Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2002, Qupperneq 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002
DV
Fréttir
Krefjast
samningsréttar
Fulltrúaráð Landssambands
slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
manna, sem í eru 1.100 félagar,
300 í aðalstarfi og 800 i hluta-
starfi, harmar þá afstöðu fjár-
málaráðuneytisins að sjúkra-
flutningamenn í hlutastarfi hafi
ekki samningsrétt þar sem þeir
hafi annað starf að aðalstarfi. Það
sé með öllu óskiljanlegt og um
leið óþolandi að fjármálaráðherra
telji þessa stétt manna ekki þurfa
að njóta þeirra sjálfsögðu mann-
réttinda að semja um sín kaup og
kjör. Skorað er á fjármálaráð-
herra að endurskoða afstöðu
ráðuneytisins og fela samninga-
nefnd ríkisins að hefja nú þegar
samningaviðræður við Lands-
samband slökkviliðs- og sjúkra-
flutn ingamanna.
Fulltrúaráðið átelur einnig að
ráða sem skólastjóra Brunamála-
skólans einstakling sem enga
reynslu hefur af brunamálum og
þekkir ekki til þarfa slökkviliða
og slökkviliðsmanna. Það sé brot
á 6. gr. reglugerðar um Bruna-
málaskólann. Nýr skólastjóri er
Elisabet Pálmadóttir efnaverk-
fræðingur sem m.a. hefur starfað
að innra eftirlit með vatnsveit-
um. -GG
Ökukennarar hafa þrýst á að fá æfingasvæði í 20 ár:
Menn komast ekki
upp úr hjólförunum
- segir formaður Ökukennarafélags íslands - málið verður rætt á umferðarþingi
Enn virðist langt í landþráðan
draum ökukennara um aö fá akst-
ursæfingabraut á höfuðborgar-
svæðinu. Málið hefur verið til Um-
ræðu í mörg ár en ekkert þokast í
átt að framkvæmdastiginu þrátt
fyrir að allir séu sammála um að
málið sé mjög aðkallandi, og lausn
margra vandamála í umferðinni.
Á umferðarþingi árið 2000 skrif-
uðu fulltrúar dómsmálaráðuneyt-
is, Reykjavíkurborgar, Vegagerð-
ar ríkisins, Sambands íslenskra
tryggingarfélaga og Ökukennara-
félags tslands undir yfirlýsingu
þess efnis að þau byndust samtök-
um um það að þau ætluðu að
standa fyrir byggingu akstursæf-
ingasvæðis í Gufunesi, á gömlu
öskuhaugunum. Búið sé að tala
um þetta í yfir 20 ár.
Guðbrandur Bogason, formaður
Ökukennarafélags íslands, segir
að það þokist jafn lítið með akst-
ursæfingabraut og mislæg gatna-
mót á mótum Miklubrautar og
Kringlumýrarbrautar, en hvoru-
tveggja sé afar brýnt.
„Það var reynt að fá sveitarfé-
lögin sjö á höfuðborgarsvæðinu til
þess að standa sameiginlega að
þessari framkvæmd með þessum
aðilum, en þau töldu sér það ekki
Á fleygiferð í hálkunni
Þessi mynd er af einni af 32 hálkubrautum sem til eru í Danmörku og er
þessi viö Amager.
fært. Á meðan komast menn ekki
upp úr hjólförunum og spóla bara
keðjulausir á sumardekkjum.
Þetta mál er rætt aftur og aftur,
m.a. við dómsmálaráðherra, en
það virðist ákaflega erfitt að koma
því af stað. Ráðherra hefur sagt að
það sé hið versta mál að málið
komist ekki upp úr hjólförunum,
en það þarf að koma þessu inn í
kennsluprógramm vegna öku-
kennslu. Þá væri stutt í það að við
hættum að spóla. Þar sem þessari
kennslu hefur verið bætt við úti í
heimi hefur það skilað sér í bætt-
um akstursferli ökumanna. Það
þarf því ekki að fjölyrða um það
að það er mikil þörf á svona
braut,“ segir Guðbrandur Boga-
son.
Kostnaðartölur hækka
Björn Friðfinnsson, ráðuneytis-
stjóri í dómsmálaráðuneytinu,
segir að málið hafi í sífellu verið
að hlaupa á undan þeim þar sem
kostnaðartölur hafi sífellt verið að
hækka eftir að búið var að finna
einhverjar fjármögnunarleiðir.
„Við skrifuðum bréf á miðviku-
dag til Umferðarstofu og báðum
þessa nýju stofnun að taka málið
til endurskoðunar og skUa okkur
skýrslu um málið. Síðustu kostn-
aðartölur hljóðuðu upp á 165 millj-
ónir króna. En það er fengin lóð á
gömlu öskuhaugunum í Gufunesi.
Ég vona að málið verði rætt á Um-
ferðarþingi sem verður haldið í
næstu viku,“ segir Björn Frið-
fmnsson. -GG
/ ••
Allur hagnaður rennur til líknarmála.
Hlustað með andakt
Þeir Guömundur Hallvarðsson, alþingismaöur og formaöur samgöngunefndar,
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, ogÁrni M. Mathiesen sjávarútvegsráöherra
hlusta á þaö sem fram fer á Sjómannaþinginu.
Þing Sjómannasambands íslands:
Vill endurvekja
Kvótaþing
Nýlokið þing Sjómannasambands
íslands ítrekaði fyrri afstöðu gegn
auðlindagjaldi á sjávarútveginn og
krefst þess að ákvæði þar um í lög-
unum um stjórn fiskveiða verði
afnumið áður en það kemur tO
framkvæmda. Þingið ítrekar jafn-
framt þá skoðun að banna eigi út-
gerðarmönnum að eiga viðskipti
með veiðiheimOdir. Meðan útgerð-
armönnum er heimOt að leigja afla-
mark krefst þingið þess að slík við-
skipti eigi sér stað á Kvótaþingi.
Þingið gagnrýnir samninganefndir
VSFÍ og LÍÚ fyrir að hafa gengist
fyrir afnámi Kvótaþingsins á síð-
asta ári. Jafnframt skorar 23. þing
Sjómannasambands íslands á sjáv-
arútvegsráðherra að setja Kvóta-
þingið aftur á fót hið fyrsta eða af-
nema heimOdir útvegsmanna tO að
versla með veiðiheimOdir.
Af öðrum samþykktum má nefna
að krafist er þess að lög verði sett
um fjárhagslegan aðskOnað veiða
og vinnslu; mótmælt er þeim mál-
flutningi formanns LÍÚ að laun sjó-
manna séu of há og þess vegna þurfi
að gera breytingu á hlutaskiptakerfi
sjómanna; fagnað er að vinna eigi
að því að fram fari reglubundin
könnun á launum sjómanna; fagnað
er samkomulagi sem gert var miOi
SSl og SA f.h. LÍÚ og félagsmálaráð-
herra staðfesti um starfsmenntamál
sjómanna og að hægt sé að hefja
hvalveiðar í vísindaskyni eftir inn-
göngu íslands í Alþjóðahvalveiði-
ráðið; krafist er þess að íslensk
launakjör gOdi sem lágmarkskjör í
öUum fostum áætlunarsiglingum tO
og frá landinu; fagnað er átaki Sigl-
ingastofnunar í útgáfu kynningar-
bæklinga fyrir sjómenn um ýmis ör-
yggismál og lýst er furðu á þeirri
ákvörðun stjórnvalda að skera nið-
ur þegar of lítinn skipakost Land-
helgisgæslunnar.
Sævar Gunnarsson, Grindavík, var
endurkjörinn formaður Sjómanna-
sambands íslands og Konráð Alfreðs-
son, Akureyri, varaformaður. -GG