Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2002, Blaðsíða 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 DV Þetta helst HEILDARViÐSKIPTI 3.247 m.kr. Hlutabréf 572 m.kr. Húsbréf 909 m.kr. MEST VIÐSKIPTI | Kaupþing 384 m.kr. 0 Islandsbanki 54 m.kr. © Grandi 34 m.kr. MESTA HÆKKUN 0 Íslandssími 2,4% Q Hl.br.markaðurinn 1,1% 0 Bakkavör MESTA LÆKKUN 0,9% 0 Skeljungur 2,1% 0 Landsbankinn 1,9% 0ÍAV 1,5% ÚRVALSVÍSITALAN 1.312 - Breyting -0,22% Atvinnuleysi eykst Atvinnuleysi jókst verulega í októ- ber frá mánuðinum á undan og mæld- ist 2,5% en hafði verið 2,2% í október. Meðalfjöldi atvinnulausra var um 10,9% meiri í október en í september eða töluvert meira en árstíðabundin sveifla, en síðustu tíu ár hefur at- vinnuleysi aukist um 5,6% milli þessa mánaða. Árstíðabundið versnar ástandið á vinnumarkaði að jafnaði yfir vetrarmánuðina, þannig er árs- tíðasveiflan miðað við síðustu tíu ár þannig að atvinnuleysi hefur aukist um 9,5% frá október til nóvember. Vinnumálastofnun telur því líklegt að atvinnuleysi aukist í nóvember og verði á bilinu 2,7-3,0%. Nú þegar er atvinnuleysi tvöfalt meira en fyrir ári. Afkoma SS batnar Rekstrartap Sláturfélags Suður- lands fyrstu níu mánuði ársins var 14,5 milljónir, en á sama tímabili árið áður var 103 milljóna króna rekstrar- tap. Bætt afkoma stafar fyrst og fremst af lækkun fjármagnsgjalda vegna gengishækkunar krónunnar. Rekstrartekjur Sláturfélags Suður- lands voru 2.667 milljónir á fyrstu níu mánuðum ársins 2002, en 2.353 millj- ónir á sama tíma árið áður og aukast um rúm 13%. Rekstrargjöld án af- skrifta námu 2.546 milljónum á fyrstu þrem ársfjórðungum ársins 2002 sam- anborið við 2.238 milljónir árið áður og aukast um tæp 14%. Hagnaður fyr- ir afskriftir var því 121 milljón á móti 115 milljónum á sama tima í fyrra. Hlutdeild i afkomu hlutdeildarfé- laga var neikvæð um 28 milljónir en jákvæð árið áður um 2 miiljónir. Að teknu tilliti til skatta nam tap af rekstri tímabilsins 14,5 milljónum króna en var 103 miiljónir árið áður. í frétt frá félaginu segir að afkom- an verði að teljast óviðunandi og ein- kennist af mikiili verðsamkeppni og offramboði á kjöti á markaðnum sem hafði neikvæð áhrif á afkomu félags- ins. Þá er bent á að afkoma Sláturfé- lagsins hefur jafnan verið þyngst framan af árinu en best á síðasta árs- fjórðungi. Þetta stafar m.a. af afkomu afurðadeildar en umsvif hennar aukast við haustslátrun sauðfjár. Að- haldi verður áfram beitt í rekstri fé- lagsins, en gripið hefur verið til hag- ræðingaraðgerða til að draga úr út- gjöldum auk þess sem fjárfestingar hafa verið dregnar saman. Gert er ráð fyrir að framangreindar aðgerðir og aðstæður á markaði muni leiða til bættrar afkomu Sláturfélagsins á sið- asta ársfjórðungi. Viðskipti Umsjón: Viðskiptablaðiö Skýrr hf.: Tap af hlutabréfaeign dregur afkomuna niður Skýrr hf. var rekið með 31 millj- ónar króna tapi fyrstu níu mánuði ársins. Tapið skýrist fyrst og fremst af niðurfærslum vegna lækkunar á hlutabréfum í eigu Skýrr hf. og Teymis hf., en félögin voru samein- uð frá og með 1. júlí sl. Sé eingöngu horft til reksturs móðurfélagsins, Skýrr hf„ sjást mik- il batamerki í rekstrinum. Rekstrar- tekjur móðurfélagsins námu alls 1.418 milljónum króna og jukust um 7% milli ára. Hagnaður fyrir af- skriftir var 230 milljónir samanbor- ið við 161 milljón á sama tíma í fyrra. Hins vegar nemur sérstök niðurfærsla hlutabréfaeignar 102 milljónum króna á tímabilinu, vegna lækkunar á markaðsgengi skráðra hlutabréfa í eigu félagsins. Á sama tímabili í fyrra nam niður- færslan samtals 238 milljónum króna. Þessi niðurfærsla í ár skýrist að stærstum hluta af lækkun á bréf- um í Columbus IT Partner. Hagnað- ur móðurfélagsins fyrir skatta fyrstu níu mánuði ársins nemur alls um 40 milljónum og þar af er hagn- aðurinn fyrir skatta síðustu þrjá mánuði 30 milljónir sem sýnir að af- koman hefur batnað verulega síð- ustu mánuði. í frétt frá Skýrr kemur fram að rekstur Teymis ehf. hefur gengið mjög erfiðlega á tímabilinu, bæði hér á landi og jafnframt hjá Teymi A/S í Danmörku. Tap timabilsins frá 1. júlí til 30. september sl. nam alls um 20 milljónum króna. Gripið hefur verið til aðgerða til þess að snúa rekstrinum við og mun sumt af því skUa sér fljótlega inn í rekst- urinn og annað þegar líða tekur á næsta ár. Á tímabUinu var jafnframt ákveð- ið að gjaldfæra sérstaklega 45 mUlj- ónir vegna eignarhluta í dóttur- og hlutdeUdarfélögum, sem voru í eigu Teymis hf. Þar vegur þyngst 30 milljóna króna gjaldfærsla vegna Teymis A/S auk 15 mUijóna vegna hlutdeUdarfélaga. Þetta er gert í varúðarskyni tU að mæta hugsan- legum áfoUum vegna erfiðleika í rekstri þessara félaga. AUs eru því gjaldfærðar á timabUinu 67 mUljón- ir króna vegna Teymis ehf. og þeirra félaga sem áður voru í eigu Teymis hf. Ágæt afkoma hjá Opnurn kerfum Hagnaður samstæðu Opinna kerfa hf. fyrstu níu mánuði ársins var 158 miUjónir króna. Á sama tíma í fyrra var 204 mUljóna króna tap af rekstrinum. Hagnaður fyrir afskriftir eykst úr 341 mUljón í 601 mUljón krónu. Veltufé frá rekstri hækkar úr 186 milijónum í 476 mUlj- ónir króna. Aíkomubatinn er í takt við aukin umsvif samstæðu Opinna kerfa hf„ en hún samanstendur af móðurfé- laginu, Opin kerfi Sweden AB, sem er eignarhaldsfélag Datapoint Svenska AB, Skýrr hf„ Tölvudreif- ingu hf. og Enterprise Solutions AS. Rekstrartekjur samstæðunnar juk- ust um 78% mUli tímabUa og eru nú um 7.478 miUjónir króna. Veltu- aukningin kemur að mestu frá starfseminni erlendis sem bættist við samstæðuna í desember 2001. Rekstur samstæðunnar er að mestu í samræmi við áæUanir en helstu frá- vik snúa að því að afkoma Skýrr hf. er lakari en ráð var fyrir gert vegna sér- stakra niðurfærslna á hlutabréfaeign félagsins. Áætlanir samstæðu Opinna kerfa hf. fyrir rekstrarárið 2002 gerðu ráð íyrir hagnaði fyrir skatta yfir 400 mUljónir króna. Forráðamenn félags- ins telja nú að vegna niðurfærslu hlutabréfaeignar verði hagnaður lægri eða um 300 mUljónir króna fyr- ir skatta. Xfmælis-tilboö/ í tilefni 60 ára afmælis okkar bióðum við frábærar steypuvinnuvélar á tilboði. Vélar frá Stow, Technoflex og Fast Verdini Líttu við o§ skoðaðu úrvalið, tilboðið stendur til áramóta Vibrasleðar frá kr: 142.500.- stgr. m/vsk Tlötuslípivélar 1 bensín og rafmagns, verðfrákr: 201.800. stgr. m/vsk IVibraréttskeiðar verð frá kr: 73.000 ’stgr.m/vsk Steinsagir með blaði verð frá kr. 292.500.- stgr, m/vsk Víbratorar með w barka og haus verð frá kr: 64.900.- stgr. m/v: Jarðvegsþjöppur^^^^ verð frá kr:.212.350.-stgr m/v: iTverdiniI ........ pí / 'eONOFUEX t*ORCAlMSSON &CO Ármúla 29- 108 Reykjavík 5538640 - www.thco.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.