leika fyrsta tímabil sitt hér á landi og hefur reynst KR- ingum mikill happafengur. Þrátt fyr- ir frábærar tölur í leikjum sínum til þessa fer ekki mikið fyrir honum á vellinum. Áhorfendur sitja ekki agndofa þeg- ar hann er að gera sitt en þegar leik- urinn er gerður upp kemur oft í ljós að hann átti frábæran leik. Hann er ekki nema 193 cm á hæð en þrátt fyr- ir það skorar hann nánast öll sín stig inni í teig. Hann er mikill dugnaðar- forkur og er sívinnandi. Hann hefur líka gott auga fyrir spili og er fljót- ur að finna mann þegar hann er tví- dekkaður. Stevie Johnson á frábært tímabil meö Haukum og viröist ekkert geta stöövaö kappann í vetur. Stevie Johnson, Haukum Johnson er frábær leikmaður sem er á öðru ári sínu í deildinni. Hann hefur heldur betur breytt Haukalið- inu og er þar algjör lykilmaður. Hann er bæði skorari og gerir menn betri í kringum um sig. Hann hefur verið algjörlega óstöðvandi það sem af er tímabilinu enda getur hann nánast gert allt sóknarlega. Hann spilar út um allt og er því erfltt að dekka hann. Darrell Lewis, Grindavík Lewis er góður leikmaður sem hef- ur spilað mjög vel með Grindavík, mjög mjúkur í öllum sínum aðgerð- um og hjálpar tO viö frákast og fleira. Hann er góður varnarmaður og liðsspilari, góður að fara á körf- una og einnig flnn skotmaður utan af velli. Kenneth Tate, Breiöabliki Tate er skorari og einnig mikUl frákastari þrátt fyrir að vera ekki hávaxinn. Þá nýtir hann skot sín nokkuð vel og er fjölhæfur sóknar- lega. Hann hefur spilað sem lítili framherji eftir að Mirko Virijevic kom aftur til Blika en spilaði sem kraftframherji áður. Damon Johnson, Keflavík Það þarf ekki að fara mörgum orð- um hversu öflugur Damon er. Hann hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar síðustu ár og er enginn breyting þar á þetta árið. Hann spil- ar best á úrslitastundu en þurfti að gera of mikið á siðasta timabili. Núna er breiddin miklu meiri hjá Keflavík sem kemur sér vel fyrir hann. Menn hafa ekki enn fúndið leið til að stöðva hann og má reikna með að hann verði óstöðvandi þenn- an veturinn eins og áður. Clifton Cook, Tindastóli Cook er lipur bakvörður sem skor- ar, frákastar og sendir stoösending- ar. Hann er mjög fljótur og duglegm- að „stela“ boltanum af andstæðing- um sínum og er með 9,2 fráköst sem er frábært fyrir leikmann sem er ekki miklu hærri en 180 cm. Hann á eftir að verða betri eftir því sem líð- ur á veturinn og eru Stólarnir með góðan mann þar sem Cook er. Isaac Hawkins, Skallagrími Hawkins hefur ekki farið á kost- um frá því að hann kom skömmu fyrir fyrsta leik. Honum hafa verið mislagðar hendur í sókninni, hefur tapað flestiun boltum i deildinni sem er sjaldgæft fyrir mann sem leikur inni í teig sem miðherji. Hann er þó finn frákastari og gæti verið að koma til en í sigurleiknum gegn Grindavík í síðustu umferð átti hann besta leik sinn hingað til. Robert O'Kelley, Hamri O'Kelley hefur leikið frábærlega á köflum en verið í tómu rugli þess á milli. Hann fór vel af stað en hefur verið í lægð í síðustu þremur leikj- um, gegn Keflavik í deildinni og síð- an í leikjunum tveimur gegn KR í Kjörísbikarnum. Hann kom hingað til lands sem eitt „stærsta nafnið“ sem hingað hefur komið og er tekinn úr umferð í öllum leikjum. Hann er þrátt fyrir það með 45% skotnýtingu sem er gott fyrir skotbakvörð en hef- ur átt til að taka slæm skot á köflum. Clifton Bush, Snæfelli Bush þekkir íslenska boltann og hefur leikið hér nokkur tímabil bæði í efstu deild og 1. deild. Hann er dug- legur leikmaður og fer langt á dugn- aðinum. Hann er langt frá því að vera hæfileikaríkasti erlendi leik- maðurinn í deildinni en hann er traustur. Hann hefur þó verið róleg- ur í haust. Bush fær ekki mikla hvíld og hefur verið undantekning- arlaust inná alla leiki Snæfells hing- að til. Eugene Christopher, ÍR Christopher er annar mjög dugleg- ur leikmaður sem leggur sig fram í leikjum. Hann reynir að spila vörn en hefur gengið misjafnlega í sókn i þessum fyrstu umferðum. Hann leið- ir deildina í stolnum boltum en þarf að vera meiri ógn sóknarlega til að hjálpa ÍR-ingum meira og til að létta undir með Eiríki Önundarsyni. Þá hefur skotnýting hans ekki verið góð en á væntanlega eftir að lagast þegar hann flnnur taktinn hjá liðinu. Laverne Smith, Val Smith hefur verið mjög misjafn það sem af er móti. Hann hefur leikið á köflum gríðarlega vel og litið út fyrir að vera hörkuleikmaður en hefur einnig dottið niður þar sem hann hef- ur lítið sem ekkert getað. Vonandi fyrir Valsmenn finnur hann rétta sporið og nær stöðugleika í leik sinum. Hann hefur verið í vand- ræðum með þriggja stiga skotin hingað til en er með ágætis skot. Þá hafa kom- ið kaflar þar sem hann hefur ætlað að gera of mikið og svo hafa einnig kom- ið kaflar þar sem hann reynir of lítið. Pete Philo, Njarövík Samkvæmt NBA-framlagsformúl- unni hefur Pete Philo verið sá erlendi leikmaður sem gerir minnst fyrir sitt lið í þessum fimm umferðum sem bún- ar eru. Hann hefur leikið síðasta leik sinn fyrir Njarðvík vegna meiðsla og per- sónulegra ástæðna. Mikið hefur verið rætt um frammistöðu hans í haust og ekki eru allir sammála um ágæti hans. -Ben Pete Philo kemur ekki vel út úr NBA-framlagsformúlunni í fyrstu fimm umferðunum. Hann mun ekki leika meira með Njarðvík í vetur. Sport Topplistar tölfræðinnar: - hjá Könunum Flest stig í leik: 1. Stevie Johnson, Haukum .. . .35,2 2. Darrell Flake, KR . .32,2 3. Robert O'Kelley, Hamri ... .. 31,2 4. Kenneth Tate, Breiðabliki . ..30,0 5. Darrel Lewis, Grindavík .. ..26,0 6. Damon Johnson, Keflavík . . .25,8 7. Peter Philo, Njarðvik . . 22,5 8. Clifton Cook, Tindastóli ... .. 21,0 9. Laveme Smith, Val . . 20,6 10. Clifton Bush, Snæfelli .... . . 19,8 Fiest fráköst í leik: 1. Darrell Flake, KR . . 17,0 2. Kenneth Tate, Breiðabliki . . 14,3 3. Isaac Hawkins, Skaltagrími . . 14,2 4. Stevie Johnson, Haukum . . . 12,9 5. Clifton Bush, Snæfefli .... .. 11,4 6. Darel Lewis, Grindavík .... ... 9,6 7. Clifton Cook, Tindastóli .... ... 9,2 8. Damon Johnson, Keflavík .. ... 6,4 9. Laveme Smith, Val ... 5,0 10. Eugene Christopher, ÍR ... ... 4,6 Flest sóknarfráköst í leik: 1. Darrelt Flake, KR . . . 6,6 2. Kenneth Tate, Breiðabliki . . . . 5,5 3. Stevie Johnson, Haukum . . . . . 5,2 4. Darrel Lewis, Grindavík ... ... 4,2 5. Isaac Hawkins, Skallagrími . . . 4,0 5. Clifton Bush, Snæfelli ... 4,0 Flestar stoösendingar leik: 1. Damon Johnson, Keflavík .. ... 5,0 2. Peter Philo, Njarðvik ... 4,8 3. Clifton Cook, Tindastóli .... ... 4,2 4. Darrel Lewis, Grindavík ... ... 3,8 5. Darrell Flake, KR ... 3,4 6. Laveme Smith, Val ... 3,2 7. Robert CTKelley, Hamri .... ... 2,2 8. Stevie Johnson, Haukum ... • •• 2,2 9. Eugene Christopher, ÍR .... ... 2,0 10. Kenneth Tate, Breiðabliki . ... 1,8 Flestir stolnir boltar í leik: 1. Eugene Christopher, ÍR .... ... 4,2 2. Clifton Cook, Tindastóli .... ... 3,6 2. Damon Johnson, Keflavík .. ... 3,6 4. Stevie Johnson, Haukum ... ... 2,6 5. Peter Philo, Njarðvík ... 2,5 Flest varin skot í leik: 1. Isaac Hawkins, Skallagrími . . . 1,4 1. Stevie Johnson, Haukum .. . . . 1,4 3. Darrell Flake, KR . . 1,2 4. Clifton Bush, Snæfelli ... 0,8 4. Damon Johnson, Keflavík .. ... 0,8 4. Darrel Lewis, Grindavík ... ... 0,8 Besta skotnýting: 1. Darrell Flake, KR 56,9% 2. Stevie Johnson, Haukum . 54,2% 3. Darrel Lewis, Grindavík . . 52,1% 4. Isaac Hawkins, Skaflagrími . 50% 5. Kenneth Tate, Breiðabliki . 48,6% 6. Damon Johnson, Keflavík . . 48% 7. Robert O'Kelley, Hamri . . . 44,6% 8. Clifton Cook, Tindastóli . . 44,3% 9. Clifton Bush, Snæfelli .... 42,0% 10. Laveme Smith, Val 41,6% Besta 3ja stiga skotnýting: 1. Damon Johnson, Keflavík . 42,9% 2. Stevie Johnson, Keflavík . . 38,2% 3. Clifton Cook, Tindastól .. . .36% 4. Robert O'Kelley, Hamri.. . 35,6% 5. Peter Philo, Njarðvík . 30% Besta vítanýting: 1. Stevie Johnson, Haukum . 91,3% 2. Darrel Lewis, Grindavík . . . 90% 3. Laveme Smith, Val 82,4% 4. Damon Johnson, Keflavík . 80,8% 4. Peter Philo, Njarðvík 80,8% 6. Eugene Christopher, ÍI? .. .. 77,1% 7. Darrell Flake, KR 68,5% 8. Robert O'Kelley, Hamri. .. . 63,6% 9. Clifton Bush, Snæfefli 59,5% 10. Isaac Hawkins, Skallagrími 56,7% Flestar mínútur í leik: 1. Clifton Bush, Snæfelli . . 39,4 2. Stevie Johnson, Haukum ... . . 39,2 3. Isaac Hawkins, Skallagrími . ..38,8 4. Kenneth Tate, Breiðabliki .. . .36,3 5. Clifton Cook, Tindastóli .... ..36,2 6. Darrel Lewis, Grindavík ... . .35,2 7. Robert 0"Kelley, Hamri .... . .35,0 8. Peter Philo, Njarðvík ..33,5 9. Darrell Flake, KR ..32,6 10. Laveme Smith, Val ..32,2 11. Damon Johnson, Keflavfk .. . . 31,0 12. Eugene Christopher, ÍR ... ..30,6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.