Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Blaðsíða 12
28
+
29
MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2002
MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2002
Sport
Sport
KA-menn á góðri
siglingu viö toppinn
- unnu sjötta leik sinn af síðustu sjö gegn Fram
lnarSn lirS íVam 9.4—91 í vctii V A r\iftnr í hrin mnrk P.rí á
KA-menn lögöu lið Fram, 24-21, í
leik liðana sem fram fór á laugar-
dag en þetta var sjötti sigur norðan-
manna í síðustu sjö leikjum og eru
þeir nú í öðru sæti deildarinnar.
Komust í 4-0
KA-menn byrjuðu leikinn mjög
vel og fóru strax í 4-ö en þá tók
Heimir Rikarðsson, þjálfari Fram,
leikhlé. Áfram jók KA forystu sína
og náði mest sex marka forystu í
fyrri hálfleik. Það var góð vörn KA
sem gerði útslagið og var sóknin
hjá Fram aðeins á gönguhraða.
Þegar 10 mín. voru eftir af fyrri
hálfleik fékk Andrius Stelmokas,
leikmaður KA, brottvísun og nýttu
Framarar það sér og minnkuðu for-
ystu KA niður í þrjú mörk. En á
lokakafla hálfleiksins voru KA-
menn sterkari og leiddu í hálfleik,
13-8. í byrjun seinni hálfleiks héldu
KA áfram að auka forystu sína og
náðu sjö marka forystu.
Þá kom upp hjá KA kafli þar sem
ekkert gekk upp hjá þeim en allt hjá
Frömurum. Framarar minnkuðu
forystuna jafnt og þétt. Þeir minnk-
uðu forystuna niður í eitt mark,
22-21, þegar Þórir Sigmundsson
skoraði úr hraðaupphlaupi og var
komin mikil spenna í leikinn. En á
lokakaflanum varði Egidijus
Petkevicius þrjú skot og þeir Einar
Logi Friðjónsson og Baldvin Þor-
steinsson skoruðu tvö síöustu mörk
leiksins og KA-menn fóru með sigur
af hólmi.
Máttlítil sókn Framara
KA-menn spiluðu góða vöm gegn
vægast sagt máttlítilli sókn Fram-
ara. Það var ekki fyrr en Héðinn
Gilsson kom inn á að það fór eitt-
hvað að gerast hjá Fram og áttu
KA-menn oft erfítt meö að stoppa
hann. Þær voru góðar línusending-
arnar hjá KA-mönnum sem fóru inn
á Andrius og skiluðu mörkum. Hjá
KA var Andrius Stelmokas mjög
góður í vöm og sókn, Amór Atlason
var ágætur en hjá Fram var Héðinn
Gilsson mjög góður og Magnús
Gunnar Erlendsson var ágætur í
markinu. -EE
KA-Fram 24-21
1-0, 4-0, 6-2, 7-4, 9-6, 12-7 (13-0), 13-9, 16-9,
17-11, 18-14, 20-16, 22-20, 22-21, 24-21.
KA:
Mörk/viti (skot/viti): Arnór Atlason 8/4
(12/6), Andrius Stelmokas 7 (10), Baldvin
Þorsteinsson 4 (6), Einar Logi Friöjónsson 3
(6), Hilmar Stefánsson 1 (1), Jónatan Þór
Magnússon 1 (6), Egidijus Petkevicius (1),
Árni Þórarinsson (1), Ingólfúr Axelsson (3).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 2 (Stelmokas,
Baldvin). Vitanýting: Skoraö úr 4 af 6.
Fiskuö viti: Jónatan Þór 2, Einar Logi,
Stelmokas, Ingólfur, Hilmar Stefansson.
Varin skot/viti (skot á sig): Egidijus
Petkecicius 11/1 (32/5, hélt 9, 34%, víti
framhjá). Brottvísanir: 12 mínútur.
Dómarar (1-10):
Valgeir Ómarsson
og Bjami Viggóson
(6).
GϚi leiks
(1-10): 6.
Áhorfendur: 300.
Maöur leiksins:
Andrius Stelmokas, KA
Fram:
Mörk/víti (skot/víti): Héöinn Gilsson 8 (15),
Guöjón Finnur Drengsson 4/4 (6/5), Þórir
Sigmundsson 3 (4), Maxim Fedichine 1 (1),
Þorri Bjöm Gunnarsson 1 (1), Hafsteinn
Ingason 1 (3), Björgvin Björgvinsson 1 (3),
Haraldur Þorvaröarson 1 (3), Valdimar
Þórsson 1 (6/1).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 2 (Þorri 1,
Þórirl)
Vitanýting: Skoraö úr 4 af 6.
Fiskuö víti: Björgvin 2, Haraldur 2, Gunnar
Jónsson, Héöinn.
Varin skot/víti (skot á sig): Magnús Gunnar
Erlendsson 11/2 (33/6 hélt 6, 33%), Sebastian
Alexandersson 1 (3, hélt 0, 33%).
Brottvísanir: 8 mínútur.
Víkingur-HK 25-30
1-0, 3-8, 3-6, 9-8, 10-10, 11-13 (13-15), 14-15,
15-18, 16-20, 17-22, 20-25, 22-28, 25-30.
Vikineur:
Mörk/víti (skot/viti): Eymar Krúger 12/2
(23/3), Bjöm Guömundsson 4 (7), Þórir
Júlíusson 3 (4), Benedikt Jónsson 2 (3), Ragnar
Hjaltested 1 (1), Sverrir Hermannsson 1 (1),
Bjami Ingimarsson 1 (2), Hafsteinn
Hafsteinsson 1 (4/1), Karl Grönvold (2).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 3 (Eymar 2,
Hafsteinn)
Vítanýting: Skorað úr 2 af 4.
Fiskuö víti: Hafsteinn, Bjami, Sverrir, Þórir.
Varin skot/víti (skot á sig): Sgiurður
Siguröarson 17/1 (47/5, hélt 5, 36%, víti í
stöng). Brottvísanir: 10 mínútur.
Dómarar (1-10):
Jónas Elíasson og
Ingvar Guöjónsson
(7).
GϚi leiks
(1-10): 6.
Áhorfendur: 100.
Maöur leiksins:
Samuel ívar Árnason, HK
HK:
Mörk/víti (skot/viti): Jaliesky Garcia 9/1
(18/3), Samúel ívar Áraason 8 (10), Ólafur
Vlöir Ólafsson 6/3 (8/3), Brynjar Freyr
Valsteinsson 3 (4), Atli Þór Samúelsson 3 (5),
Jón Heiöar Gunnarsson 1 (2), Alexander
Amarson (1).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 4 (Samúel 4)
Vítanýting: Skoraö úr 4 af 6.
Fiskuö víti: Alexander 3, Garcia, Samúel Ivar,
Ólafur Víöir.
Varin skot/víti (skot á sig): Amar Freyr
Reynisson 9/1 (28/3, hélt 4,32%), Björgvin Páll
Gústavsson 5/1 (11/1, hélt 0, 45%).
Brottvísanir: 6 mínútur.
Valur-Þór Ak. 28-22
34), 2-2, 4-2, 5-4, 6-7,12-8, (13-10), 13-11,15-12,
18-12, 20-14, 20-17, 22-17, 24-18, 28-22.
Valur:
Mörk/víti (skot/víti): Markús Máni
Michaelsson 12/6 (14/6), Bjarki Sigurðsson 5
(9), Freyr Brynjarsson 4 (6), Hjalti Pálmason 2
(4), Ragnar Ægisson 2 (5), Siguröur Eggertsson
1 (2), Ásbjöm Stefánsson 1 (3), Snorri Steinn
Guöjónsson 1 (5), Hjalti Gylfason (1), Roland
Eradze (1).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 5 (Freyr 3,
Bjarki 2).
Vitanýting: Skoraö úr 6 af 6.
Fiskuö víti: Freyr 3, Hjalti P., Snorri Steinn,
Ragnar Már.
Varin skot/víti (skot á sig): Roland Eradze
21/4 (43/8, hélt 6, 49%).
Brottvisanir: 10 mínútur.
Dómarar (1-10):
Gísli Jóhannsson
og Hafsteinn
Ingibergsson (6).
GϚi leiks
(1-10): 7.
Áhorfendur: 400.
Maður leiksins: _______
Roland Eradze, Val
Þór Ah:
Mörk/viti (skot/víti): Goran Gusic 6/2 (9/2),
Aigars Lazdins 5/1 (8/3), Árai Sigtryggsson 5
(11), Páll V. Gíslason 3/1 (7/3), Höröur
Sigþórsson 2 (4), Halldór Oddsson 1 (2),
Þorvaldur Sigurösson (2), Bergþór Morthens
(2).
Mörk úr hraöaupphlaupum: Engin.
Vítanýting: Skoraö úr 4 af 8.
Fiskuö víti: Höröur 3, Páll 2, Ámi 2, Lazdins.
Varin skot/víti (skot á sig): Höröur Flóki
Ólafsson 17 (42/4, hélt 7, 40%), Hafþór
Einarsson 2 (5/2, hélt 1, 40%).
Brottvísanir: 10 mínútur.
HK vann öruggan sigur í Víkinni í gærkvöld:
Mikilvægur
sigur HK
- heldur sér í
toppbaráttunni
þrátt fyrir lítiö
sannfærandi leik
HK úr Kópavogi sigraði Víking í
Víkinni i gærkvöld með 30 mörkum
gegn 25.
Sigurinn var sanngjam en Kópa-
vogsliðið þurfti að hafa töluvert fyr-
ir sigrinum því Víkingamir voru
baráttuglaöir og stóðu lengi vel í
þeim. Munurinn var þó lengst um 3
til 5 mörk.
Leikurinn fór fjörlega af stað,
bæði liö skoruðu í hverri sókninni
á fætur annari. Víkingar voru yfir-
leitt fyrri til en undir lok fyrri hálf-
leiks náðu HK menn forystunni og
létu hana ekki af hendi eftir það.
Munurinn var tvö mörk í hálfleik.
Það var fyrst og frem sterkari varn-
arleikur sem tryggði HK liðinu sig-
ur í þessum leik.
Lengi í gang meö vörnina
Þeir vora lengi í gang með vörn-
ina en þegar hún komst í gír náðu
þeir nokkurri forystu sem á endan-
um tryggði sigurinn.
Hjá HK átti Samúel Ámason góð-
an leik líkt og Ólafur Viðir Ólafs-
son. Jaliesky Garcia átti góðan leik
í vöm og skoraði góð mörk en nýt-
ingin var ekki góð.
Sigurður Sigurðsson markmaður
var góður í marki Víkinga og
Eymar Kruger skoraði töluvert af
mörkum.
Þessi leikur fer ekki í sögubækur
fyrir gæði en sigurinn er mikilvæg-
ur fyrir HK því þeir eru í barátt-
unni í efri hluta deildarinnar. Þeir
eru sem stendur með 13 stig og í
fimmta sæti Esso deildarinnar.
Víkingarnir eiga heiður skilið
fyrir mikla baráttu og ef þeir halda
áfram á þessari braut ná þeir örugg-
lega að hala inn nokkur stig til við-
bótar í vetur. -MOS
deildin
Essodeild >ria
' í handbotta
Valur 10 8 1 1 280-212 17
IR 10 8 0 2 305-268 16
KA 10 7 1 2 270-256 15
Þór A. 10 7 0 3 273-243 14
HK 10 6 1 3 279-265 13
Haukar 9 5 1 3 260-217 11
Grótta/KR 10 5 1 4 262-224 11
FH 9 5 0 4 238-229 10
Fram 10 4 1 5 254-257 9
Stjaman 10 4 0 6 256-280 8
Afturelding 10 3 0 7 236-263 6
ÍBV 10 2 1 7 232-290 5
Víkingur 10 1 1 8 256-305 3
Selfoss 10 0 0 10 235-327 0
Næstu leikir
Haukar-FH .. . miðv. 13. nóv. kl. 20
HK-Grótta/KR . miðv. 13. nóv. kl. 20
ÍR-ÍBV ..........fos. 15. nóv. kl. 20
Afturelding-KA .. fos. 15. nóv. kl. 20
Þór Ak.-Víkingur lau. 16. nóv. kl. 16
Stjaman-Selfoss . sun. 17. nóv. kl. 17
FH-Valur........sun. 17. nóv. kl. 20
Fram-Haukar .. . þri. 19. nóv. kl. 20
Markahæstu menn
Jaliesky Garcia, HK..........91/27
Hannes Jónsson, Selfossi .... 83/26
Andrius Stelmokas, KA...........74
Amór Atlason, KA.............72/28
Vilhjámur HaUdórss., Stjöm. . 68/21
Jón Andri Finsson, Aftureld. . 68/27
Einar Hólmgeirsson, ÍR..........66
Markús M. Michaelsson, Val . 65/24
Ramunas Mikalonis, Selfossi .. 62/2
Eymar Kmger, Vlkingi........61/15
Valdimar Þórsson, Fram......60/27
Aleksandrs Petersons, Gróttu/KR 59
Roland enn á nv
- bjargvættur Valsmanna sem eru sem fyrr í toppsætinu
Valsmenn unnu nokkuð sannfær-
andi sigur á Þórsurum á heimavelli
sínum á laugardag, 28-22, í slag tveggja
efstu liða deildarinnar. Þór átti mögu-
leika á að skjótast á toppinn með sigri
og jafnframt senda Val niöur í þriðja
sætið og sýnir það mikilvægi leiksins.
Vódsmenn höfðu jafnan frumkvæðið
til að byrja með en Þórsarar vom
aldrei langt undan. Valsmenn voru
ekki nægilega yflrvegaðir í sínum
sóknaraðgerðum og luku oft ekki sókn-
unum með nægilega góðum skotum.
Það sama var uppi á teningnum
hinum megin en það má kenna Roland
Eradze einum fremur um ófarir Þórs-
ara. Um miðjan fyrri hálfleikinn
komust Þórsarar yflr í eina skiptið í
leiknum og breyttu Valsmenn þá að-
eins útfærslunni í varnarleiknum og
breyttu stöðunni úr 6-7 í 12-8 á 12 mín-
útna kafla. Á þessum kafla var Herði
Flóka Ólafssyni tvisvar vísað af leik-
velli og virtist það hafa slæm áhrif á
liðið en Hörður hafði varið vel í mark-
inu.
Valsmenn héldu uppteknum hætti i
siðari hálfleik og um miðjan hálfleik-
inn virtust úrslitin vera að ráðast þeg-
ar munurinn var kominn í sex mörk.
Þórsarar nýttu sér þá kæruleysi
Valsmanna og minnkuðu muninn í
þrjú mörk, 20-17, þegar 10 mínútur
vora eftir en.komust ekki lengra og
Valsmenn gerðu út um leikinn á
næstu mínútum. Þórsarar reyndu að
trufla sóknarleik Vals með því að taka
Snorra Guðjónsson úr umferð en hann
hafði lítið haft sig í frammi og svo fór
að eftirleikurinn var auðveldur fyrir
Vcdsmenn sem héldu fimm til sex
marka forystu til leiksloka.
Fæst skotanna langskot
Það sýndi sig enn á ný í þessum leik
hve Roland Eradze er Valsmönnum.
mikilvægur. Minnstur hluti þessa 21
skots sem hann varði kom úr langskot-
um, heldur var hann að verja hvað eft-
ir annað maður á móti manni.
Fram að þessu hafa homin verið tal-
in eini veikleiki Rolands en nú varði
hann meirihluta skotanna sem komu
úr homunum. Markús Michaelsson
átti mjög góðan dag, nýtti skotin sín
mjög vel en hann skaut mun minna
fyrir utan punktalínu en hann er van-
ur. Þá lék Bjarki Sigurðsson vel og
Freyr Brynjarsson átti góða innkomu
inn í liðið eftir að hafa verið frá und-
anfarið vegna meiðsla.
Það vantaði einhvem neista í
Þórsliðið og þeir spiluðu klárlega ekki
af þeim krafti sem hefur komið liðinu
í toppbaráttu deildarinnar. Hörður
Flóki varði ágætlega og Páll Gíslason
stjórnaði sóknarleiknum með sóma en
hefði mátt taka meira af skarið sjálf-
ur. Þá lék Ámi Sigtryggsson vel, sér-
staklega í fyrri hálfleik.
Var klárlega maður leiksins
„Við misnotuðum mikið af færum
eins og þeir en ég ætla ekki að taka
það af Roland að hann átti frábæran
leik í markinu og var klárlega maður
leiksins," sagði Geir Sveinsson, þjálf-
ari Vals, í leikslok aðspurður um mik-
ilvægi Rolands. „Eftir að við breyttum
vamarleiknum og settum mann úti á
móti þeim fór þetta að ganga mun bet-
ur. Við fengum á okkur 22 mörk sem
er ekki mikið en þeir voru að skapa
sér færin eins og reyndar við. Þetta
vora öragglega 10 tO 15 ágætis færi
sem við vorum að klúðra en þegar á
heildina er litið fannst mér sigurinn
sanngjarn. Við spiluðum illa 6 á móti 5
og það er einn þátturinn sem þarf að
laga og við erum stöðugt að hugsa um
að bæta leik okkar,“ sagði Geir Sveins-
son að lokum.
Hundóánægöur
„Ég er hundóánægður með þetta,
við fáum allt of mikið á okkur af
hraðaupphlaupum. Við gerðum flest
rétt nema að klára færin. Við fengum
helling af dauðafærum en skutum í
markvörðinn í skipti eftir skipti og
þeir fengu hraðaupphlaup í staðinn.
Þetta var munurinn á liðunum í dag.
Vömin var alveg að ganga þegar við
náðum að stilla upp,“ sagði Hörður
Flóki Ólafsson í leiklok en hann var
sérstaklega óánægður með dómara
leiksins.
-HRM
Haukar náðu jafntefli gegn Conversano:
Frábær
leikur hjá
Haukum
Haukar gerðu jafntefli, 27-27, á
útivelli gegn ítalska liðinu
Conversano í gærkvöld en þetta var
fyrri leikur liðanna í
áskorendakeppni félagsliða. Þetta
era frábær úrslit fyrir Hauka en lið
Conversano er skipað gríðarlega
sterkum og reyndum lands-
liðsmönnum í öllum stöðum, m.a.
frá Júgóslavíu og Svíþjóð, og situr
nú á toppnum í ítölsku
úrvalsdeildinni í handknattleik.
Guðmundur Hrafnkelsson spilaði
mjög vel fyrir Conversano í
leiknum í gær og reyndist
samlöndum sínum frá íslandi oft á
tíöum erfiður viðureignar.
Haukar vora mjög tilbúnir í
slaginn frá fyrstu mínútu í gær og
var leikurinn í járnum þar til um
miðjan fyrri hálfleik. Þá náðu
Haukar forystu og þegar þrjár
mínútur voru eftir var staðan 10-15,
Haukum í vil. Leikmenn
Conversano náðu þó að minnka
muninn fyrir hálfleik í þijú mörk,
12-15. Fyrirliðinn, Halldór
Ingólfsson, fór hamíorum
í hálfleiknum, skoraði
alls 7 mörk, og
réðu ítalimir
ekkert við hann.
í síðari
hálfleik saxaði
lið Conversano
jafnt og þétt
á forskot
Hauka og
þegar
síðari
hálfleikur
var
hálfnaður
var
staðan
19-19. Eftir það var jafnt á
öllum tölum en Haukar þó yfirleitt
á undan að skora. Það var síöan
Aron Kristjánsson sem jafnaði
leikinn í 27-27 þegar skammt var til
leiksloka og tryggði Haukum
glæsilegt en jafnframt verðskuldað
jafhtefli.
Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka,
var kampakátur þegar DV-Sport
náði tali af honum rétt eftir leikinn.
„Þetta var mjög góður leikur og
langbesti leikur okkar Haukanna i
vetur. Við komumst í 15-10 og
fengum þá vitakast sem var varið.
Þeim tókst í kjölfarið að minnka
muninn í þrjú mörk fyrir hálfleik.
Þeir jöfnuðu síðan fljótlega í síðari
hálfleik og eftir það var allt í
jámum fram að leikslokum," sagði
Viggó og bætti við að dómarar
leiksins, sem komu frá Kýpur,
hefðu verið mjög slakir og öll
vafaatriði hefðu fallið heima-
mönnum í skaut.
„Við spiluðum í mjög glæsilegri
höll sem minnir mjög á
Laugardalshöllina nema að þar er
setið allan hringinn. Það voru um
3000 manns á leiknum sem létu
vel í sér heyra. Þetta var erfitt
en ég er afskaplega stoltur af
liðinu."
Um einstaka leikmenn sagði
Viggó að Halldór hefði spilað
mjög vel, sem og Roubert Pouzalis
. og Aron Kristjánsson. Birkir ívar
Guðmundsson varði vel fyrir aftan
vöm sem spilaði gríðarlega vel, aö
■sögn Viggós. „Við réðum illa við
Zvonimir Bilic, skyttuna vinstra
megin hjá þeim en náðum að halda
1 Blazo Lisicic og Pierre Thorsson
niðri. Það var lykillinn að
árangrinum í kvöld. Annars var
þetta hefðbundið byrjunarlið hjá
okkur, það var sama liðið sem
spilaði allan leikinn og við skiptum
ekkert út af. Við létum
reynslumeiri mennina spila."
Spurður hvemig Haukar mætu
stöðuna fyrir seinni leikinn segir
Viggó að Haukar þurfi að spila á
sama hátt í þeim leik.
„Þetta er mjög gott lið og ég held að
við höfum komið þeim verulega á
óvart. Ég er ekki frá því að'þeir hafi
hreinlega vanmetið okkur. Þeir eru
með nokkrar stjömur í sínu liði og
þær hafa sennilega ofmetið sig. Það
er ég viss um að þeir gera ekki
aftur," sagði Viggó Sigurðsson.
Mörk Hauka: Halldór Ingólfsson 10
mörk, Robertas Pauzolis 5, Aron
Kristjánsson 4, Þorkell Magnússon 3,
Aliaksandr Shamkuts 2, Jón Karl
Bjömsson, Ásgeir öm Hallgrímsson 1,
Andri Stefan 1. Varin skot: Birkir ívar
Guðmundsson 15. -vig
Blcsnd í poka
Heidmar Felixson skoraði tvö mörk
fyrir Bidasoa sem gerði jafntefli,
27-27, við Granollers í spænsku 1.
deildinni í handknattleik.
Rúnar Sigtryggsson var ekki meðal
markaskorara hjá Ciudad Real sem
vann Barakalda, 28-25, í spænsku 1.
deildinni i handknattleik.
Fjölmiölamenn i Bergen heiðraðu
um helgina Teit Þóröarson, þjálfara
Brann, og útnefndu hann fjölmiðla-
vænsta mann í Bergen.
Fjölmiólar i Bergen hafa gert Teiti
lífið leitt í ár í kjölfar lélegs árangurs
hjá Brann en fleiri virða hversu
þægilegur hann hefur verið í um-
gengni þrátt fyrir harða gagnrýni.
„Teitur hefur náð að skilja að okk-
ar starf snýst um málefni en ekki
persónur. Hann svarar alltaf af kurt-
eisi, sama hversu heimskulegar
spumingar hann fær og það er mjög
auðvelt að ná í hann.“
„Hann er hreinskilinn og auðsýnir
skilning á því að Brann þarfnast fiöl-
miðla á sama hátt og fiölmiðlar
þarfnast Brann," sagði dómnefnd
fiölmiðlamanna í Bergen.
Forseti ítalska 1. deildar liösins
Como hefur ákveðið að segja af sér
eftir að dómaramistök uröu til þess
að lið hans tapaði fyrir Bologna í
gær.
Sigurmark Bologna kom eftir mjög
umdeilda vítaspymu sem dómarinn,
Alfredo Tretalange, dæmdi á 74. min-
útu.
„Hvaö getur maöur sagt eftir svona
leik? Við töpuðum 1-0 og dómarinn
skoraði sigurmarkið," sagði forset-
inn Enrico Preziosi í viðtali við
spænska sjónvarpsstöð.
trski turninn Niall Quinn, sem
leikið hefur með Sunderland, hefur
ákveðið að leggja skóna á hilluna frá
og með deginum í gær.
Quinn tilkynnti þetta í hálfleik í
leik Sunderland og Tottenham í gær
en hann hefur átt viö meiðsl að
stríða í baki í nokkum tima.
Þýski þjálfarinn Bernd Stange hef-
ur skrifað undir fiögurra samning
sem landsliðsþjálfari íraks í knatt-
spymu. Stange hefur veriö harðlega
gagnrýndur fyrir að taka starfið að
sér en sagði í samtalið við þýska
sjónvarpsstöð í gær að hann sæi ekk-
ert rangt við að þiggja þetta starf.
„Þetta er bara þjálfarastarf sem ég
tek aö mér. Eg ætla ekki að standa í
neinum stríðsrekstri enda passar
það illa við fótbolta," sagði Stange.
+