Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2002, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2002, Side 32
■ ■ r r BILHUSIÐ Smiöjuvegi 60 (Rauö gata) - Kópavogi Sfml 557 2540 - 554 6350 Allar almennar bílaviðgeröir á öllum tegundum bifreiða 15% afsláttur til áramóta! Vönduö vinna - aðeins unnin af fagmönnum Viðbótarlífeyrissparnaður Alllanz (ÍTD - Loforð er ioforð ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 Sími: 533 5040 - www.allianz.is Die Another Day: Fjórir 007 á frumsýningu Nýjasta James Bond-mynd- in, Die Another Day, var frumsýnd í Royal Al- bert Hall í gærkvöldi. Miklu var tjaldað til og er talið að um ein- hverja glæsilegustu frumsýningu sem um getur hafl verið að ræða. Að sjálfsögðu var rauöi dregillinn á sínum stað og tónlistarsyrpa úr Jams Bond-kvikmyndunum hljóm- aði utandyra. Allir klæddust sínu fínasta, hvort sem það var drottn- ingarfjölskyldan eða aukaleikarar í kvikmyndinni, og meðal gesta voru ijórir af fímm leikurum sem leikið hafa James Bond, allir nema Sean Connery, sem var við tökur á kvik- í mynd. Þama voru einnig mættar margar leikkonur sem hafa gert garðinn frægan sem „Bond-stelpur. Fagnaðarlæti fjölmargra aðdáenda sem komu til að sjá frumsýningar- gesti náði hámarki þegar Pierce Brosnan, núverandi James Bond, mætti eins og hann væri klipptur út úr hlutverkinu. Eins og kunnugt er var myndin tekin að hluta til hér á landi, í Jök- ulsárlóni þegar það var isi lagt.-HK . Ekið á konu við Vesturbæjarskóla Ekið var á konu á áttræðisaldri á móts við Vesturbæjarskóla um klukkan átta í morgun þegar um- ferð var hvað mest og fólk á leið til vinnu. Sjúkrabíll flutti konuna á slysadeild en samkvæmt upplýsing- um DV var hún ekki talin alvarlega slösuð. Ekki lá fyrir í morgun með hvaða hætti slysið átti sér stað.-Ótt Sjálfvirk slökkvitæki fyrir sjónvörp Sími 517-2121 H. Blöndal ehf. Auðbrekku 2 - Kópavogi Innflutningur og sata - www.hbtondal.com 112 EINN EINNTVEIR NEYÐARLÍNAN LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ LITLA STULKAN OG ELDSPÝTURNAR! Welskar vinkonur á ferö Þessar frísklegu vinkonur frá Wales voru í dagsferð hér á landi á dögunum. í stað þess að fara í hefðbundna rútuferð austur að Gullfossi og Geysi í gullfallegu veöri völdu þær að fara fótgangandi um miðborgina og njóta þess sem hún haföi upp á að bjóða. Höfnin og hvalbátarnir vöktu mikla hrifningu kvennanna en þær enduðu íslandsdvölina í Bláa lóninu. Yfirtökutilboð Kaupþings á JP Nordiska: Kaupþing verður stærsta fjármálastofnunin - með heildareign upp á 194 milljarða króna Mikill meirihluti hluthafa sænska bankans JP Nordiska hefur samþykkt yfirtökutilboð Kaupþings í bankanum. Var tilboðið háð þeim skilyrðum að yfir 90% hluthafa í JP Nordiska samþykktu tilboðið en Kaupþing átti fyrir um þriðjungs hlutafjár. Endanleg talning atkvæða liggur þó ekki fyrir fyrr en um há- degi í dag. Ef 90% samþykki fæst er Kaupþing orðið stærsta fjármála- stofnun Islendinga með heildareign upp á 194 milljarða króna. í kjölfar- ið verður Kaupþing skráð á hluta- bréfamarkað í Svíþjóð. Ef tilskilin 90% nást ekki getur Kaupþing fallið frá tilboðinu, fram- lengt frestinn um tvær vikur eða fallið frá kröfunni um samþykki 90% hluthafa. Yfirgnæfandi líkur eru þó á að yfirtaka Kaupþings verði að veruleika. Yfirtökutilboð Kaupþings rann út Kaupþing. á fóstudag en póstatkvæði voru að berast fram eftir degi í gær. Greitt er fyrir JP Nordiska að verulega leyti með hlutabréfum i Kaupþingi eða 9,55 hlutir fyrir hvern hlut í JP Nordiska. Kaupþing stækkar um 56% eftir samruna við JP Nordiska ef einnig er tekið tillit til sameiningar við Auðlind. Heildareignir í íslenskum krónum fara úr 125 milljörðum króna í 194 milljarða króna í sam- einuðu fyrirtæki. Þá er hlutafé Kaupþings banka hf. komið 1 1.890.737.060 krónur að nafnvirði eft- ir hlutafjáraukningu sem samþykkt var 11. nóvember. Þar er m.a. um að ræða útgáfu nýrra hluta til hluthafa Hlutabréfasjóðsins Auðlindar hf., í tengslum við samruna Kaupþings banka hf. og Hlutabréfasjóðsins Auðlindar hf., samkvæmt samruna- áætlun, dags. 17. september sl. Einnig var samþykkt þann 11. nóv- ember í tengslum við yfirtöku á JP Nordiska að hlutum i Kaupþingi banka hf. verði fækkað í hlutföllun- um 10:1 þannig að hver hlutur í fé- laginu verði 10 krónur að nafnvirði í stað einnar krónu áður. -HKr Renault Mégane II: „Bíll ársins í Evrópu 2003“ „Við sjáum mikla möguleika í þess- um bíl enda er hann fiábær hönnun," sagði Helga Guðrún Jónasdóttir, kynn- ingarstióri B&L, i morgun. Nýjasta kyn- slóð Renault Mégane II hlaut í morgun titilinn „Bíll ársins i Evrópu 2003“ en hann er sá eftirsóknarverðasta á árinu í bílaheiminum enda sjá 58 bílablaða- menn frá 22 löndum í Evrópu um valið. Fékk hann alls 322 stig, 20 stigum fleiri Mazda 6 sem varð í öðru sæti. I þriðja sæti varð svo Citroen C3 með 214 stig. Renault Mégane II er væntanlegur til landsins á allra næstu vikum. -NG Innbrot í bíl Brotist var inn í bíl á bilastæði við Lindargötu i nótt. Voru rúður brotnar og haíði einhveiju smálegu verið stolið. Innbrotið uppgötvaðist um sex- leytið í morgun þegar eigandinn vitjaði bílsins. Þjófurinn er ófúndinn. -hlh Vatnsleysustrandarhreppur: Tíöir brunar af völdum barna valda áhyggjum Hreppsnefnd Vatnsleysustrandar- hrepps lýsir yfir áhyggjum sínum vegna tíðra bruna i sveitarfélaginu síðustu mánuði sem taldir hafa ver- ið af völdum barna. Síðast brann eyðibýlið Grænuborg til kaldra kola, ekkert stendur eftir nema út- veggir og skorsteinn, en sveitarfé- lagið hafði nýlega eignast húsið og uppi voru hugmyndir um að gera það að minjasafni. Það verður varla úr því sem komið er. Böm eru einnig talin hafa kveikt í bát og i rusli undir húsvegg sem hefði getað valdið miklu tjóni. Mikilvægt sé að foreldrar upplýsi böm sín um að þau eigi ekki að hafa eldfæri í fór- um sinum og þær hættur sem em samfara því að fikta með eld. Jafn- framt beindi hreppsnefnd þeim til- mælum til eldvamaeftirlits Bruna- varna Suðumesja og lögreglu að þessir aðilar standi fyrir fræðslu- fundi fyrir nemendur Stóru-Voga- skóla um alvarleika málsins. Jón Ingi Baldvinsson, aðstoðarskóla- stjóri Stóru-Vogaskóla, segir að hvorki oddviti né sveitarstjóri hafi haft samband út af samþykktinni, en vonandi verði það fljótlega. Mál- iö sé alvarlegt og nauðsynlegt að börnunum sé gerö grein fyrir þvi mikla tjóni sem fikt með eld getur valdið. Nemendum Stóru-Vogaskóla fjölgar ár frá ári í samræmi við auk- inn íbúafjölda, eru 180 í dag, og nú er töluvert um íbúðabyggingar í sveitarfélaginu. íbúafjöidi 1. desem- ber sl. var 841 maður. -GG SECURITAS VELDU ÖRYGGI f STAÐ ÁHÆTTU! Sími 580 7000 | www.securitas.is Brother PT-2450 merkivélin Mögnuö vél sem, meö þinni hjáip, hefur hiutina í röö ogreglu. Snjöll og góö lausn á óreglunni. Rafnorf Nýbýlavegi 14 • sími 554 4443 • www.rafport.is !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.