Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2002
39
Sport
Veiðivon
Fluguhnýtingar eru að byrja fyrir al-
vöru þessa dagana og námskeið að
hefjast, m.a. hjá veiðimanninum
snjalla Þór Níelsen. Hafa veiðimenn
sýnt mikið áhuga að koma á námskeiö
hjá honum enda hefur hann hnýtt
margar góðar flugur sem í gegnum ár-
in hafa gefið vel í silungnum.
Þröstur Ellidason og Strengir eru
komnir með Tungulækinn fyrir aust-
an. En Tungulækur þykir gott veiði-
svæði og hafa færri komist þangað til
veiða en hafa viljað.
Svceöió fœr
Þröstur alla-
vega næsta
sumar og jafn-
vel lengur.
Þröstur hefur
verið að opna
veiðiár fyrir
veiðimenn sem
hafa veriö lok-
aðar, eins og
Hrútafjarðará.
Veiöimaöur sem fór í Tungulækinn
þegar komið var haust veiddi tvo sil-
unga og sagði að mikið hefði verið af
fiski á svæðinu. Klakveiðin gekk vel
og veiddist mikið af vænum sjóbirt-
ingum
Af öörumfréttum við sem fór austur
í sjóbirting, setti f boltafisk og var
með hann lengi, allt of lengi fannst
veiðimanninum. En þegar hann hafði
verið með fiskinn á í klukkutíma kom
sannleikurinn í ljós, fiskurinn var
húkkaöur.
Lúövik Geirs-
son, bæjar-
stjóri í Hafnar-
firði, var í sjó-
birtingi með
Hauki á Stöng
undir það síö-
asta og var
frekar lítil
veiði. Bæjar-
stjórinn veiddi
tvo sjóbrtinga.
Lúövík Geirsson.
Haukur á Stöng fer víða að veiða á
hveiju ári, bæði í lax og silung. Víði-
dalsá og Vatnsdalsá hafa verið þeirra
heimavellir í veiðinni.
Rjúpan hefur vist verið iðin við að
fela sig síðan veiðitiminn byrjaði og
ökumaður sem var að koma niður
Norðurárdalinn var næstum búinn að
keyra á hóp af ijúpum sem höfðu
komið sér fyrir við Gufuá og fóru
hvergi.
Veiöimenn
eiga von á
miklu betra
vatni í Korpu
strax næsta
sumar en
Áburðaverk-
smiðjan er að
miklu leyti
hætt að taka
vatn í ánni.
Þetta á sannar-
lega eftir að
koma veiði-
mönnum til
góða.
Betri veiði
Korpu?
Efra svceöió í Korpu þykir skemmti-
legt en veiðimenn fara aHt of lítið að
veiða þar, þrátt fyrir mikinn fisk.
Svæðiö býður upp á góða veiðistaði,
sérstaklega fyrir Quguveiðimenn.
Maökveiöi er greinilega á undanhaldi
í laxveiöiánum og er af sem áður var
fyrir nokkrum árum. Fleiri og Qeiri
laxveiðiár eru búnar að loka alveg á
maðkinn.
Fáar laxveiöiár eru á lausu þessa
dagana, þær sem losna eru strax leigð-
ar út. Salan á urriðasvæöið í Laxá í
Þingeyjarsýslu gengur vel enda var
veiðin fín í fyrra.
Af einum veiöimanni fréttum við
sem veiddi vel en át helling af Qugum.
Aldrei hafði hann séð annan eins hell-
ing af Qugum á svæðinu.
Söluskráin hjá Stangaveiöifélaginu
er komin út eins og við segjum betur
frá á sfðunni. Hjá Veiöifélaginu Lax-á
er skráin á ensku að koma út og síðan
á íslensku innan tíðar. Veiðiþjónust-
an Strengir kemur með sína söluskrá
eftir áramótin. -G.Bender
Stangaveiöifélag Reykjavíkur tekur nýja laxveiöiá á leigu:
Fékk Þverá í Fljótshlíð
á leigu næsta sumar
>C 1 -| • X 1 > i > i .
- veröskrá félagsins að koma út á næstu dögum
Það er alls ekki langt síðan veiði-
menn settu stangirnar upp í hillu,
enda veiðitiminn búinn fyrir
nokkru síðan.
Fáir eru byrjaðir að spá í veiði-
skapinn næsta sumar þótt það séu
auðvitað tii veiðimenn sem eru
löngu byrjaðir spá í þessa hluti.
Verð á veiðileyfum fyrir sumarið
er fariö að skýrast allverulega en
Stangaveiðifélag Reykjavíkur var
að senda frá sér verðskrána.
Fleiri veiöileyfahafar eiga eftir að
birta sín verð á næstu vikum.
Ekki hafa heyrst neinar stórar
hækkanir á veiðileyfum fyrir sum-
arið. Enda engin ástæða tii að
hækka veiðileyfm.
Við skulum aðeins kíkja á hvað
félagið hefur upp á aö bjóða en það
hefur tekið nýja laxveiðiá á leigu
sem er Þverá í Fljótshlíð.
Þverá í Fljótshlið er fjögurra
stanga laxveiðiá, í um 90 mínútna
fjarlægð frá höfuðborginni.
Veiðisvæði árinnar er um 26 km
en í sumar veiddist 81 lax, en fyr-
ir ári veiddust 155 laxar og árið þar
áður voru það 100 laxar sem veidd-
ust.
Dýrasti dagurinn í ánni næsta
sumar kostar 14.900 en sá ódýrasti
12.600.
Félagið verður lika með Anda-
kílsá í Borgarfirði en þá veiðiá fékk
það fyrr í sumar.
Dýrasti dagurinn næsta sumar
kostar 29.900 í Andakílsá en sá
ódýrasti 11.900. Andakílsá þykir
skemmtileg fluguveiðiá.
En við skulum lita nánar á
verðlistann fyrir næsta sumar.
Aðeins hækkun Elliðaánum
Elliðaámar kosta ódýrast 7.400
stöngin en dýrast 9.900. Veitt á fjór-
ar stangir en hluta sumarins á 6
stangir. Veiðin var heldur betri í
ánni síðasta sumar en árið þar áð-
ur.
í Korpu er ódýrasti dagurinn á
7.500 en sá dýrasti á 19.500.
Leirvogsá gaf sömu veiði og
dýrasta laxveiðiá landsins, Laxá á
Ásum, en þar verður dýrasti dag-
urinn á 53.400 en sá ódýrasti 12.900.
Veiðin í sumar var frábær og gaf
áin 540 laxa.
Færri komast að en vilja í ána
enda er uppselt í hana á hverju ári.
Veiðimaður sem fór að veiða í
Leirvogsá í september veiddi 3 laxa
og setti i tvo aðra fiska. Það er ekki
slæmt þegar veiðitíminn er næstum
úti.
í Laxá í Kjós er dýrasti dagurinn
hjá Stangaveiðifélaginu á 43.000
en sá ódýrasti 12.000. Veiðileyfi eru
dýrari í ánni miðað við þetta verð
sem félagið býður upp á.
asti dagurinn 45.600 en sá ódýrasti
13.100.
Svæði tvö í Norðurá kosta frá
18.900 ódýrast en 35.900 dýrast. Á
Flóðatanga í Norðurá er hægt að
komast í veiði fyrir 6.800 dýrast.
Veiðimaður sem fór á Flóða-
tangasvæðið þrisvar sinnum síðasta
sumar veiddi fyrst einn lax, svo tvo
laxa og síðan fimm bleikjur. Hann
fékk alltaf einhverja veiði, þegar
hann mætti á svæðið tii að renna
fyrir fisk.
1 Gijúfurá í Borgarfirði er hægt
Veiöimenn eru hressir meö veiöina í sumar en margir fengu fína veiöi elns
og hann Aron Leifsson í Flekkudalsá á Fellsströnd.
DV-mynd G. Bender
Verö í Noröurá í Borgarfiröi
Fengsælasta laxveiðiá landsins
síðasta sumar var Norðurá í Borg-
arfiröi og hana er félagið meö innan
sinna vébanda. Síöasta sumar gaf
áin 2.310 laxa og við skulum aðeins
kíkja á verð veiðileyfa í henni.
Á aðalsvæði Norðurár kostar dýr-
að komast í laxveiði fyrir 11.100
snemma sumar en dýrast kostar
24.400. Ósinn var vandmál í fyrra en
það verður vonandi lagað fyrir
næsta sumar. Þótt erfitt sé reyndar
að koma einhverjum tækjum fyrir á
svæðinu.
! Hítará á Mýrum kostar ódýrasta
stöngin á aðalsvæðinu 39.900 en
ódýrast 11.600. Á svæði tvö í Grjótá,
Tálma og í Hítará ofan Kattarfossa,
kostar dýrasti dagurinn 9.200 en
ódýrast 6.300.
í Krossá á Skarðsströnd, þar sem
veiðiskapurinn gekk vel í sumar, er
dýrasti dagurinn á 12.200, en sá
ódýrasti á 4800.
í næsta nágrenni við Krossá er
Fáskrúð í Dölum og þar eru ódýr-
asti dagurinn á 15.800 en sá dýrasti
á 28.100. Veiðin gekk ágætlega í
ánni í sumar.
í Soginu eru verð breytilegt eftir
veiðisvæðum, en ódýrast er hægt
að komast í Sogið fyrir 5.800 en dýr-
ast fyrir dýrast fyrir 16.200.
í Stóru Laxá í Hreppum er hægt
að komast ódýrast fyrir 9.400 en
dýrast 17.900.
Veiðin í Stóru Laxá hefði mátt
vera betri í sumar en það kemur
sumar eftir þetta sumar.
í Skógá undir Eyjafjöllum er hægt
að komast í veiði fyrir 2.500 ódýrast
en 11.500 dýrast.
í fyrra veiddust 100 laxar og mik-
ið af bleikju.
Mikið af silungasvæöum
Stangaveiðifélagið býður upp á
ýmislegt góðmeti fyrir veiðimenn á
öllum aldri.
Helling af silungsveiðisvæðum
býður félagið upp á eins og Elliða
vatn, Þingvaiiavatn, Andakílsá, Hít
arvatn á Mýrum, Langavatn í Borg
arfirði, Ljárskógavötn í Dölum
Gufudalsá, Eldvatnsbotna og veiði
svæði í Soginu. Síöan eru sjóbirt
ingsveiði eins og í Eldvatnsbotnum
og Tungufljóti í Vestur-Skaftafells-
sýlu.
Það styttist í aðalfund félagsins
sem verður haldinn í lok þessa mán-
aðar. Þar verður staða félagsins
rædd og kosið í stjóm.
Þegar síðast fréttist voru fjórir
búnir að gefa kost á sér, þrír stjóm-
armenn sem hafa verið í stjórninni
og einn nýr.
Bjami Ómar Ragnarsson venður
áfram formaöur Stangaveiöifélags.
Reykjavíkur eh enginn gefiö kost á
sér á móti honum. -G.Bender