Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2002, Page 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 19. NÚVEMBER 2002
y Tilvera x>"v
Stór stund
Timo Koponen, sendiherra Finnlands ð íslandi, og Hanna
Saila, ritari í sendiráöinu.
Anægð með daginn
Sigurður Þórir Sigurösson myndlistarmaöur var fyrstur til
aö hengja upp myndir sínar í Klassís. Hér er hann ásamt
Kristínu Geirsdóttur listakonu t.v. ogJennýju Ármanns-
dóttur, eiginkonu sinni.
Verslunin Klassís opnuð:
Finnskt skart
í aðalhlutverki
DV-MYNDIR E.ÓL.
Nýbúin að opna
Kristín Eiriksdóttir, eigandi Klassís, á milli þeirra AlfLarsson, frá Lapponia í
Helsinki, t.v. og eiginmanns síns, Lars Stahl.
Brógagrrrýní
Háskölabíó - Das Experiment ★ ★★
Tilraun sem breytist
Það var margt um manninn og
mikið um dýrðir á Skólavörðustíg 8
þegar nýja skartgripaverslunin
Klassís skart - gallerý var opnuð sl.
fóstudag. Eigandinn er Kristín Ei-
ríksdóttir. Hún er fyrst íslendinga
til að setja fókusinn á finnska skart-
gripi frá fyrirtækinu Lapponia
Jewelery sem hefur verið við lýði
frá 1960 og er þekkt fyrir glæsilega
hönnun, enda með flmm heims-
þekkta skarthönnuði á sínum snær-
um. Myndlistarmenn verða einnig
með sölusýningar í Klassís og sá
fyrsti er Sigurður Þórir Sigurðsson.
Innréttingar í versluninni eru úr
mahóní og gleri og að hluta til ís-
lensk smíði frá miðri síöustu öld.
-Gun.
í martröð
Fangar og fangaverðir
Þaö tekur ekki leikmenn langan tíma aö lifa sig inn í hlutverkiö.
Eðli mannsins hefur löngum ver-
ið vísindamönnum ráðgáta og marg-
ar tilraunir gerðar með eðlið sem
viðfangsefni. Það virðist ekki ætla
að takast (sem betur fer) að reikna
manninn út, hvemig hann hagar
sér við hinar ýmsu aðstæður. Fyrir
þrjátíu árum var gerð tilraun með
háskólanema i Stanford-fangelsinu í
Bandaríkjunum. Þar var þeim skipt
í tvo hópa, fangaverði og fanga. Var
ætlunin að kanna mannlegt eðli við
slíkar aðstæður. Tilrauninni var
hætt eftir sex daga þar sem hópur-
inn þótti sýna viðbrögð sem ekki
hafði verið reiknað með. Það sem
færri vissu var að vísindamennim-
ir sem stóðu í tilrauninni voru
einnig famir að hegða sér öðruvísi
en þeir áttu að hegða sér.
Það er lauslega á þessari tilraun
sem þýski leikstjórinn, Oliver
Hirschbiegel, byggir kvikmynd sina
Das Experiment. Hann færir sögu-
"r sviðið til Þýskalands og auglýsir eft-
ir þátttakendum í slíka tilraun. Það
sem kannski í byrjun gerir það að
verkum aö myndin fer ekkert vel af
stað er sú staðreynd að það er ekk-
ert sem kemur á óvart. Við vitum,
hvort sem við höfum lesið okkur til
um efni myndarinnar eða ekki, að
þessi tilraun mun fara úr böndun-
um. Þá er kynning á aðalpersón-
unni, Tarek (Moritz Bleibtreu), fyrr-
um blaðamapni og núverandi leigu-
bílstjóra, ekki til þess fallin að
byggja upp spennu. Það er svo ekki
fyrr en hópurinn er kominn í „fang-
^ elsið" og búið er að skipta liði að
það fer að hitna í kolunum. Svið-
setningin er gróf og köld og þegar
líða fer á myndina er ekki laust viö
að grilla megi í þá þýsku þjóð sem
aðhylltist nasismann í hegðun ein-
stakra „fangavarða".
Það myndast fljótt mikil spenna
milli „fangavarða" og „fanga“ og
upphafsmaðurinn í þessari spennu,
sem verður að martröð, er Tarek,
sem tekur ekki hlutverk sitt hátið-
lega í upphafi og storkar Berus
(Justin von Dohnanyi), sjálfskipuð-
um foringja „fangavarðanna“. Nú
kemur atburðarás sem hvorki leik-
hópurinn sem er í þessu fyrir pen-
ingana eða vísindamennirnir gerðu
ráð fyrir.
Das Experiment er ákaflega sterk
kvikmynd og um leið sjokkerandi.
Er ekki laust við að upp í hugann
komi sú hugsun að þegar maðurinn
lendir í aðstöðu sem er ekki hluti af
því umhverfi sem hann þekkir þá er
lítill munur á grimmu rándýri sem
snýst til vamar og okkur. Veiki
hlutinn í þeirri uppbyggðu spennu
sem á sér stað innan „fangelsisins"
eru vísindamennirnir, sem eru
óljósar persónur og er óraunsæið
mest þegar sá litli hópur er i sög-
unni.
Nokkuð er um lausa enda, sér-
staklega hvað varðar einstaklinga.
„Fangaverðir" sjást fara út og inn,
voru einhverjir þeirra valdir fyrir-
fram eða ekki? Ef svo er þá er til-
raunin að sjálfsögðu ekki marktæk
og svo er einn klefafélagi Tareks í
eitthvað allt öðrum erindagerðum
en að ná sér í peninga. Svona mætti
halda áfram að telja upp ýmislegt
sem veikir myndina. Þá er loðin
hliðarsagan um stúlkuna sem Tarek
kynnist. Eftir stendur þó að Das Ex-
periment er sterkt og áhrifamikið
drama.
Leikstjóri: Oliver Hirschbiegel. Handrit:
Don Bohlinger, Christoph Darstadt og
Mario Giordano. Kvikmyndataka: Rainer
Klausmann. Tónlist: Alexander Buben-
heim. Aðalhlutverk: Moritz Bleibtreu,
Justin von Dohnanyi, Christian Berkel,
Maren Eggert og Egar Selke.
Vrnsæfcfstu kvikmyndírnar
Harry Potter í sérflokki
Ekki náði nýja Harry Potter-
myndin, Harry Potter and the
Chamber of Secret, að fara upp fyr-
ir Harry Potter and the Scorcer’s
Stone i aðsókn fyrstu helgina í
Bandaríkjunum, en var nálægt því,
halaði inn 87 milljónir dollara á
móti 90 milljónum sem fyrsta mynd-
in náði inn. Framleiðendur myndar-
innar geta þó ekki verið annað en
ánægðir með þessar tölur og ljóst er
að hún stefnir vel yfir 200 milljóna
dollara markið. Þá hefur hún hlotið
mikla aðsókn á Bretlandseyjum.
Hér á landi verður myndin frum-
sýnd á föstudag. í kvöld er forsýn-
ing í Háskólabíói. Um er að ræða
boðssýningu.
Aðsókn var góð á aðrar kvik-
myndir og hafa 8 Mile, The Santa
Claus 2 og The Ring fengið góða að-
sókn. Brosið hlýtur samt að vera
breiðast á aðstandendum The Big
Fat Greek Wedding, sem er að sigla
yflr 200 milljóna dollara markið.
HELGIN 15.-17. NOVEMBER
ALLAR UPPHÆÐIR i ÞÚSUNDUM BANDARÍKJADOLLARA.
SÆTI FYRRI VIKA Tmu. INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÖLiM BÍÓSALA
O _ Harry Potter and the Chamber.... 88.357 88.357 3682
e 1 8 Mile 19.344 84.440 2496
o 2 The Santa Claus 2 15.102 82.517 3346
o 3 The Ring 10.662 100.684 2882
o _ Half Past Dead 7.820 7.820 2123
o 6 My Blg Fat Greek Wedding 4.713 199.574 1812
o © 5 Jackass: The Movie 3.875 59.377 2413
4 1 Spy 3.806 30.734 2611
o 10 Frida 2.914 8.661 519
© 7 Sweet Home Alabama 2.233 121.886 1469
© 13 Bowllng For Columblne 1.263 8.798 248
© 9 Femme Fatale 1.248 5.688 1066
© 11 Punch-Drunk Love 1.210 16.500 867
© 8 Ghost Ship 1.117 28.250 1175
© 14 Star Wars: Attack of the Clones 909 307.022 58
© _ Far From Heaven 902 1.253 54
© _ Real Women Have Curves 520 2.608 147
0 12 Red Dragon 507 92.472 552
© 17 Barbershop 502 74.794 725
© _ El crimen de padre Amaro 496 496 43
Vínsæfustcj myrrdböntfín
Máttur Hugh
Grants er mikill
Harry Potter og leyniklefinn
Emma Watson, Rupert Grint og
Daniel Radcliffe leika hetjurnar
þrjár.
Mynd þessi kostaði smáaura miðað
við Hollywood-myndir og er þegar
komin á spjöld sögunnar sem mest
sótta „óháða“ kvikmyndin frá upp-
hafi. -HK
Rómantíska gamanmyndin
About a Boy hafði betur gegn
stóru kvikmyndunum, Spider-
Man og Star Wars H: Attack of the
Clones og er í efsta sæti mynd-
bandalistans þessa vikuna. Þetta
kemur nokkuð á óvart þar sem
um tvær mjög vinsælar ævintýra-
myndir er að ræða. Það er sjálf-
sagt Hugh Grant sem hefur þetta
mikla aðdráttarafl.
About a Boy er gerð eftir skáld-
sögu Nicks Homby en hann skrif-
aði Fever Pitch og High Fidelity,
sem urðu að vinsælum kvikmynd-
mn. Myndin fjallar um Will Light-
man (Hugh Grant),
ungan mann, sem hýr í
London og lifir góðu
lífi af tekjum af vin-
sælu jólalagi sem fað-
ir hans samdi. Til að
sýna fram á að hann
sé ábyrgur borgari og
einnig til að prófa
kvenfólkið sem hann
umgengst, þykist
hann vera einstæður
faðir. Þessi ákvörðun
hans hefur bæði
kosti og galla. Þegar
hann kynnist hinum
tólf ára Marcos og
tekur hann upp á
sína arma þarf hann
allt í einu að hugsa
um annað en sjálfan
sig.
Auk Hugh Grant
leika í About a Boy
Toni Collette og
Rachel Weisz.
-HK
About a Boy
Hugh Grant leikur hinn ábyrgöarlausa
Will Lightman.
VIKANll. 17. NÓVEMBER
FYRRI VIKUR
SÆTI VIKA TITILL (DREIFINGARAÐILI) ÁUSTA
0 _ About a Boy isam myndbönd) 1
O 1 Splder-Man (SkIfan) 3
o _ Star Wars II: (skj'fan) 1
o 2 40 Days and 40 Nights (sam myndbönd) 3
o 3 Monster’s Ball (myndform) 2
o 4 Showtime (mam myndböndj 6
o 6 My Blg Fat Greek Wedding (myndform) 10
o 5 John Q (MYNDF0RM) 4 ,
o 7 Mothman Prophecies (sam myndbóndi 5 !
0 8 ísöld (skífan) 4 j
© 9 Ali G Indahouse (sam myndbönd) 4 j
© 10 What the Worst Thing.... (skífanj 7 j
© n Hart’s War iskífan) 5 j
© 12 Queen of the Damned isam myndböndj 3 :
© 20 24 Hour Party People (sam myndbönd) 2 j
© 16 All about the Benjamins (myndform) 5 i
© 15 K-PaX (SAM MYNDBÖND) 8
© 14 Don’t Say a Word (Skífan) 12 1
© 13 Panic Room iskífan) 8
0) ■«»ÍF _ Collateral damage (sam myndböndi 8 i