Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2002, Side 2
2
MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2002
DV
Fréttir
Bein þátttaka íslands í NATO-hernaði:
Aukin þróunaraðstoð gerir
heiminn friðvænlegri
- segir Ögmundur Jónasson, þingmaður VG
Ef til hernaðaraö-
gerða kemur á veg-
um Atlantshafs-
bandalagsins hefur
Island skuldbundið
sig til að leigja flug-
vélar undir her-
flutninga þar sem
þeirra kann að vera
þörf. Gengið hefur
verið frá samning-
um við Flugleiðir
og Atlanta hvað þetta varðar. 300
milijónir króna er hámarksupphæð
tengdri hverri hernaðaraðgerð
NATO. Auk þess verður uppbygg-
ingu íslensku friðargæslunnar flýtt,
friðargæsluliðum fjölgað um helm-
ing fyrir árið 2006, eða í 50 talsins.
Magnús Stefánsson, þingmaður
Framsóknarflokks og varaformaður
w
LI
Guömundur Árni Magnús
Stefánsson. Stefánsson.
utanríkismálanefndar, segir að mál-
ið hafi ekki verið kynnt fyrir nefnd-
inni, en ísland sé þátttakandi í
NATO-samstarfinu og því geti fylgt
eitthvað á þessum nótum.
„Þetta er nýtt en við erum full-
gildir meðlimir í NATO og hljótum
að axla ábyrgð í samræmi við það,“
segir Magnús Stefánsson.
Guðmundur Ámi Stefánsson,
þingmaður Samfylkingar, segir að
Samfylkingin hafl verið samþykk
því að stækka NATO og að ísland
taki með auknum mæli þátt i starf-
semi NATO með þátttöku friðar-
gæslusveita.
„Mér flnnst hins vegar lakara að
ríkisstjórnin hafi tekið þá ákvörðun
að gerast beinn aðili að hernaðarað-
gerðum. Það er engin hefð fyrir því
í 50 ára sögu NATO að ísland geri
það. Við erum herlaus þjóð og ég
hef því alvarlegar efasemdir um
ágæti þess og hefði talið eðlilegra að
við legðum okkar að mörkum til
Atlantshafsbandalagsins eins og við
höfum gert til þessa og eigum að
gera í vaxandi mæli með þátttöku í
friðargæslu eins og góð reynsla er
af í Bosníu og Kosovo," segir Guð-
mundur Ámi Stefánsson.
Ögmundur Jónasson, þingmaður
VG, segir að niðurstaða NATO-fund-
arins i Prag sé ekki fagnaðarefni, og
framlag islensku ráðherranna þar
dapurlegt, en þar var tekið undir
allar kröfur um aukinn hernað
hemaðarbandalagsins.
„Framboð á farþegaflugvélum til
flutnings á hergögnum um allt að
300 milljónum króna er fráhvarf frá
aðskilnaði samfélagslegs og hemað-
arlegs þáttar. Við leggum til 0,11%
af þjóðartekjum til aðstoðar við þró-
unarlönd og við munum árið 2006
ná sama hlutfalli til hemaðar. Nær
væri að auka þróunaraðstoð I 0,7%
sem verður framlag til þess að út-
rýma fátækt og gera heiminn frið-
vænlegri þar með,“ segir Ögmundur
Jónasson. -GG
Ögmundur
Jónasson.
Karl V. Matthíasson, 2. þingmaður
Vestfírðinga, hefur hafnað þvi að
taka 4. sætið á lista Samfylkingarinn-
ar í Norðvesturkjördæmi eins og upp-
stillingarneíhd flokksins leggur til.
Uppstillingamefnd leggur til að Jó-
hann Ársælsson á Akranesi verði í
fyrsta sæti, Anna Kristín Gunnars-
dóttir í Skagafirði í 2. sæti og Gísli S.
Einarsson á Akranesi í 3. sæti, en
Gísli er fæddur í Súðavík, og því tel-
ur uppstillingamefnd hann geta verið
fulltrúa Vestfirðinga.„Það var verið
að sameina þrjú kjördæmi og sú
hætta skapast ef þess er ekki gætt að
þessum þremur fomu kjördæmum sé
gert jafnhátt undir höfði í næstu
kosningum að kjósendur Samfylking-
arinnar í þeim hluta kjördæmisins
sem yrði utanveltu við röðun á lista
leituðu annað með atkvæði sín.
þykktu Vestfirðingar tillöguna. Á
fundi á ísafirði kom fram skýr vflji
mikils meirihluta fundarmanna að ég
yrði fulltrúi Vestfirðinga, ekki Gísli
S. Einarsson, þó hann væri fæddur á
Súðavík. ingum. Réttast væri að upp-
stillingamefnd kæmi með tvær tillög-
ur, annars vegar með mig í 3. sætið
og Gísla í 4. sætið og öfugt. Kjör-
dæmaþingið fengi þá að velja og þá
niðurstöðu mundi ég sætta mig við,“
segir Karl V. Matthíasson.
Stjóm kjördæmisþings fundaði í
Reykjavík í gær en í þessu víðfeðma
kjördæmi var það talin besti kostur-
inn, allar leiðir liggi til höfuðborgar-
innar. Formaður kjördæmisráðs, Vé-
dís Geirsdóttir, segist ekki eiga von á
öðru en að uppstillingamefnd skili
aðeins einni tillögu. -GG
DVWYND GVA
Ljósadýrð
Þótt mánuður sé til jóla er víða orðið jólalegt í verslunarhúsum og umhverfis þau. Þessi mynd er tekin í Garðheimum
_________________; Reykjavík þar sem yfir 300 tegundir Ijósa eru til sölu.
Þrjú ný þingmannsefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:
Skattalækkanir verða efst á baugi
„Ég ætla að beita mér fyrir því að
hætt veröi að refsa fólki fyrir ráð-
deild, sparsemi og dugnað,“ segir
Guðlaugur Þór Þórðarson, verðandi
þingmaður, um það hverju hann
hyggst breyta með störfum sínum á
Aiþingi. Guðlaugur Þór er einn
þriggja ungra manna sem má telja
víst að hafi tryggt sér sæti á Alþingi
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Birgir
Armannsson.
Amerískur hvíldarstóll
Ótrúlega þœgilegur!
Reykjavík. Hinir
tveir taka f sama
streng.
„Ég vona að
það komi inn í
þingflokk sjálf-
stæöismanna að-
eins meiri óþolin-
mæði gagnvart
ríkisútgjöldum og
háum sköttum,"
segir Birgir Ár-
mannsson og Sigurður Kári Krist-
jánsson segist munu beita sér fyrir
því að skattar verði lækkaðir. „Ég vil
að skattar á fólk og fyrirtæki verði
lækkaðir duglega og mun beita mér
fyrir því að ríkisreksturinn verði
dreginn saman," segir Sigurður Kári.
Enginn þeirra þremenninga telur
að þeir verði hrópendur í eyðimörk í
þingflokknum á komandi þingi. „Ég
held að það hafi styrkt okkur og okk-
ar kynslóð að svona margir okkar
höfum náð þessum árangri," segir
Sigurður Kári. „Það styrkir okkur að
vera þama allir saman og það mun
Sigurður Kári
Kristjánsson.
Guðlaugur Þór
Þórðarson.
gera hrópin háværari en elia.“ Birgir
Ármannsson telur sömuleiðis að það
muni gefa þessari kynslóð innan
flokksins mjög mikið vægi nái þeir
þremenningar allir kjöri, og Guð-
laugur Þór bætir við að þeir hafi
fengið stuðning úr öllum aldurshóp-
um. „Það liggur alveg fyrir að við
þrír fengum stuðning úr öllum ald-
urshópum, þannig að það er ekki
eins og við séum einir; niðurstaöa
prófkjörsins sýnir að þau viðhorf
sem við beijumst fyrir hafa hljóm-
grunn innan Sjálfstæðisflokksins.
-ÓTG
Samfylkingin:
Vestfirðingar vilja
Karl V. í 3. sætið
Innbrotafaraldur um helgina
Tilkynnt var um ellefu innbrot i
Reykjavík frá klukkan sjö til klukk-
an fjögur í gær og á laugardag voru
níu innbrot framin á sama tímabili.
Þetta er óvenjulegt ástand að sögn
lögreglunnar og hefur það varað nú
í nokkra daga.
Afar algengt er um að brotist sé
inn í bíla og einnig geymslur fólks
og greipar látnar sópa. Að sögn lög-
reglunnar dreifast þessi innbrot
nokkuð um borgina en í gær voru
áberandi margar tilkynningar um
innbrot við Bergþórugötu og þar í
grennd. Verksummerki eru svipuð
alls staðar.
Lögregla hefur enn ekki haft
hendur í hári innbrotsþjófanna en
rannsókn allra málanna stendur
yfir. -Gun.
Stuttar fréttir
Tvö rán upplýst
Tveir menn hafa játað á sig rán í
verslun 11/11 við Skúlagötu og
bensínstöð Olís við sömu götu í lið-
inni viku. Mennirnir voru yfir-
heyrðir í gær og sleppt eftir að játn-
ing lá fyrir.
Vara við sölumönnum
Óprúttnir náungar hafa undan-
farið stundað það að selja lyklakipp-
ur sem þeir segja til styrktar dauf-
blindum. Daufblindrafélag íslands
vill vekja athygli á því að sölumenn
þessir séu ekki á vegum félagsins.
Mikið atvinnuleysi
Um 4% félags-
manna í VR eru án
atvinnu. Gunnar
Páll Pálsson, for-
maður VR, segir í
samtali við mbl.is
að leita þurfi aftur
til áranna 1996 og
1997 til að finna
jafnmikið atvinnuleysi meðal félags-
manna og nú. í ársbyrjun voru 973
félagsmenn atvinnulausir saman-
borið við 499 árið á undan. Um
20.000 manns eru í VR.
Gráhegrar á vappi
Tveir sjaldséðir gráhegrar sáust
vappa við Rif á Snæfellsnesi í gær.
Mörg ár eru síðan þeir sáust síðast
á þessum slóðum ef marka má frétt
mbl.is. Veðurblíðan á Rifi undan-
farna daga hefur vafalaust fallið vel
í kramið hjá gráhegrunum tveimur.
Deila á stjórnvöld
Verkalýðsfélagið Vaka á Siglufirði
skorar á fjármálaráðherra að efna
þegar loforð um jöftiun réttinda milli
ASÍ og félaga hjá ríki og annarra rík-
isstarfsmanna. Formaður Vöku segir
mikinn mun á réttindum þessara
hópa er varði lífeyris-, orlofs- og veik-
indarétt. RÚV greindi frá.
Hjartavernd beöin afsökunar
Breska blaðið The Guardian hef-
ur beðið Hjartavemd afsökunar á
ummælum sem birtust í blaðinu í
lok október - þess efnis að Hjarta-
vernd hafi keypt um 200 þúsund
hluti í DeCODE á gráa markaðnum
og tapað um sjö hundruð milljónum
á viðskiptunum. Hjartavernd
hyggst láta afsökunarbeiönina duga
og hyggur ekki á skaðabótamál.
Lenti í öðru sæti
Níu ára stúlka, Halldóra Bald-
vinsdóttir, hafnaði í öðru sæti í
italskri barnasöngvakeppni sem
haldin var í Bologna um helgina.
Halldóra var aðeins þremur stigum
frá því að hreppa fyrsta sætið.
Alþjóðastofa tekin til starfa
Alþjóðastofan á Akureyri hefur
formlega tekið til starfa en liðlega
200 erlendir ríkisborgarar eru bú-
settir á Akureyri og í bænum búa nú
um fjögur hundruð manns sem eiga
ættir að rekja til útlanda. -áþ
CBEBSl
Þau leiðu mistök
urðu við vinnslu
Helgarblaðs DV að
einn viðmælenda í
„vandamáli vik-
unnar" var sögð
heita Stella Sigur-
geirsdóttir mynd-
listarkona. Stella
var ekki í téðu við-
tali heldur kona að nafni Stella Sig-
urðardóttir. Stella Sigurgeirsdóttir
er beðin velvirðingar á þeim óþæg-
indum sem hún kann að hafa orðið
fyrir vegna mistakanna.