Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2002, Qupperneq 2
2
Fréttir
Maður ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellda líkamsárás:
Olnbogabraut og skar
sömu konu á háls
- árásarmaðurinn hefur áður verið sakfelldur í manndrápsmáli
47 ára Reykvikingur hefur verið
ákærður fyrir tilraun til mann-
dráps annars vegar og stórfellda
líkamsárás hins vegar, allt gegn
sömu konunni, fyrrum sambýlis-
konu sinni, en atburðimir áttu sér
stað í júli og maí. Sami maður var
á áttunda áratugnum sakfelldur i
manndrápsmáli og afplánaði refs-
ingu fyrir það.
Réttað verður í báðum árásar-
málunum á næstunni. Fyrri árásin
átti sér stað aðfaranótt 13. maí. Þar
er maðurinn ákærður fyrir að hafa
ráðist á konuna og slegið hana
margsinnis í höfuð og líkama en
einnig að hafa slegið höfði hennar
utan í vegg, auk þess að hafa mis-
þyrmt henni með öðrum hætti.
30-40 spor í höfuð
Sauma þurfti konuna 30-40 spor í
höfuð og andlit eftir árásina. Hún
nefbrotnaði, tognaði á hálsi og
hlaut mar og sár viða um líkamann
auk þess sem fingur skaddaðist.
Þótt fyrri atlagan kunni að virka
alvarleg þá var sú síðari enn verri.
Þar er ofbeldismaðurinn ekki
ákærður fyrir stórfellda líkamsárás
heldur hreina og klára tiiraun til
manndráps.
Manninum er gefið að sök að
hafa sunnudagskvöldið 28. júlí veist
með ofbeldi að sömu konu á heimili
hennar á Boðagranda, brotið hægri
upphandlegg hennar og skorið hana
með hnífi á augabrún en einnig á
háls. Konan hlaut þar djúpt 4,7
sentímetra langt sár en slagæð og
bláæð skárust í sundur. Eftir þessa
árás var maðurinn úrskurðaður í
gæsluvarðhald og situr hann enn
inni.
Konan fer fram á 1,5 milljónir
króna í miskabætur fyrir síðari
árásina en þar mátti litlu muna að
verr færi en raun bar vitni.
Þegar héraðsdómur mun fjalla
um þessar ákærur mun manndráp-
ið sem maðurinn var áður dæmdur
fyrir ekki hafa áhrif þar sem of
langt er um liðið til slíks. Á hinn
bóginn mun dómurinn líta til sak-
arferils eins og ávallt er gert þegar
um sakamál er að ræða. -Ótt
DV-MYND GVA
Styttlst í flutning
Framkvæmdir viö nýjar höfuöstöövar Orkuveitu Reykjavíkur viö Réttarháls eru á lokastigi, enda er stefnt aö því aö Orkuveitan flytji þangaö um miöjan næsta
mánuö. Flutningar eru þegar hafnir; bæöi tölvudeild fyrirtækisins og rekstrarstjórn - sem stýrir raforkukerfunum - eru byrjaöar aö flytja sinn búnaö yfir. Húsiö
er tignarlegt aö sjá og minnir helst á skipsbrú. Þaö stendur hátt og gnæfiryfir þegar horft er á þaö neöan af Vesturlandsvegi, en þegar komiö er upp aö því
viröist þaö ekki jafn óskaplega stórt og úr fjarlægö.
Fólk afskaplega skilningsríkt
- segir eini heilsugæslulæknirinn á Suðurnesjum
DV-MYND HILMAR BRAGI
Frá borgarafundl vegna hellsugæslumála í Reykjanesbæ
Þórarinn Baldursson læknir hóf störf á heilsugæslunni á Suöurnesjum ígær.
Hann sagöi aö nóg heföi veriö aö gera og starfsfólk reyndi aö ieysa úr vanda
sjúklinga fremur en senda þá til höfuðborgarinnar.
Brauð í
svínafóður
Töluverðar umræður hafa verið í
þjóðfélaginu um hátt brauðverð og
m.a. hafa Neytendasamtökin krafiö
Landssamband bakarameistara um
svar, sem birtist í DV fyrir nokkru.
Vegna krafna smásöluverslana um að
hillur verslana séu alltaf fullar af
brauðvörum verða afföll eðlilega nokk-
uð há.
Kolbeinn Kristinsson, framkvæmda-
stjóri Myllunnar-Brauð, segir að um 8
til 9% brauðsins seljist ekki og sá
kostnaður hafi áhrif á verðið sem allur
annar kostnaður.
„Það er vissulega rýmun í öllum
matvælum og þetta er öðmvísi háttur
en í öðrum löndum þar sem hillur eru
aðeins tómar rétt fyrir lokun. Þessi
krafa um fullar hillur er skiljanleg frá
sjónarhomi smásalanna en með auk-
inni vinnslutækni og hreinlæti hafa
brauð lengra geymsluþol.
Við erum með ágætar tætaravélar
sem einnig aðskilja brauðið frá plast-
umbúðunum. Það er líka betra að
koma því þangað fyrir eitthvað verð en
þurfa að kosta til fórgunar á því,“ seg-
ir Kolbeinn Kristinsson. -GG
„Dagurinn var ágætur. Við end-
urskipulögðum starfshættina.
Þetta gekk bara vel. Það var alveg
fullt, en ég hef oft séð það miklu
verra. Fólk var afskaplega skiln-
ingsríkt og var ekkert að leita
með erindi sem máttu bíða.“
Þetta sagði Þórarinn Baldurs-
son, heilsugæslulæknir á Suður-
nesjum, í samtali við DV í morg-
un. Hann hefur að undanfomu
starfað á sjúkrahúsi Heilbrigðis-
stofnunar Suðumesja. I gærmorg-
un flutti hann sig hins vegar um
set og tók við starfl heilsugæslu-
læknis á heilsugæslustöðinni.
Hann er eini læknirinn sem
starfar á heilsugæslunni nú, eftir
að tiu heilsugæslulæknar hættu
stöifum þar.
„Flestir sem ég skoðaði voru
veikir og svo kom fólk sem vant-
aði lyfin sín,“ sagði Þórarinn. Að-
spurður um framhaldið sagði
hann að starfsfólk heilsugæslunn-
ar tæki nú „einn dag í einu.“
Hann kvaðst alls ekki vilja vísa
fólki til höfuðborgarsvæðisins
vegna ástandsins, heldur myndi
starfsfólk heilsugæslunar reyna
að leysa úr öllum vanda.
Þórarinn sagði að starfshætt-
irnir hefðu verið endurskipulagð-
ir að því leytinu til að nú tækju
hjúkrunarfræðingar á móti þeim
sem leituðu aðstoðar. Eins sæju
þeir um tímabókanir.
„En við verðum að fá fleiri
lækna héma inn,“ sagði Þórar-
inn. „Ég get ekki verið endalaust
á vakt. Við reynum að bjarga því
sem má ekki bíða. Ég held að okk-
ur eigi að takast það.“
Spænskur læknir hefur sótt um
stöðu hjá Heilsugæslunni auk
kambódísks læknis sem búsettur
er hérlendis. Þá mun hafa borist
umsókn frá lækni í arabalöndum.
Fundur heilbrigðisráðuneytis
og heilsugæslulæknanna sem eru
hættir störfum hefur verið boðað-
ur eftir hádegi í dag. -JSS
ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002
Guðjón efstur?
Guðjón Hjörleifs-
son, fyrrverandi
bæjarstjóri í Vest-
mannaeyjum, hef-
ur sagt sig úr upp-
stillingamefnd
Sjálfstæðisflokks-
ins í Suðurkjör-
dæmi. Hann mun
koma til greina i eitt af efstu sæt-
um listans í kjördæminu. - Mbl.
greindi frá.
Holtsmál verða bætt
íbúðalánasjóður ætlar að bæta
viðskiptavinum sínum tjón sem
þeir urðu fyrir vegna fjársvikamáls
fasteignasala í Kópavogi á dögun-
um. Sérstök úrskurðarnefnd á að
leggja mat á bótaskyldu sjóðsins og
bætur í hverju tilviki fyrir sig.
Leit hætt
Leit hefur verið hætt að manni á
rauðum Isuzu Trooper-jeppa sem
leitað hefur verið síðustu daga og
lýst var eftir. Hefur lögregla fengið
staðfest að maðurinn hafi verið á
ferð um Vestfirði um helgina og
því er ekki lengur óttast um hann.
500 tonn af kjúklingum
Móar og aðrir kjúklingaframleið-
endur sem framleiða undir merkj-
um Móa framleiða 180-200 tonn af
kjúklingum í desembermánuði.
Reykjagarður reiknar með að fram-
leiða um 200 tonn af kjúklingum í
desember, íslandsfugl á Dalvík um
50 tonn og ísfugl í Mosfellsbæ 60-70
tonn. - Mbl. greindi frá.
Leiðakerfi breytt
Strætó BS vinnur nú að þróun
samgöngumiðstöðvar á höfuðborg-
arsvæðinu í tengslum við endur-
skoðun á leiðakerfi fyrirtækisins.
Stefnt er að því að draga úr akstri
strætisvagna um 15 til 20% án þess
að skerða þjónustu. - RÚV greindi
frá.
Störfum fækkar
Æ meira hlutfall af afla sem
berst á land í Vestmannaeyjum er
flutt til vinnslu annars staðar. Árs-
störfum i fiskvinnslu hefur fækkað
um helming á árinu og íbúum í
Eyjum hefur fækkað stöðugt und-
anfarinn áratug. - RÚV greindi frá.
Vegur um Arnkötludal
Lokið er undirbúningsathugun-
um á vegagerð milii Hólmavíkur og
Gilsfjarðar um Arnkötludal og
Gautsdal. Um yrði að ræða 24,6 km
veg í flokki Cl, sem er vegur í hæsta
gæðaflokki. Áætlaður kostnaður við <
aUa þætti vegarlagningarinnar er
um 686 milljónir króna. - BB
greindi frá.
Bólusett gegn krabbameini
Tiiraunabólusetning gegn HPV-
veiru, sem getur orsakað leg-
hálskrabbamein, hefur gengið vel.
Milii 7.500 og 8.000 konur á aldrin-
um 18-23 ára hafa fengið boð um að
taka þátt í verkefninu. Byrjað var
að bólusetja gegn veirunni í ágúst. í
-HKr.
Haldiö tíl haga
Ranglega var farið með fóðurnafn
Konráð Lúðvikssonar, yfirlæknis á
Heilbrigöisstofnun Suðurnesja, í
frétt um málefni heilsugæslunnar á
Suðumesjum sem birtist í DV í gær.
Þá var mishermt að borgarafundur
sem fram fór á Suðumesjum hefði |
verið haldinn að áeggjan Hjálmars |
Árnasonar þingmanns. Hið rétta er
að Víkurfréttir efndu til fundarins.