Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2002, Síða 12
12
__________________________________________________________________________________________________ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002
Útlönd DV
Árásir á Gaza-borg
aðra nóttina í röð
- vopnafundur í höfuðstöðvum öryggissveitanna í Gaza
REUTERSMYND
Fuglinn hreinsaður
Sjófuglar á norövesturströnd Spánar
hafa oröiö olíumenguninni úr olíu-
skipinu Prestige aö bráö.
Olíuskipið brotn-
aði í tvennt und-
an Spánarstönd
Olíuskipið Prestige, sem er skráð
í Panama, brotnaði í tvennt undan
norðvesturströnd Spánar klukkan
sjö í morgun að íslenskum tíma.
Umhverfisvemdarsinnar höfðu var-
að við þessu og hrikalegum afleið-
ingum fyrir lífríkið ef tugir þús-
unda tonna af olíu lækju í sjóinn.
Skipið var dregið inn í portú-
galska efnahagslögsögu i gær og var
vonast til að hægt yrði með því að
koma í veg fyrir að skipiö brotnaði.
Fimm þúsund tonn af olíu höfðu
þegar lekið úr oliuskipinu og valdið
griðarlegu tjóni á ströndum Galiciu-
héraðs á Spáni. Þykk olíuskán ligg-
ur i fjörunum og fjöldi fugla hefur
orðið olíunni að bráð. Gjöful fiski-
mið eru á þessum slóðum.
Sjötíu þúsund tonn af olíu voru i
skipinu þegar leki kom að því í
miklu óveöri fyrir helgi. Ef öll sú ol-
ia færi í sjóinn yrði skaðinn tvisvar
meiri en varð þegar skipið Exxon
Valdez brotnaði undan Alaska 1989.
ísraelskar skriðdrekasveitir gerðu
í nótt árásir á Gaza-borg aðra nótt-
ina í röð og hófust þær um miðnætti
í gærkvöld með sprengjuárásum or-
ustuþotna á nokkrar byggingar í
borginni.
Að sögn sjónarvotta kom til harðs
skotbardaga milli palestínskra
byssumanna og ísraelskrar skrið-
drekasveitar innan borgarmarkanna
og sögðu talsmenn ísraelska hersins
að komið hefði verið að þeim þar
sem þeir voru að undirbúa eldflauga-
árás á sveitina.
„Okkur tókst að koma í veg fyrir að
þeim tækist að skjóta sprengjuflaug-
unum að okkur,“ sagði talsmaður
ísraelska hersins, en að minnsta kosti
þrír úr liði Palestínumanna munu
hafa særst hættulega í bardaganum.
Þetta geröist eftir að ísraelsk her-
sveit hafði ráðist að höfuðstöðvum
palestínsku öryggissveitanna í borg-
inni, sem íraelar segja að hýsi vopna-
verksmiðju fyrir palestínska hryðju-
verkamenn. Er þetta í fyrsta skipti
síðan yfirstandandi ófriður hófst sem
árás er gerð á byggingamar og sagði
talsmaður ísraelska hersins að við leit
hefðu fundist þar sprengjur sem not-
aðar hafa verið gegn skriðdrekum,
Qassam-flugskeyti og tæki til
sprengjugerðar auk annara léttvopna.
„Vopnafundurinn sannar bein
tengsl öryggissveitanna við palest-
ínska hryðjuverkamenn og ljóst að ör-
yggissveitir þeirra stuðla frekar að
í Disneyfréttum getur |iu séð allt
jftai ittjfasia I itstaiieimi Ittsireg
Dlaney-fréttum 2002 er dreift fímmtudaginn 21. nóve
á höfuöborgarsvæðinu, Keflavik, Borgarnesi og Selfossi.
af Dlsney-fróttum í nóvember og desember á oftirtöldum t
Öllum útibúum Búnaöarbanka íslands á landsbyggöinni,
McDonald’s veitingastóðunum,
SAM-blóunum í Reykjavík, Akureyri og Keflavík og hjá Krakkaklúbbi DV.
Skemmdir kannaöar
Palestínskir öryggisveröir kanna
skemmdir í höfuöstöövum
öryggissveitanna í Gaza-borg í gær.
hryðjuverkum en að koma í veg fyrir
þau,“ sagði einn talsmanna hersins.
Árásin á höfuðstöövarnar stóð í
heilar þrjár klukkusfimdir og var lít-
ið af þeim uppistandandi á eftir.
Talsmaður palestínskra stjórn-
valda vísar ásökunum ísraela á bug
og segir það ekkert nýtt að þeir noti
þessa afsökun fyrir árásum. Það geri
þeir reyndar cdltaf þegar ráðist sé
gegn opinberum byggingum.
Á Vesturbakkanum skaut palest-
ínskur byssumaður ísraelska konu
til bana í nágrenni Kochav Has-
hachar-landtökubyggðarinnar í út-
jaðri Ramallah, þar sem hún var á
heimleið í bil sfnum.
ísraelski Verkamannaflokkurinn
mun í dag kjósa sér nýjan leiðtoga
fyrir þingkosningarnar sem fram
fara í janúar og er fyrirfram búist
við harðri baráttu milli þriggja fram-
bjóðenda sem eru þeir Binyamin
Ben-Eliezer, núverandi leiðtogi
flokksins, Amram Mitzna,
borgarstjóri Haifa og Haim Ramon,
fyrrum ráðherra.
REUTERSMYND
Bond mættur í bælnn
Ofurnjósnari hennar hátignar, James Bond 007, kom til London ígær þegar
nýja myndin, Die Another Day, var fumsýnd meö viöhöfn, aö viöstaddri Elísa-
betu drottningu. Hér eru þau Pierce Brosnan og Halle Berry, aöalleikarar
myndarinnar, og hafa fulla ástæöu til aö skælbrosa.
ISLENSKA
Lísa Páls kynnir j
nýju
kl. 22.10
á þriðju
Norskt varð-
skip í björtu
báli úti fyrir
Álasundi
Norska varðskipið Orkla er nú í
björtu báli við Lebseyjarrif úti fyrir
norska bænum Álasundi á Suður-
Mæri. Lögreglan í Álasundi fékk
tilkynningu um eldinn klukkan sjö
í morgun, en þrjátíu og tveggja
manna áhöfn er á skipinu og hafa 25
þeirra þegar yfirgefið varðskipið í
björgunarbátum.
Ferjumar, Fjörtoft og Solskjær
eru á svæðinu og hafa bjargað þeim
varðskipsmönnum sem þegar hafa
yfirgefið skipið og einnig sveima
björgunarþyrlur yfir svæðinu.
Ekki er vitað tU að slys hEifi orðið
á mönnum en sjö af áhöfninni eru
enn um borð í skipinu til að berjast
við eldinn. Fleiri skip og bátar eru
á leið til hjálpar áhöfninni til að
bjarga varðskipinu. -GÞÖ
James Coburn látinn
Kvikmyndaleik-
arinn og ósk-
arsverðlaunahafinn
James Cobum lést
af völdum hjarta-
áfalls á heimilu
sínu í Kalifomiu í
gær, 74 ára að aldri.
Cobum lék í fjölda
kvikmynda á 40 ára ferli sínum en
þekktastur er hann fyrir leik sinn í
ýmsum hasarmyndum.
Ógnir í Ástralíu
Áströlsk stjómvöld sögöust í
morgun hafa fengið upplýsingar um
hættu á hryðjuverkum í landinu á
næstu tveimur mánuðum. Talið er
að hótunin tengist al-Qaeda.
Lítil samúð í Róm
íbúar Rómar sýndu Giulio
Andreotti, fyrrum forsætisráðherra
Ítalíu, litla samúð í gær eftir að
hann var dæmdur í 24 ára fangelsi
fyrir að fá mafiuna til að drepa fyr-
ir sig blaðamann.
Bush til Prag í dag
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti heldur til Prag í dag þar sem
hann mun sitja leiðtogafund NATO
og reyna að afla sér stuðnings Evr-
ópuþjóða við yfirvofandi árásir á
Irak til að búa bandalagið undir
baráttuna við hryðjuverkaöílin.
Gíslatökumaður tekinn
Spænska lögreglan hefur hand-
tekið 17 ára ungling sem tók 20
skólanemendur í gíslingu í gær og
krafðist rúmlega eitt hundrað millj-
óna króna í lausnargjald.
Bin Laden var það heillin
Rannsókn banda-
rísku leyniþjónust-
unnar hefur leitt í
ljós að það er
Osama bin Laden
sjálfur sem talar á
hljóðupptöku sem
arabísk sjónvarps-
stöð sendi út um
daginn. Þar með er ljóst að hinn
hundelti bin Laden var að minnsta
kosti enn á lífi í október.
Konan fær ekki sæðið
Hæstiréttur Bandaríkjanna úr-
skurðaði í gær að fangelsisyfirvöld í
Kalifomíu hefðu ekki brotið rétt
fanga eins með því að meina honum
að senda konu sinni sæði úr sér svo
hún gæti orðið þunguð.
Ölprinsinn Karl
Karl Bretaprins
hefrn- verið kjörinn
öldrykkjumaður
ársins vegna ötullar
baráttu sinnar fyrir
því að bjarga
sveitakrám frá því
að deyja drottni sin-
um. Það var nefnd
breskra þingmanna sem veitti
prinsinum þennan mikla heiður.
Kemst þótt hægt fari
Bandarískum konum í háum
stöðum stórfyrirtækja fer fjölgandi
en að það ku víst ganga ofurhægt.
ESB stækkar 1. maí 2004
Evrópusambandið ákvað í gær að
söguleg stækkun þess til austurs
tæki gildi 1. maí 2004, á frídegi
verkalýðsins. Þá var ákveðið að
nýju ríkin, væntanlega tíu talsins,
tækju fullan þátt í kosningum til
Evrópuþingsins í júní 2004.