Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2002, Side 21
21
ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002
DV
Tilvera
m
Jodie Foster fertug
Leikkonan og leik-
stjórinn Jodie Foster á
stórafmæli í dag. Hún
kom fyrst fram tveggja
ára gömul. Sló siðan í
gegn á barnsaldri í kvik-
myndum á borð við Bugsy Malone og
Taxi Driver og fékk óskarstilnefningu
fyrir Taxi Driver. Foster er einstök
barnastjama að því leyti að hún varð
enn stærri stjama á fullorðinsárum.
Hefur hún leikið í hverri gæðamynd-
inni af annarri og er mjög eftirsótt.
Hún fékk óskarinn fyrir Accused
(1988) og Silence of the Lambs (1991).
Foster er útskrifuð með meistarapróf
í bókmenntum frá Yale-háskólanum.
Glldir fyrir miðvikudaginn 20. nóvember
Vatnsberlnn (20. ian,-l8. febr.l:
■ Þú átt skemmtilegan
dag fram undan og
hver veit nema að ást-
in leynist á
næstu grösum. Náinn vinur þinn
þarfnast þín.
Fiskarnlr (19, febr.-20. mars):
Þér gengur vel að ráða
I fram úr minni háttar
vanda og þú hlýtur
mikið lof
fyrir. Þú gengur í gegnum erfitt
timabil í ástarmálum.
Hrúturinn (21. mars-19. apríh:
. Deilur í fjölskyldunni
f hafa mikil áhrif á þig.
Þær eru þó ekki eins
_ alvarlegar og á horfð-
ist og í kvöld verður allt fallið í
ljúfa löð.
Nautið (20. apríl-20. maíl:
Ekki vera að reyna að
sýna fram á yfirburði
þína í tíma og ótíma,
litillæti er líklegra til
að vekja aðdáun. Ekki er ólíklegt
að þú farir í óvænt ferðalag.
■ mauflmu
-V :
Tvíburarnir (21. maí-21. iúní):
Þú gætir þurft að fresta
’ einhveiju vegna breyttr-
ar áætlunar á síðustu
stundu. Það verður létt
yfir déginum, jafnvel þó þú lendir í
smávægilegum Uldeilum.
Krabblnn (22. iúní-22. iúií):
Það er lítið að gera í
I félagslífinu um þessar
mundir og það er gott
þar sem kominn er
i þú takir þig á í námi
eða starfi. Forðastu kæruleysi.
Llónlð (23. iúlt- 22. ágúst):
Það er mikið að gera
hjá þér um þessar
mundir. Þér gengur þó
vel með allt sem þú
tekur þér fyrir hendur og hefúr
gaman af því sem þú ert að gera.
Mevlan (23. áeúst-22. sept.l:
Ekki vera of fljótur að
dæma fólk og felldu
allan vafa um ágæti
^ , r einhvers honum í hag.
Kvöldið verður rólegt.
Vogin (23. SRDt.-?S. nkt.l:
Það er gott að eiga
góða vini og þú þarft
mikið á þeim að halda
um þessar mundir.
Ekki vera feiminn við að leita til
þeirra.
Sporðdreklnn (24, pkt,-2i, nw.l:
[ Farðu út og gerðu eitt-
| hvað sem veitir þér út-
|rás, þá á þér eftir að líða
: betur. Kýldu á það sem
: áð gera f stað þess að eyða
orkunni í það að vera með áhyggjur.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.):
LÞér hættir til að vera of
f fús til að fóma þér fyrir
aðra og í dag ættir þú
að hugsa meira um
sjáífairþig? Reyndu að klára hluti
sem þú hefur verið að draga lengi.
Stelngeltln (22. des.-19. ian.i:
Þú ert í góðu skapi í
dag og færð góðar hug-
myndir. Hresstu upp á
minnið varðandi
ákveðin atriði sem eru að líða þér
úr minni.
þúþi
Minningartónleikar um Svanhvíti Egilsdóttur á morgun í Hafnarborg:
Pað var mikill glans í kringum hana
- segir Jóhanna Þórhallsdóttir söngkona
Guörún
„Svanhvít bauð alltaf upp
á sterkt kafii, taldi það holl-
ara en þunnt,“ segir Jó-
hanna Þórhallsdóttir söng-
kona um leið og hún rennir
kraftmiklu kafii í bolla Guð-
rúnar Egilson og blaða-
manns DV. Svanhvít sú sem
vitnað er til var Egilsdóttir,
söngkona og prófessor, og
stundin er helguð henni.
Guðrún hefur nefnilega ný-
lokið við bók um þessa
merku konu og Jóhanna
stendur fyrir minningartón-
leikum um hana í Hafnar-
borg annað kvöld. Þar munu
vinir Svanhvítar og fyrrum
nemendur koma fram, svo
sem Ingveldur Ýr, Snorri
Wium, Björk Jónsdóttir,
4Klassískar og Léttsveit
Reykjavíkur. Auk þess mun
Guðrún lesa upp úr nýju
bókinni, Tvístirni - Saga
Svanhvítar EgUsdóttur.
Fyrsti kvenprófessor-
inn
„FerUl Svanhvítar EgUs-
dóttur var mjög merkur og
það má furðulegt heita
hversu hljótt hefur verið um
hana hér á landi,“ segir Guðrún og
heldur áfram: „Hún varð fyrst ís-
lenskra kvenna prófessor við erlend-
an háskóla er hún réðst að Tónlist-
arakademíunni f Vinarborg þar sem
hún kenndi mörgum af helstu stór-
söngvurum síns tíma.“
Guðrún kveðst hafa orðið að fara út
um vfðan vöU tU að afla heimUda um
lif Svanhvítar. „Hún ólst upp í Hafn-
arfirði og var nemandi í fyrsta ár-
gangi Tónlistarskólans hér. Þær voru
tvíburar, hún og Nanna EgUsdóttir
söngkona en voru aðskUdar íjögurra
mánaða gamlar. Svo hittust þær í
stríðinu í Þýskalandi og lokuðust þar
inni.“
Innt eftir einkamálum Svanhvítar
upplýsir Guðrún aö hún hafi verið
tvígift.
Fyrst giftist hún prentara sem hét
Óskar Guðnason. Þau fóru saman tU
Berlínar fyrir stríð en hjónabandið
entist ekki lengi. Síðan giftist hún Jan
Morávek og þau fluttust hingað heim
en eftir farsælt samband í nokkur ár
varð mjög dramatískur skUnaður
mUli þeirra. Eftir það bjó Svanhvít að
mestu erlendis, eða frá 1956, sam-
fleytt. En um áttræðisafmælið sitt,
1994, keypti hún hús í Hafnarfírði sem
hún dvaldi i af og tU síðustu fiögur
árin sín og hún kvaddi lífið hér á
landi í nóvember 1998.“
Haföi miklu aö miöla
Þótt Guðrún hafi skrifað um Svan-
hvíti bók kveðst hún ekki hafa kynnst
henni persónulega í lifanda lífi. Það
gerði hins vegar Jóhanna. „Fundum
okkar bar saman seint á mínum
námsferli og hennar kennaraferli.
Hún var mjög sterkur karakter með
frábæra söngtækni og það var svo
mikUl glans í kring um hana. Hún var
líka feiknagóður píanisti sem var sér-
stakt fyrir söngkennara. Ég finn að í
Eiga samelginlegt áhugamál
Egilson, kennari og rithöfundur, og Jóhanna Þórhallsdóttir söngkona halda minningu Svan-
hvítar Egilsdóttur á loft, hvor á sinn hátt.
minni söngkennslu styðst ég við
margt af því sem hún miðlaði mér og
hafði ég þó fína kennara áður, bæði
hér á landi, í London og á Ítalíu. Ég
var í góðu sönglegu ástandi og það var
gaman að fara lengra með henni,“ seg-
ir Jóhanna og bætir við: „Mér fannst
líka frábært hjá henni að fara út tU
frekara náms um fertugt, ná
að verða svona mikUl fag-
maður og gerast prófessor
við eina flottustu tónlist-
arakademíu í Evrópu."
Stokkið hjalla af
hjalla
Guðrún kveðst hafa verið
í fullri kennslu uppi í Versl-
unarskóla þegar hún var
beðin að skrifa bók um
Svanhvíti. „Ég ætlaði ekkert
út i þetta en þegar ég fékk
þessa beiðni kom verkfaU og
ég fór að kíkja á verkefiiið.
Þá var þetta svo spennandi
að ég stökk hjaUa af hjaUa
og gat ekki stoppað. Mér
fannst Svanhvít leiða mig
aUan tímann því ég var
aUtaf að rekast á fólk sem
hafði kynnst henni og eitt-
hvað sem minnti á hana.
„Það sýnir líka hvað
þræðir frá henni lágu víða,“
skýtur Jóhanna inn í.
„Vertu ekkert að gera lít-
dv-mynd gva jQ ýj. ancHegu áhrifunum.
Þetta var aUt eitt ævintýri
og það veit ég að tónleikarn- -c
ir verða líka á miðvikudags-
kvöldið," segir Guðrún og
Jóhanna tekur undir það: „Þeir eru
lika ókeypis og öUum opnir meðan
húsrúm í Hafnarborg leyfir." -Gun.
AIH semþú þarft er í
einni ium.ijjj samstæðu:
heimabíó, DVD, útvarp,
geislaspilari
og öflug hljómtæki!
DCS-303 kr.
DVD spilari, útvarp og Dolby Digital/DTS magnarÞSpilar DVD/CD/CD-R/CD-RW/VCD/MP3/DVDR
•Magnari 6 X 75 W RMS*Bassabox 75 W RMS*Stilling á Bassa og Diskant»Útvarp með
30 stöðva minni og RDS • Dolby Digital / DTS / Pro logic II* AUX inngangur og TV inngangur*
AUX útgangur*“0pticai" stafrænn inngangur*Super VHS útgangur»Bassabox 13 x 36 x 36
cm»Bak- og Framhátalarar 11x15.5x76 cm»Miðjuhátalari 20 x 11 x 76 cm
Utvarp. geislaspilarí
o£ llDw magnarí!
ir | IS-1 i i cr.
Geislaspilari • Útvarp • Magnari 110 w RMS
•1 x 50 djúpbassi • RCA inngangur • Allar
uppl'ysingar á kristalsskjá • Útvarps með
RDS og þrjátíu stöðva minni •
Fullkomin fjarstýring
LÉTTGREIÐSLUR \
í ÞRJÁ MÁNUÐI!
BRÆÐURNIR
Tónllstarprófessorinn
Svanhvít dvaldi erlendis aö mestu
eftir 1956 en flutti heim um áttrætt.
©ORMSSON RdDIOftóÖST I
LÁGMULA 8 • SÍMI 530 2800 FURUVÓLLUM 5 • AKUREYRI • SÍMI 462 1300 I
! ,