Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2002, Side 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002
' Sport
DV
1
t
>
Ómar Smárason, nýskipaður
leyfisstjóri KSÍ, á skrifstofu sinni í
höfuöstöðvum KSI á Laugardals-
velli. Fyrir framan hann sést hin
rúmlega 100 blaðsíöna handbók
sem Knattspyrnusambandið hef-
ur heimfært upp á ísland úr upp-
haflegu handbókinni frá Knatt-
spyrnusambandi Evrópu. Pessi
handbók fer fljótlega I þýöingu
áður en hún veröur send til Knatt-
spyrnusambands Evrópu þar
sem hún verður tekin fyrir og
vonandi samþykkt þannig að
hægt verði að byrja aö vinna eftir
henni sem fyrst hér á landi.
DV-mynd Hari
KSÍ tekur upp leyfiskerfi í Símadeild
Allra h
- segir Ómar Smárason,
KSÍ mun á næstunni taka í notkun
leyfiskerfí fyrir félög í Símadeildinni.
Þetta kerfi verður innleitt að tilstuðlan
Knattspymusambands Evrópu en sam-
bönd allra þjóða innan Knattspymu-
sambands Evrópu munu þurfa að fara
eftir þessu leyfiskerfi frá og með næsta
keppnistimabili.
KSl hefur ráðið sérstakan leyfis-
stjóra fyrir þetta umfangsmikla verk-
efni en það er eitt af því sem Knatt-
spymusamband Evrópu fer fram á við
samböndin. Sá heitir Ómar Smárason
en hann er langt frá því að vera ný-
græðingur í starfi KSÍ. Ómar kom til
starfa hjá KSÍ um mitt ár 1998 og hefur
hingað til haft umsjón með mótamál-
um, markaðsmálum Símadeildar karla
og kvenna og samstarfi við fjölmiðla í
kringum landsleiki. DV-Sport settist
niður með Ómari í gær og ræddi við
hann um leyfiskerfið og þær breyting-
ar sem það mun hafa í fór með sér fyr-
ir þau íslensku félagslið sem þurfa að
beygja sig undir það.
Viövörunarbjöllur glumdu
„Ástæða þess að Knattspymusam-
band Evrópu fór af stað með þetta
leyfiskerfi er að fjárhagur margra fé-
laga í Evrópu var orðinn mjög slæmur.
Þetta kerfi er að mörgu leyti komið til
vegna þess að félögin hafa sóst eftir
auknu aðhaldi og hjálp við að reka fé-
lögin á sómasamlegan hátt. Viðvörun-
arbjöllur voru famar að glymja um
alla Evrópu og mörg félög römbuðu á
barmi gjaldþrots. Þetta kerfi hefur ver-
ið við lýði i til að mynda Þýskalandi í
mörg ár og menn fara fógrum orðum
um það þar. Þau félög eru teljandi á
fingmm annarrar handar sem eru í
fjárhagsvandræðum þar og sérfræðing-
ar vilja meina að það sé þessu kerfi að
þakka.
Knattspymusamband Evrópu hefur
gefið út þykka handbók um þetta kerfi
sem er að mestu leyti sniðið fyrir
stærstu deildimar í Evrópu og því höf-
um við þurft að sníða kerfið að íslensk-
um markaði. Það er ljóst að ekki er
hægt að gera sömu kröfur til ÍBV og
Barcelona og því verðum að heimfæra
þetta upp á okkar litla land. Það hefur
nú verið gert og við munum senda okk-
ar hugmynd að íslensku leyfiskerfi út
til Knattspymusambands Evrópu í
byrjun næsta mánaðar þar sem það
verður tekið til athugunar og væntan-
lega samþykkt án mikilla breytinga."
Aukiö aöhald fyrir félögin
„Þetta leyfiskerfi felur i sér fimm at-
riði sem félögin þurfa að standa skil á
gagnvart okkur. Það er fjárhagsleg at-
riði, lagaleg atriði, mannvirkjaleg at-
riði, atriði varðandi starfsfólk og
stjómun og knattspymulega atriði sem
varða þjálfun og þjálfaramenntun og
æfingaaðstöðu. Það er ljóst að einn
þessara þátta er mjög dýr, þaö er þátt-
urinn sem snýr að mannvirkjum og
endurbótum á þeim. Við vonumst til
að félögin fái hjálp frá bæjarfélögum
þar sem úrbóta er þörf og munum
reyna að hjálpa þeim í samskiptum við
bæjarfélögin þar sem það á við. Þetta
kerfi veitir félögunum aukið aðhald en
það er langt frá því að að við ætlum
okkur að vera einhverjir varðhundar
sem höngum yfir félögunum eins og
vofur. Félögin þurfa að standa skil á
þessum hlutum gagnvart okkur og fyrr
munu þau ekki fá leyfi til að taka þátt
í Símadeildinni á næsta ári. Þetta kerfi
virkar hins vegar í báðar áttir því að
við hjá KSÍ þurfum að standast
ákveðnar kröfur gagnvart Knatt-
spymusambandi Evrópu. Ég er hins
vegar svo heppinn að hafa stjóm og
aðra starfsmenn sambandsins á bak
við mig og mér sýnist allir innan þess
vera tilbúnir til að vinna að þessu
verkefni af krafti. Það er ekki raunin
alls staðar eins og ég kynntist á kynn-
ingarfundi Knattspymusambands Evr-
ópu um leyfiskerfið í Amsterdam í síð-
ustu viku. Það er undir hælinn lagt
hvemig stutt er við bakið á mönnum i
mörgum samböndum í Evrópu þannig
að miðað við þann stuðning sem ég hef
fengið hjá mínu fólki er ég mjög bjart-
sýnn á að þetta gangi vel hjá okkur.“
Félögin jákvæö
„Við höfum kynnt þetta leyfiskerfi
fyrir félögunum að undanfórnu og
haldið einn kynningarfund. Á næstu
tveimur vikum munum við hitta for-
ráðamenn félaganna tíu og ræða við þá
einslega en á heildina litið hefur mér
fundist að menn séu mjög jákvæðir
fyrir þessu. 1 byrjun gætti þó nokkurr-
ar vantrúar á þetta kerfi en það var að-
allega af því að menn þekktu ekki til
þess. Þegar það var kynnt fyrir félög-
unum sáu menn að það er bráðsniðugt
og allra hagur að innleiða það. Þetta
hefur að sjálfsögðu i fór með sér að
rekstur félaganna verður undir meiri
smásjá en verið hefur en það kemur
þeim bara til góða. Reyndar hafa félög-
in verið að vinna mjög vel í sínum
málum á undanfomum árum og flest
þeirra þurfa ekki að gera neinar stór-
kostlegar breytingar á sínum rekstri
til að fá leyfið.
Við munum veita aðlögunartima í
flestum þeirra þátta sem leyfiskerfið
nær til og svo má ekki gleyma því að
félögin hafa allan veturinn til að vinna
í sínum málum. Við höfum ekki hugs-
að okkur að grípa tfl róttækra aðgerða
ef félögin standast ekki kröfur okkar
heldur reyna að komast fljótt að rót
vandans og vinna að því að finna lausn
með viðkomandi félagi. Þetta mun ekki
gera annað en styrkja íslenska knatt-
spymu þegar til lengri tíma er litið og
það er skemmtilegt að fá tækifæri tfl
að taka þátt í þessu verkefni," sagði
Ómar Smárason, leyfisstjóri KSl, i
samtali við DV-Sport í gær. -ósk
Grindvíkingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því aö uppfylla ekki kröfur
leyfiskerfisins um áhorfendaaöstöðu enda nýbúnir aö reisa glæsilega stúku
viö völl sinn. DV-mynd PÖK
Grindvíkingar sáttir við nýja leyfiskerfið:
Færir okkur nær
öðrum löndum
- segir Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildarinnar
Jónas Þórhallsson, formaður
knattspymudeildar Grindavíkur,
hefur verið virkur þátttakandi í
innleiðingu leyfiskerfisins á ís-
landi. Hann átti sæti í fimm manna
leyfisnefnd sem hefur borið hita og
þunga af undirbúningum og hann
sagðist vera mjög sáttur við þetta
kerfi, sem Knattspymusamband
Evrópu ætlar að skylda öll aðildar-
sambönd sín til að taka upp. þegar
DV-Sport ræddi við hann í gær-
kvöld.
Eykur trúverðugleikann
„Þetta kerfi mun færa íslenska
knattspymu nær öðrum löndum í
Evrópu. Það tryggir það að menn
verða að standa fagmannlega að
sínum rekstri og eykur trúverðug-
leika félaganna sem gerir það jafn-
framt auðveldara fyrir þau að
sækja fjármagn til styrktaraðila.
Það er því ekki spuming að þetta
kerfi er hið besta mál. Það segir sig
líka sjálft að Knattspymusamband
Evrópu mun ekki halda áfram að
dæla peningum í þau aðildarlönd
sem streitast á móti og vilja ekki
taka upp þetta kerfi. Það þarf ekki
að fara mörgum orðum um það
hversu mjög þeir peningar sem fé-
lögin hafa fengið frá Knattspymu-
sambandi Evrópu í gegnum KSÍ
hafa skipt þau máli og það væri
hræðilegt að verða af þeim pening-
um bara af því að menn vilja ekki
horfa til framtíðar og taka upp fag-
mannleg vinnubrögð," sagöi Jónas.
Þurfum aö gera ýmislegt
„Við þurfum aö laga ýmislegt áð-
ur en við stöndumst kröfur þær
sem Knattspymusamband Evrópu
gerir. Við höfum byggt upp glæsi-
lega stúku en það sárvantar salem-
isaðstöðu auk þess sem enn er eftir
að girða völlinn samkvæmt ströng-
ustu kröfum. Þá er félagsheimilið
of lítið en við stefnum að því að
ráða bót á þessum hlutum sem
fyrst. Við höfum alltaf reynt að
reka félagið á ábyrgan hátt án þess
að steypa félaginu í skuldapytt og
því verður haldið áfram,“ sagði
Jónas Þórhallsson. -ósk