Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2002, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2002, Side 29
ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 29 BEl ' 1L.. <Sf % - IÚn - Þrír tilnefndir Alþjóða knattspymusambandið hefur tilkynnt um það hvaða þrír leikmenn koma til greina sem leikmenn ársins 2002. Leikmennimir þrír eru þýski mark- vörðurinn Oliver Kahn, sem leikur með Bayem Mtinchen og Real Madrid- tvíeykið Zinedine Zidane og Ronaldo en þeir hafa báðir hlotið þessa vegsemd í tvígang. -ósk Maöurinn sem kom eistneskri knattspyrnu á kortið: Gífurlegar framfarir - segir Teitur Þóröarson, fyrrum landsliösþjálfari Eista Enginn íslendingur þekkir jafn vel til eistneskrar knattspyrnu og Teitur Þórðarson sem nú stýrir norska lið- inu Brann. Teitur var landsliðsþjálfari Eist- lands á ámnum 1996-2000 auk þess að þjálfa sterkasta lið landsins, Flora TaUinn. Teitur vann þrekvirki þann tíma sem hann dvaldi í Eistlandi og vilja margir meina að það sé honum að þakka að knattspyrna er nú vin- sælasta íþróttagrein Eistlands. DV- Sport ræddi við Teit í gær og spurði hann um styrk eistneska liðsins og hvað biði íslenska liðsins í leiknum á morgun. Mikið vatn runnið til sjávar „Þegar ég kom til Eistlands árið 1996 var landsliðið þar ekki sterkt. Það var strax tekin ákvörðun um að byggja upp nýtt lið og það vildi svo skemmtilega til að einn af fyrstu leikjunum sem eistneska liðið lék undir minni stjórn var gegn íslandi í apríl 1996. Þá töpuðum við, 3-0, en menn skulu átta sig á því að síðan hefur mikið vatn mnnið til sjávar í eistneskri knattspyrnu. Eistneska landsliðið í dag er nánast skipað sömu leikmönnum og léku undir minni stjórn og þeir hafa öðlast mikla reynslu. Þeir hafa leikið lengi saman og íslenska landsliðið er ekki að fara að spila gegn einu af slökustu landsliðum Evrópu eins og raunin var 1996. Liðið hefur hoppað upp um 71 sæti síðan í apríl 1996 og frekari orða um gifurlegar framfarir liðsins er ekki þörf,“ sagði Teitur. Reynsla erlendis „Þegar ég kom til starfa var mark- miðið að búa til góða leikmenn sem gætu komist utan og þannig bætt sig sem knattspyrnumenn. Það hefur gerst og í dag græðir eistneska lands- liðið á því. Þeir eiga frábæran mark- vörð, Mart Poom, sem hefur leikið lengi í Englandi og auk þess verða leikmenn islenska liðsins að vara sig á framherjanum Andres Oper, sem leikur með Álaborg í Danmörku. Hann er langhættulegasti leikmaður liðsins, eldfljótur og snöggur að refsa liðum ef andstæðingarnir eru ekki á tánum. Að auki eru miðjumennirnir Marko Kristal og Martin Reim, sem báðir leika með Flora, mjög öflugir. Eistneska liðið er skipað hæfdeika- ríkum leikmönnum sem geta spilað góða knattspyrnu. Þeir spila yfirleitt 4-3-3 eða 4-5-1 og hugsa meira um varnarleik en þegar ég var með þá. Þeir hafa sýnt það í leikjum í haust, eins og gegn Króatíu, að það er erfitt að brjóta þá á bak aftur. Ég sá þá líka spila gegn Hollendingum í Tall- inn í fyrra og þá voru þeir óheppnir að tapa. Þeir komust tvisvar yfir og voru miklu betri en hið frábæra lið Hollands. íslenska liðið má því búast við mjög erfiðum leik á miðvikudag- inn og það væru mikil mstök hjá lið- inu að vanmeta Eistana." Spái jafntefli „Undir eðlilegum kringumstæðum ættu íslendingar að vinna leikinn. Það verður hins vegar alls ekki auð- velt eins og ég hef sagt áður og það skiptir miklu máli hvernig leikmenn íslenska liðsins koma stemmdir til leiks. Ef ég ætti að spá fyrir um úr- slit leiksins held ég að hann endi með jafntefli. Það er kannski að nokkru leyti óskhyggja þvi að það má segja að ég sé með fæturna sinn i hvoru stígvélinu. Ég er auðvitað ís- lendingur en ég ber miklar tilfmn- ingar til Eistlands þar sem ég átti frábæran tíma. Ég hef hugsað mér að fara og sjá leikinn en veit ekki hvort ég kemst fyrr en á morgun (í kvöld),“ sagði Teitur Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari Eistlands og núver- andi þjálfari Brann, í samtali við DV-Sport. -ósk Rafpostur: civsport@dv.is Teitur Þórðarson, þjálfari norska liösins Brann, þekkir vel til eistneskrar knattspyrnu eftír að hafa verið landsliðsþjálfari þar í fjögur ár auk þess að stýra besta liöi landsins, Flora Tallinn, á sama tíma. keppni í hveriu ordi Eistneski landsliðsmaðurinn Meelis Rooba (í bláu) sést hér t baráttu við Króatann Marko Babic í leik liðanna f undankeppni EM í Osijek f Króatfu f september en leiknum lyktaði meö markalausu jafntefli. Reuters ísland mætir Eistlandi í vináttulandsleik í Tallinn á morgun: Sýnd veiði en ekki gefin - Eistar hafa hækkað sig um 20 sæti á heimslistanum frá áramótum Eistneska landsliðið sem mætir því íslenska í Tallinn á morgun er töluvert frábrugðið því liði sem ís- land vann, 3-0, í vináttulandsleik í Tallinn 24. apríl 1996. Bjarki Gunn- laugsson skoraði öll þrjú mörk ís- lands og Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á fyrir Amór foður sinn gegn Eistum sem voru þá í 134. sæti styrkleikalista Alþjóða knatt- spymusambandsins. Þessi leikur markaði tímamót I eistneskri knattspyrnusögu því að þetta var jafnframt fyrsti lands- leikurinn þar sem íslendingurinn Teitur Þórðarson stýrði eistneska liðinu. Teitur byggði upp sterkt lið og fjórum árum síðar, þegar hann yflrgaf liöið og hélt til Noregs, hafði liðið unnið sig upp um 58 sæti i 76. sæti. Sjö sætum á eftir íslandi í dag er liðið í 63. sæti styrk- leikalistans, aðeins sjö sætum á eftir íslandi og hefúr byrjað riðil sinn í undankeppni EMágætlega. Það hefur hækkað sig um tuttugu sæti síðan á áramótum og er því á hraðri uppleið, öfugt við íslenska liðiö. Liðið gerði markalaust jafn- tefli við Króata á útivelli í fyrsta leiknum og tapaði síðan naumlega fyrir Belgum á heimavelli, l-O. Þetta var aðeins annað tap liðsins á þessu ári og sýnir styrk liðsins frekar en margt annað. Ellefu leikmenn frá Flora Að venju koma flestir leik- manna eistneska landsliðsins frá meistaraliðinu Flora Tallinn sem hefur unnið eistnesku deOdina sex sinnum á síðustu tíu árum. Alls eru ellefu leikmenn frá Flora í átján manna hópnum sem þjálfari Eista, Arno Pijpers, sem einnig þjálfar Flora, valdi fyrir leikinn gegn íslendingum. Sex leikmenn spila i liðum utan Eistlands, þrír i Danmörku, einn I Finnlandi, einn í Noregi og einn, markvörðurinn Mart Poom, meö Sunderland í Englandi en einn leikmaður, Sergei Hohlov-Simson, kemur frá Levadia Maardu í heimalandinu. Hópurinn er skipaöur eftirtöld- um leikmönnum: Mart Poom (í láni hjá Sunderland frá Derby), Andres Oper (AaB Álaborg), Indrek Zelinski (AaB Álaborg), Urmas Rooba (Midtjylland), Sergei Terehhov (Haka), Kristen Viikmáe (Válerenga), Sergei Hohlov-Simson (Levadia Maardu) og Martin Kaalma, Marko Kristal, Kert Haavistu, Meelis Rooba, Andrei Stepanov, Aleksander Saharov, Raio Piiroja, Joel Lindpere, Erko Saviauk, Martin Reim og Teet Allas (allir frá Flora Tallinn). Þekktasti leikmaður liðsins er markvörðurinn snjalli Mart Poom sem hefur leikið með Derby í Englandi við góðan orðstír. Hann hefur nú veriö lánaður til úrvals- deildar liðsins Sunderland sem á í miklum markvarðaerfiðleikum. Aðrir leikmenn sem vert er að taka eftir eru framherjinn Andres Oper sem hefur skorað sjö mörk fyrir danska liðið AaB Álaborg það sem af er tímabili og binda Eistar miklar vonir við að hann verði í stuði gegn íslendingum. Hann skoraöi þrennu fyrir lið sitt fyrir skömmu og sagði í viðtali aö hann vonaðist til að endurtaka þann leik gegn íslendingum. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.