Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2002, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002
Fréttir
DV
Breytingar á húsaleiguviðmiðun hjá Félagsbústöðum:
Dæmi um 60% hækkun
og líka 60% lækkun
- allt leiguverð er nú miðað við samræmt fasteignamat
Félagsbústaðir hf. hafa að undan-
fornu verið að senda leigjendum Fé-
lagsbústaða bréf um breytingar á
leigu sem í sumum tilfellum er mjög
mikil. Hefur þetta valdið talsverð-
um titringi og fjölmargir hafa haft
samband við Félagsbústaði vegna
málsins, sérstaklega þeir sem verða
fyrir hækkunum sem geta í einstök-
um tilfelium numið yfir 60%.
„Ég er öryrki," sagði kona sem
leigir hjá Félagsbústöðum. „Ég sé
ekki fram á að geta haldið jól eftir
þessa hækkun. Endar ná einfaldlega
ekki saman." Hún sagði að leigan
hjá sér hækkaði úr rúmlega 33 þús-
undum á mánuði í nærri 48 þúsund
1. desember. Síðan hækki leigan aft-
ur um 12% 1. mars og fari þá í 53.550
krónur á mánuði.
Hluti vegna vaxtahækkana
Sigurður Kr. Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Félagsbústaða, segir
að þessar breytingar hafi verið sam-
þykktar í félagsmálaráði 15. okóber
og búið sé að kynna málið í blöðum
og ljósvakamiðlum. Fyrir helgina
var fólk að fá send til sín bréf sem
sýnir hversu mikil hækkunin eða
lækkunin raunverulega veröur hjá
hverjum og einum. Breytist leigan
frá og með 1. desember og síðan aft-
ur 1. mars, en þá hækkar leiga
flestra íbúðanna um 12%. Kemur
Flugfélag íslands:
Farþegum
fjölgar í inn-
anlandsflugi
Þrátt fyrir minnkað framboð og
færri áfangastaði en í fyrra fjölgaöi far-
þegum í innanlandsflugi Flugfélags ís-
lands í októbermánuði um 1,1%, úr
21.795 farþegum í fyrra i 22.030 i ár, á
meðan sætanýting félagsins jókst um
0,8 prósentustig.
Sætanýting hjá Flugfélagi íslands
hefur batnaö um 6,1% fyrstu níu mán-
uði ársins og á þátt í verulegum bata á
afkomu fyrirtækisins ásamt og með
kostnaðarlækkun og mikilli hagræð-
ingu á flestum sviðum starfseminnar.
Hjá Flugleiðum-Frakt voru flutningar í
september 14,5% minni en á fýrra ári
og fyrstu níu mánuðina er þessi sam-
dráttur 12,6%. FIugleiðir-FVakt eiga
þess ekki kost að draga saman framboð
í sama mæli og Flugleiðir og Flugfélag
Islands, sem hefur áhrif til hins verra á
afkomu fyrirtækisins. -GG
Reykjavík
Félagsbústaðir hf. eiga og reka 1.400 leiguíbúöir fyrir skjóistæbinga sína.
Flestir íbúanna eru lágtekjufólk og margir eru öryrkjar. Verulegar breytingar
veröa um mánaöamótin á leigukjörum sumra íbúöanna vegna nýrra viömiö-
ana viö útreikninga húsaleigunnar. Leiga 500 íbúöa mun iækka, en leigan
hækkar á 900 íbúöum Félagsbústaöa.
það til vegna þess að félagslegt
leiguhúsnæði var á 1% vöxtum frá
íbúðalánasjóði fram til ársins 2001.
Frá þeim tíma hækkuðu þessir vext-
ir upp í 3,5%. Það þýðir kostnaðar-
auka fyrir Félagsbústaði sem metn-
ir eru á 12% hækkun leiguverðs frá
1. mars. Að vísu mun þessi 12%
hækkun koma strax til fram-
kvæmda hjá þeim leigjendum sem
munu njóta lækkunar á húsalegu
samkvæmt nýju reglunum.
Vissulega sárt hjá mörgum
„Það er eðlilegt að þetta veki við-
brögð, enda eru flestir af okkar
leigjendum lágtekjufólk og með um
og yfir eina milljón króna í tekjur á
ári. Það er því vissulega mjög sárt
hjá mörgum að horfa fram á hækk-
un húsaleigu. Á móti kemur að fólk
á rétt á húsaleigubótum sem geta
numið allt að helmingi leiguverðs
og er þá miðað við tekjur og fjöl-
skyldustærð." Þá hefur félagsmála-
ráð samþykkt að veita því fólki
tímabundna aðstoð sem verður illa
fyrir barðinu á hækkun húsaleigu 1.
desember.
Miöaö við fasteignaverð
Sigurður segir leiguverðið sam-
kvæmt nýju fyrirkomulagi sem nú
er verið að kynna ganga út frá því
að fasteignamat sé lagt til grund-
vallar útreikningi á leigunni. Fast-
eignamatið var samræmt og endur-
skoöað á siðasta ári og telur Sigurð-
ur að fasteignamatið sé því besti
grundvöllurinn til að tryggja að
sambærilegar íbúðir séu á sambæri-
legu verði. Áður var miðað við
kaupverð sem hækkaði síðan miðaö
við neysluvísitölu. Fasteignaverð í
Reykjavík hefur siðan 1997 verið að
hækka um 50-60%, en neysluvísital-
an hefur ekki hækkað nema um
20% á sama tíma. Hefur þetta skap-
að mikið misræmi á leigu milli
íbúða.
Þá greiðir Reykjavíkurborg raun-
kostnað við rekstur húsnæðisins
niður um þriðjung að sögn Sigurð-
ar. Hann segir dæmið um 60%
hækkun, eins og nefnt er hér að
framan, í raun nokkuð sérstakt. í
því tilfelli urðu þau mistök að við-
komandi fjögurra herbergja íbúð
var leigð út á mun lægra verði en
sambærilegar íbúðir í sama húsi.
Með fasteignamatsviðmiðuninni er
þetta leiðrétt. Þannig hækkar leigan
hjá sumum og það er notað til jöfn-
unar þannig að hjá þeim sem áður
greiddu mjög háa húsaleigu lækkar
að sama skapi.
4,75% af fasteignamati
Þessi svokallaða jöfnun miðast
við 4,75% af fasteignamati viðkom-
andi íbúðar. Dæmi um þriggja her-
bergja íbúð sem í dag er með mjög
háa leigu eða 61.985 krónur á mán-
uði. Hún mun miðað við 4,75% af
fasteignamati verða leigð á 39.243
krónur. Mismunurinn er 22.742
krónur sem leigan lækkar 1. desem-
ber. Þann fyrsta mars mun leigan
síðan hækka um 12%, eða um 4.709
krónur. Leigan verður því eftir þá
hækkun 43.952 krónur sem er 18.033
krónum minna en áður. Um 500
íbúðir munu njóta lækkunar húsa-
leigu, en 900 íbúðir munu hækka
vegna þessa. -HKr.
Könnun Gallup sýnir aö DV heldur sínu striki í harðnandi samkeppni:
DV Magasín mest
lesið allra vikurita
- lestur á Morgunblaöinu hefur dregist saman
DV Magasín er mest lesna viku-
ritið samkvæmt könnun Gallup á
Dekrað eintak
K o m i ð
Skoðið
Prófið
BMW 320ia Coup*
tyiMt,0&,20Ol, 2000cc véh
2 ðýtn, §iðitfkípttíf, syatttít, ektnn 25,þ
V£L MEÐ FARIN BÍU
->3.950it>
575 1230
Séö og heyrt
Viöskiptabl. Mbl.
Fókus
Vikan
Opiö mán-fös 09-18 og lau 10-16
GrjóthéUI 1
bflalsnd.ls
notkun fjölmiöla í heila
viku í október sem kynnt
var í gær. Meðal íbúa í
Reykjavík sögðust 57,4
prósent hafa lesið siðasta
tölublað DV Magasíns í
könnunarvikunni. Lest-
ur DV Magasíns á höfuð-
borgarsvæðinu öllu
mældist hins vegar 55,6
prósent. AUs sögðust 47,7
prósent þeirra sem tóku
þátt í könnuninni á land-
inu öllu hafa lesiö eða
flett síðasta tölublaði DV
Magasíns. 54,7 prósent
sögðust hafa lesið eða flett síðasta
tölublaði Dagskrár vikunnar en hún
kemur hins vegar út hálfsmánaðar-
lega.
DV Magasín ber höfuð og heröar
yfir önnur vikurit. 31 prósent sögð-
ust hafa lesið eða flett síðasta tölu-
blaði Séð og heyrt, 29,9 prósent Við-
skiptablaði Morgunblaðsins, 26,8
prósent Fókus og 16,5 prósent Vik-
unni.
DV heldur sínu striki þrátt fyrir
tilkomu fríblaðs á dagblaðamarkað-
inum og harðnandi samkeppni um
lesendur. Meðallestur DV í könnun-
arvikunni er 31,5 prósent eins og
hann var könnun Gallup í mars síð-
Lestur vikurita
- skv. könnun Gallups 16.-22. október 2002
DV-Magasín
astliðnum. Meðallestur Morgun-
blaðsins hefur minnkað um 2,7 pró-
sentustig, fer úr 60 í 57,3 prósent.
Meöallestur Fréttablaðsins, sem
dreift er ókeypis til lesenda, mæld-
ist 51,8 prósent en var 44,4 prósent í
mars.
Fréttir eru mest lesna efni DV. Sé
tekið dæmi af mánudagsblaði DV
könnunarvikuna sögðust 98,2 pró-
sent hafa lesið innlendar fréttir
blaðsins og 95,8 prósent erlendar
fréttir. 64,1 prósent sögðust hafa les-
iö DV Sport en 76 prósent sé aðeins
litið til karla. Lestur iþróttanna er
mestur í aldurshópnum 20-24 ára
eða 91,3 prósent. -hlh
Stelngrímur J.
Sigfússon.
Hjálmar
Árnason.
Hvað er kjölfesta?
í fyrirspurnar-
tíma ráðherra á
Alþingi í gær
spurði Steingrím-
ur J. Sigfússon
forsætisráðherra
hvort honum
fyndist sala á hlut
ríkisins í Búnað-
arbankanum til S-
hópsins svonefnda
fela í sér mikla
kjölfestu, í ljósi þess að hópurinn virt-
ist ekki eiga peninga, borgaði ekki
strax fyrir hlutinn, óljóst væri hvort
borgað yrði í erlendum gjaldeyri, inn-
byrðis skipting á eignarhlut væri ekki
gefin upp, leynd hvíldi yfir þeim er-
lenda banka sem stæði að kaupunum
með hópnum og innan hans hefði ver-
ið háð mikil valdabarátta. Steingrim-
ur visaði til skilgreiningar orðabókar
Menningarsjóðs á orðinu „kjölfesta".
Davíð Oddsson skaut því að í svari
sínu, að hann teldi Steingrím J. vera
kjölfestuna í vinstri-grænum, en lagði
í kjölfarið áherslu á að engin hluta-
bréf yrðu afhent fyrr en greitt hefði
verið fyrir þau.
Ósáttur við áfrýjun
Hjálmar Áma-
son beindi þeirri
spurningu til
Geirs H. Haarde,
hvort hann teldi
að skerpa þyrfti á
ákvæðum þjóð-
lendulaganna. Til-
efnið var, að það
kom Hjálmari á
óvart að ríkið
skyldi áirýja nið-
urstöðu úrskurðamefndar um þjóð-
lendumál í tilteknu ágreiningsmáli í
Árnessýslu. Þetta taldi Hjálmar and-
stætt þeim yfirlýsta vilja Alþingis að
þinglýstar eignir landeigenda yrðu
virtar. Geir taldi ekkert skorta á að
lögin væra skýr. Þar kæmi frarn að
málsaðilar mættu skjóta málum tii
dómstóla. Það hefðu tvö eða þrjú
sveitarfélög gert og sömuleiðis ríkið
varðandi einn af sjö úrskurðum sem
kveðnir hefðu verið upp vegna mála í
Árnessýslu. Geir sagði óhjákvæmilegt
að fá úrskurð Hæstaréttar í því máli
til að samræmi væri tryggt í sambæri-
legum annars staðar á landinu.
Viðbótarlán í óvissu
Ögmundur Jón-
asson spurði fjár-
málaráðherra
hvort tekin hefði
verið ákvörðun
um að veita íbúða-
lánasjóði lánsfjár-
heimild vegna við-
bótarlána þar sem
heimildir fyrir
þetta ár væm upp-
urnar og ekki
hægt að veita fleiri íbúðarkaupendum
viðbótarlán. Geir sagði að um það
hefði ekki verið tekin ákvörðun en
málið væri til „vinsamlegrar umfjöll-
unai-“ í tengslum við gerð fjárauka-
laga fyrir þetta ár og fjárlög fýrir
næsta ár. ögmundur taldi að umsækj-
endur um viðbótarlán ættu inni yfir-
lýsingu frá Geir um hvers væri að
vænta en Geir sagði ómögulegt að
gefa slíka yfirlýsingu enda engin
ákvörðun verið tekin.
Kemur mér ekki við
Kolbrún Hall-
dórsdóttir spurði
Valgerði Sverris-
dóttur um fréttir
þess efiiis að er-
lendir verktakar,
sem gert hefðu til-
boð við tiltekna
verkþætti í tengsl-
um við virkjunar-
framkvæmdir,
hefðu dregið tiiboð
sín til baka. Valgerður sagðist ekki
vita hvers vegna tilboðin hefðu verið
dregin til baka. Slik mál vörðuðu ekki
ráðuneytið heldur Landsvirkjun, sem
væri sjálfstætt fyrirtæki. -ÓTG
nundur
anasson.
Kolbrún
Halldórsdóttir.