Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2002, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2002, Page 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 PV_______________________________________ ~ Útlönd Vopnaeftirlitsmenn SÞ komnir til Bagdad: Aukin spenna vegna loftárása bandamanna Hans Bllx og Mohamed El Baradei vlö komuna til Bagdad. Þeir Hans Blix, yfirmaður vopnaeftirlits SÞ og Mohammed El Baradei, yfirmaöur Alþjðða kjarnorkumálastofnunarinnar, munu funda áfram meö íröskum embættismönnum í dag. Poul Nyrup Rasmussen Fyrrum forsætisráðherra Danmerkur sagður ætla að hætta sem formað- ur Jafnaöarmannafiokksins. Poul Nyrup hætt- ir sem formaöur jafnaðarmanna Nú er komið að skuldadögum fyr- ir Poul Nyrup Rasmussen, leiðtoga danskra jafnaðarmanna og fyrrum forsætisráðherra. Hann ætlar að til- kynna í dag að hann láti af for- mannsembættinu og taki þar með af- leiðingunum af sögulegum ósigri flokksins í kosningunum í fyrra. Danska blaðið Politiken segir í dag að Nyrup ætli að greina frá þessu á skyndifundi framkvæmda- stjómar jafnaðarmannaflokksins þar sem eini dagskrárliðurinn er að boða til aukaþings til að kjósa nýjan for- mann. Ákvörðun Nyrups kemur í kjölfar endumýjaðrar gagnrýni á forystu hans, nú síðast í tengslum við samn- ingaviðræðurnar um fjárlögin. Heimildarmenn Politiken telja lík- legast að Mogens Lykketoft, fymun utanríkisráðherra, verði kjörinn for- maður í stað Nymps. Þrir aðrir hafa þó verið nefndir til sögunnar. Vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna, sem komnir eru til Bagdad, funduðu strax í gær með íröskum embættismönnum í fyrsta skipti síðan vopnaeftirliti var hætt fyrir fjórum árum. Á sama tíma eykst spennan vegna ítrekaðra loftárása breskra og banda- rískra orustuþotna á írösk skotmörk á flugbannssvæðinu i norður- og suður- hluta landsins sem koma á versta tíma, þegar vopnaeftirlit er að hefjast. Þrátt fyrir það var Hans Blix, yfir- maður vopnaeftirlitsins, ánægður með árangurinn af fundinum og sagð- ist vonast til þess að framhald yrði á því þegar hann ásamt Mohamed E1 Baradei, yfirmanni Alþjóða kjarn- orkumálastofnunarinnar, IAEA, hittir Amir al-Saadi, helsta hernaðarráð- gjafa Saddams Husseins, á fundi í dag. „Auðvitað einkenndi spenna fund- inn í gær, sem er eðfilegt í byrjun eft- ir fjögurra ára hlé, en ég tel þó að okk- ur hafi miðað áfram og vona að fram- hald verði á því í dag,“ sagði Blix, sem eflaust á eftir að flnna fyrir aukinni gagnrýni íraskra embættismanna vegna loftárása Breta og Bandaríkja- manna, en i gær gerðu orustuþotur þeirra hörðustu árásir á flugbanns- svæðinu í langan tíma. Um þrjátíu vopnaeftirlitsmenn eru þegar komnir til Bagdad og vinna þeir nú að undirbúningi eftirlitsins, en að sögn Blix mun þeim fjölga í um fimm- tfu þann 27. nóvember nk. Að sögn talsmanns bandaríska hersins voru loftárásirnar í gær svar við síendurteknum árásum íraka á eftirlitsvélar yfir flugbannssvæðinu, en um helgina hefðu þeir skotið bæði flugskeytum og vamarflaugum að vél- um á eftirlitsflugi. „Loftárásunum í gær var beint að þremur loftvamamannvirkjum á suö- ursvæðinu og á jafnmörg á norður- svæöinu," sagði talsmaðurinn. Talsmaður bandarískra stjómvalda sagði í gær að árásir íraka væm skýrt brot á nýrri ályktun Öryggisráðs SÞ og tók Donald Rumsfeld varnarmála- ráðherra í sama streng og sagði þær óásættanlegar. „Þrátt fyrir að um brot sé að ræða á ályktuninni tel ég ólík- legt að farið verði fram á frekari að- gerðir," sagði Rumsfeld og bætti við að það væri í höndum Bandaríkjafor- seta og öryggisráðs SÞ að ákveða hvort írökum verði refsað. írösk stjómvöld, sem aldrei hafa samþykkt flugbannssvæðið sem ein- hliða var ákveðið af Bandaríkjamönn- um, Bretum og Frökkum til vemdar Kúrdum á norðursvæðinu og sjíta- múslimum á suðursvæðinu eftir Persaflóastríðið árið 1991, sögðu í gær að orustuvélar bandamanna hefðu gert árásir á íbúðabyggð í Nineveh- héraði, í um 400 kílómetra fjarlægð frá Bagdad, en ekkert var minnst á mannfall. Mótmæli í Teheran íranskir námsmenn hafa mótmælt dauðadómi yfir háskólakennara. íranskir náms- menn berjast við afturhaldsöflin Þúsundir íranskra námsmanna, sem krefjast pólitískra umbóta, lentu í gær í átökum við róttæka múslíma á götum Teheran, höfuð- borgar Irans. Um það bil fimm þúsund náms- menn komu saman í tækniháskóla borgarinnar til að mótmæla dauða- dómi yfir háskólakennaranum Has- ham Aghajari sem hefur leyft sér að gagnrýna klerkastjómina. Sjónarvottar sögðu að hundruð harðlínumanna hefðu ruðst inn í fyrirlestrasalinn þar sem náms- mennimir hlýddu á ræður og hróp- uðu vígorð gegn stjórnvöldum. Það var eins og við manninn mælt að allsherjarslagsmál brutust út en enginn meiddist alvarlega. „Vandi okkar er ekki aðeins sá að við viljum að dauðadóminum yfir Aghajari verði hnekkt. Tjáningar- frelsið og frelsið almennt eiga undir högg að sækja," sögðu stúdentarnir. Heilsteyptur hugsjónamaöur / Birgi Armannsson í 6. sætiö! Birgir Ármannsson er aðstoðarframkvæmdastjóri Verslunarráðs islands og gefur kost á sér i prófkjöri reykviskra sjálfstæðismanna. - www.birgir.is i I, Birgir Armannsson er traustur málsvari frjálslyndra og öfgalausra viöhorfa, sem byggjast á trú á ábyrgö og frelsi einstaklingsins. Hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á gangverki atvinnulífsins og vill hafa hagsmuni heimilanna í fyrirrúmi. Slíka menn þurfum viö á þing!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.